Þjóðviljinn - 30.10.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.10.1962, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 30. október 1962 — 27. árgangur — 336. tölublað. Borgarafundur Sósíalistafé- lags Reykjavíkur um Kúbu sl. sunnudag var geysifjclsóttur Stærsti fundur sem haldinn verið innanhúss hér á • Um eða yfir 1500 manns sót'u borgarafundmn um Kúbu í Há- skólabíói sl. sunnudag. Hvert sæti í þessum stærsta samkomusal lands- ins var setið og hundruð manna stóðu meðfram veggjum og á öllum göngum og í anddyri, en á annað hundrað manns varð frá að hverfa þegar sýnt var að fleiri komust ekki með góðu móti í salinn. • Má fullyrða að þetta sé fjöisóttasti fundur, sem haldinn hafi ver- ið innan húss hér á landi. Hin gífurlega fundarsókn, langvinnt lófatak í lok ræðu Magnúsar Kjartanssonar og einróma fylgi við tillögur þær sem bornar voru upp á fundinum, allt ber þetta Ijósan vott um þann hug sem almenningur hér á landi ber til kúbönsku þjóðarinnar nú þeg- ar harkalega er vegið að sjálfstæði hennar. • Sósíalistafélag Reykjavíkur boðaði til fundarins í Háskólabíói og stjórnaði formaður þess, Páll Bergþórsson veðurfræðingur honum. Magn- ús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, flutti ræðu um byltinguna á Kúbu og sagði frá ýmsu er fyrir augu hans og eyru bar á sl. sumri, er hann dvaldist þar um 5 vikna skeið í boði kúbönsku byltingarsamtakanna. Síðan var sýnd ágæt heimildarkvikmynd um byltinguna á Kúbu, sem sovézki kvikmyndagerðarmaðurinn Karmen gerði. • Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum og greiddi allur þorri fundarmanna þeim atkvæði. í annarri ályktuninni var kúbönsku þjóðinni árnað allra heilla í baráttu hennar fyrir sjálfstæði, og ályktun- in í fundarlok þýdd á spænsku og send Fidel Castro forsætisráðherra í símskeyti. Hinni ályktuninni var beint til íslendinga og hvatt til að ráðið verði niðurlögum hernámsstefnunnar hér á landi hið fyrsta með tilliti til síðustu heimsatburða. Innan við 10 hendur komu á loft meðal hundraðanna í Háskólabíói þegar leitað var mótatkvæða gesm fvrri til- lögunni; gegn hínni ályktuninni greiddu aðeins 2—3 atkvæði. Ályktan- irnar eru birtar í heild á 2. síðu. Stríðshættunni var bægt Krústjoff bauðsf til að leggja niður f lugstöðvar á Kúbu gegn því að Kennedy hœtti hafnbanninu og skuldbyndi sig til þess að sjá um að ekki yrði gerð nein innrás á Kúbu • Um helgina gerðust þau miklu gleðitíð- indi, að samkomulag tókst milli leiðtoga Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna um lausn á Kúbudeilunni, svo að hin geigvænlega hætta á heimsstyrjöld, sem vofað hefur yfir mann- kyninu, síðan Bandaríkin settu hafnbann sitt á Kúbu, er nú liðin hjá. • í bréfum sem fóru milli leiðtoga stór- veldanna nú um helgina sættust þeir á að Bandaríkin skyldu aflétta hafnbanni sínu og um leið ábyrgjast að ekki yrði gerð innrás á Kúbu, gegn því að Sovétríkin létu taka niður vopn þau á Kúbu sem Bandaríkin telja að sér stafi mikil hætta af. • Þessu samkomulagi stórveldanna hefur verið fagnað um allan heim og er þungu fargi létt af öllu mannkyni. Mestur mun þó fögnuðurinn vera meðal Kúbumanna sem nú virðast loks ætla að fá tryggingu fyrir því að þeir fái að lifa í friði í landi sínu. Nánari frásögn er á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.