Þjóðviljinn - 30.10.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA sitt af hverju ★ Astralska sundkonan Dawn Fraser, heimsmethafi og olympíusigTirvegari, bætti heimsmet sitt í 100 m. skrið- sundi s.l. Iaugardag. Hún synti á 59.9 sek, og er fyrsta konan sem syndir þessa vega- lengd undir einni mínútu. Gamla metið hennar var 60.0 sek. Nýja metið var sett á áströlsku samveldismóti i sundi. -fr Spænska knattspyrnulið- ið heimskunna, „Real Madrid” tapaði fyrir „Valladolid” sl. sunnudag. Þetta var leikur í spænsku deildakeppninni, og fór hann fram á velli Vallad- olid. Forráðamenn Real Madr- Id hafa þar með fengið enn eina sönnun þess að ekki er allt með felldu með þetta fræga stjörnu-Iið, sem tapaði Evrópubikarnum í fyrstu um- ferð í ár. Real Madrid er ennþá efst i I. deild á Spáni með 10 stig, en „Atletico” i Madrid hefur sama stiga- fjölda. Barcelona er með 9 stig. ic Kappaksturskeppnin heimsfræga sem kennd er við Monte Carlo fer næst frarr 19.—22. janúar 1963. Bretar. munu enn sem fyrr eigaflesta akstursmenn í keppninni. 341 bíll tekur þátt í þessum æsi- lega kappakstri. Þar af eru 100 frá Bretlandi, 89 frá Frakklandi, 30 frá Þýzka- landi, 25 frá Svíþjóð, 25 frá Noregi, 20 frá Hollandi, 15 frá Danmörku, 10 frá Spáni, 10 frá Portúgal, 8 frá Pól- landi, 8 frá Sviss og 5 frá Monaco. Keppnin hefst á 8 stöðum eins og i fyrra. Þeir eru Stokkhólmur, Glasgow, Aþena, Lissabon, Frankfurt. Varsjá, París og Monaco. ★ Landsleikir i knattspyrnu um helgina. Svíþjóð—Dan- mörk 4:2, Ungverjaland— i Austurríki 2:0, Tékkóslóva- | kía—Pólland 2:1 i ★ Charlie Chaplin, kvik- myndaleikarinn, milljónerinn og bamakarlinn heimskunni, er mikill áhugamaður um knattspymu. Hann hefur alla tíð iðkað knattspyrnu, og j þakkar íþróttinni góða heilsu i sina og lífsþrótt. Nú hefur Chaplin keypt Iandsvæði í Lausanne í Sviss, og ætlar að láta útbúa þar á eigin kostn- að knattspymuvelli fyrir ung- j linga. liTrtDtrn.TTVv Þriðjudagur 30. október 1962 Cr leiknum milli lslandsmeistaranna Fram og IR í fyrrakvöld. r Fram vann IR og mætir Skovbakken ósigrað Handkna.ttleiksmeistaramót Reykjavíkur hélt áfram á sunnudagskvöldið. Áðalleikur kvöldsins var á milli Fram og ÍR en mörgum lék hugur á að sjá hvemig Fram myndi takast upp gegn ÍR- ingum því Fram er nú senn á fömm til Dan- merkur til þátttöku í Evrópubikarkeppninni. Leiknum lauk með yfirburða- sigri Fram 23:13. Framarar - höfðu leikinn allan tímann í hendi sér og náðu strax í upp- ■ hafi góðri forustu (5:1). Um miðjan hólfleikinn var staðan 8:2 en í leikhléi 14:7. Síðari hálfleikur var jafnari enda drógu Framarar úr hrað- anum, sem þeir þó hefðu ekki átt að gera, því hvað er betri æfing en einmitt svona leikur. Nei, það á aldrei að slá af og sízt af öllu undir þeim kring- umstæðum sem Framarar búa við um þessar mundir. Ekki , veitir af góðri æfingu og miklu úthaldi því Ieikurinn gegn Skovbakken getur einmitt unn- izt á því hvort liðið sé betur búið undir endasprettinn. Mörk Fram settu þeir Sig- urður 6, Guðjón 5, Ingólfur 4, Erlingur 3, Hilmar 3, Ágúst og Karl 1 mark hvor. Mörk ÍR: Gunnlaugur 5, Her- mann 4, Gylfi 3, Þórður 1. Magnús V. Pétursson dæmdi leikinn. Ármann — KR 10:4 (5:1) Það var virkilega gaman að sjá Ármannsliðið leika, því þeir leika létt, hratt og af mik- ilii innlifun. KR-ingar eru aft- ur á móti ekki svipur hjá sjón undanfarinna ára, eru seinir á knöttinn, þungir og leika þar af leiðandi fremur gróflega. Enda fór svo að Ármenningar höfðu yfirhöndina allan leikinn og sigruðu með yfirburðum 10:4. Ármenningamir byrjuðu með leiftursókn og áður en KR- ingamir komust á bláð höfðu þeir sett 4 mörk. Bergur Ad- ólfsson setti eina mark KR í fyrri hálfleik en Lúðvik Lúð- víksson sétti 5. mark Ármanns rétt fyrir leikhléið. Hans og Lúðvík setja síðan hvor sitt markið í upphafi síðari hálf- leiks og var þá staðan 7:1. Jafnaðist nú leikurinn og skor- uðu liðin á vixl til leiksloka en „yfirbyrðir, ^rmanns^ leEndu sér ekki. Mörk Ármanns settu þeir Hörður 3, Ámi 3, Lúðvík 2, Hans og Sveinbjöm 1 mark hvor. Mörk KR: Bergur 2, Reynir og Heins 1 mark hvor. Pétur Bjamason dæmdi leik- inn. Þróttur — Valur 10:10 (3:5) Fremur var hann daufur leikurinn á milli Þróttar og Vals þó svo að hann hefði ver- ið mjög jafn allan tímann. Þróttur skoraðl fyrst en Vals- menn jðfnuðu um hæl. Þannig gekk það þar til staðan var 3:3 en þá settu Valsmemn tvð mörk fyrir leikhléið. Þróttarar jöfnuðu strax eftir leikhlé óg komust marki yfir. En Vals- menn jöfnuðu 6:6. Þróttarar settu því næst þrjú mörk í röð 9:6 en Valsmenn söxuðu jafnt og þétt á forskotið og Framhald á 8. síðu. Hlífðarhjálmar fyrir skíðamenn Skíðasamband Kanada hef- ur ákveðið að fyrirskipa notk- un hlífðarhjálma fyrir alla þátttakendur í mieiriháttar skíðastökkkeppnum. Þá hafa Kanadamenn sent tilmæli til skíðastökknefndar Alþjóða-skíðasambandsins með tilmælum um að hjálmar skuli notaðir á öllum alþjóðlegum stökkmótum. Daglegar ferðir í Skíðaskálann Það er komið gott skíðafærf uppi á Hellisheiði. Skíðáráð Reykjavíkur gengst fyrir ferð- um í Hveradali í dag, þriðju- dag, og á miðvikudag og fimmtudag. Verða tvær ferðir alla dagana — kl. 1 og kl. 7 s.d. Brekkan við skíðaskálann verður upplýst, og skíðalyftan verður í gangi. Lagt verður af stað úr bænum frá BSR í bíl- um Guðmundar Jónassonar. Svavar Karisson er manna ramastur að afli og leiðbeinandi hjá ÍR. Hér snarar hann 123 kílógrömmum upp fyrir höfuðið. Verði mótsgrein hér á landi á ný LYFTINGAR Þeir eru byrjaðir að æfa lyftingar í ÍR, í fyrra- kvöld voru um 20 knálegir piltar við æfingar í ÍR-húsinu með hin ýmsu kraftatól í höndunum. Vöðvar hnykluðust og menn snöruðu allt að 120 kílóum upp fyrir höfuð sér. ÍR-ingar stefna að því að gera lyftingar að keppnisgrein hér. Það hefur lengst af verið hljótt um þessa íþrótt hér á landi, og þó má segja að þetta sé gömul þjóðaríþrótt hjá okkur iðkuð frá alda öðli. Lyftingar hafa t. d. frá önd- verðu verið iðkaðar í íslenzk- um verstöðvum um allt land. Menn spreyttu sig á því að taka upp þunga steina, sem gjama voru skýrðir nöfnum í samræmi við þyngdina (Am- lóði, Hálfsterkur, Fullsterkur o. s. frv) til þess að mönnum hlypi kapp í kinn í aflraun- inni. Víða eru þessi svokölluðu „tök“ til inni í landi, og er þar að sjálfsögðu frægast Grettistak, kennt við Gretti Ásmundsson. Margur hóglífismaðurinn furðar sig á því að menn skuli nenna því að vera að ^streitast við að lyfta þessum 'málmstöngum upp fyrix hof- uðið. En þeir sem byrja að æfa lyftingar hætta því ó- gjarna. Þetta er nefnilega bráðskemmtileg íþrótt, og ekki þarf að efast um holl- ustuna, sé hún ekki iðkuð af ofurkappi. Hjá ÍR æfa menn annars- vegar til að styrkja vöðva- kerfið alhliða og eru notuð léttari lóð við þær æfingar og hins vegar eru kraftajötnar sem æfa með keppni fyrir augum. ÍR-ingar munu æfa lyftingar reglulega þrisvar í viku framvegis. Eftir áhuganum í fyrra- kvöld að dæma má búast við því að ekki líði á löngu þar til efnt verður til kappmóts í lyftingum hér á landi, enda er það takmarkið. Margir piltanna hafa æft alllengi, enda þótt reglulegar lyftinga- æfingar hafi ekki verið á veg- um íþróttafélaganna. Þetta verður þó ekki fyrsta lyftingakeppin á íslandi. í ár- dögum íþróttahreyfingarinn- ar var keppt í lyftingum hér. Við höfum a. m. k. heimild um að keppt var I lyftingum á Leikmóti ungmennafélaga íslands á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Sá sem þá bar sigur úr býtum var Jón Ásbjömsson (fyrrv hæstaréttardómari). Hann lyfti 301 pundi, og er það vei af sér vikið. Annar var hinn kunni glimukappi Halldór Hansen (sfðar læknir). Hann lyfti 296 pundum. •. V '• V.< GuOmundur Sigurðsson er aðeins 16 ára. Hér er hann með rúm 90 kg á lofti, og munu fáir jafnaldrar hans ieika það eftir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.