Þjóðviljinn - 30.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.10.1962, Blaðsíða 9
Þriðjudágur 30. október 1062 ÞJÓWTT.TrNTN SlÐA g Stöivun vetrarsíSdveiBa Nú er að verða liðinn mán- Uður af eðlilegum úthaldstíma skipa sem ætla að stunda síld- Véiðar á þeSsu hausti hér við Suðurlánd, og ekki bólar á því að flötinn haldi til veiða. Nokkrum hluta flotans er af stjóm útgerðarinnar haldið í veiðibanni, á þeim forsend- um að útgerðarmenn vilja fá kjör Skipverja lækkuð, segja áð hlutdeild þeirra í aflanum sé of stór. Hinsvegar er nokkur hluti flotans með gildandi samninga óuppsagða, en fer þó ekki að heldur úr höfn til Veiða. Hér virðist vera um Samúðarráðstafanir að ræða, eða þá þvingun frá hendi Landssambands Útvegsmanna til styrktar lækkunaráformum þess. Hvort heldur er gildir einu máli, þar sem aðalatriði þessa máls er það, að flotan- um sé haldið úti á eðlilegum yeiðitíma. Síldarleitin sem rannsaka á veiðihorfur á miðunum held- ur líka að sér höndum, og segja sumir að það sé gert af stjórnarvöldunum til að raska ekki hugarró útgerðarmanna meðan veiðibannið stendur. Ef svo er í* raun og veru, gætir þar talsverðrar hugulsemi frá hendi þeirra manna sem ráða þvl hvenær síldarleitin hefur srtörf sín. Það er ekki ónýtt j fyrlr veiðibannsmenn að fá I þannig opinberan stuðning Við áform sín. Þeim er það líklega minnisstætt bæði ríkisvaldinu og L.I.Ú., hve miklum ói'óleika það olli meðal útgerðarmanna í sumar að síldarleitin var komin á miðin á undan flotan- um og fór að gefa frá sér frétt- ir um væntanlegan afla. og slíkt og þvílíkt má* því ekki endurtaka nú í haust. Hver önnur ástæða ætti svo sem að geta legið til þessara undarlegu vinnubragða hjá síldarleitinni nú? Ríkisstjórnin og: stöðvunin Það er svo sem ekket nýtt að dieilur standi um kjörin og veiðiflotinn liggi í höfn þegar veiðar ættu að öllu eðlilegu að vera í fullum gangi. Þannig hefur þetta gengið til svo að segja á hverrí vertíð síðan þessi ríkisstjórn tók völd- in í landinu. Enda er það yf- irlýst stefna stjórnarinnar að bað sé fyrir utan hennar verka- hring hvort aðal útflutningsat- vinnuvegur landsins sjávarút- vegurinn er starfræktur eða ekki. Þó brá stjómin út af þessum vana sínum f sumar, þegar hún fékk tækifæri til að skipa gerð- ardóm til að lækka kjör sjó- manna á síldveiðiflotanum fyr- ir Norðurlandi. Það ætti því engum að dyljast í hvers þjón- ustu ríkisstjórnin er. Þegar rík- isstjómin er búin að þrengja á ýmsa vegu kosti útgerðarinnar, er útgerðarmönnum sigað á sjómannastéttina og sagt: Jafn- ið þið metin þar. Og ekki hef- ur ríkisstjómina ennþá skort >,Á hverfanda hve9i", IjóSa- bók eftir Helga Valtýsson Helgi Valtýsson rithöfundur á Akureyri varð 85 ára i si. viku I þvf tilefni gefur Helgafeil út Ijóðabók eftir hann sem nefnist hverfanda hveli“. 1 bókinni eru allmörg ætt- jarðarkvæði ort í hefðbundnu formi og málfari, og yfir þeim el' mjög greinilegur andi Ung- mennafélaga. „Landið mitt hörku- ljúfa og blíða, mitt hjarta er helgað þér“, — stendur í einu þessara kvæða. Tölvert rúm skipa einnig lofkvæði um nátt- úruna og guð í náttúrunnl. 1 „Hödd hrópandans“ og fleiri kvæðum lýsir höfundur vonum sinum og bjartsýni í sambandi ríð lýðveldisstofnunina, en þar eru einnig látnar í ljós áhyggj- ur af sál þjóðarinnar sem hún kann að hafa glatað á þeim árum sem síðan eru liðin. Helgi kemur annars viða við: yrkir þulu um Kjarval, minningar- kvæði um látinn forseta, enn- fremur hreinsar hann út á Al- þingi. Noregur skipar mikinn sess i bókinni, enda er Helgi Val- ; týsson tengdur því landi sterk- ; um böndum. Allmörg kvæðanna eru ort á norsku, ýmist á lands- máli eða ríkismáli: þar eru hug- leiöingar um Noreg hernuminn og frjálsan, konungakvæði, á- varp til skáldsíns Hermanns Wildenveys. Bókin er 86 blaðsíður, prent- uð í Víkingsprenti. Um tennhirðu Það er allútbreidd skoðun hjá fólki, að barnatennurnar séu síður mikilvægar en þær sem síðar koma, og sé því engin' eftirsjá í þeim, börnin eigi brátt að fella þær hvort eð er. Þetta er reginmisskilningur, sem kveða þarf niður sem fyrst, því að hirðing og við- hald barnatannanna leggur grundvöllinn að regluiegum og heilbrigðum fullorðinstönnum. Barnið tekur fyrstu tiennurn- ar 6—8 mánaða gamalt, og þegar það er tveggja til tveggja og hálfs árs hefur það fengið allar barnatennurnar, 20 að tölu. Burstun tanna barna þarf þvi að hefjast þegar á öðru aidursári og alls ekki síð- ar en þegar barnið er tveggja ára.Móðirin annast þetta verk fyrst’i ár'n þar til barnið sjálft er fæ.í um að leysa það vel af headi. 7—8 ára gamalt. ÁI þennan hátt verður hreinsun tannanna barninu eins sjálf- sögð og að þvo sér um hendur og andlit. Bursta þarf tennuraar eftir hverja máltíð, og um fram allt að sofa með hreinar tenn- ur. Munnvatnsrennsli er lítið sem ekkiert í svefni, og fá því matarleifar og gerlar gott næði til þess að vinna skemmd- arstarf sitt á tönnunum ef lát- ið er undir höfuð leggjast að hreinsa þær vel fyrir svefnihn. Við burstunina skal þess gætt, að hár burstans nái vel inn á milli tannanna og hreinsi burt leifar, sem þar kunna að leynast. Tennur efri góms að utan og innan skulu burstaðar niður, en neðri tennur upp á við. Bitfleti skal bursta fram og aftur. (Frá Tannlæknafélagi I&L) erindreka meðal útgerðar- manna, sem gengið hafa fram fyrir skjöldu við að beina bar- áttu útgerðarinnar inn á þær brautir sem stjórninni eru hug- leiknar. En nú, þegar alþingiskosning- ar standa fyrir dyrum á næsta vori, verður að fara þama var- lega í sakimar. Bein inngrip af stjórnarinnar hendi eins og i sumar geta verið hættuleg. Og -inmitt þegar þannig stendur á birtist aumingjaskapur stjóm- arvaldanna í sjávarútvegsmál- um í sinni nöktustu mynd. Ríkisstjórnin vissi það með margra már.aða fyrirvara að veiðíbann mundi verða sett é síldveiðiflotann og hann bund- inn í höfnum í stað bess að halda á miðin til veiða. En þrátt fyrír þetta var ekkert gert af stjómarinnar hálfu til að afstýra þessu. Þegar svo algjör stöðvun er orðin, þá eru viðbrögð sjávar- útvegsmálaráðherra þau að stökkva úr landi frá þeirri á- byrgð sem hann hafði tekið að sér með stöðunni. Slík viðbrögð gagnvart þeim vanda er við blasti geta- á engan hátt kallazt stórmannleg. En þau eru alveg í samræmi við það sem ég gat reiknað með í því efni. Með þessu er ég ekki að segja, að lausn yfirstandandi deilu íafi torveldazt neitt við fjarveru nefnds ráðherra og sízt ættu sjómenn nú að harma fjarveru hans, minnugir vinnubragða ráðherrans frá því í sumar. Það er ekki einkamál hvort gert er út En þessi deila nú uft síld- veiðikjofin ætti að opna augu manna fyrir því, hvílík fjar- stæða það er ef þjóðin á að eiga allt undir duttlungum ör- fárra manna um starfrækslu þess atvinnuvegar sem skapar svo að segja allar þær gjald- eyristekjur sem þjóðin hefur úr að spila. Er ekki kominn tími til að. finna útgerðinni að meginhluta hentugra rekstrar- form en nú er notað? Sjómannastéttin ætti að vera fær um að starfrækja útgerðina í sína eigin þágu og þjóðar- innar sem heildar, eins vel og betur heldur en margur sem nú fæst við þann starfa. f mörgum tilfellum virðást þeir hafa það eitt hlutverk að hirða arðinn ef vel gengur. Það er vitað mál, að útflutn- ingstollurinn á sjávarafurðum eins og hann er nú orðinn í höndum þessarar ríkisstjómar. liggur talsvert þungt á útgerð- inni, en sjómenn fá líka að greiða sinn hluta af honum í lækkuðu ferskfisks- og fersk- sfldarverði. Það er mjög nýstárleg kenn- ing, sem sett er fram í sam- bandi við kröfuna um lækkuð kjöi. á flotanum, sem sé sú að tæknilegar endurbætur við; veiðarnar séu ekki mögulegar; fjárhagslega nema með því að minnka hlutdeild skipverja í aflanum. En þessi krafa útgerð- | arinnar á að vekja sjómenn til umhugsunar um að tekið verði upp annað og hentugra form við útgerð á veiðiskipum, þar sem sjómennirnir sjálfir væru einhvers ráðandi. Laxveiðar í sjó og ám Ég sagði frá því í síðasta þætti, að menn væru ekki á eitt sáttir um það. hvorl lax- FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld . __________ ____—________:__u.__ LÍti-valdið heldur bátaflotanum bundnum við bryggjur og hindrar að síldveiðin géti hafizt. veiðar og laxaeldi ætti að heyra undir norska landbún- aðar- eða sjávarútvegsmála- ráðuneytið. ,Nú get ég bætt því | við þessar f réttir, að miklar jmræður hafa spunnizt um þetta mál í Noregi, þar sem endurskoðun á norsku laxveiði- löggjöfinni hefur staðið yfir og breytingar á þeim lögum eru bráðlega fyrir dyrum. Sjómenn og útgerðarmenn sem laxveiði hafa stundað í sjó að undanfömu, aðallega; með reknetum, halda því fram,! að rányrkjan í laxveiðinni fari fram í ánum, þar sem sport- veiði með stöng sé iðkuð alla daga sumarsins án uppihalds. Hinsvegar segja þeir, að með' reknetunum fyrir utap strðndrj ina sé aðeins að nokkrum hluta: veiddur hrygningarlax, því stór hluti veiðinnar sé geldlax. | Lahdeigendur Við ár hg éþört-’ veiðimenn, vilja hinsvegar láta banna undantekningarlaust alla laxveiði 1 sjó, og segja þeir að bar fari rányrkjan fram. Þeir sem sjóveiðina hafa stundað benda á ákveðin dæmi máli sinu til stuðnings. Þeir tiltaka ár þar sem ákveðið magn hcifi verið veitt árlega af landeigendum og sportveiði- mönnum, og fullyrða svo að hið veidda magn hafi áreiðan- lega verið meii’ihluti þess lax sem í ána hafi gpngið. Mestur hluti þessa lax var drepinn áður en hann fékk að hrygna, segja sjóveiðimennirnir. svo hér er ekki um friðun eða laxauppeldi ' að ræða. En við þessa tvo aðila sem deila sín á milli bætist þriðji aðilinn í Noregi, sem hags- muna hefur þama að gæta, en það eru norsku bændumir sem land eiga að hinum mörgu og löngu fjörðum Noregs. Allt frá því ísland .byggðist og máski lengur hafa þessir bænd- ur haft rétt til að veiða lax útfrá sínu landi í net. Á sum- um þessum jörðum eru þetta mikil hlunnindi, þar sem veiddur lax hefur gefið bónd- anum mörg þúsund krónur f tekjur á hverju ári. Það er af og frá, að þessir bændur vilji ifhenda möglunarlaust þessa veiði í hendur landeigendum við árnar og sportveiðimönn- um. Að öllu þeSsu athuguðu, má búast við hörðum átökum um hin væntanlegu nýju lax- veiðilög í Noregi áður en þau taka gildi. Sinn er siður í ,r»ndi hverju Hér á fslandi er öll laxveiði Jönnuð í sjó, eins og menn vita, og er það gert í þágu laxaræktarinnar. En komirðu svo vestur til Alaska, þá er annað uppi á teningnum. Hér var á_ ferð fyrir fáum ár- um Vestur-íslendingur, ívarsen að nafni, sem stundað hafði laxveiði í yfir 30 ár og haft á hendi uswjón og inn- kaup á laxi fyrir stórt banda- rískt félag sem átti niðursuðu- verksmiðjur í Alaska. Þessi maður heimsótti mig og fræddi um tilhogun á laxveiði þar í landi. Eftir því sem honum sagðist frá ér laxveiði með stöng og netum algjörlega bönnuð í Alaska í beztu lax- hrygningarám Alaska. Þó sagði hann að til væru þar ár, sem stangaTveiði væri leyfð i að einhverju marki. Þar er lax- veiðin stunduð nær eingöngu í sjó og aðallega með reknetum. Það er algengt þar að einn maður á báti sé við þessar veið- ar, sitji á stól á þilfari bátsins og stjómi vindunni sem dreg- ur netin. Þetta á sér þó aðeins stað stutt undan landi. Hins- vegar eru laxveiðar einnig stundaðar þar á stórum bátum með margra manna éhöfn og ívarsen sagði, að við mynni allra laxveiðiánna í Alaska væru eftirlitsbátar frá stjóm- inni og sæju þeir um að lax- inn hefði greiðan gang upp ,í árnar. Hann sagði, að eftirUts- bátamir hefðu vald til að vísa veiðibátum burt að svæðunum nálægt árósunum, ef laxagöng;- umar upp í ámar væru að þeirra dómi ekki nægilegar. Þetta sagði hann að væri iðu- lega gert ef veiðifloti færi að þrengja að árósunum. Þá sagði hann að laxveiðitíminn við strendur Alaska hefði nú verið styttur niður í 2—3 mánuði á ári. Þetta, ásamt byggingu stórra klakstöðva og algjörri friðun á beztu hrygningafánum, sagði hann að væri þeirra leið til að koma í veg fyrir ofveiði á laxastofninum í Alaska. Það má því segja, að sinn er siður í landi hverju! þá oftast lengra undan landi. Nýjar námsbœkur í mann- kynssögu, tónlist ©g reikningi Snemma á þessu ári kom út á vegum Ríkisútgáfu náms- bóka Hljóðfall og tónar, 1. hefti vinnubókar í tónlist, einkum ætlað 7 ára bömum. Nú em einnig komin út 2. og 3. hefti þessarar vinnubókar, ætluð 8 og 9 ára bömum. Höfundur allra heftanna er Jón Ásgeirsson söngkennari. Vinnubækur þessar eru nokk- urs konar stafrófskver i tón- list og er efni þeirra sniðið og raðað eftir námsskránni. f haust kom út á vegum Rík- isútgáfu námsbóka ný reikn- ingsbók, eftir Jónas B. Jóns- son, fræðslustjóra. Bókin heit- ir. „Ég reikna“. Hún er lit- prentuð og prýdd mörgum, myndum, teiknuðum af Bjama Jónssyni listmálara. Bókin er 48 blaðsíður að stærð og er ætluð 7 ára böm- um. Efni hennar er í sam- ræmi við fyrirmæli náms- skrár um némsefni þessa ald- ursstiga. — Ætlazt er til. að bömin reikni í bókina sjálfa jafnhliöa því, að þau telja og lita myndir af hlutum og dýrum. 30 fyrstu blaðsíðumar eru æf- ingar í samlagningu og frá- drætti með tölunum 1-10, sfð- an kemur samlagning og frá- dráttur með tölunum 1-20. Ætlunin er að gefa út aðra bók, til að nota áður en byrj- að er á þessu 1. hefti „Ég reikna". Þar verður kennt um gildi talnanna 1-10, skrift tölustafa og algengustu orð og hugtök um stærðir og fjölda Bókin miðast því við, að búlð sé að kenna þessi atriði. Ríkisútgáfa námsbóka hefui nýlega gefið út Mannkyns- sögu handa framhaldsskólum eftir Jón R. Hjálmarssor skölastjóra, slðara hefti. I þvi eru þættir um ýmis menning- arsöguleg efni og fleira til viðbótar og útfyllingar fyrra hefti mannkynssögu, er út kom haustíð 1961 eftir sama höfund. Gert er ráð fyrir, að bæði heftin til samans sóu nægilegt námsefni í mann- kynssögu fyrir gagnfræðastig- ið og þar með talið lands- próf miðskóila. Aðalkaflar bókarinnar eru þessir: Nokkrar menningap- þjóðir í fomöld, Kirkja og kristni í fomöld og á mið- öldum, Norðurlönd í fomöld og á miðöldum. Endurreisnar- hreyfingin, Menning 18. ald- ar, Stjómmélastefnur á 19. og 20. öld, Bókmenntir og listir á 19. og 20. öld og Sam- einuðu þjóðimar. f mann kynssögu þessari er leitazt við að tengja sögu Is- lands hinni almennu sögu. — Kaflinn um Norðurlönd að fomu er allýtarlegur. Er það gert til þess að kynna skóla- fólki nokkuð sögu nánustu frændþjóða okkar á fyrri öldum. Einnig ætti það að koma að haldi til að hjálpa ungmennum til að átta sig betur á sögu Islands, upp- runa þjóðarinnar og sögulegu baksviði. I bók þessari, sem er 122 bls., eru um 105 myndir og skreyt- ingar, m.a. nokkrar teikningar eftir Bjama Jónsson listmál- al'a. — Prentun annaðist Prentsmiðja Hafnarfjarðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.