Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. október 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA ^~*****~ ....EM8^^^j^^jjj^SSSfc8g8«MawaB««iiia»' -«««■, ™TW1fflfflffi11 rf'Tmair—*• in,, Frá flotastöðinni í Guantanamo. Bandarískir sjóliðar leita á Kúbumönnum við girðinguna. Heimtar herstöðina huH Hafnbanninu aflétt en Castro er bað ekki nóg HAVANA og NEW YORK 30/10 — Bandaríkja- stjórn hefur aflétt hafnbanni sínu á Kúbu. Það er látið í veðri vaka að það sé aðeins bráðabirgða- ráðstöfun, sem gildi í tvo daga meðan Castro ræð- ir við Ú Þant, framkvæmdastjóra SÞ, í Havana, en jafnframt er gefið í skyn að það muni ekki verða sett á aftur, ef viðræður þeirra bera árang- ur. Castro hefur enn látið í Ijós þá skoðun, að ör- yggi Kúbu sé ekki tryggt, meðan Bandaríkjamenn hafa flotastöðina í Guantanamo á eynni. O Þant kom til Havana um sjöleytið í kvöld. Hann kemur þangað ásamt átján ráðunautum sínum í boði Castros forsætisráð- herra til að ræða við hann með hverjum hætti SÞ geti bezt fylgzt með niðurtöku og brott- flutningi sovézku flugskeytanna, sem samkomulag hefur orðið um að verði send aftur til Sovét- ríkjanna. Fjórum tímum áður en Ú Þant lagði af stað frá New York hafði verið tilkynnt að hafnbann- inu væri aflétt og jafnframt mun njósnaflugi yfir Kúbu hætt um stundarsakir a.m.k. Bandaríkjamenn fari úr flotastööinni 1 aðalstöðvum SÞ hefur ver- ið birt bréf frá Castro þar sem hann lýsir því enn yfir, að Kúbumenn geti ekki verið ó- hultir um sig, fyrr en Banda- ríkjamenn séu famir úr flota- stöð sinni í Guantanamo á aust- urodda Kúbu. Þær tryggingar gegn árás á Kúbu sem Kenne- dy forseti hafi gefið í skyn, seg- ir Castro, eru allsendis ófull- nægjandi, ef Bandaríkjamenn láta ekki Guantanamostöðina af hendi og ganga að öðrum skil- yrðum fyrir friðsamlegum sam- skiptum og sambúð ríkja. Þau skilyrði hafði Castro nefnt í ræðu sinni í Havana á sunnu- daginn, en þá krafðist hann m.a. að Bandaríkin afnæmu hömlur sínar á viðskipti við Kúbu, af- vopnuðu gagnbyltingarmennina og hættu að brjóta gegn land- og lofthelgi Kúbu. Landamæraerjur Kína og Indlands Indverjar segjast hafa hafið sókn NÝJU DELHI og PEKING 30/10 — Indverska landvarnaráðuncyt- ið gaf í dag í skyn að indversk- ar hersveitir hefðu hafið gagn- sókn í hinum umdeildu héruðum milii Xíbets, Indlands og Burma. 1 herstjómartilkynningu var sagt að indverskar sveitir sæktu nú fram gegn kínverskum á þess- um slóðum í skjóli stórskota- hríðar. Þetta er í fyrsta sinn sem Indverjar minnast á framsókn í þessum héruðum. Barizt mun vera f nágrenni bæjarins Tavang sem Kínverjar tóku 1 síðustu viku. Fréttastofan Nýja Kina segir að kínverskar hersveitir hafi tek- ið fimm varðstöðvar Indverja á vesturvígstöðvunum. En í boðsbréfi sínu til tJ Þants lagði Castro áherzlu á að Kúbu- menn væru fúsir til hvers kon- ar samvinnu við Sameinuðu þjóðimar að því einu undan- skildu að þeir gætu aldrei af- salað sér þeim réttindum sem hver fullvalda þjóð hefði. Castro heldur ræðu á fimmudag Castro hefur ferðazt um Kúbu síðustu daga til að athuga vam- arstöðvar landsins, en mun nú, eins og áður er sagt, ræða við Ú Þaht í tvo daga. Tilkynnt hef- ur verið að hann muni flytia ræðu á fimmtudag og skýrist þá væntanlega afstaða hans til samninga við SÞ. Gagnbyltingarmenn hóta Kúbanskir gagnbyltingarmenn sem búsettir eru í Miami í Bandaríkjunum sendu tJ Þant þau skilaboð í gær, að hvað svo sem hann kynni að semja um í Havana, myndu þeir aldrei hætta við þá fyrirætlun sína að ráðast á Kúbu og brjótast til valda. Fangelsun ritstjóra Spiegels Málinu skotið fyrir stjórnlagadómstól BONN og ZtlRICH 30/10 — Lög- i blaðsins Der Spiegcl hafa skotið menn hinna handteknu ritstjóra máli þeirra fyrir Stjórnlagadóm- og útgefanda vesturþýzka viku- | stólinn í Karlsruhe og krafizt þess að þeir verði látnir lausir, þar sem handtaka þeirra brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrár- innar um prentfrelsi. Tveir ritstjórar vikublaðsins, Jacobi og Ahlers, og útgefandi þess, Augstein, vom handteknir á laugardaginn, sakaðir um land- ráð, skjalafalsanir og mútugjafir, og var handtakan byggð á því að þeir hefðu birt í blaði sínu ýmsar upplýsingar um landvam- ir Vestur-Þýzkalands sem átt hefði að halda leyndum, en grun- ur leikur á að handtakan sé hefnd Strauss landvama- ráðherra fyrir að blaðið hefur ofi birt uppljóstranir um myrkra- verk hans. Fangelsun þeirra mælist alls staðar illa fyrir og þannig hefur alþjóðlega blaðastofnunin í Zúr- ich gefið út. yfirlýsingu þar ser- aðförin að Der Spiegel er for dæmd. Kúbuævintýri Kennedys for- seta fór betur en við hafði mátt búast eftir því hvemig til þess var stofnað, og kannski telur bann ástæðu til að hrósa sigri. Hann hef- ur vafalítið aflað flokki sin- um nokkurra atkvæða í þeim kosningum sem nú standa fyrir dyrum með vopnaglamri sinu og hresst nokkuð upp á vinsældir sínar meðal hinn- ar bandarísku þjóðar, ^ sem misst hefur dómgreind sína í hendur óprúttinna áróðurs- meistara. Ekki veitti honum af. þvi að fáum forsetum Bandarikjanna hefur gengið verr á fyrstu stjórnarárum sínum en einmitt honum og ljómi sá sem um hann lék í augum margra landa hans þegar hann tók við embætti er löngu fölnaður. Hann lof- aði Bandaríkjamönnum ýms- um félagslegum umbótum. en hefur engum þeirra komið í framkvæmd. Hann .lofaði þeim aukinni framleiðslu, betri rekstri þjóðarbúsins, aukinni vinnu og bættum kjörum. en nú sigla Banda- ríkin hraðbyri inn .í nýja kreppu. Hann lofaði þeim að sigrast á „ko.mmúnistahætt- unni“ í vesturálfu, en aldrei munu Bandarikin hafa átt sér jafn fáa forsvara meðal al- mennings í löndum rómönsku Ameríku og einmitt nú. Það er til marks um pólitiskan þroska hinnar bandarísku stótþjóðar. að leiðtogi sem hefur staðið í stöðu sinni með slíkum hætti. skuii geta á- unnið sér vinsældir með Þv! að hrinda mannkyninu fram á barm kjamorkustriðs. Igær urðu það vitaskulri „skilorðsbundin viðbrögð11 bandarískra blaða við end?- lokum Kúbudeilunnar pð halda því fram að Bandarík in og forseti þeirra hefðu unn- ið mikinn sigur og að í ljós hefði komið að með „festu og einbeittni“ géti Bandárikin sigrazt á höfuðóvini sínum heimskommúnismanum. En blöð eins og Times og IleraM Tribune í New York gera sér fyllilega Ijóst, að það sem þau kalla „Kúbuvandamálið” er langt frá því að vera leyst. Sú skuldbinding sem Banda- ríkjastjórn hefur verið neydd til að gangast undir. að á- byrgjast að ekki verði gerð innrás frá Kúbu. hvorki frá Bandaríkjunum né öðrum löndum vesturálfu. hefur þvert á móti gert þá „lausn“ Kúbumálsins sem þessi blöð og ráðamenn Bandaríkjanna myndu helzt kjósa enn ólik- legri en hún var áður. Það er því ekki að furða þótt • New York Times sé áhyggju- fullt og spyrji; „Verður Kúba enn miðstöð fyrir áhrif komm- únlsm'ans í vesturálfu?“ Það er alveg óhætt að svara þelrri spurningu játandi ef með „áhrifum kommúnism- ans“ er átt við framsókn hungraðrar og arðrændrar al- þýðu rómönsku Ameríku til réttlátara þjóðfélags og betri lífskjara. Daginn sem Kennedy hélt hafnbannsræðu sína, mánudaginn i síðustu viku. sátu hagfræðingar og aðrir sérfræðingar um efnahagsmál úr rómönsku Ameríku á fundi í Mexíkóborg. Þeir voru komnir þar saman til að f jalla um árangurinn af fyrsta starfs- árl hins svonefnda „fram- farabandalags” (Alliance for Progress). sem stjórn Kenne- dys setti á laggirnar og leysa átti það hlutverk að berjast gegn „örbirgðinni og kommún- ismanum í Ameríku." Þeir komust að þeirri niðurstöðu að á þessu fyrsta ári banda- lagsins hefði ekki skánað efnahagur nokkurs rikis róm- önsku Ameriku og sú efna- hagsaðstoð. sem þangað hefði borizt frá Bandaríkjunum. hefði hvergi orðið til að bæta '•'fskjör alþýðu manna. Og -°rfræðingamir sáu heldur 'kki fram á aö svo myndi '^rfia á næstunni. Jafnvel i Hwer hrésar sigrí / Kúbudeilunm þeim löndum þar sem meðal- tekjur á íbúa myndu vaxa eitthvað. myndi alþýða manna samt tæplega verða þess vör. Varðandi mesta vanda- mál þessara landa eins óg reyndar flestra hinna fátæku landa veraldar, nauðsynina á nýskipan í landbúnaðinum, töldu sérfræðingarnir að „horfur á lausn þess væru ekki bjartar“. Alþýða róm- önsku Ameríku mun nú, jafn- vel enn fremur en áður, hafa fordæmi Kúbumanna að leið- nær, þegar þess var krafizt. AÐ GERAST? ví-' Bertrand Russel að lesa boð- skapinn sem hann fékk frá Krústjoff þegar Kúbudeilan stóð sem hæst arljósi í baráttu sinni fyrir frelsi og mannsæmandi lífs- kjörum. Það fer því ekki milli mála hver það er sem mesta ástæðu hefur til að hrósa sigri í þeim átökum sem nú virðast vera um garð gengin. Það er þjóð Kúbu og leið- togi hennar, Fidel Castro. Hin geigvænlega hætta sem yfir Kúbumönnum vofði hefur þjappað þeim enn betur sam- an og jafnframt hefur grímu- laust ofbeldi Bandaríkjanna orðið til að auka enn á óvin- sældir þeirra í Suður-Amer- íku. Það er alrangt sem mál- gögn bandaríska áróðursins hafa reynt að halda fram, að Bandaríkin hafi getað reitt sig á stuðning ríkja Suður- Ameríku í aðförinni að Kúbu. Þær ríkisstjórnir í álfunni sem eiga allt sitt undir að- stoð Bandaríkjanna og marg- ar hverjar eru til valda komnar að tilhlutan banda- rískra auðhringa eða með beinni hemaðaríhlutun Banda- rfkjanna, hafa að vísu bukkað sig og beygt nú sem endra- En meira er að marka við- brögð stjórnar stærsta ríkis rómönsku Ameríku, Brasilíu. Hún kallaði heim fulltrúa sinn í ráði Ameríkuríkjanna vegna þess að hann hafði í heim- ildarleysi samþykkt hafn- bannið á Kúbu og Goulart forseti Brasilíu lét sig ekki muna um að tala á fundi sem haldinn var í samúðarskyni með Kúbu. Síðast í fyrradag kom sérstakur sendimaður Goularts til Havana að bjóða Castro að miðla málum milli Kúbu og Bandaríkjanna. En þótt Kúbumenn hafi þannig mesta ástæðu til að hrósa sigri, geta þó banda- menn þeirra, Sovétríkin, ekki síður vel við unað. Aldrei hefur það verið ljósara en einmitt nú, hvflík gerbreyt- ing hefur orðið á samskipt- um ríkja við það að hin sósíalistxsku Sovétrfki mega sín svo mikils í heiminum, að engu máli verður til lykta ráðið án þess að til þeirra kasta komi. Sovétstjómin á skilið þakkir alls mannkyns fyrir framkomu sína í þessu máli. Hún kom upp flug- skeytum á Kúbu til að verja bandamann sinn fyrir yfir- vofandi ofbeldi. Hún flytur bessi skeyti burt um leið og trygging hefur fengizt fyrír bví að slik árás verði ekki gerð. Það á kannski eftir að koma í ljós, hvort skeyti þessi hefðu getað hæft skotmörk f Bandaríkjunum. Sovétstjómin er óhrsedd við að hið rétta eðli þessara skeyta verði upp- lýst, þar sem hún hefur fall- izt á að SÞ fylgist með brott- flutningi þeirra. Hún hefur jafnan haldið fram að þama sé um varnarvopn að ræða og bandarískar ljósmyndir hafa ekki sannfært sérfræðinga um að svo sé ekki. Times í Lon- don sagði þannig á föstudag- inn frá því að brezkir sér- fræðingar hefðu ekki látið sannfærast. En þótt þessi vamarskeyti kynnu að draga til Bandaríkjanna væri það engin sönnun fyrír því að þau væru á Kúbu í árásarskyni. Það er í sjálfu sér fjarstæðu- kennt að ætla að halda þvi fram að Kúbumenn gætu haft í hyggju að ráðast á Banda- ríkin og Sovétríkin sjálf ráða yfir svo öflugum, langdræg- um og hárnákvæmum flug- skeytum að þau hafa enga þörf fyrir stöðvar fyrir þau utan Sovétríkjanna. Kostnað- urirrn við fiutning þessara flugskeyta til Kúbu og heim aftur til Sovétríkjanna er lít- ilfjörlegur miðaður við þann mikla ávinning að Bandarík- in hafa verið neydd til að ábyrgjast að ekki verði gerð árás á Kúbu, sem Sovétríkin hefðu verið skuldbundin til að svara með afleiðingum sem ekki þarf að rekja. Þegar Kennedy forseti hóf Kúbuævintýri sitt var »komizt svo að orði á þess- um stað að honum myndi ekki bakkað ef betur færi en á horfðist. En hverjum ber þá þakklætið? Hinn aldni en þó síungi brezki heimspekingur Bertrand Russell er ekki í vafa um það: Á mánudaginn lét hann svo um mælt að „mannkynið stæði í mikilli bakkarskuld við Krústjoff forsætisráðherra fyrir hug- dirfsku hans og röggsemi við að koma í veg fyrir stríð af völdum hinna amerísku hem- aðarsinna. Ég get ekki nóg- samlega lofað stórmannlega framkomu og skarpskyggni Krústjoffs“, sagði Russell. ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.