Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 31. aktóber 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5 Áfleiðing „viðreisnarinnar" Stöðugt færri íbúðir byggðar ÞINCS|A ÞfÓÐVILJANS „Varanleg lausn fæst engin í þessum mál- um, nema horfið sé frá núverandi stjórn- arstefnu: Stefnu minnkaðrar kaupgetu, hraðvaxandi dýrtíðar oer okurvaxta, sem ekkert heilbrigt atvinnulíf fær undir risið“. Eins og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu, voru í gær lögð fram nefndarálit minni- og meiri hluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar neðri deildar um frum- varp þingmanna Al- þýðubandalagsins um útvegun lánsfjár til húsnæðismála o.fl. Hér 'fara á eftir nokkrir kaflar úr nefndaráliti Hannibals Valdimars- sonar um þetta mál. Nefndin klofin um málið „Nefndin hefur rætt frum- varpið á tveimur fundum og ekki orðið ásátt um afgreiðslu þess. Meiri hlutinn, þ.e. fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni, Gísli Jónsson, Birgir Finnsson og Matthías Á. Mattiessen, leggur til, að frumvarpið verði fellt, fulltrúi Framsóknarflokks- ins, Valtýr Guðjónsson, var fjarstaddur, er málið var af- greitt, og er því ekki vitað um afstöðu hans, en ég undirritað- Þingfundir í gær Fundir voru í gær í báð- um deildum Alþingis. í efri dcild var aðeins eitt mál ádagskrá: Vegagerð á Vestfjörðum og Austur- iandi og fylgdi fyrsti flutningsmaður, Ilermann Jónasson, frumvarpinu úr hlaði. — Málinu var síð- an vísað til nefndar og annarrar umræðu. í ncðri deild voru tvö mál tekin til umræðu, Norðurlandssamningur um innheimtu meðlaga og frumvarp um afnám inn- flutningsgjalds af heimil- istækjum. GÍSLI JÓNSSON, form. heilbrigðis- og félags- málanefndar. lýsti áliti . nefndarinnar, sem lagði eindregið ti'. að málið yrði samþykkt. Flciri tóku ekki til máls og var frumv. vjsað til 3. umr. ÞÓRARINN ÞÓRAR- INSSON (Frams.) fylgdi úr hlaði frumvarpi sínu um afnám innflutn- ingsgjalds af heimilis- tækjum. Taldi hann órétt- mætt, að þau væru flokk- uð með lúxusvörUm og því bæri að afnema gjald- [ ið. — Málinu var vísað f til annarrar umræðu og i nefndar.1 ur legg til, að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Byggingarsjóður v'erka- manna gerður starf- hæfur Með frumvarpi þessu er Seðlabankanum gert skylt að iána Byggingarsjóði verka- manna fyrir 1. desember n.k. 60 millj. kr. með 4°/( ársvöxt- um til 42 ára, og skal upphæð- in endurgreiðast bankanum með jöfnum alborgunum. Fé þetta skal Seðlabankinn táka af hinu bundna eða frysta sparifé, er lagt hefur verið til hliðar á undanförnum árum samkvæmt heimild í 11. gr- laga um Seðlabanka tslands. En frysta spariféð mun nú a m.k. nema um 500 millj. kr. Má ætla að Byggingarsjóður verkamanna yrði þess megn- ugur, ef hann lengi nefndar 60 millj. kr, í viðbót við þær tekjur, er hann nú hefur, að fullnægja skuldbindingum sin- um gagnvart þeim, sem nú.eru, að byggja verkamannabústaði og eiga rétt á lánum hjá Bygg- ingarsj óði verkamanna. .,Viðreisnin“ hefur gert lögin um verkamanna- hústaði óvirk Seinustu árin hefur starfsemi Byggingarsjóðs verkamanna lamazt sökum fjárskorts. Á ár- unum 1960—1961 voru aðeins veitt lán til 32 verkamanna- bústaða. Þetta er mikil aftur- för frá starfsemi sjóðsins á ár- unum 1957—1959, en þá voru reistir 260 verkamannabústaðir víðs vegar um landið. . . En á þessu ári, sem nú er að líða, hafa engin lán verið veitt enn sem komið er og á árunum 1960—1961 aðeins 32 lán, eins og fyrr segir. Hér er því um mikinn samdrátt að ræða. Liggur við, að segja megi, að lögin um verkamannabú- staði séu óvirk, eins og stend- ur. Þetta er því tilfinnanlegra, þegar þess er gætt, að láns- tími, lánsupphæð og vaxtakjör samkvæmt þessum lögum eru belzt við það miðuð, að efna- minna fólk geti rádizt í að byggja yfir sig og sína sam- kvæmt þeim. Ef frumvarp þetta yrði sam- þykkt, gæti bygging verka- mannabústaða aftur komizt í eðlilegt horf, og væri á því mikil nauðsyn. Nauðsyn að hækka lán Húsnæðismálastjómar Annar meginþáttur frum- '•arpsins er svo um bráða- birgðafjárútv. til Byggingar- -íóðs ríkisins eða Húsnæðis- ■• -ilastofunarinnar. Samkvæmt 3. gr. frumvarps- •’.s er Seðlabankanum skylt '5 lána Byggingarsjóði ríkisiris if hinu frysta sparifé lands- manna 250 millj. kr. með 4°/(. rsvöxtum til 25 ára. — Vext- ir af lánum Húsnæðismálastofn- unarinnar eru nú nálega jafn- háir og víxilvextir, og er því full þörf á, að þeir séu lækk- aðir. Fé þetta skal Byggingar- sjóður ríkisins eða Húsnæðis- málastjórn endurlána með sömu kjörum til þeirra. sem á tíma- bilinu 31 des 1958 til 1. okt. 1962 hafa hafið byggingu íbúð- arhúsa, en eigi lokið byggingu og eiga rétt á lánum sa.mkv lög. unum um húsnæðismálastofn- un o.fl. Lánsupphæð til hvers íbúðareiganda skal við það miðast, að heildarlánveiting nemi allt að 200 þús. kr. Þá er og gert ráð fyrir því. að af þessu fé sé einnig heim- ilt að veita viðbótarlán til þeirra, sem byrjað hafa að byggja á nefndu árabili, þótt þeir hafi lokið við íbúðir sín- ar. ef þeir eru í miklum fjár- hagslegum vandræðum með að halda þeim að dómi húsnæðis- má’.astjórnar. Lán til slíkra manna mega nema allt að ”5000 krónum. 'v?uám vaxtaokursins í 4. gr. frumvarpsins er á- kvæði þess efnis, að lán til íbúða, sem byrjað er á eftir 1 okt. síðastliðinn, megi vera allt að 250.000 kr. á íbúð. Til þess aö auðvelda Byggingar- sjóði ríkisins að veita þessi lán, skal Seðlabanki Islands lána sjóðnum helming þeirrar fjárhæðar, sem hann kann að binda af sparifé landsmanna á árinu 1963, þó aldrei minna en 100 millj. kr. Lán þessi skulu einnig vera með 4°4 ársvöxtum og láns- tíminn 25 ár. 1 5. gr. frumvarpsins er á- kveðið, að frá og með gildis- töku þessara laga skuli allir vextir af A-lánum Byggingar- sjóðs ríkisins lækka í 4°/(, og skal vaxtalækkunin ná til allra lána, sem veitt eru út á íbúð- ir. sem bygging er hafin á eft- ir 1. okt. síðastliðinn. Hpysilegur samdráttur Skýrslur sýna, að mjög hef- ur dregið úr byggingu íbúð- arhúsnæðis síðan 1959, er nú- verandi stjórnarstefnu lók að gæta fyrir alvöru. Á árinu 1959 Skemmtanaskattur með viðauka Lagt hefur verið fram stjórn- arfrumvarp um heimild fyrir ríkisstjómina til að innheimta skemmtanaskatt með viðauka árið 1963. Heimild þessi er sams konar og veitt hefur ver- ið um nokkurt árabil. Skemmt- anaskatt af kvikmyndum má innheimta með 200% álagi. en af öðrum skemmtunum með 20% álagi. Þó eru leiksýningar hljómleikar og söngskemmtanir innlendra manna undanþegnar þessu ákvæði.. var byrjað á 1597 íbúðum. Á árinu 1961 var tala nýju ibúð- anna 1013. Fækkun frá árinu J» áður 584 íbúðir. Á árinu 1961 var svo aðeins byrjað á einum 770 íbúðum á öllu landinu. Fækkun miðað við 1959 827 íbúðir, eða húsnæði fyrir rúm- lega 4000 manns. Þó að samdrátturinn í bygg- ingu ibúðarhúsnæðis í Reykja- vík sé á umræddu tímabili ekki eins mikill og í landinu öllu. fer þróun þar samt í sömu átt. Á ámu 1959 voru fullgerðar í Reykjavík 740 íbúðir, árið 1960 642 og árið 1961 aðeins 541 íbúð. Á þessu sviði er þvi stofnað til mikilla skulda við framtíð- ina, því að þessi íbúðatala er miklu lægri en svo, að full- nægi húsnæðisþörfinni vegna fólksfjölgunar og viðhalds . eldra húsnæðis, sem úr sér gengur. | I Viðreisnin hefur tekizt“ Segja má, að í húsnæðismál- j unum hafi „viðreisnin“, þ. e. j samdráttarstefnan, heppnazt á- gætlega. Þessi þróun húsnæðis- mála er bein og rökrétt afleið- ing stjórnarstefnunnar, — stefnu minnkaðrar kaupgetu fjöldans, hækkaðra vaxta og stórhækkaðs verðlags. Kaupmáttur tímakaupsins var 109 stig i ársbyrjun 1959, , en er nú um 80 stig. Vextir af j ibúðalánum voru frá 2%—5%, | en hafa nú um sinn verið 7—9 ( °'n, þ. e. a. s. á mörkum þess, l sem áður voru að lögum refsi- verðir okurvextir, og þó í flest- um tiifellum yfir þeirri marka- línu. Þjónusta við einstak- lingsf ramtakið! Þá styður það einnig drjúg- • um að samdrættinum í hús- j næðismálunum, að litil íbúð, um 300 rúmmetrar, er nú a. m. k. 139.000 kr. dýrari en verið hafði ' um áramótin 1958 og 1959. i Þannig hefur allt lagzt á j eitt um að loka öllum leiðum j fyrir fólki með venjulegar i launatekjur til að geta eignazt íbúð. — Þokkaleg þjónusta við einstaklingsframtakið það! Meinsemdin felst í stjórnarstefnunni Segja má, að verði frumvarp þetta að lögum, hafi verið g»2rð allmyndarleg bráðabirgðaúr- lausn í húsnæðismálunum. En engum er það ljósara en flutn- ingsmönnum, að fullnægjandi og varanleg lausn fsest engin í þessum málum, nema horfið sé frá núverandi stjórnar- stefnu: Stefnu minnkaðrar j kaupgetu, hraðvaxandi dýrtíð-1 ar og okurvaxta, sem ekkert heilbrigt atvinnulíf fær undir risið.“ Senditæki í gúm- björgunarbáta Ragnar Guðleifsson og Birgir Finnsson flytja tillögu til bingsályktunar um senditæki í gúmbjörgunarbáta. Tillagan er svohljóðandi: ..Alþingi ályktar að fela rik- sstjóminni að láta endurskoða reglugerð um eftirlit með skip- um með það fyrir augum að Eyrirskipa. að gúmbjörgunar- bátar verði útbúnir senditækj- um“. Ný þingmál Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósiallstaflokb- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Úlafsson, Sigúrður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Simj 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr 65.00 á mánuði. Óskert kjör J^ngin sanngirnisrök hafa heyrzt því til stuðn- ings að bátasjómenn eigi nú að semja um kjaraskerðingu, einir allra starfsstétta á þessu hausti. Engin frambærileg ástæða hefur verið færð fyrir kjaraskerðingarkröfum hinna ofstæku stjórnenda í Landssambandi íslenzkra útvegs- manna, sem heimta nú að sjómenn á vetrar- síldveiðunum láti sér nægja kjör langt fyrir neð- an það sem hinn illræmdi gerðardómur skammt- aði sjómönnum í sumar. Svo einróma mótmæltu sjómenn gerðardómslögum Emils Jónssonar, formanns Alþýðuflokksins, og hinum alræmda gerðardómi sem samkvæmt þeim var upp kveð- inn. að það gegnir furðu að útgerðarmenn skuli nú bera fram kröfur um að þrýsta sjómanna- kjörunum á vetrarvertíð enn lenera niður, og voru þó ákvæði gerðardómsins hneykslanleg árás á sjómannakjörin. Qagnslaust er að benda á, að sjómenn beri of mikið úr býtum. Þeir komast ekki sofandi að sínum hlut, eins og sagt var nýlega í blaðagrein. Eftir að hin nviu fæki komu og ný síldveiðitækni var upp tekin, hefur vinnutími síldveiðisjó- manna órðið nær ótakmarkaður. Samkvæmt því sem útgerðarmenn siálfir telja hefur hásetahlut- ur á síldveiðunum í sumar að meðalíali numið • 60—70 þús. krónum. Þetta er eðlilegt að telja kaup sjómannsins í hálfan fjórða til fjóra mán- uði. Meðalkaup síldveiðisjómannsins á öðru eins uppgripaári eins og þessu hefur því ekki reynzt meira en svo, að hægt hefði verið að ná sama kaupi við síldarvinnsluna í landi. á tímavinnu- kaupi, með því að vinna eius langan vinnutíma og sjómennirnir hafa orðið að gera. Af þessu kaupi síldveiðisjómanna var í sumar stolið með gerðardómsþjófnaðinum 10—15 þúsund krónum af hverjum hásetahlut. Þessar upphæðir, þennan ránsfeng af sjómönnum, af- henti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og' Alþýðu- flokksins útgerðarmönnum, og það varð ekki smápeningur hjá þeim sem mest var hyglað, heldur þetta ein, tvær, þrjár milljónir króna. Hefur mörgum verið gefið minna. Nú h«imta þessir sömu útgerðarmenn að sjómenn sjálfir semji um að láta enn stærri hlut af kauui sínu á vetrarsíldveiðunum. Og ofstækismenn La-nds- sambands íslenzkra útvegsmanna hika ekki við að stöðva síldveiðiflotann til að ‘knvia fram þessa ósvífnu kjaraskerðingarkröfu. Sennilega vænta þeir þess, að ríkisstjórn íhalds og krata verði þeim enn hliðholl og beiti aftur ofbeldi 'til bess að stela af sjómannakauoinu. Einhugur sjó- manna hefur hingað til afstýrt bvi. ríkisstjórn- in hefur beinlínis ekki þorað að endurtaka gerðardómshneykslið. Og siómenn munu vel á verði gegn hvers knnar tilraunum að skerða kiörin og hefia mi Trorlrfall til qð leggia áherzlu á einingu sína trpcm kiaraskprðingunni enda er mikið í h,úfi fvrir allp a.lbvðu landsins að ekki takist að þrýsta niður kjörum sjómannanna. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.