Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 6
g SÍÐA Þ J OÐ VIL.TINN Miðvikudagur 31. október 1962 • Dönsku blöð segja frá miklum atburði í leik- listarlífi Dana: Konunglega leikhúsið hefur frumsýnt nýjan söngleik „Teenagerlove“ (það er enska og útleggst ,,Unglingaástir“). Höfund- ur leiksins er ungt leikskáld, Ernst Bruun Ol- sen, og Finn Savery samdi tónlistina. Danskir gagnrýnendur eru yfir sig hrifnir, leikhús- Ormagryfja sýningar- mennsku stjórar frá öðrum Norðurlöndum og víðar að streyma til Kaupmannahafnar og bjóða í sýn- ingarréttinn. • Danska blaðið Information birtir grein um leikinn undir fyrirsögninni „Krabbamein lýð- ræðisins“. Það munar um minna. Um hvað f jallar þetta verk? Billy Jack er voldugur dæg- urlagasöngvari og stjarna í skemmtanaiðnaðinum: ég er sá sem syngur sig inn í herbergi táninganna, segir hann. Billy þessi er af snauðu fólki kom- inn, veit manna bezt hvað frægðin kostar og er alltaf reiðubúinn til að kasta af sér rómantásku brosi sýningar- mennskunnar og ryðja and- stæðingum úr vegi meö öllum hugsanlegum ráðum. Textahöfundur Billy, Tommy, er ölkær yfirstéttardrengur. Hann semur allskonar þvætt- ing í fólkið af því að „það vill þetta“ og af því hann hef- ur sjálfur gefizt upp fyrir til- verunni. Hinsvegar er Billy fullur af illum þrótti, honum dettur aldrei í hug að gefast upp — og þarafleiðandi hlýtur hann að sigra í þeim átökum sem fram undan eru milli þess- ara manna. Þó hlýtur hann að hlýða á miskunnarlausan spá- dóm sem Tommy slengir fram- an í hann: „Mín ætt hefur ver- ið að úrkynjast í marga ætt- liði — þín ætt mun rotna upp i einum lið“. Tommy stendur betur að vígi í byrjun. Hann hefur náð tang- arhaldi á Vivi, dóttur plast- kóngsins Smiths (sem veitir Tommy þá viðurkenningu að hann sé sá spilltasti náungi sem hún hefur hitt). Vivi þessi syngur ágætan söng þar sem hún krefst þess að fá höfuð fólksins borið inn á fati. Þetta samband sitt við Vivi og millj. ætlar Tommy að nota til þess að verða forstjóri í eigin kvikmyndaveri; þar ætlar hann að nota Billy sem topp- stjörnu, en henda honum síðan begar hann er orðinn gam- all. En málið er ekki svo ein- falt. Plastkóngurinn á mikiu fleira sameiginlegt með Billy en Tommy, hann er líka af snauðu fólki, og hann þekkir hina djúpu reiði sem lifir und- ir sléttu yfirborð hins venju- lega manns, og skilur mætavel að hinn venjulegi maður getur orðið hættulegur ef hann er ekki forheimskaður kerfis- bundið („forheimskun er a|S. vísu leiðinlegt orð, en það er gott vina í milli“ segir hann). Og Billy Jack tekst að sann- færa Smith um það, hve ómiss- andi hann sé fyrir allt kerfið: „Þið iðjuhöldar hafið þörf fyr- ir forheimskað fólk, — við sköpum það.“ Því þegar show- mennirnir, skemmtanaiðnaður- inn hefiir unnið sitt hlutverk. Bodil Kjer leikur Maggi, konu Billy, og vann einn af sínum stærstu Iciksigruna skömmu fyrir 25 ára Icikafmæli sitt. þá er fólkið eins og það á að vera — spennt fyrir vagn iðn- aðarins í „uppspenntri, kaup- þyrstri, afkastamikilli ófrjó- semi“-. Og Billy, sem túttenútt- ar vafasamar vísur, jarmar um slátrarasveininn sem var hans ,þp^yo^v4,n,ur á þjóðvegi lífsins, emjar um mömmu, mömmu og lætur hringja klukkum til sex- söngva — hann ber auðvitað sigur úr býtum í baráttunni um hylli plastmilljónanna En sigrar krefjast fóma. Og það ér kona Billys, Maggi, sem hlýtur að faragt, Hún hefur fylgzt með í þessari furðulegu hringekju, en innst inni er hún óspillt og hefur varðveitt margt gott frá þeim gömlu dögum þegar hún mætti ást sinni í reiðhjólakjallara. Hún er sú eina af leikpersónum sem hefur varðveitt hæfileikann til að vera manneskja, elska. Og það er traðkað á henni. Ásta- fundinum í kjallaranum á Norðurbrú er breytt í glans- númer við rósarunn í kvik- myndinni „The Billy Jack Story“. Og Billy stígur yfir lík hennar til Vivi plastkonungs- dóttur. Maggi verður eiturlyfj- um að bráð. Áður hafði hún reynt að gera uppreisn gegn Billy Jack, talað sannleikann um hann ino á segulband og sent til blaða. En það hafði ekki mikil áhrif. Sá sem hreyfir við Billy Jack, móðgar sjálft kerfið og stimpl- ar sjálfan sig kommúnista. Og Billy bjargar málinu við með hjartnæmum blaðamannafundi: kannske var Maggi kommún- isti? Og hann syngur: „ef við segjum dippedippedútt við heiminn, þá segir hann dippe- dippedútt við okkur“ .........m «>- Leikurinn er fullur af nöpru háði, grimmri ádeilu, blöð segja að skemmtanaiðnaðinurti sé hér með sagt stríð á hend- ur. Information segir: „Hvað eru skækjur líkamans í sam- anburði við skækjur andans? Hvað er pólitískur heilaþvottur í samanburði við shówforstjóra? Hvað er pólitíkuí heilaþvottur í samanburði við heilaþvott verzlunarmennskunnar? ...... Lýðræði gerir ráð fyrir hugs- ándi borgurum, ekki sljóum sauðum. Þessi einfalda for- senda nýtur lítillar hylli meðal stjórnmálamanna — við þurf- um því rithöfunda til að benda svo á hana að menn svíði í augun.“ áb. Heiftúðug valda- streita á kirkju- þinginu í Rém Um þessar mundir sitja kirkjuhöfðingjar kaþólskra manna á rökstólum suður í páfagarði. Þar er eflaust mikið rætt um auðmýkt hjartans og eilífan sálufrið. En bak við kristilegt hjal guðsmannanna má þó greina annað viðfangs- efni: það er valdabaráttan milli frjálslyndra og beirra íhaldssömu. Þegar Jóhannes páfi XXIII. kom til valda fyrir fjórum ár- um, var almennt -álitið, að kardinálarnir hefðu náð sam- komulagi um hann, vegna þess að þeir teldu að hann yrði af- skiptalitill og hygði ekki á neinar breytingar, en eftirléti kúríunni, stjórn páfagarðs, að ráða fram úr málum. En Jó- hannes páfi heíur ekki látið sér nægja að vera aðeins topp- fígúra, og kunnugir telja, að um aldir hafi ekki verið fitj- að upp á jafnmörgum nýmæl- um, bæði í innri málum ka- þólsku Kirkjunnar og afstöðu bennar út á við. Páfinn heldur því fram, að Guð eigi frumkvæðið að kirkjuþinginu, sem nú situr, og hafi harin sent sér þessa skipun í guðdómlegri vitrun. Verkefni þingsins á að vera að breyta kirkjuskipun kaþólskra til samræmis við kröfur nú- tímans. Páfinn hefur sjálfur notað hugtakið „reformation" (þýðir hvort tveggja: umbæt- ur almennt og siðabót mótmæl- anda), en slíkt orðaval hefði einhvern tíma geta fengið hár- in til að rísa á krúnurökuðum hausurn. ■ Fasismi í páfagarði Baráttan ' innan káþóls'ku' kirkjunnar stendur milli þeirra, sem telja kirkjuna ei- lífa og óumbreytanlega, og hinna, sem halda því fram, að svolítil breyting stöku sinnum þurfi ekki að vera svo fjanda- leg. Einn helzti andstæðingur páfa í kirkjulegum efnum er Ottaviani kardínáli, hinn á- hrifamikli leiðtogi kúríunnar. Hann þykir með afbrigðum í- haldssamur, og fyrir nokkrum mánuðum skoraði hann á trú- bræður sína á Italíu að styðja nýfasista í kosningum. And- stæðumar innan kaþólsku kirkjunnar komu einnig glöggt í ljós í verkföllunum á Spáni nú á dögunum; Ottaviani og aðrir afturhaldsseggir kaþólskra lýstu stuðningi sínum við Franco einræðisherra en frjáls- lyndir snerust á móti. Ekki er gott að spá neinu um það, hvort frjálslyndari arminum með Jóhannes páfa í fararbroddi tekst að ná yfir- höndirini á kirkjuþinginu og koma fram breytingum í and- stöðu við íhaldsmennina. En víst þykir að þingið verði ekki jafn fádæma afturhaldssamt og seinasta þing 1870, en aðal- samþykkt þess var hatröm for- dæming á hvers konar frjáls- lyndi og margbrotin sönnun um óskeikulleik páfa. Bandaríkin á undan Engin þjóð hefur nokkru sinni eytt jafn miklu fé á frið- artímum til hernaðarútgjalda og Bandaríkin gerðu á fjár- hagsári þvi sem lauk 1. júlí sl. Útgjöld til hernaðar urðu það ár 51 milljarður dollara, þ. e. 58% af samanlögðum rík- isútgjöldum og tíundi hluti af þjóðartekjum Bandaríkja- manna. Moldvörnuæði / US Fjáraflamenn í Bandanxj uii- um, sem séð hafa sér leik á borði að græða á hræðslu al- mennings við kjarnorkustríð, hafa fengið nóg að gera sein- ustu daga. Mikil skelfing hefur gripið um sig um öll Banda- ríkin við ofbeldisaðgerðir USA gegn Kúbu, og hafa menn þús- undum saman pantað kjarn- orkuheld neðanjarðarbyrgi fyr- i.r sig og fjölskylduna. Fyrir- tæki sem annast slíka þjónustu íynr nokkur þúsund dollara greiðslu, hafa sprottið upp eins og gorkúlur um öll Bandarík- in seinustu tvö árin. Síðast liðna daga hafa skrifstofur svokallaðra Borgaravarna ver- ið umsetnar af fólki og mesta ringulreið skapazt, þegar þús- undir manna vildu fá að vita, hvernig skynsamlegast væri að hegða sér, ef kjarnorkustyrjöld brytist út. Samt sem áður er áætlað að eyða í Bandaríkjunum 10 millj- örðum dollara meira til hern- aðar á þessu fjárhagsári en því fyrra. — Bandarísk efna- hagsmál eru öll í óvissu um þessar mundir, en eitt er þó unnt að reiða sig á, ritar Nora Belof í brezka blaðið Observer, sem sé það að hernaðarútgjöld munu halda áfram að aukast. Bandaríska kaupsýslublaðið US News & World Repost segir fyrir nokkru, að meðan Sovét- ríkin séu að þreytast á víg- búnaðarkapphlaupinu. séu Bandaríkin langt á undan og haldi forskotinu léttilega. Hundaœði í Amsterdom Fyrir skömmu lézt þrettán ára piltur í Amsterdam úr hunda- æði. Fleiri sýktust af hinni hræðilegu veiki en þeim var bjargað. Frönsk æska er kærulaus og sljó Unglingadálciöarann BiIIy leikur Henning Morirí-e sv ncistar ,ií honum. Hcr er hann ásamt dægurlagastelpunni Duddi sem Gerda Schmidt leikur. iieiðar, ungir mcnn cru sjald- ^æft fyrirbrigði nú á dögum í Frakklandi. Stjórnmálaáhugi er furðulega lítill. Hinsvegar eru borgaralegar dyggðir í háveg- um hafðar. Frönsk æska virð- st vera ánægð, kærulaus — og sljó. Þetta er niðurstaða rann- sóknar, sem fram fór á vegum franskrar stofunar, er hefur paó verkefm að kynna sei skoðanir almennings. Þúsundir æskumanna af báðum kynjum á aldrinum 16 til 24 ára voru spurðir sömu spurninganna. Rúmur helmingur þeirra sagð- ist aldrei hafa rætt um stjórn- mál við nokkurn mann. Og að- eins tæplega þriðji hver ung- lingur gat nefnt þrjá núver- andi ráðherra með nöínum. Oll voru þau spurð, hvort þéim fyndist, að lækka bæri aldursmark kosningaréttar nið- ur í 18 ára aldur. 68% svöruðu neitandi. Almenn ánægja virtist ríkj- andi með ástandið í Frakk- landi. Eitt prósent óskaði eftir að mega búa í Sovétrikjunum — og bandarískir lifnaðarhætt- ir virtust ekki heldur hafa sér- stakt aðdráttarafí. 58% þeirra scm -spurðir voru töldu sjálfsagt, að fullkomið frjálsræði ríkti í' samskipum kynjanna. En samt sem áður fordæmdu ekki færri en 83% harðlega, að ungar. konur ættu mök við karlmenn, áður en þær giftu sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.