Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. aktóber 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7 Ráðamenn þjóðarinnar verða að fara að gera það upp við sig hvort vegurinn til Siglufjarðar á fyrst og fremst að vera fyrir „júlíbíla“ síldar- spekúlanta og túrista — eða fyrir fólkið á Siglu- firði. Á að gera Siglufjörð að sumarverstöð og gróða- lind manna á fjörru landshorni — eða á að miða veg þangað við þarfir fólks sem þar býr allt árið? Hve mörg ykkar muna orðið vorskip? Þetta blessaða orð er, sem betur fer, löngu hætt að gegna því hlutverki sem það einu sinni hafði í daglegu máli. Það var sú tíð að margar vonir Is- lendinga voru bundnar komu vorskipanna. Við komu þeirra eygði aðþrengt íslenzkt fólk von um eitthvað af korni í svanginn, og „sitt pundið af hvoru" til hátíðabrigða. Þá fékk margur áhygg.iufullur faö- ir fregnir áf frama (eða nið- urlægingu) sonar í fiarlægu landi. Vorskipunum fylgdi líka koma embættis- og skatt- heimtumanna með allranáðug- ust fyrirmæli frá vorum allra- mildilegasta arfaherra, konungi Danmerkur, Slésvíkur og Holt- íetalands — af guðs náð. Þá Var mikil náðartíð. I þann tíma voru samgöng- nr við ísland slíkar, að frá því Kiðasta kaupmannaskipið fór að hausti og þar til fyrsta vor- ekipið kom höfðú Islendingar ekkert samband við umheim- inn — urðu að duga og biarg- ast siálfir, eða deyia drottni sínum ella. Mennirnir sem byggðu hallir sínar við Eyrar- sund fyrix ágóðann af íslenzka fiskinum og lýsinu áttu hingað ekkert erindi á vetrum. Þann ái'stíma var á engu hér hægt að græða. Á vorin héldu þeir. eða umboðsmenn þéirra, svo norður til íslands tii að skrá gengið á íslcnzku vörunni, og afla með sem skiótustum hætti ágóða fyrir byggingu nýrra halla og veizluhalda við Eyrar- sund, á hinni skömmu sumar- verzlunarvertíð sinni norður hér. En hversvegna að vera að rifia þetta upp? Þótt enn skorti töluvert á að 100 ár séu liðin frá því strandferðirnar hófust við tsland, og ekki saki að muna það, þá er það ekki á- stæðan. En þegar ég heyrði á s.l. sumri orðið júlíbílar, kom orðið vorskip í hugann. og það sem því orði er tengt. Orðið iúlíbílar er frá Siglu- firði. Veliir þú landleiðina til Siglufjaröar liggur vegurinn Gunnar Jóhannsson og Steinþóra Einarsdóttir kona hans í garði sinum á Siglufirði. ^iyé&wf -1; Wiíá> BMM tSiiC f§ Strákavegur — jarðgöngin sem byr.jiið var á gegnum Strókana Siglufjarðarmegin. um Fljótin. Hinn eiginlegi „Siglufjarðarvegur" hefst þvi ekki fyrr en oían bæjarins er stendur við norðurhorn Mikla- vatns. Heitir sá bær Hraun. Förumenn að sunnan mættu gjama staldra þar við um stund og minnast þess að frá þessum bæ var hann, pilturinn sem gaf út Ármann á Alþingi, Baldvin Einarsson. Frá þessum bæ var einnig fyrsti borgar- stjóri Reykjavíkur, Páll Einars- son. Af þeim sama stofni eru komnir ýmsir ágætismenn, samborgarar okkar, er allir lesendur Þjóðviljans þekkja. Frá Hrauni hækkar Siglu- fjarðarvegurinn brátt og liggur um kamb þar sem sér beint í ’ sjó niður, greinist síðan, upp í fjallið og út með fjalli; heit- ir hér Heljartröð. Álman út með fjallinu er breiður og hár vegur — lokaður, enda nær hann aðeins 3—4 km og endar . ófæru. Hin álman bugðast í ótal hlykkjum u.pp fjallið unz hann sniðsker bratta skriðu og hverfur í skarð sem sprengt hefur verið í klettana efst uppi. Er þá komið í Siglufjarðar- skarð. Getur verið tilkomumik- ið þaðan að líta, hvort heldur sjórinn liggur blár og sléttur alit vestur þar til blánár fyrir Hornstrandafjöllum, eða niður sér á hvítt þokuhafið, sem oft hrannast hér um miðjar hlíðar. ■Júlígestum getur þetta útsýni verið til mikillar ánægju, en gamanið gránar hjá þeim sem þurfa að fara þennan veg í roki og hríðum, enda vantar lítið á að hér sé komið í hálft s.iöunda hundrað metra hæð yfir sjó. Hér kváðu líka hafast vi,ð forynjur og afturgöngur (margir hafa farizt á þessum slóðum) og myndu sagnir af því endast í iangan lestur. Siglufjarðarmegin steypist veg- urinn niður urðir, skriður og brekkur unz hann hefur lækk- að rúma 600 metra, svo að segja beint norðan skarðsins. Þessi vegur hefur veriö far- inn um fjölda ára — cn hann er ófullgerður enn! Þarna snjó- aði i sumar, og aðfaranótt 7. ágúst lokaðist vegurinn vegna snjóa, Fjöldi bíla tepptist, bar til ýta hafði rutt mcsta snjón- ■m af veginum. Aætlunarbíll- 'nn var þó 3'A tíma að fara -á vegalengd sem hann fer --njulega á 1 tíma. I öllum mánuðum ársins getur þessi vegur lokazt vegna snjóa, og enginn veit hvenær hann getur lokazt að fullu á haustin — og síð- Gunnar Jéhanns- son dþingismað- ur svarar spurn- ingum um veginn sem Sigifirðingar bíða eftir an verið Iokaður Iangt fram á sumar. Siglfirðingum hefur löngum verið mikið áhugamál að kom- ast í betra vegasamband, fá veg sem er ekki fyrst og fremst sumarvegur fyrir túrista og síldarspekúlanta, heldur veg sem Siglfirðingar sjálfir hefðu not af mestan hluta ársins. Þegar ég kom til Siglufjarðar í sumar fór ég því til Gunnars Jóhannssonar alþm., sem um fjölda ára hefur beitt sér fyrir bættum samgöngum við Siglu- fjörð, sem og öðrum framfara- málum byggðarlagsins, og spurði hann um samgöngumál- in, m.a. hvort ekki hefði verið komið auga á betra vegarstæði til Siglufjarðar þegar Skarðs- vegurinn var lagður. —- Jú, svarar Gunnar. Mönn- um var strax ljóst að Skarðs- vegurinn var engin framtíðar- lausn. Leiðin sem framtíðar- vegurinn hlýtur að liggja um er héðan út með firðinum, út að Dalatanga og síðan inn með sjónum að vestan inn í Fljót. Sú leið er miklu lengri, en liggur hvergi hátt yfir sjó og mun verða tiltölulega snjólétt í-g fær mestan hluta ársins. — En hversvegna var þá Skarðsvegurinn valinn? — Spamaðarsjónarmið -tiórnai-valdanna mun hafa ráðið þvi, svo og hitt hve Strákavcgurinn yrði dýr og hve iangan tíma tæki að leggja hann. — Strákavegurinn? — Já, vegurinn út fyrir fjöll- in — sem á að koma — er kallaður Strákavegur, eftir klettum hér nokkuð fyrir utan Siglufjarðarbæ. — Var ekki byrjað á þeim vegi fyrir mörgum árum? — Það munu vera 8 ár síðan Strákavegurinn komst fyrst inn á • vegalög og fyrir 4 árum var byrjað að leggja hann héðan frá Siglufirði út með firðinum og lagt út á svokallaðan Landsenda, eða að Strákunum, en gegnum þá þarf að gera jarðgöng, sem verða um 900 m á lengd. Sprengd voru 25 m löng göng til reynslu. Svo var hætt þarna megin og ekkert frekar aðhafzt þar. — Og þar við situr? brún á einum stað þar sem fyllt hefur verið upp. Sá kafli sem lokið hefur verið við er ágætur. — Er þá auðveldari leið bað ,em eftir er? — Já, á kafla, en Mánár- skriður og Herkonugil eru þó eftir, en þar eru mestu torfær- umar þar til kemur að iarð- göngunum. — Hvað er áætlað að jarð- iögnin muni kosta? — Jarðgöngin um Stráka mru talin myndu kosta 12—13 milljónir kr. — en sú áætlun var gerð fyrir gengislækkan- imar síðustu. — Og hvað tekur langan tíma að ljúka við þau? — Það var áætlað að það nyndi taka um 12 mánuði að gera þau, — og þá var miðað við að unnið væri í vöktum allan sólarhringinn. — Og ykkur er mikið áhuga- mál að fá þennan veg? — Já, það er meira en á- hugamál, það er brýn nauðsyn að komast í gott vegasamband við aðra hluta landsins. Menn komast héðan ekki á bílum nema hásumarmánuðina — og þá eru hér allir önnum kafn- ir við vinnu. Fari menn eftir síldarvinnuna eiga þeir á hættu að teppast með bílana ofan Skarðsins. Fólki er farið að finnast það innilokað hér. Kcmi vegurinn ekki heldur fólkið áfram að flytjast úr bænum; það er innilokunin og öryggisleysið með veginn sem veldur. Skarðsvegurinn getur lokazt í öllum mánuðum árs- ins. Hann var farinn á keðjum i júní — og lokaðist af snjó í ágúst í sumar. Það er ekki hagsmunamál Siglfirðinga einna að hingað sé greiður vegur því hingað eru miklir fólksflutningar, einkum yfir sumartímann í sambandi við síldveiðarnar. — Heldurðu ekki að lagning Strákavegarins taki langan tíma? — Eigi að ljúka við Stráka- veginn svo hann komi að not- Á s.1. sumri voru lagðir 3—4 km af Strákaveginum og byrjað Fljótamegin, skammt fyrir ofan Hraun. Þessir stjórna verkinu: Jóhann Lúðvíksson verkstjóri, til vinstri, og Gísli Felixsson eftirlitsmaður. — Nei, það hefur verið byrj- að að leggja veginn Fljótameg- in, frá Heljartröð og út Al- menningana. Þar hafa verið lagðir 3—4 km og eru þá enn ólagðir nálega 10 km þar til komið er að Strákunum þar sem jarðgöngin verða gerð. — Er þetta auðveld vegar- lagning að jarðgöngunum? — Nei, hún er mjög erfið og kostnaðarsöm. Þama hefur orð- ið að fylla upp djúpar lægðir og skominga, t.d. eru 14 m frá lægðarbotni og upp á vegar- um á skaplegum tíma þarf að taka stórlán til hans. Og bæj- arstjórn Siglufjarðar hefur boðizt til að taka þátt í vaxta- greiðslum af slíku láni. Eigi að vinna við hann með sama hraða og hingað til myndi það taka a.m.k. 30 ár að hann næð'i hingað til Siglu- fjarðar. Hvenær Siglufíörður kemst nothæft vegasamband mi Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.