Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 9
ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 31. aktóber 1962 SlÐA g Uppsa Um mörg undanfarin ár og allt þw til lög um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna voru samþykkt á síðasta Al- þingi, hafa laun þeirra verið ákveðin með launalögum. Lítill munur hefur verið milli hinna ýmsu launaflokka. Spítalalækn- um mun alltaf hafa fundizt, að of lítið tillit væri tekið til hinnar sérstæðu vinnu sem fram fer á spítölunum. Spítal- ar starfa allan sólarhringinn. Þar þurfa því alltaf að vera margir læknar til taks þegar á þarf að halda, hvenær sem er. Menn skipta á milli sín vökt- um um nætur og helgidaga, en vegna stöðugt aukinnar sér- hæfingar lækna í hinum ýmsu greinum kemur það ekki sjeld- an fyrir, að læknar, sem eiga ,4rí“ þessa eða hina nóttina. eru kallaðir til starfs og ráða- gerða og jafnvel aðgerða. þegar vanda ber að höndum, sem viðkomandi er talinn færari um að leysa, heldur en sá, sem þá er á vakt. Þótt læknir sé að vinna alla nótt-ina, þykir samt sjálfsagt að hann haldi áfrarp næsta dag, eins og ekkert hafi í skorizt. Þetta aukna vinnu- álag væri hægt að bæta upp með því að borga sómasam- lega fyrir það og sjá fyrir nauðsjmlegum hvíldartíma. 1954 tók Læknafélag .Reykja- víkur (L.R.) upp skipulagða baráttu fyrir bættum kjörum spítalalækna. Á árunum 1955 —1958 voru öðru hverju haldn- ir fundir með fulltrúum ríkis- stjómar og Reykjavíkurborgar annars vegar og launanefndar L.R. hins vegar. Auk þess rit- aði stjóm L.R. stjórnamefnd ríkisspítalanna 5 bréf um þessi mál. 1 apríl 1958 tókst sam- Komulag um lágar greiðslur fyrir næturvaktir á sjúkrahús- um og öðrum heilbrigðisstofn- unum. Námu greiðslumar kr. 150.00 fyrir 18 klst. vakt eða rúmum 8.00 kr. fyrir hverja klst., en áður höfðu þessar næturvaktir álls ekki verið greiddar á nokkurn hátt. Læknarnir skoðuðu þetta nátt- úrlega sem málamynda- greiðslur fyrir þessa auka- vinnu, en ekki sem framtíðar- fyrirkomulag. Samt hefur þessi greiðsla ekki hækkað síðan 1958 nema með • vísitöluálagi. Sunnudaga- og helgidagavaktir hafa aldrei verið greiddar á nokkurn hátt. 1958 fékkst siglingastyrkur á 4 ára fresti fyrir deildarlækna og bílastyrkur kr. 750.00 til 1000.00 á mánuði fyrir nokkra læknanna, og hefur hann eigi hækkað síðan. Vinna lækna á þeim stofnun- um, sem hér um ræðir, hefur aukizt mjög með hverju árí, og er það bein afleiðing af stór- stígum framförum læknisfræð- innar. Sjúklingunum fjölgar stöðugt en legutími beirra á spítölunum styttist, flóknari viðfangsefni eru tekin fyrir, tímafrekari og vandasamari rannsóknir gerðar, og ráðizt í stærri og erfiðari aðgerðir. heldur en áður var. Þetta veld- ur svo aftur því. að vinna við hvern sjúkling eykst stöðugt og vindur þessu fram með ári hveriu. Vegna aukinnar spítalavinnu hafa flestir þessara lækna orð- ið að hætta algerlega eða minnka mikið við sig önnur launuð störf, svo sem vinnu á lækningastofum og fyrir sjúkrasamlög. Sú litla hækkun. sem orðið hefur á föstu laun- unum hin síðari árin, hefur því hvergi nærri Vegið upp á móti því sem minnkað hefur frá sjúkrasamlögum og einkasjúk- lingum. 31. janúar 1961 ritaði stjórn L.R. stjórnamefnd ríkisspíta.1- anna bréf, þar sem mál þessi voru reifuð, bent á leiðir til þess að bæta kjör læknanna og óskað eftir viðræðum um mál- ið. Ekki var bréfi þessu svarað. 15. júní 1961 var þvi ritað ann- að bréf, þar sem bent var á mikilvægi málsins og ítrekuð ósk um viðræður. Ekkert svar. Var þá gripið til þess ráðs að rita heilbrigðismálaráðherra. sem þá var Jóhann Hafstein. og óska þess, að hann skipaði nefnd til viðræðna við launa- nefnd L.R. Ráðherrann skipaði þegar nefnd og hófust viðræð- ur í október 1961 og voru all- margir fundir haldnir fram að jólum. Ekkert jákvætt skeði og þegar fyrir áramót fór þeim læknum fjölgandi, sem sögðust muridu s-»gia upp stöðu 'sinni og hvei * i til annarra starfa lífvænlegri, eða þá með minna vinnuálagi. Á síðasta fundi fyr- jól kom fram, að ríkisstjórn- in mundi ekki veita fastlauna- læknum kjarabætur fyrr en búið væri að ganga frá samn- ingum milli Sjúkrasamlags R- víkur cg heimilislækna. Biðum við því með uppsagnir um sinn. 1 lok ársins 1961 geröi siúkrasamlagið bráðabirgða- samning við heimilislækna. A fundi launanefndar L.R. og fulltrúa Reykjavíkurborgar og ríkisstj órnar í febrúar 1962 gáfu hinir síðamefndu vilyrði um, að hugmyndir um k.iara- bætur fastlaunalækna mundu koma 'fram, þegar sjúkrasam- lagið hefði endanlega samið við heimilislækna., Sá samningur var gerður um mánaðarmótin marz—apríl. 1 byrjun apríl var enn haldinn fundur, en full- trúar ríkisstjórnarinnar og R- víkur höfðu þá engar tillögur fram að færa og kváðust ekki vita hvort eða hvenær það yrði. Stjórn L.R. hafði jafnóðum tilkynnt hlutaðeigendi læknum. hvernig samningaviðræður gengu, og þegar hér var kom- ið sýndist ástæðulaust að halda þessum gagnslausu viðræðu.n áfram. Var þetta tilkynnt heil- brigðismálaráðuneytinu með bréfi L.R. 13. apríl 1962, og jafnfrámt tilkynnti læknafélag- ið að eins og málum væri nú komið mundi læknafélagið ekki hafa frekari afskipti af þessu máli. Eins og að framan getur höfðu viðkomandi læknar hver um sig talað um að segja upp störfu.m sínum allt frá desem- ber 1961. Og þegar hér var komið í apríl 1962 sögðum við allir: „Nú segi ég unp“. Upp- sagnir voru með löglegum fyr- irvara, sem eru þrír máriuðir og skyldu gilda frá 1. ágúst 1962. Heilbrigðisstjórnin not- aði sér strax ,.rétt“ sinn til að framlengja uppsagnarfrest um þrjá mánuði til 1. nóvember, eins og það var orðað: „vill bví með lengingu á uppsagnartím- anum auka möguieika á sam- komúlagi milli aðila um á- greiningsatriði áður en í algert óefni er kornið". Heilbrigðisst.iórnin hefur nú samt ekki notað þessa leng- ingu á uppsagnartíma betur en svo. að enginn fundur var bnldinn fyrr en í byrjun ágiist og kom þar ekkert tilboð fram frá ríkisstjóminni. Er því vandséð, hvers vegna okkur hefur verið haldið í nauðung- arvinnu í þrjá mánuði, nema til að draga málið á langinn. en lög kunna það að vera. Síðan við sögðum upp stöð- um okkar hefur það gerzt. að launalög ríkisins hafa verið numin úr gildi, en Alþingi hefur samþykkt lög um kjara- samniriga, sem koma til fram- kvæmda 1. júlí 1963. Vissulega er þess að vænta, að þessi skip- an verði til bóta fyrir opin- bera starfsmenn. En þessi lög snerta ekkert okkar mál nú. Fyrstu tillögumar, sem launa- nefnd L.R. gerði fyrir okkar hönd, voru að vísu miðaðar viö framtíðarskipulag, enda hafði þá enginn minnzt á kjaradóm. Þær voru miðaðar við það, að hægt væri að lifa af störfum á þessum stofnunum, og að hægt væri að bæta þjónustuna^ fyrir sjúklingana. Þetta mun; nú því miður verða að bíða um sinn. En nú erum við að krefjast bóta fyrir vangoldna aukavinnu, svo sem vakta- vinnu. helgidagavinnu og margskonar aðra vinnu. sem læknar hafa í æ ríkara mæli innt af höndum af þegnskap einum saman, án þess að krefj- ast greiðslu fyrir þar til nú, begar undan er skilin mála- mynda greiðsla fvrir nætur- vakftr. Heilbrigðisstjórninni' mun ekki enn vera orðið ljóst, að á síðari árum hefur verið að rísa upp hér nýr starfshópur, sem sé spítalalæknar. Fram til þessa hafa læknar við sjúkra- hús hér í bæ haft lífsviðurværi sitt af því að vera heimilis- læknar. en nú er svo komið, að mikili meiri hluti spítala- lækna eru hættir að geta sinnt heimilislæknisstöríum og marg- i: þeirra geta alls ekki haft neinn prívatpraxis og er þró- unin mjög ör í þá átt Snftala- vinna er semsagt ora.m f-” komin dagsvinna, auk þes* tíma sem fer í að kynna sér nýjungar í læknisfræði. Þetta á einnig svo að vera, nema við sættum okkur við að dragast ,njög aftur úr öðrum þjóðum á þessu sviði. Þessi greinargerð skal ekki höfð lengri að sinni. Við skul- um bíða með að ræða þær um- bætur á spítalaþjónustunni, sem fyrir okkur vaka, svo sem eins og að aðstandendur sjúk- linga geti fengið að ræða við læknana um batahorfur sjúk- linga, eða um bætta eftirmeð- ferð sjúklinga, eftir að þeir eru útskrifaðir af spítala, og bó ekki alltaf orðnir frískir. Við '-ulum líka leiða hjá okkur að sinni að tala um heilbrigðis- stjórnina okkar, bæði fyrr og síðar, og hvemig hún hefur rækt störf sín með tilliti til nútíðar og framtíðar. Kannski gefst tilefni til þess síðar. Friðrik Einarsson. Siglnfjörðer Framhald af 7. síðu. reynslan leiða í ljós. Ráðamenn þjóðarinnar verða að fara að gera það upp við sig hvort vegurinn til Siglu- fjarðar á fyrst og fremst að vera sumarvegur fyrir „júlí- bíla“ túrista og síldarspekú- lanta — eða fyrir fólkið á Siglufirði. Spekúlanta er skreppa þangað norður á sumr- um til að hirða gróðann af striti fólksins — rétt eins og einokunarkaupmenn skruppu til Islands forðum til að sækja ágóðann af starfi Islendinga til nota í hallarbyggingar sínar og veizluhöld. —■ 1 þá daga var vfirstéttin erlend og bjó við Eyrarsund. Nú er hún innlend og býr við Faxaflóa. Á að gera Siglufjörð að sum- arverstöð og gróðalind manna fjörru landshorni — á að miða veg þangað við þarfir i-uirs cvm hn.r býr allt árið? J.B. N YTT BLAÐ BETRA B L A O LEGGJUMST A EITT AÐ GERA I^ETTA KLEIFT “» H WIMIII—II ■ l| IIIII IHII ■111 VINNINGAR: t. Land-Rover ........... 123.000 1. Góðhestur m. hnakk og beizli 25.000 t. Sófasett frá Húsgagnaverzlun Austurbæjar ..,.......... 17.000 Seguiband, Nordmende .... 11.000 —7. Ferðaviðtæki, Nordmende ' 3x4.400 13.200 ■—10. Ferðaviðtæki, Nord- mende 3x3.600 10.800 Samtals ltrónur 200.000 DREGIÐ VERÐ- UR 23 QES. — DRÆTTi EKKI FRESTAÐ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.