Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJÓnVTT.TINN Míðvikudagur 31, oWöber 1962 Skáldsaga eftir RICHARD CONDON Hann kyssti hana blíðlega. „Elsku vina mín“, hvíslaði hann. „Ef ég gæti bara sýnt þér, hve vænt mér þykir um þig.“ „Ég finn það, vinur minn“. „En það sem verður að gera, það verður að gera. Ég er feg- inn því, að þú skulir skilja að mér þykir leitt að hafa flækt þér í þetta“. Hann þrýsti hönd hennar fast. „Þau ætluðu að gifta sig í dag“, sagði hann hás- um rómi. Hún bakkaði bílnum og þau tóku stefnuna á gistihúsið. Hann gleymdi Munoz. Klukkutíma o.g tuttugu mín- tum seinna opnaði hann dyrnar að herbergi Jeans Marie og sagði honum frá því að Munoz hefði hringt. Snögg breyting varð á málaranum. Þegar Bourne kom inn hafði hann set- ið sljór og órakaður í þvældum baðslopp. Þær upplýsingar að þeir væru að fara til Munoz höfðu svipuð áhrif og sjokk- lækning. „Við verðum að drepa Utla kvikindið", sagði hann næstum glaðlega. „Hvar er hann? Flýttu þér. Við skulum fara og drepa litla kvikindið“. Bourne dró hann inn i bað- herbergið. færði hann úr bað- sloppnum og skrúfaði frá köldu Og heitu vatni á víxl. Jean Marie virtist ekki einu sinni taka eft- ir þvi. „Hvemig vogar hann sér að hringja til þín?“ spurði hann. „Hvers konar óþverraskap er hann með á prjónunum núna?“ Þegar þau fóru af gistihúsinu nokkrum mínútum síðar. voru þeir sæmilega hreinir báðir tveir, 'en býsna skeggjaðir. Tólf mínútum eftir að Bourne hafði svarað í símann, voru þeir komnir að íbúð Munoz. Boume dró Jean Marie útúr bílnum og inn í lyftuna. „Vertu rólegur“, sagði hann við málarann. „Láttu mig sjá um þetta“ „Hvað hefurðu hugsað þér að gera?“ „Fyrst verður hann að und- j irrita játningu um að hann hafi | myrt Cayetano og svo fer ég með hann til hertogafrúarinnar“. Jean Marie spratt á fætur og hrópaði: „Cayetano? Nautaban- ann? Drap hann Cayetano?“ Fyrir honum hafði öll skelf- ingin byrjað og endað á þeirri stundu sem hann sleppti ramm- anum í Goya-salnum og hljóp á dyr. „Hvað kemur það morð okkur við? Stendur það í sam- bandi við Goya? Jim! Ég fæ aldrei að sjá konuna mína fram- ar. Ó Lalu, Lalu!“ volaði hann. Bourne ýtti Jean Marie út úr lyftunni og fálmaði eftir bjöllu- hnappnum. Pablo opnaði án þess að bíða eftir hringingunni. Bourne þekkti hvorki hann né Jósefínu. „Dr. Munoz á von á okkur“. sagði hann stuttur í spuna. Pablo visaði þeim að breiðu dyrunum. Hann opnaði lítið eitt og sleppti Bourne og Jean Marie innfyrir. Síðan læsti hann dyrunum utanfrá. Með hægð gekk hann til baka og að úti- dyrunum. Þeir störðu á samanfallinn líkamann. Jean Marie gekk að blóðugum skörungnum og tók hann upp „Guð minn góður“, tautaði hann. „Er það nú uppákoma. Við verðum að forða okkur héð- an“ .J’lýttu þér“, sagði Bourne og gekk til dyra. Honum til undr- unar voru þær lokaðar. „Hún hlýtur að hafa hrokkið í bak- lás“, sagði Jean Marie. „Og ekki á sem hentugustum tíma“. „Við erum læstir inni. Ég skil ekki hvers vegna, en við erum innilokaðir" sagði Boume ringl- aður. Þeir heyrðu mannamál fyr- ir utan dyrnar, frammi í gang- inum. Lögreglustöðin var stein- snar frá húsinu. nú fjölmenntu verðir laganna á staðinn og engan veginn hljóðalaust. Bourne heyrði lyklinum snúið í skránni og lásinn opnast. Lögreglan þaut inn. leit á vegsummerki æfðum augum og sló á stundinni Bourne og Jean Marie í rot með kylfunum. Klukkan var fimm mínútur yfir tólf Þegar Eva var viss um að Boume væri sofnaður um morg- uninn. læddist hún út á tánum til að fara í laugardagsheim- sókn sína til læknisins. Hún kom til baka klukkan fimm mín- útur í hálfeitt. Bourne var horf- inn. Hann spurði eftir honum í afgreiðslunni og fékk að vita að Boume hefði yfirgefið gistihús- ið í flýti ásamt senor Calbert. Hún lét fallast niður á rúm- stokkinn og hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hún hafði ekki séð Jean Marie síðan þriðju- daginn fyrir fjqrum dögum, en Boume hafði sagt henni að hon- um færi síversnandi. Eitthvað hlaut að hafa gerzt sem hafði blásið lífi í Jean Marie á ný, sennilega eitthvað sem stóð í sambandi við peninga, Hún hafði aldrei kynnzt blóðþyrstu hlið- inni á Jean Marie Hún fann á sér að hin skyndi- lega brottför mannanna tveggja hlaut að standa í sambandi við dr Munoz. Ef hertogafrúin hefði hringt. hefði Boume ekki tekið Jean Marie með sér. Enginn annar en dr. Munoz hefði getað fengið þá báða burt af gisti- húsinu. Klukkan þrju var hún orðin svo áhyggjufull að hún hringdi næstum í númerið hjá dr. Mun- oz. en henni tókst þó að halda sér í skefjum. Hún lét senda sér mat upp á svalirnar og í hvert sinn sem bíll stanzaði fyrir neð- an tók hún viðbragð os gægð- ist niður Klukkan háií £imm nringdi síminn. Eva hljóp til og svar- aði. Það var hertogafrúin. „Eva? Þetta er Blanca“ „Blanca! Vina mín, hvar hef- urðu verið? Við erum búin að vera svo hrædd! Við vorum við jarðarförina. Við leituðum alls staðar að þér. ó, Blanca". „Mig langar ti1 ta'a við þig“ „Jim hefur verið aö reyna að ná í þig síðustu fjóra dagana". „Get ég komið til þín?“ „Komdu bara. Eða a ég kannski að koma ti] þín? Ó, Blanca! Ég get ekki annað en grátið. Ég veit að það hjálpar þér ekki neitt. Og það hjálpar ekki Cayetano heldur. Hvað eig- um við að gera. Blanca? „Ég verð komin til þín eftir klukkutíma. Gráttu ekki. Þú mátt ekki gráta lengur yfir Cayetano “ Cárcel de Carabancheies var stærsta fangelsi Spánar og hýsti einkum bráðabirgðagesti. í skrif. stofu forstjórans var haldinn sér- stakur fundur með starfsmönn- um lögreglunnar ásamt forstjóra Prados, ritaranum í utanríkis- ráðuneytinu, lögreglustjóranum í Madrid. deildarstjóra dómsmála- ráðuneytisins og ennfremur — í fyrsta skipti í sögunni — for- sætisráðherranum sjálfum og forstjóra öryggismála. Það var því ekki að undra Þótt lögreglu- fulltrúarnir skvlfu á beinun- um. Ráðherrann talaði. Ai svip og rödd mátti marka að hann var í uppnámi. Hann lagði áherzlu á það. að málverkið sem þekkt var undir nafninu Dos de Mayo eftir Francisco Goya og nýlega hefði verið „saknaðV úr Prado, yrði undir öllum kringumstæð- um að finnast. Hann talaði viðstöðulaust, enda hafði hann skrifað niður punkta. Fyrst undirstrikaði hann nauðsyn þess að fá málverkið aftur án þess að rekja nánari I ástæður til þess — allir við-' staddir voru Spánverjar. Hann skýrði frá ýmsu í sambandi við bemsku Victorianos Munoz, fjöl- skyldu hans Qg baráttu. sem flestir voru búnir að gleyma fyr- ir löngu. Hann vakti athygli á þvi að sami Munoz hefði pant- að sérstaka litmjmd af málverk- inu, aðeins tveimur vikum áður en það hvarf. Hann skýrði frá því að Munoz hefði útvegað leyfi til þess að málarinn Char- les Smadja mætti mála stæling- ar i Goya salnum, þótt síðar kæmi í ljós að það hefði i raun- inni verið hinn þekkti franski málari. Jean Marie Calbert sem notaði það leyfi. Maður sem bjó á sama gistihúsi og Calbert, skýrði frá því, að hann hefði í mannauðri íbúð á efstu hæð fundið rissmyndir í fullri stærð af hinu horfna málverki ásamt sýningarvél fyrir litmyndir. Þetta hótel hafði í þrjú ár ver- ið rekið af James Boume, sem var tíður gestur á Prado, þar á meðal í Goyasalnum sama dag og myndin hafði horfið Hið bandaríska FBI hafði þekkt fingraför Boumes sem fingra- för Roberts Evans Cryder sem fórst i bílslysi í London sem kapteinn 1 bandaríska hernum. Vegabréfaeftirlitið í Bandaríkj- unum fullyrti að vegabréfið út- gefið á nafn James Bourne væri falsað Báðir fangarnir höfðu verið í sambandi við Victoriano Munoz. AUir þrír höfðu verið gestir hjá hertogafrúnni af Dos Cortes, sem átti málverkin þrjú sem fundu^.í íbúð hins myrta. Þegar hér var komið kinkaði ráðherrann kolli til Calvan lög- regluforingja. sem kinkaði kolli til Augustins Termio, sem tók fram vasabókina, opnaði hana, ræskti sig og fór að lesa upp. Hann hafði aldrei fyrr verið í svona fínum félagsskap og var logandi hræddur. „Spuming: Þekkið þér þessi j málverk, hertogafrú? Svar: Þettaj eru málverk sem héngu — sem i ættu eiginlega að hanga núna — á Dos Cortes. Spuming: Tók hertogafrúin ekki eftir því að þau voru horfin? Svar: Eftirlík- ingar komu í staðinn. Nákvæpiar stælingar hanga í dág á Dos Cortes. Þetta er ekki líkt dr. Munoz. Ég skil það ekki. Spurn- ing; Getur hertogafrúin ekki út- skýrt það nánar? Svar: Jú, sjá- ið þér til, dr Munoz hefur allt- af haft mikinn áhuga á spænskri málaralist. en hann hefur hvað eftir annað lýst yfir, að eina málverkið sem hann vildi sjálf Eftir langa oá ei'-iu<. dongu náði. Þórður undir kvöl niður að ströndinni þar sem Brunfisch lá. Félagar hans fögnuðu honum vel enda voru þeir orðnir áhyggjufullir út af fjarveru hans. Þeir höfðu líka orðið varir við að eitthvað mikið gekk á um borð í Fidelitas. Þórður sagði þeim í stuttu máli hvað íyrir þá Ross hafði borið. Bara að Ross og stúlkurnar væru komnar á öruggan stað, endvarpaði hann. Ef þau lenda í hönd- um þessara manna, er aldrei að vita, hvað fyrir getur komið. I sama bili birtist Bank skipstjóri á land- göngubrúnni. Sendisveinn óskast Viljum ráða nú þegar röskan ungling til sendiferða. Æskilegt að viðkomandi hafi reiðhjól með hjálparvél til umráöa, þó ekki skilyrði. Nánari upplýsingar í skrifstofu okkar. slAturfélag suðurlands Skúlagötu 20. LOKAÐ Skrifstofan verður lokuð eftir hádegi miðvikudaginn 31. þ.m. vegna- jarðarfarar. s UNGLINGA vantar til' blaðburðar í eftirtalin hverfi= Langholt Meðalholt Njálsgata Bringbraut. Kleppsveg Langahlíð Teigar Bergþórugata Kársnes I og II Talið strax við afgreiðsluna — sími 17500. t Hjartanlega þakka ég þeim öllum, sem mj ust mín af hlýjum hug á sjötugsafmæli mínu. Freysteinn Gunnarsson. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN Arnarhvoli. V. (LtL tnuitium cl hina nýju skilmála íyrir heimilistryggingu, sem eru fullkomnari en áður var. Iðgjöldin eru þau sömu. '^Æ.a.Lm'distíifggLtig Sjóvá tryggir öryggi heimilisins GINGARFÉLAG ÍSLANDS HF. INGÓLFSSTRÆTI 5 - SlMI 11700 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT. I I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.