Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.10.1962, Blaðsíða 12
Tónlistarskólinn í Reykjavík rar settur í Tónabiói laugardag- inn 13. október að viðstðddum kennurum og nemendum. Mjög wikil aðsókn er að skólanum og eru innritaðir nemendur j haust nm 200. Píanódeildin er fjölmennasta ðeild skólans eins og jafnan áð- ur, en áhugi fyrir öðrum hljóð- færum eykst stöðugt og hafa aldrei verið eins margir nem- endur í blásturshljóðfæra- og strengjadeild og í vetur. Eins og stendur er skólinn í miklu húsn.hraki. Hin nýju húsa- kynni í Skipholti 33 verða varla tilbúin fyrr en um miðjan nóv- ember. Kennsla er þó þegar haf- in og taka flestir kennarar nem- endur sfna heim. Auk þess er kennt í Ásmundarsal við Freyju- götu og í einstökum herbergj- um víðar um bæinn. i Tveir starfsmenn skólans láta af störfum á þessu hausti, þeir Guðmundur Jónsson píanókenn. og Guðmundur Ölafsson, sem verið hefur húsvörður skólans á meðan hann var til húsa í Þrúðvangi. 1 skólasetningarræðu sinni þakkaði skólastjóri báðum þessum mönnum vel unnin störf í þágu skólans. Einnig bauð hann sérstaklega velkominn að skólanum Einar Kristjánsson óperusöngvara, sem ráðinn er kennari við óperudeildina. Sú deild mun taka til starfa þegar skólinn flytur í nýju húsakynn- in og verður þá nánar skýrt frá tilhögun hennar. kjarnssprengjuns WASHINGTON 30/10 — Banda- ríska kjamorkumálanefndin til- kynnti í dag að kjamasprengja sem varpað var úr flugvél hefði verið sprengd y.fir Johnston- ey j u í morgun. Þetta var 34. sprengjan sem Bandaríkjamenn sprengja í þessari lotu og var hún um megatonn. Kjarnorkumálanefndin hafði boðað að reynt yrði að sprengja enn eina kjarnasprengju i há- ÍQftunum yfir Kyrrahafi á morg- un. en síðar var tilkynnt að til- rauninni hefði verið frestað ura sólarhring. USA sprengja 34. Um 200 nem. nú í Tónlistarskólanum SL laugardag var kveðinn upp f Sakadómi Reykjavíkur dómur í máli 7 manna, er gerzt höfðu sckir um ávísanafalsanir, þjófn- aði, fjárdrátt o. fl. brot. Kvað Þórður Björnsson sakadómari upp dóminn. Tveir mannanna, annar VESTMANNAEYJUM — A laug- I ardaginn var stakk frú Sigríður Magnúsdóttir, formaður Slysa-1 vamafélagsins Eykyndils, fyrstu skóflustungu að gruniii nýs sjúkrahúss hér í Vestmannaeyj- um. Refsiaðgerðár gegn S-Afríku? NEW YORK 30/10 — Fulltrúi Nígeriu lagði í gær fram á þingi SÞ fyrir hönd 39 ríkja í Asíu og Afríku tillögu um að hafnar ya-ðu refsiaðgerðir gegn stjóm Suður-Afríku, ef hún léti ekki af stefnu sinni í kynþáttamál- um. í tillögunni er þess krafizt að öryggisráðið geri nauðsynleg- ar ráðstafanir til að fá stjóm Suður-Afríku til að framfylgja samþykktum SÞ í málinu. Að öðrum kosti verði S-Afríku vikið úr samtökunum. frá Akranesi og hinn úr Hafnar- firði, hlutu 15 mánaða fangelsi hvor. Einn hlaut 7 mánaða fang- clsi, annar 6 mánaða, þriðji 5 mánaða og fjórði 4 mánaða, allir óskilorðsbundið. Eru þrír þeirra héðan úr Reykjayík en einn frá Mál þetta hefur lengi verið í undirbúningi. Hið nýja sjúkrahús á að vera um 11000 rúmmetrar að stærð og lausleg áætlun um bygging- arkostnað er 22 milljónir kr. í hófi, sem bæjarstjómin í Eyjum hélt af þessu tilefni, af- henti Dagmey Einarsdóttir bygg- ingarsjóði sjúkrahússins gjafa- bréf fyrir 209 þús. krónum frá Bamadagsnefnd Vestmannaeyja og á gjöf þessi að renna til Barnadeildar sjúkrahússins. Áður höfðu byggingarsjóði sjúkrahússins borizt margar góð- ar gjafir. Þá má og nefna að sjóður þessi hefur tekjur af kvikmynda- hússrekstri Vestmannaeyjabæjar og einnig em honum ætluð fram- lög úr bæjarsjóði. Nú þegar verkið er hafið hef- ur sjóðurinn yfir 2,5 miiljónum króna að róða í handbæru fé. — KG Isafirði. Loks hlaut sjöundi mað- urinn 10 mánaða fangeisi skil- oiðsbundið. Alls höfðu þessir menn falsað ávísanir að upphæð 98.919,40 kr. Þá höfðu þeir stolið úr sparisjóðs- bók kr. 6.300,00, svikið út gist- ingu og beina fyrir kr. 1.324,15, dregið sér fé að upphæð kr. 1.000,00, svikið út ökugjald að upphæð kr. 2.052,00 og stolið kr. 2.000,00 svo og 20 dollurum. Mennirnir vom oftast tveir eða þrír saman um brotin en tveir þeir fyrsttöldu, er þyngstan dóm hiutu, voru langatháfnasamastir. Alls gerðu 32 aðilar skaðabóta- kröfur í máli þessu og voru hin- ir ákærðu dæmdir til að greiða kr. 79.814,30 í skaðabætur, mest fyrir falsariir. Var tveim mann- anna gert að greiða kr. 70.617,30 af þessari upphæð. Þá vora á- kærðu dæmdir til þess að greiða allan sakarkostnað. Ot er komið fjórða bindi sjálfs- ævisögu Kristmanns Guðmunds- sonar og nefnist það Isold hin gullna. Þetta er lokabindi sjálfsævi- sögunnar, sem hófst með Isold hinni svörtu en síðan komu út Dægrin blá og Loginn hvíti. „Isold hin guilna” er saga Kristmanns frá þvi hann settist Einn af mörgum Myndirnar voru teknar í gær inni á Miklubraut, þar sem bíll ók á ljósastaur með þeim af- leiðingum að hvortveggja skemmdist nokkuð mikið, bíllinn og stanrinn. Konan, sem bílnum ók. mun ekki hafa skaðazt neitt að ráði og ekki heldur maðurinn, sem hjá henni sat i framsætinu. (Ljósm. Þjóðv. G. O.) að £ Hveragerði og fram á yfir- standandi ár. Bókin hefst á svo- hljóðandi tileinkun: „Sögu þá, er endar hér, til- einka ég eiginkonu minni, Stein- unni S. Briem, sem nefnd er Dadinah í þessari bók.” Bókfellsútgáfan gefur þetta lokabindi sjálfsævisögunnar út eins ,og hin fyrri. Bókin er 329 blaðsíður. Hafin sniíði nýs sjúkra- húss í Vestmannaeyjum „ísold hin gullna" lokabindi œvisögu Kristmanns Miðvikudagur 31. október 1962. — 27. árgangur — 237 tölublað. Fullgiídar hljómplötur myndlistarinnar sýndar í Lhtamannaskálanum I dag opnar Samband íslenzkra stúdenta erlendis sýningu á mál- verkaeftirprentunum í Lista- mannaskálanum. Þar vora þeir til fyrirsvars í gær Þórir Bergsson og Björn Th. Björnsson listfræðingur. — Björn hélt á traustlegri bók, fjórða bindi af eftirprentanaskrá UNESCO og hafði eftirfarandi sögu að segja af skránni og þeim 140 eftirprentunum sem á sýningunni era. Þrjár nefndir fjalla um eftir- prentanir sem þessar. Fyrsta nefnd situr í heimalandi hlutað- eigandi listamanns: Hún mælir með ákveðnum eftirprentunum og sendir þær og frammyndimar til UNESCO. í París starfa tvær nefndir: önnur — nefnd list- fræðinga undir forystu Philips Hendy — fjallar um það, hvort listamaðurinn sé nægilega þýð- ingarmikill tii að með honum verði mælt. Hin er nefnd tækni- fróðra manna sem ákveður hvort eftirprentunin sé nægilega vel gerð. Ef mynd gengur gegnum þennan hreinsunareld og er tek- in á skrá, þá er þar fengin staðfesting á því, að hún hafi það samgildi við frummyndina sem prentlistin leyfir. Langflestar þeirra mynda sem upp era settar á sýningu stúd- entasambandsins era einmitt frá fyrirtækjum sem taka hæstarétt UNESCO til greina. Hér vinnur menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna gott verk, hér er verið að framleiða fullgildar hljórrrplötur myndlist- arinnar. Myndlistin er vissulega þeim ósköpum háð. að einn mað- ur getur eignazt mynd, lokað hana inni hjá sér, jafnvel eyði- lagt hana af mannhatri. En með þessari starfsemi er verið að opna myndlistina fyrir veröld- inni. Og það mætti taka undir o f Hendys: góð eftirprentun er meira virði en meðalgóð fram- mynd. Verð myndanna? Dýrasta myndin er eftir Munch — kost- ar 500 krónur. En fiestar kosta 200—300 krónur. Þetta er vissu- lega gjafverð. Samband íslenzkra stúdenta erlendis hefur fengið þessar myndir milliliðalaust, og leggur eins lítið á og hægt er, þar að auki má þess geta að ef menn hafa einhverjar sérstakar óskir, þá er hægt að panta eftir myndaskrá UNESCO þótt við- komandi myndir séu ekki á sýn- ingunni. Hinu er svo ekki að neita, að þetta er sýning til fjáröflunar. Samband íslenzkra stúdenta er- lendis ætlar að koma sér upp góðri upplýsingaþjónustu fyrir þá sem hyggja á nám erlendis. Og þetta er merkilegt mál, þvi að margur maðurinn hefur hafn- að á kolvitlausum stað fyrir bær sakir einar, að hann vissi ekki hvert hann var að fara. Félög og samtök kannast yfir- leitt ekki við aðrar aðferðir til fjáröflunar en hapdrætti. Þessi sýning er skemmtilegt frávik: mennirnir era að safna fé, það er rétt. En þeir útbreiða menn- inguna um leið. Sýningin verður opin til sunnudagskvölds. Þama eru saman komnir flestir þeir lista- menn sem vinsælir mega teij- ast með Islendingum. Þeir menn sem fólk vill helzt bjóða inn í híbýli sín til langrar dvalar. Félag stofnað til styrktar Ganla garði Að frumkvæði nokkurra gam- alla Garðbúa og vina stúdenta*. garðsins hefur nú verið efnt til samtaka >.er hafa þann tilgang, að bæta um búnað Gamia Garðs hið innra og fegra umhverfi hans“. í undirbúningsnefnd þessa máls eiga sæti: Gunnlaugur Pét- ursson borgarritari. Jóhann Haf- stein bankastjóri. Lúðvíg Guð- mundsson fyrrv. skólastjóri, Ragnar Jóhannesson cand. mag., Sverrir Hermannsson viðskipta- fræðingur og Þorvaldur Þórar- insson hæstaréttarlögmaður. Um þessar mundir eru liðin 40 ár síðan stúdentaráð háskól- ans hóf fjársöfnun til að koma stúdentagarðinum upp. Formað- ur garðnefndarinnar fyrstu ár- in _var Lúðvíg Guðmundsson. í kvöld. miðvikudag 31 okt., kl. 8,30 verður fyrsti almennur fundur hinna nýju félagssam- taka haldinn í samkomusal Gamla garðs. Garðbúar. eldri sem yngri. og aðrir velunnarar stúdentagarðsins, eru hér með hvattir til að koma til fundar þessa. Hvassviðri og gefor ekki á sjó Bolungarvík 30/10 — Undan- farna daga hefur verið hér aust- an og norðaustan hvassviðri. Hefur ekki gefið á sjó síðan á föstudag í síðustu viku. í dag er veður batnandi. }U lillg f r '.*»**« ~ M k"i***f>t Si T" „ x > ” ^ ' . .♦ \ -* »» « ‘SíBW * ♦ * * - - IÉK : . | Stærsti og fullkomn- asti togari heimsins Martin Anderson Nexö heit- ir stærsti og fullkomnasti skuttogari A.-Þjóðverja, Hann er 4800 tonn, gerður upp úr ávaxtaflutningaskipi, sem hct Pegasus og var v.-þýzkt. Tog- ari þessi mun vera einhver sá fullkomnasti í heimi að öllum búnaði. Hann þjónar tvöföldu hlutverki bæði sem móðurskip á fjarlægum mið- um og einnig fiskiskip. Hann er elna moðurskipið af þess- ari stærð sem fært er um að toga sjálfstætt. I lest skipsins er rúm fyrir 1200 tonn af frystum flökum og 90 tonn af niðursoðnum fiski. Hann getur verið allt að 70 daga á veiðum. i é

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.