Þjóðviljinn - 10.11.1962, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 10.11.1962, Qupperneq 3
Jjaagardagur 16. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN stoA 3 Landamæraerjur Indlands og Kína: Sjang Kaisék ásakar USA fyrir að styðja Indverja TAIPEH NÝJU DELHI 9/11. — Híkisstjórn Sjang Kaisék á Formósu hefur sent Bandaríkjastjórn harðorða mótmælaorðsendingu vegna stuðnings Vesturveldanna við Indverja í landamæradeilu Ind- lands og Kína. Hinn hatrammi andkommúnisti og Bandaríkjadindill, Sjang Kaisék, styður þannig kínverska kommúnista, meðan indverskir komm- únistar og Vesturveldin styðja Nehru. Landamæraerjur Indverja og Kínverja eru að því leyti ólíkar Sðrum hernaðarviðskiptum á seinni árum. að þar er ekki um að ræða anga úr átökum austurs og vesturs. allar póli- tískar línur hafa brenglazt í þessum landamæraþrætum. Sov- étríkin hafa ekki viljað taka neina afstöðu, en indverskir komúnistar hafa algjörlega snú- izt gegn skoðanabræðrum sinum í Kína og stutt stjórn Nehrus, forsætisráðherra í landamæraá- tökunum. Vesturveldin með Bandaríkin í broddi fylkingar hafa hins veg- ar séð sér leik á borði að vingast við Indverja og hafa því stutt þá f orði og verki, nú seinast með því að senda þeim vopn. Hafa þeir síðan rekið harðan áróður ifyrir því, að hlutleysi Indverja væri eiginlega úr sögunni. eftir að þeir hefðu orðið fyrir innrás Kínverja og þegið vopn af Vest- urveldunum. Indverskir ráðamenn hafa bent á það undanfarna daga, að hlut- leysi þeirra væri að siálfsögðu í engu skert og myndu þeir halda áfram á sömu hraut og ekki taka þátt í hemaðarbandalögum aust- urs og vesturs. Sendiherra Ind- lands í Danmörku sagði blaða- mönnum í þessu sambandi, að orðið hlutleysi væri kannski ekki nógu Ijóst til að tákna stefnu þjóðanna. því að fyrst og fremst væri um að ræða að standa utan hemaðarbandalaga. Sjang Kaisjek ræðst á Bandaríkjamenn Seinasta dæmið um það, hversu fráleitt er að telja landa- mærastríð Indlands og Kina á- tök milli austurs og vesturs og blanda því saman við hlutleysi Indlands, er afstaða Sjang Kai- sék, hershöfðingja á Formósu. Sjang hefur um árabil verið Asíu og þó víðar væri leitað. I dag var upplýst, að stjóm hans hefði sent Bandaríkjastjóm harðorð mótmæli, vegna þess að Bandaríkjamenn hafa stutt Ind- verja og viðurkennt MacMahon- línuna sem hin réttu landamæri milli Indlands og Kína. Sjang Kaisék segir í orðsend- ingu sinni, að Bandaríkjastjóm hafi ekkert tillit tekið til sögu- legra staðreynda í afstöðu sinni til þessara átaka. Nehru biður Indverja að forðast stríðsæði Annað óvenjulegt sem nefnt hefur verið í sambandi við landamæraerjumar, er sú stað- reynd, að þúsundir hermanna hafa fallið í bardögum milli Kínverja og Indverja, án þess að rikin hafi slitið stjómmálasam- bandi sín á milli eða lýst hafi verið yfir styrjöld. Átökin hafa verið bundin við ákveðin fjalla- hémð og hvorugur aðilinn farið út fyrir deilusvæðið. Kínverjar hafa tekið mest allt það svæði, sem þeir kröfðust en engar nýjar fregnir bárust í dag af bardögum. Nehru. forsætisráðherra Ind- AÞENA 9/11. — Dagblaðið Ethnos í Aþenu fullyrðir í dag, að fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands Georges Bidault og þrir aðrir OAS-foringjar séu komnir með leynd til Grikklands og dvelji þar með falsaða papp- íra og undir röngum nöfnum. Eins og kunnugt er gerðist Bid- ault einn helzti forsprakki OAS- n.anna nokkru áður en hreyfing- frægastur Bandaríkjadindill í 1 lands, varð fyrir miklum árásum Spiegelmálið: Adenauer kvartar yfir aS sími sinn sé hleraður! BONN 9/11. — Adenauer kansl- ari V-Þýzkalands fullyrti í morgun, að óviðkomandii aðilar hlustuðu á einkasímtöl sín. Upp á síðkastið hef ég varla þorað að nota heimasíma minn og síma minn í Bonn, sagði Kanslarinn, því að ég hef orðið var við, að einhver hlustar á símtölin. Hef ég farið þess á leit við sam- göngumálaráðherrann að hann rannsaki málið. Adenauers kanslara Kvörtun ------------ —------- , in lagði upp laupana í Alsír. um símahleranir er í beinu fram- 1 d<*g’ scm haíðl ven?’ að hemaðarserfræðmgar, er ny- lega báru vitni í málinu gegn Der Spiegel, væru fyrrverandi r.azistar. Stjórnarskrárdómstóll í Karls- ruhe hafnaði í gær tilmælum frá tímaritinu Der Spiegel um, að blaðið fengi aftur ráð yfir skrifstofum sínum. Aðsetur blaðsins hefur verið í umsjá lögreglunnar um hálfsmánaðar- skeið, og hefur gengið erfiðlega að gefa blaðið út við þær að- stæður. Dómstóllinn neitaði einnig að aflétta ritskoðun á efni fclaðsins, og féllst því ekki á, að um væri að ræða brot á lögunum um prentfrelsi. Þingkosningar # Færeyjum ÞÖRSHÖFN 9/11. — Kosnmgarnar í Færeyjum urðu sigur fyrir sósíaldemókrata og Fólkaflokkinn, sem báð- ir juku fylgi sitt um 500 atkvæði. Sambandsflokkurinn tapaði þingsæti og atkvæðum, og Þjóðveldisflokkurinn einnig. Annars urðu litlar breytingar á fylgi flokkanna í kosningunum. Úrslit færeysku þingkosninganna urðu þessi: (í sviga samsvarandi tölur úr seinustu kosningum): Fólkaflokkurinn 3046 (2470) Sambandsflokkurinn 3077 (3296) Sósíaldemókratar 4155 (3584) Sjálfstjórnarflokkurinn 889 (812) Þjóðveldisflokkurinn 3261 (3329) Framfaraflokkurinn 674 (404) 20,2% (17/78) 6 þings. 20,4% (23,63)f 6 þings. 27,5% (25,86) 8 þings. 5,9% (5,88) 2 þings. 21,6% (23,90) 6 þings. 4,4% (2,90) 1 þings. Þinmönnum fækkaði um einn og verða nú 29 á þessu kjörtímabili, vegna þess hvernig uppbótarsæti skiftast. Sósíaldemókratar, Sjálfstjómarflokkurinn og Sambands- flokkurinn mynduðu áður samsteypustjóm, en nú er óvíst um samvinnu á þingi. haldi af umraeðunum um mál- eóknina gegn tímaritinu Der Spiegel. Blaðið hefur oftsinnis haft eftir vestur-þýzkum ráða- mönnum ýmis umrnæli, sem þeir hafa látið frá sér fara i einka- v:ðræðum, án þess að þeir gætu nokkru mótmælt. Hefur Strauss, vamarmálaráðherra ekki hvað sízt fengið að kenna á þessum íurðunákvæma og dularfulla fréttaflutningi. Strauss mótmælti því harðlega í Indverska þinginu í dag, er andstæðingar stjómarinnar sök- uðu hann um slælega frammi- stöðu við hervæðingu Indlands á seinni árum. Það eru fyrst og og fremst hægri menn sem ráð- ast að stjóminni og nota sér þá óspart eins og víða annars staðar, að það eru kommúnistar í Kína sem eiga í erjum við Indverja. Nehru sagði á þingfundi í dag, að hann vonaði að Indverjar yrðu ekki striðsóðir, eins og hann orðaði það sjálfur, ends þótt þeir ættu i þessum deilum. Fyrsta fómarlamb landamæra- stríðsins var sannleikurinn, bætti Nehm við. Pakistanbúar eru Vest- urveldunum erfiðir Eins og kunnugt er hafa Pak- istanbúar verið í hernaðarbanda- lagi við Vesturveldin eftir stríð, andstætt Indverjum, sem hafa ekki viljað vera í neinu her- bandalagi og fylgt hlutleysis- stefnu. Fyrir nokkru fóru Vest- urveldin fram á það við stjórn Pakistan, að bún aðhefðist ekk- ert í deilu sinni við Indverja um Kasmír, meðan Indland ætti í höggi við Kínverja. Pakistanstjórn hefur hins veg- ar ekki talið. að landamæradeila Indverja kæmi kalda stríðinu neitt við.og því hefur hún yísað þessum tilmælum á bug. Forseti Pakistan fór þess á leit við Indlandsstjóm í dag, að hún ihugaði, hvort Indverj ar • váeru ekki reiðubúnir að semja um lausn á Kasmirdeilunni. Mynd þessi er tekin í Angóli í Afríku og sýnir portúgalska hermcnn, búna vopnum frá Atlanzhafsbandalaginu, handleika fómardýr sitt: höfuð af innfæddum uppreisnarhermannL Eins og kunnugt er hefur einræðisherrann Salazar verið að kcnna Angólabúum að meta „vestrænt frelsi“ að undanförnu og notið til þeirra verka hjálpar Atlanzhafsríkjanna. Það hlýtur að vera O ú,,u Ob ánægjulegt fyrir fslendinga að sjá samherja sína, portúgalska hershöfðingja vemda frelsi og Iýöræði í Afríku. ingkosningar fóm fram í Færeyjum í gær og er sagt frá úrslitum þeirra ann- ars staðar hér á síðunni. Við hringdum í einn af forystu- mönnum Þjóðveldisflokksins, Sigurð Joensen, lögmann í Þórshöfn, og spurðum hann tíðinda: Ungfrú ú Holknd |i sigraði LONDON 9/11. — Ungfrú Holland sigraði í alþjóðlegu feg- urðarsamkeppninni, sem hér hef- ur staðið yfir og kennd er við heiminn. Ungfrú Heimur hlaut 300.000 ísl. krónur í verðlaun og samning við kvikmyndafélag. Hún er sýningarstúlka að at- vinnu og hefur mjög gaman að því að aka bílum að eigin sögn. Meðal dómenda voru brezki leikarinn Richard Todd, banda- ríski skopleikarinn Bob Hope, brezkir stjómmálamenn og lista- menn. Finnsk stúlka hlaut ann- að sætið og Ungfrú Frakkland varð nr. 3. — Sannleikurinn er sá, sagði Sigurður, að mjög litl- ar breytingar hafa orðið á kjörfylgi flokkanna. Við erum áfram næststærsti flokkurinn, enda þótt við fáum ekki fleiri þingmenn en Fólka- flokkurinn og Sambands- flokkurinn. Það eru flest at- kvæði bak við hvem okkar þingmanna. Nokkuð af fylgi okkar hefur farið til Fólka- flokksins, en Sambandsflokk- urinn hefur tapað til sósíal- demókrata. — Hver myndi vera skýr- ingin á því? — Sósíaldemókratar hafa kannski unnið á vegna áróð- urs sins fyrir ellilaunum. Fylgisauki Fólkaflokksins mun hins vegar að þakka því, að þeir fengu vinsælan og róttækan mann fyrir sig í framboð í Þórshöfn. Pers- ónur skipta ævinlega miklu máli í kosningum hjá okkur. Hins vegar stóðum við okkur vel i Þórshöfn, jukum fylgi okkar þar um 25 prósent, en hefðum sem sagt staðið okk- ur enn betur, ef persónuleg- ar vinsældir frambjóðanda Fólkaflokksins hefðu ekki komið við sögu. — Hvemig gekk þér og Erlendi? — Erlendur komst inn aft- ur, en það munaði minnstu því að kjördæmi hans á Sand- ey er lítið og miklu munar um hvert atkvæði. Ég var einnig endurkjörinn í mínu kjördæmi á Norður-Straumey og bætti nokkuð við mig. En ég vissi til þess að ég missti af þó nokkmm atkvæð- um vegna þess að fylgismenn mínir voru út á sjó. En þetta á reyndar við um allan okk- ar flokk. Meginfylgi okkar er meðal sjómanna og það er ævinlega fjöldi skipa á hafi úti þegar kosningar fara fram. I — En þið eruð þá sæmi- . lega ánægðir með únslitin g eftir atvikum? — Já sæmilega, bara sæmi- I lega, segir Sigurður með I? nokkrum semingi í röddinni. I Hins vegar er það nokkur bót k í máli, að sjálfstæðismenn " eru í meirihluta á þinginu: Sambandsflokkurinn og sósí- aldemókratar hafa aðeins 14 af 29 þingmönnum. — Hver er þessi Framfara- flokkur? Er hann líka sjálf- * ! Litlar breytingar á þingi Færeyja \ stæðisflolíkur? — Já blessaður vertu. Hann er geysilega róttækur a.m.k. í orði kveðnu. Erlendur Patursson, annar aðalforingi ÞjóðfrelSisflokks- ins færeyska .J — Jájájá, sérstaklega fyrir S kosningar. Allir þessir flokk- b ar hafa lagt mikla áherzlu J á sjálfstæðismálin fyrir þess- B ar kosningar, t.d. skólamálið. J En eftir er að vita hvort ■ þeir standa við stóru orðin. k Það var mikið um það talað I fyrir kosningarnar að nú ættu k allir flokkar sjálfstæðismanna ” að taka höndum saman. Það K getur komið til mála að úr " því verði. Það er hugsanlegt k Já, það er hugsanlegt. Fastar vildi Sigurður ekki kveða að orði. as. * I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.