Þjóðviljinn - 10.11.1962, Page 10

Þjóðviljinn - 10.11.1962, Page 10
JQ SfÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember Í&& Skáldsaga eftir RICHARD C0ND0N „Nei“. „Hvemig fer það?“ „Verjandanum tekst sjálfsagt að leggja fram svo sterk gagn- rök að Jaime sleppi sennilega 'með þrjátíu ár og einn dag, heldur saksóknarinn." „Og ekkert er hægt að gera?“ „Ekki neitt.“ „Fyrir mörgum mánuðum," sagði Eva með hægð. „þegar við uppgötvuðum i París. að mynd- unum, sem við höfðum stolið frá þér, hafði verið stolið frá okk- ur — fann Jim leið til að ná sambandi við spænskan glæpa- hring. Hann þurfti aðstoð til að komast að því hvað orðið hefði af myndunum. Rétt eins og þarna væri um venjulegan þjófn- að að ræða!“ Tveir þjónar komu inn með teborðið. Hertogafrúin benti þeim að fara og hellti sjálf tei i boll- . -ana. Eva hélt áfram: „Maðurinn var einmitt að segja mér, að þú hefðir sagt rfkis- stjórninni hvar Goyamálverkið væri falið. Hann sagðist eigin- lega ekki hafa ætlað að segja mér það. en hefði séð sig um hönd, vegna þess að honum fannst ég verða að vita hverjir óvinir mínir voru. Ég fór frá honum í sömu trú. Allt í einu jskildJi ég að það varst þú sem myrtir Victoriano Munoz. Og þegar þú spurðir hvort ég hefði ekki gért hið sama i þínum sporum og sagt ríkisstjóminni 'frá málverkinu. ef það hefði verið Jim sem myrtur var. þá varð mér ljóst að þetta yrði bara allt ennþá vonlausara. ef ég liti á þig sem óvin. Nú finn ég á mér, að Jim veit hvað komið hefur fyrir okkur öll os hann skilur hvað hefur verið gert og hvers vegna það var gert og honum mun Þykja enrf vænna um þig en áður, vegna þess að hann átti sinn þátt í að leiða yfir þig þessa sorg. Mér þykir lika vænt um þig, vegna þess að ég tók þátt í sumu af þvi sem leiddi yfir þig hörmung- amar. Nú stend ég við hliðina á þér með helming af því sem ég á eftir. Við getum ekki flúið frá eymd okkar og þvi verð éa einhvern veginn að reyna að finna frið handa þér og þú verð- ur að reyna að finna frið handa mér, því að við getum aldrei bjargazt einar. Hefðum við bara getað byrjað upp á nýtt. en með þeirri reynslu sem við nú höf- um og vitandi það að við get- um ekki lifað nema hvert fyrir annað . .. þá hefði Cayetano lif- að og Jim verið frjáls. En þann- ig átti það ekki að fara og.við erum tvær einar eftir . . og við einar þekkjum sannleikann. Þeg- ar ég fór hingað í dag, þá vissi ég að þú vissir eitthvað sem ég skildi ekki, vegna þess að þú hefur haft vitneskju um allt þetta hræðilega miklu lengur en ég. Ég vissi að þú hafðir eitt- hvað sem þú fannst þig knúða til að gefa mér — eins o.g þeg- ar trúin var boðin fram í fyrsta sinn. Þú vissir ekki hvort ég væri reiðubúin að veita þvi við- töku. og bú hafðir enga ástæðu til að ætla að ég myndi vita hvað það var. fyrr en þú færð- ' ir mér það. Við erum ein heild — ' af líkama og sál — þú ert ég og ég er þú, og hvað höfum við | gert hvor annarri?" Stíflurnar innaní hertogafrúnni | brustu. Tárin sem hún hafði i leitað að, frá því að hún var : kornung en henni hafði verið : synjað um, fossuðu nú fram án hindrunar. Hún grét stjórnlaust. en fagnandi og óþvingað, meðan Eva drakk te og hvarf til öm- urleikans aftur. Hún fór aí stað 5 Dalmler- bílnum snemma næsta morgun. Þau voru komin til Xrún klukkan tíu mínútuf yfir átta. Vegabréf- ið vá’r stiníplað með lötningu j og þau runnu hindrunarlaust yf- ! ir brúna og yfir til Frakklánds. j Hún borðaði morgunverð í Eayonne. Meðan hún borðaði hom og drakk café au lait Jas hún að Jean Marie hefði hengt sig í fangaklefanum. Hún mundi bara Faðirvorið og hún sat með hend- ur fyrir andliti og bað Faðirvor einu sinni, tvisvar, þrisvar. Hún gisti í Vendemeog kom til Parísar snemma um morg- uninn. Hún hafði drukkið allan tímann, en eiginlega drukkin var hún ekki. íbúðin sem hún og Bourne höfðu búið i, virtist framandi o.g bre.ytt. Hana Jangaði í drykk. Vínkaraflan var tóm. Hún leit- aði í stofunni. í eldhúsinu. Loks opnaði hún kjallaradymar. Ó- þefur gaus upp á móti henni. Hún leit niður. Köld og dauð höndin á Chern teygði sig í átt j til hennar Óþekkjanlegt andlit-1 ið starði á hana. Hún æpti. Hún æoti aftur. Hún gat ekki hætt að aepa ENDIR. Ingólfur Jénssn svar- ar verkfræðingum Athugasemd við greinar- gerð Félags verkfræðinga frá Ingólfi Jónssyni, samgöngu- málaráðherra. 1 greinargerð frá Félagi verkfræðinga, sem birt var í blöðum nýlega er véfengt að réttur sé sá samanburður, sem gerður hefur verið á hækkun þóknunar fyrir ákveðið verk, eins og það var samkvæmt gjaldskránni frá 1955 og eins og það hefði orðið samkvæmt þeirri gjaldskrá, sem taka átti gildi hinn 1. maí s.l. 1 greinar- gerðinni segir, að rangt sé að bera saman „lágmarkstíma- gjald fyrir útselda vinnu al- mennra verkfræðinga, eins og það var árið 1960, kr. 116.72, við tímagjald verkfræðings með reynslu og mikla kunnáttu á sínu sviði, að viðbættum 40% kostnaði af efnarannsóknar- stofu, en þann kostnað skyldi reikna aukalega samkvæmt sömu gjaldskránni“. Við þetta er ýmislegt að at- huga, og þá fyrst, að í dæmi þvi, sem tekið var, er um að ræða lágmarkstímagjald í báð-v*> um tilvikum, en ekki aðeins í öðru, eins og fram virðist koma í greinargerð félagsins. 1 öðru lagi er um að ræða verkfræð- ing með reynslu og mikia kunnáttu í báðum tilfellum, en ekki aðeins í öðru, svo sem fé- lagið virðist gefa í skyn. Ákvæði 24. gr. gömlu gjald- skrárinnar, þar sem tímagjald er ákveðið kr. 82,50 pr. kist. (sem með vísitöluhækkunum var komið upp í kr. 116.72 ár- ið 1960), gilda um verkfræðinga almennt, án tillits til sérstakr- ar reynslu eða kunnáttu. 1 þriðja lagi er í hinni tilvitnuðii málsgrein í greinargerð verk- fræðinganna gefið í skyn, að 'rangt sé að bera saman tíma- kaupið samkvæmt gömlu gjald- skránni, kr. 116.72 við kr. 350+40% eða alls kr. 490,— sem það hefði orðið samkvæmt, nýju gjaldskránni, af þeirri á- stæðu, að kostnað af efnarann- sóknastofu skyldi reikna auka- lega samkvæmt gömlu gjald- skránni. 1 gömlu gjaldskránni er ekki að finna nein slík á- kvæði varðandi efnaverkfræð- inga sérstaklega, en hins vegar í 13. gr. skilgreiningu á ýmis- konar aukakostnaði öðrum en kostnaði við rannsóknastofu, sem greiða skal eftir reikningi. Það stendur því óhaggað, að efnaverkfræðingur, sem tekið hefði gjald fyrir venjulegt verk eftir tímakaupi samkvæmt gömlu gjaldskránni, hefði reiknað sér á grundvelli henn- ar kr. 116.72 á tímann, en kr. 490.— samkvæmt þeirri nýju, ef hann hefði lagt sér til starfs- aðstöðu í báðum tilfellum, og að sú hækkun nemur 320%. Athyglisvert nýmæli er það í þessu sambandi, að sem hluta af þóknun verkfræðinga, þeg- ar unnið er eftir tímakaupi. skuli reikna gjald á klukku- stund, fyrir „annað starfsfólk“, sem vinnur að verkefninu, er nemur 1.2%o af árslaunum. Svarar það til þess að verk- fræðingurinn fái árslaun þessa „annars starfsfólks" greidd í 833 vinnustundum. Samanburður á þóknun verk- fræðings fyrir brúarsmíði, að gefnum tilteknum algengnum forsendum, er réttur. Það er kunnara en fram þurfi að taka, að eigi eru verkfræð- ingar einir um að búa við lægri launakjör en viða annars stað- ar gerist. Setning bráðabirgða- laga til þess að hindra gildis- töku gjaldskrár, sem stórhækk- ar laun ákveðinnar starfsstétt- ar, kann að virðast harkaleg ráðstöfun gagnvart þeirri stétt, sem í hlut á, en hitt stendur óhaggað, að eigi væri það síður móðgun við aðrar starfsstéttir, sem með lögum eða samning- um er meinað að hækka laun sín með auglýsingu á taxta, að leyfa einni stétt að knýja mál sitt fram á þann hátt. Reykjavík 5. nóv. 1962. HJOKRUNARKONA óskast að Slysavarðstofu Reykjavíkur. — Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. SJÚKRAHCfSNEFND REYKJAVlKUR. Orðsending til viðskiptavina Höfum flutt lager okkar frá Hjarðarhaga 24 að Arnnia 16 — Sími 38401 Frímerkjaklnbb- ar á vegnm Æskn- lýðsráðs Rvíkur Frímerkjaklúbbur Æskulýs- i'áðs Reykjavíkur hófu vetrar- starf sitt fyrir nokkru. Að þessu sinni er starfsemin að- eins til húsa að Lindargötu 50, og starfar þar flokkur pilta undir leiðsögn Bjama Guðmundssonar og Sigurður Þorsteinssonar á miðvikudögum kl. 6 til 8 e.h. Þeir sem hyggjast taka þátt í starfi frímerkjaklúbbsins og ekki hafa verið áður, ættu að gefá sig fram þegar í upphafi tímans svo að eðlileg leiðsögn truflist ekki. Veitt er tilsögn í meðferð frímerkja, greiningu, uppsetningu „motiv-safna“ auk fróðleiks um sögu og tilgang frímerkja og frímerkjasöfnunar. ★ Winston Churchill hélt á dögunum hátíðlegt 60 ára þing- setuafmæli sitt. Hann er nú 88 ára gamall. ★ Borgarbókasafnið í Hálsing- borg í Svíþjóð átti aldarafmæli fyrir skömmu og í afmælisriti þess kemur í Ijós að það hefur mestallan aldur sinn lifað á hundum borgarinnar. Frá 1862 til 1919 var helmingur af inn- heimtum hundaskatti eini, fasti tekjustofn bókasafnsins, og enn rennur þriðjungur hundaskatts- ins í Hálsingborg til menning- arstofnunarinnar. Verksmiðjustjóri Jón Tómasson. Heimsþekkl Niðursoðnir ávextir Fruit Cocktail 1/1 — 1/2 — 1/4 dósir. Ferskjur 1/1 — 1/2 — 1/4 dósir. Perur 1/1 — 1/2 — 1/4 dósir. og Melba. Ananas Sliced — Tidbit — Chttak — Crushed. Niðursoðið grænmeti Mixed Salad Vegetable Peas & Carrots Whole Green Beans Lima Beans Sweet Peas Cream Gold Com Famsty Gold Com Cream White Com New Potatoes Sweet pickles Sweet pickle chips Aspas Green Tipped Tomat catsup. Þurrkaðir ávextir Breakfast Prunes Medium Prunes Aprikósur, stórar Rúsínur. tUUaimidi, Aðstaða flóttafólksins virtist vonlaus en Bob og Henrv steinum. Fyrir neðan þá iá dráttarskipið. Þórður vissi, voru ákveðnir í að selja frelsi sitt dýrt. Þeir gengu út að Homer myndi ekki fremur hlífa honum en flótta- á háa klettanöf, er skagaði út í sjóinn, og vopnuðust fólkinu. Sendisveinar óskast strax. — Vinnutimi (yrir hádegi. Þurfa að hafa hjól. Þjóðviljinn t 0

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.