Þjóðviljinn - 03.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.01.1963, Blaðsíða 3
Phnmtudagur 3. jamiar 1063 KltoVlLJINN SÍÖA 3 Afdráttarlaus yfirlýsing U Þants Katangafylki verður aftur meinað Kongólýðveldinu NEW YORK og LEOPOLDVILLE 2/1 — Ú Þant, fram- kvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir í dag að hann myndi hvergi hvika frá þeim úrslitakostum sem hann hefur sett Tshombe „forseta“ Katangafylkis, að nú verði gerð gangskör að því að binda enda á aðskilnað fylkisins frá öðrum hlutum Kongólýðveldisins og ekki komi til mála að semja vopnahlé við Tshombe. Bardagamir sem blossuðu upp í Elisabethville milli hersveita Tshombes og sveita úr gæzluliði SÞ tóku skjótan enda. SÞ-sveit- imar náðu borginni brátt allri á sitt vald, en Tshombe sá sitt óvænna og flýði úr landi til Sal- isbury í Norður-Ródesíu. Þar lýsti hann yfir að SÞ hefðu átt upptökin að ófriðnum, en hann og hans menn myndu berjast til síðasta blóðdropa og kvaðst hann bráðlega mundu snúa aftur til Kongó til að stjóma baráttunni gegn SÞ. Vill snúa aftur Hann mun nú vera við landa- mæri Ródesíu og Katanga og hefur þaðan sent erlendum sendimönnum í Elisabethville boðskap, þar sem hann segist m. a. hafa í hyggju að koma aftur til borgarinar en segist hins vegar nú hafa fallizt á tillög- ur ti Þants um sameiningu Kat- anga við aðra hluta Kongós í meginatriðum. Hann mun einn- ig hafa gefið í skyn að hano sé fús til að taka upp nýjar við- ræður við SÞ um málið. 1 New York er haft eftir Ú Þant að hann muni ekki taka í mál neinar nýjar samningavið- ræður við Tshombe. Reynslan hafi einmitt sýnt að það sé ger- samlega tilgangslaust að semja vopnahlé við her Tshombes, og reyndar virðist síðustu atburðir gefa ástæðu til að vefengja að Tshombe geti haft nokkum hem- il á mönnum sínum. Sveitir SÞ sækja enn fram Enda þótt gæzlulið SÞ hafi náð Elisabethville, höfuðborg Katangafylkis, á sitt vald eftir stutta viðureign, hafa hersveit- ir Tshombes enn á valdi sínu ýmsa mikilvæga staði í Katanga og eru sveitir úr gæzluliðinu 'nú á leið þangað, m.a. til Jadotville og Kolwezi. Mun þeim að lík- indum reynast létt verk verk að hrekja menn Tshombes þaðan, þótt þeir segist munu verja Jadotville götu fyrir götu. Þegar það hefur tekizt og hinir ev- rópsku málaliðar hans hafa ver- ið aívopnaðir, mun hann hafa misst allt tangarhald á Katanga, svo að næsta auðvelt mun verða fyrir SÞ að framkvæma löngu gerðar og margítrekaðar sam- þykktir Öryggisráðsins um sam- einingu allra landshluta Kongós. Brezkir íhaldsmenn reiðir Mikil ólga er sögð meðal þing- manna brezka Ihaldsflokksins út af afskiptaleysi brezku stjómar- innar af aðgerðum SÞ í Kongó og lýsti hópur þingmanna flokks- ins í dag yfir megnri óánægju sinni með afstöðu stjómarinnar. Þeir hafa áður gagnrýnt stjóm- ina fyrir að koma ekki í veg fyrir að Katanga-deilan yrði leyst með valdi. Myndin or tekin fyrir nokkrum dögum í Havana þegar þar var haldið alþjóðlegt stúdentaþing, en það sóttu m.a, fulltrúar írá Bandaríkjunum. Dr. Fidel Castro er til vinstri Um alla Kúbu yltingarafmælis var minnzt í gær HAVANA 2/1. — Mörg hundruð þúsund Kúbumanna minntust í dag fjögurra ára afmælis bylí- ingarsigursins mcð stórfengleg- um hátíðahöldum í Havana, cn mikil hátíðaliöld voru cinnig í öllum öðrum bæjum og þorp- um Iandsins. Mest voru þau að sjálfsögðu í höfuðborginni og fór þar fratn mikil hersýning sem stóð í hálfa aðra klukkustund. Leiðtogar Kúbu og hýlft fjórða bundrað erlendra gesta voru við- staddir hersýninguna. Að henni lokinni hélt mann- fjöldinn að minnisvarðanum um frelsishetju Kúbu, José Marti, en þar hélt Castro fyrstu ræðu sína síðan 1. nóvember. Hann sagði þá m.a. að Kúbumenn gætu nú komið fyrir kattamef f;mmtíu málaliðasveitum á borð við þá sem réðst í land á Kúbu í apríl 1961. Sjú vonar aS Endland semji PEKING 2/1. — Við vonum að indverska stjórnin fallist á að taka upp samningaviðræður við Kína í því skyni að leysa deil- una um landamæri ríkjanna, sagði Sjú Enlæ, forsætisráðherra Ivína, í ræðu sem hann hélt í Peking í dag. Ræðan var haldin í veizlu til heiðurs Súbandrio, utanríkisráð- herra Indónesíu, sem kominn er til Peking að ræða við kínversku stjómina um landamæradeiluna samkvæmt ákvörðun sex rikja Asíu og Afríku um að reyna að miðla málum milli deiluað- ila. Ákvörðunin var tekin á ráð- stefnu í Colombo sem haldin var að fmmkvæði forsætisráðherra Ceylons, frú Bandaranaike, en hún kom til Peking fyrir þrem- ur dögum. Miklir kuldar enn í Evrópu LONDON 2/1. — Fimbulvetur- inn sem hélt í garð víða um meginlandið og á Bretlandseyj- um fyrir jól ríkir þar enn og ekki horfur á að brátt muni aftur hlýna í veðri. I Bretlandi hefur óvenjumik- il snjókoma fylgt frosthörkun- um. Þar eru 140 menn taldir hafa látið lífið af völdum kuld- anna. í Suður-Englandi eru snjó- skaflarnir sumstaðar átta metra djúpir. Mörg þorp og sveita- býli hafa einangrazt og hafa matvæli, drykkjarföng og lyf verið send þangað með þyrlum. Svipaða sögu er segja frá meginlandinu og hafa hermenn víða verið til kvaddir að ryðja snjó af vegum og veita hjálpar- lausu fólki björg. : I i I ! i ! ! Nýtt ár hefur hafið göngu sína og að venju hefur verið fluttur margur ára- mótaboðskapurinn. Forystu- menn þjóðanna nota það tækifæri sem gefst um hver áramót til að lýsa ágæti síns starfs á liðnu ári og gefa jafn- framt fögur fyrirheit um þá velsæld og hamingju sem falla muni þegnum þeirra í skaut ef þeir hlíti áfram leið- sögn þeirra á nýja árinu. Það þykir hlýða að að þá sé sjón- um manna beint að hinum bjartari hliðum þess sem i vændum kann að vera, en fljótt farið yfir sögu, þegar fjallað er um hinar dekkri. Ummæli sem höfð eru eftir leiðtogum stórveldanna um þessi áramót eru ekki mjög frábrugðin þeim sem þeir hafa látið sér um munn fara um mörg undanfarin áramót: „Vesturveldin munu leitast við að finna grundvöll fyrir samningum við Sovétríkin á árinu 1963. Mesta vonin sem við setjum á árið 1963 er sú að þá muni takast að koma á varanlegum friði í heimin- um sem komi í stað tortím- ingarjafnvægisins sem nú rík- ir“. Þetta sagði Macmillan, forsætisráðherra Bretlands, rétt fyrir nýárið og frá mörg- um undanfömum áramótum geta menn grafið upp svipuð ummæli, svo að varla hefur verið hnikað til orði. En flest- ir munu kannast við að fyr- irheit um áramót duga mis- jafnlega vel í rúmhelgri önn ársins og á þetta engu síður við um loforð og yfirlýstar vonir leiðtoga þjóða en heit- strengingar þegna þeirra um að bæta ráð sitt á hinu nýja ári. Þrátt fyrir þá reynslu sem löngu er fengin af slíkum hátíðlegum áramótaræðum forystumanna stórveldanna er það svo, að um þessi ára- mót virðist meiri ástæða en oft áður til að ætla að á hinu nýbyrjaða ári kunni að rofa til í því svartnætti ófriðar- hættu sem vofað hefur yíir mannkyninu svo að segja frá því að síðari heimsstyrjöid- inni lauk. Ráðamenn tveggja voldugustu ríkja heims, Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna, hafa að venju skipzt á ný- árskveðjum. 1 skeyti frá þeim Bresnéff forseta og Krústjoff forsætisráðherra til Kennedys forseta er lýst þeirri von að sambúð ríkjanna breytist til batnaðar. Þetta eru ekki inn- antóm orð, því að um leið er til þess vísað, að „örlagarík- asti atburður ársins 1962 (þ.e. Kúbudeilan) hafi hlotið góðan enda vegna þess að báðir að- ilar höfðu taumhald á gerð- um sínum og komust að málamiðlun með því að slaka báðir til“. í svari Kennedys forseta segist hann vilja full- vissa hina sovézku ráðamenn um að stjóm hans muni ekki láta neins ófreistaðs til að auka skilning og bæta sam- búð milli allra þjóða. Slík orð hafa auðvitað oft heyrzt, en það er samt ástæða til að gefa þeim meiri gaum nú en áður vegna þess að hin farsæla lausn Kúbudeilunn- ar er öllum í fersku minni. 1 bréfaskiptum þeirra Kenne- dys og Krústjoffs meðan deil- an stóð sem hæst og mann- kynið var komið fram á yztu þröm kjamorkustríðs, sem leitt hefði tortímingu yfir heimsbyggðina alla, var ein- mitt að því vikið, að farsæl lausn Kúbumálsins gæti orð- ið undanfari að viðtækara samkomulagi stórveldanna til að minnka viðsjár í heimin- um, auðveldað lausn annarra mála, flýtt fyrir banni við kjamasprengingum, ráðstöf- unum til að draga úr vígbún- aði og samkomulagi um eitt erfiðasta ágreiningsmál vest- urs og austurs, framtíðarstöðu Vestur-Berlínar og friðar- samninga við þýzku ríkin. Auðvitað dettur engum í hug að samningar um slík mál, sem verið hafa í sjálfheldu ár- um ef ekki áratugum saman, Mörg góð áform og ein tilvitnun gætu tekizt á því ári sem nú er hafið, en viðbrögð helztu leið- toga Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna í Kúbudeilunni sýndu, að þeim er ljóst, að riki þeirra eiga ekki um neinn annan kost að velja en samninga um hin veigamestu ágreiningsmál og það er und- ir þeim komið, hvort friður á að haldast í heiminum. Takist þeim ekki að semja sín á milli, haldi vígbúnaðav- kapphlaupið áfram jaín skefjalaust og hingað til, verður ekki hjá því komizt að heimurinn brenni upp í logum kjamorkueldsins. Þá munu aðeins gefast stundar- grið. 0" " 11 utanríkispólitík Sovétríkj- anna hefur verið mörkuð þessum skilningi — og það lengi. Hins vegar rann hann ekki upp fyrir ráðamönnum Bandaríkjanna fyrr en þeim varð ljóst að þeirra land og þeirra þegnar eru ekkert 6- hultari fyrir ógnum kjarn- orkustríðs en íbúar sovétlýð- veldanna. En betra er seint en aldrei. Því þurftu þau tíð- indi sem í gær bárust frá Washington um fyrirætlanir Kennedys forseta í utanrík- ismálum á þessu ári ekki að koma neinum á óvart Frétta- ritari brezka útvarpsins sagði það altalað í Washington meðal þeirra sem bezt mæitu Bein símafengsl Upp á því hefur verið stung- ið að koniið vcrði á bcinu og milliliðalausu símasambandi milli Itcnnedys, forseta Bandaríkjanna, og Krústjoffs, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, og hefur verið á það bent, að þegar hættan á heimsstríði var sem mest mcðan á Kúbudeilunni stóð, hafi það dregizt óþarflega mikið að þeir gætu komið orðscndingum sínum hvor til annars. TiIIagan virðist ekki fráleit, á kjamorkuöld og flugskeyta gctur munað um hvcrja mínútuna, en hún fel- ur einnig í sér staðfestingu þess, að á herðum forystu- manna þessara mestu stór- velda heims hvílir ábyrgðin á því, hvort friður helzt í heim- inum. milli Kennedys og Krástjoffs? til þekkja, að forsetinn hefði í hyggju að beita sér meira á alþjóðavettvangi á þessu ári en því liðna og verða harðari í hom að taka. Þessi lýsing á eiribeittni forsetans átti þó ekki við afstöðuna til Sovétríkjanna, heldur þvert á móti. Forsetinn var einnutt sagður ætla að leggja sig all- an fram við að ná sam- komulagi við Sovétríkin um ágreiningsmálin; hörkunni ætlaði hann að beita í við- skiptum við þá sem hingað- til hafa verið tryggusta bandamenn Bandaríkjanna, og þá einkum Frakkland de Gaulles, og kveða niður harða andstöðu stjóma Frakklands og Vestur-Þýzkalands gegn hvers konar málamiðlunar- samningum við Sovétríkin. Það hefur verið að koma æ betur í ljós undanfar- ið, að Bandaríkin em búin að missa þau kverkatök sem þau höfðu áður á bandamönnum sínum í Vestur-Evrópu. Hið nýja stórveldi Vestur-EvrópUi Efnahagsbandalagið, sem Bandaríkin áttu mikinn þátt í að koma á laggimar, hefur vaxið þeim yfir höfuð. Ráð- stefnur Atlanzhafsbandalags- ins eru ekki lengur hale- lújasamkomur til þess eins saman kallaðar að leggja blessun sína yfir ákvarðanir sem löngu hafa verið teknar á stjómarskrifstofum í Was- hington. (Svo rammt kvað að sjálfbirgingshætti frönsku stjómarinnar fyrir ráðherra- fund NATÓ í París nú fyrir jólin, að de Murville, utan- ríkisráðherra hennar, taldi sig ekki geta tekið þátt í ttndir- búningsviðræðum með þeim Rusk og Home lávarði og bar fyrir sig annríki! Það hefði einhvem tíma þótt tíðindum sæta að franski utanríMsráð- herrann hefði engan tíma til að ræða við bandarískan starfsbróður sinn). Eitt höfuð- markmið de Gaulle forseta er að koma upp sjálfstæðum kjamorkuvígbúnaði („force de frappe“) með tilstyrk vestur- þýzks fjármagns og taskni- kunnáttu. Það á enn nokkuð í land, en Bandaríkjastjóm hefur fulla ástæðu til að ótt- ast, að þegar því yrði lokið, myndu hinir vesturevrópsku bandamenn hennar enn síður en nú hlýða boðum hennar og banni. Líklegt má ætla að Kennedy forseti telji heppi- legra að hafa þá þegar náð samkomulagi við Sovétríkin um modus vivendi milli þeirra og Bandaríkjanna. Og hann veit að tíminn kann að vera naumur. Ymsir „vinir vestrærmar samvinnu“ munu vakna upp við vondan draum þegar þeir sjá hvemig komiðersam- vinnunni í hinum vestræna heimi. Það er þá t.d. vegna þess að þeir hafa ekki lesið rit sem út kom fyrir rétt rúm- um tíu ámm. Þar var m.a. komizt svo að orði: „Á ytra borði virðist allt slétt og hmkkulaust: Bandaríkin hafa kverkatök á Vestur-Evrópu, Japan og öðmm auðvaldslönd- um; Þýzkaland (vesturhlut- inn), England, Frakkland, Italía og Japan sem lent hafa í klónum á Bandaríkjunum lúta boði þeirra og banni. En óviturlegt væri að ætla að þetta „sæluástand" muni ríkja „að eilífu“, að þessi lönd muni endalaust sætta sig við yfir- drottnun Bandaríkjanna, að þau muni ekki reyna að hrista af sér hið bandaríska ok og fara sínar eigin göturi*. Þessi orð stóðu í síðustu rit- gerðinni sem Jósef Stalín gaf út veturinn 1952. ás. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.