Þjóðviljinn - 03.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.01.1963, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3, janúar 1963 ÞJÓÐVItJINN SIÐA 9 Röggsemi I jólahugleiðingu, sem Ingi R. Jóhannsson skákmeistari birti um skákmál í Morgun- blaðinu á Þorláksmessu, komst hann að orði eitthvað á þá leið. að stjóm Taflfélags Reykjavík- ur hefði oft sýnt meiri rögg- semi en stjórn Skáksambands íslands á undanförnum árum. Mér fjnnst Ingi hafa mikið til síns máls. Stjóm T.R. hefur sýnt talsverða röggsemi frá þvi hún settist á valdastóla í ýms- um málum, þótt sumar aðgerð- ir hennar hafi orkað tvímælis. Til dæmis er vafasamt að sú aðgerð hennar hljóti almennar vinsældir,. ef hún ætlar að gera allsherjar hreingerningu á til- tölulega skömmum tíma í meisf- araflokki, svo sem flogið hefur fyrir. Hinsvegar virðist sann- gjarnt, að menn hrapi niður úr rheistaraflokki, ef menn ná ekki tilskilinni lágmarkspró- sentu í keppni. En stjórn Skáksambands ís- lands hefur meir verið sökuð um aðgerðaleysi, en tvísýnar og umdeildar aðgerðir. Aðgerðaleysi er á margan hátt skaðvænlegra félagsmálum en róttækar og tvíeggjaðar aðgerð- ir. Raunar hefur hin svonefnda firmakeppni orðið vinsæl hjá Skáksambandsstjórn, og hafa vissir meðlimir stjórnarinnar lagt fram óeigingjamt og mik- ið starf við framkvæmd henn- ar. En svo hefur annað farið henni miður vel úr hendi. Venjulega er auðveldara að gagnrýna aðgerðaleysi en að framkv. hlutina sjálfur. Um það erum við Moggi víst sam- mála. Hitt er engum til góðs, ef menn fara almennt að sætta sig við stöðnun og aðgerðaleysi á þeim forsendum. að e. t. v. verði erfitt að hafa hemii á rás atburðanna hafi þeim einu sinni verið spyrnt í ganginn. Hefði sá hugsunarháttur verið ríkjandi, þá hefði lífið sjálf- sagt ekki enn náð þvi þróunar- stigi, sem það nemur við í dag. Því vil ég taka undir þau orð skákritstjóra Morgunblaðs- ins. að stjórn Skáksambandsins mætti gjarnan sýna af sér meiri röggsemi á' stundum; ■■ ■ Hér kemur svo ein af vinn- ingsskákum Friðriks Ölafssonar frá Olympíuskákmótinu í Búlg- aríu: Hvítt: Friðrik; Svart: Ráisá (Finnland) 1. e4, e5; 3. Rf3, Rc6; 3. Bb5. a6; 4. Ba4, d6; 5. c3, Bd7; (Vam- arkerfi það. sem svartur velur gegn spánska leiknum, er kennt við fyrsta viðurkennda heims- GkBikgt nýár! ÞöJckum viðsJciptin á liðna árinu. HreiSar Jónsson, klæðskeri, Laugavegi 11 G/eðiíegt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Prjónastofan ISunn, Nýju Grund, Seltjarnam. Gkðikgt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Vatnsvirkinn h.f. Gkðikgt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Reykhús SÍS. Gkðilegt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Haukur Björnsson, heilverzl., Pósthússtr. 13. Gkðikgt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Þvottahúsið Ægir, Bárugötu 15 GkðHegt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Ölvir h.f., umboðs- og heildverzl. Miðstræti 12. Friðrik Ólafsson. meistarann í skák. austurríska meistarann Wílhelm Stein'itz.). 6. d4, Rg-e7; 7. Bb3 (Skrýtinn leikur þetta! Þetta ' er þriðii leikur hvíta biskupsins áður en hvítur hefúr fullskipað liði sínu • Slíkt hefði ekki verið talin góð pólitík áður fyrr. en á það má jafnframt líta. að svartur verð- ur nú að eyða leik í að leika h6, því hvítur hótar Rg5.) 7. -----h6; 8. Rb-d2, Rg6; 9. Rc4 (Þarna stendur riddarinn vel og stefnir þó á annan reit enn betri.) 9. — — Bc7; 10. Re3 (betur verður hann varla staðsettur fyrsta kastið.) 10. -----Bg5 (Og þó vill svart- ur vita hann á enn „viðkunnan- legri stað”.) 11. h4! (Ekki hefði verið gott fyrir hvítan að drepa biskupinn á g5. Svartur dræpi þá með n- peðinu og næði spili á h-lín- unni. Svartur má nú helzf hvorki drepa peðið á h4 með Skékþáttur Ritstjóri: Sveinn Kristinsson riddara éða biskupi. Dræpi hann með riddara, kæmi væntan- lega 12. Rxg5, hxg5; 13. g3! o. s. frv. Eða 11.------Bxh4: 12. Rxh4; Rxh4; 13. Dh5, Rg6; 14. Rf5 og svartur er f greipum heljar.) 11.------Bxe3; 12. Bxe3, Bg4: 13. h5. Rf8; 14. Bd5 Df6; 15. Db3, Rd8; 16. dxe5, dxe5; 17. 0—0—0, c6; 18. Bc4, Bxf3; 19. gxf3 (Svartur er þegar miður vel á vegi staddur. og ekki bor- ir hann að opna taflið meir en orðið er með 19. — — Dxf3. Hann reynir að halda bví lok- uðu og skapa riddurum sínum átakspunkta til vamar.) 19. — — b5; 20. Bfl. Rf-e6; 21. Bh3. 0—0; 22. Bf5, Rb7; 23. Bxe6, Dxe6 (Erfiðleikamir sem steðjuðu að svörtum eftir fxe6 yrðu honum óviðráðanleg- ir. Hann kýs því endataflið frernur, þótt ekki sé það glæsi- legt.) 24. Dxe6, fxe6; 25. Hh-gl, Ha-d8 26. Hxd8. Hxd8; 27. Bxh6, Hd7 (Svartur varð fremur að gefa h-peðið en sjöundu reitalínuna. En vömin er vonlaus til lengd- ar.) 28. Be3, Kf7; 29. Hg5, Kf6; 30. f4, exf4; 31. Bxf4, c5; 32. Hg6f, Kf7; 33. Be5 (Nú fellur g-peðið eða e-peðið) 33.-------c4; 34. Hxg7t, Ke8; 35. Hxd7 og nú gafst svartur upp, því h-peðið kostar svartan mann. Friðrik hefur teflt skák- ina af öryggi miklu. Kæliskápnr auka kyn sitt Eitt af því sem gagnrýnendur finna Sovétríkjunum jafnan til foráttu er það, að þau framleiði hvergi nærri nóg af kæliskápum og mublum og öðru þessháttar. Nú er hamingjan varla öll saman komin í einum kæliskáp, en engu að síður skal þýðing þeirra fúslega viðurkennd. Sömu skoðunar eru þeir menn sem stjórna verksmiöju.nni sem myndin er frá; í ár framleiðir hún 50 þús- und kæliskápa og hefur þá framleiðslan aukizt um 20 þúsund á tveim árum. r „Obætanlegt tjón" af stöBwun síldweiíifíútans Vísir birtir í gær viðtal við | Jón L. Þórðarson, einn af með- limum síldarútvegsnefndar, undir ( fyrirsögninni „Geysimikilir markaðir töpuðust", og kemst hann svo að orði: „Við höfum aldrei haft eins rn.ikla möguleika á að selja og kynna Suðurlandssíldina á nýj- um mörkuðum og í haust, svo sem í Englandi, Hollandi, Belgíu og Frakklandi, ef við hefðum getað boðið hana er hún var bezt til söltunar. En verkfallið á síldveiðflotanum kom í veg fyrir að unnt væri að hagnýla þessa dýrmætu möguleika og olli það óbætanlegu tjóni“. Þessi ummæli eru dæmi um ósvífinn áróður stjórnarliðsins, hvort sem þau eru réttilega höfð eftir síldarútvegsnefndarmanmn- um eða heildsalablaðið leggur honum orð í munn. Stöðvun síldveiðiflotans í haust (og í sumar) stafaði ekki af neinu „verkfalli", heldur af verkbanni útgerðarmanna. Þeir sögðu upp ! síldveiðisamningunum til bess að skerða kjörin, en sjómenn voru reiðubúnir til að sætta sig við samningana óbreytta. Ösvífni útgerðarmanna stafaði ekki sízt af því að þeir vissu að ríkis- stjórnin studdi árásir þeirra á kjör sjómanna, eins og sannað- ist með gerðardómslögum Emils Jónssonar og dómnum sem síðan var kveðinn upp samkvæmt þeim. Éftir þá reynslu neyddust sjómenn í haust til að sætta sig við skertan hlut. eftir að útgeröarmenn höfðu stöðvað flotann vikum saman. þar sem þeir vissu að annars yrði of- beldisdómurinn endurtekinn. Það „óbætanlega tjón“ sem Jón L. Þórðarson segir að hlot- izt hafi af stöðvun síldveiðiflot- ans er því allt á ábyrgð út- gerðarmanna og ríkisstjómar- innar. Gleðilegt nýár! ÞöJcJcum vi*r‘Jciptir á liðna árinu. Flöskumiðstöðin Gkðilegt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Lögberg, Holtsgötu 1 ... Gleðilegt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Radíóstofa Suðurlands, Tryggvag. 1, Selfossi. Gleðilegt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Guðmundur Þorsteinsson, gullsmiður Gleðilegt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Bræðurnir Ormsson h.f. Gleðilegt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Guðni Jónsson & Co. Gleðilegt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Afgreiðsla Sameinaða gufuskipafélagsins Gkðikgt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Þvottahúsið Laug h.l. Gleðilegt nýár! ÞöJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Raforka h.f., Vesturgötu 2 Gleðilegt nýár! '■öJcJcum viðsJciptin á liðna árinu. Vélsmiðjan Sirkill, Hringbraut 121 Gleðilegt nýár! >kfcum viðskivt'"> '-o árinu. Verzlunin Regíó h.f., Laugavegi 56

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.