Þjóðviljinn - 03.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.01.1963, Blaðsíða 12
Kveiktu fyrst í hári stúlkunnar, síðan í pilsunum Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn hefur nú í fertug- asta og þriðja sluptið haft áramótahald Iteykvíkinga á sinni könnu Átti fréttamaður Þjóðviljans stutt samtal við Erling og innti hann eftir ára- mótahaldinu áður fyrr. — Það var oft mikiið um að vera, sérstaklega á árun- um milli 1920 og 1930. Þá var ótakmarkaður innflutningur á skotcldum og sprengjum og fengust engar hömlur settar á þann innflutning þrátt fyrir tilraunir lögreglunnar i þá átt og árangurinn var oft sá, að miðbærinn var eitt sprengju- haf, slys voru tíð og spell- virki voru unnin. — Mannstu nokkuð sérstakt atvik frá þessum árum? — 1 fljótu bragði man ég cftir einu. Ung stúlka var á leið á grímudansleik, sem haldinn var á Hótel Borg. Hún var klædd í peysuföt og þegar hún kom á Lækjartorg réðust sprengjuvargar að hcnni og kvoiktu í hári henn- ar. Að því loknu köstuðu þeir að henni annarri sprengju, sem kveikti í pilsum hennar. Annað atvik var það, er kastað var sprengju framaní mann, sem Ieið átti um Lækj- artorg. Hold flagnaði af kinn- beininu og maðurinn var blindur í nokkurn tíma. I báðum þessum tilfellum náði lögreglan I þrjótana. Þrátt fyrir þetta hömlulausa æði, sem oft ríkti hér á gaml- árskvöld varð aldrei dauða- slys. — Hvað ertu búinn að vera Iengi í lögreglunni og hvern- ig hefur þér þótt að kljást við Reykvíkinga? — Ég byrjaði árið 1920, í nóvember og þá sem settur yfirlögregluþjónn, en 1. janú- ar 1921 var ég skipaður í starfið. Mér er óhætt að segja, að þetta sé mjög merkilegt starf. Lögin verður að framkvæma og einhverjir verða að vera til þess. Ég hef átt að fagna ánægjulegri samvinnu við samstarfsmenn mína og hef eignast marga vini í starfinu. Ég hef heldur ekki orðið þess var, að nokkur maður hafi horn í síðu minni, þó að ég hafi orðið að hafa af honum einhver afskipti í nafni lag- anna. — Ert þú þeirrar skoðunar, cins og svo margir, að æskan í dag sé verri en áður? — Ekki er hægt að segja að hún sé á nokkurn hátt verri, en hún býr við mliklu meiri freistingar en áður þekktist. Nú er það t.d. algengt að ung- lingur gangi með fulla vasa fjár áður en þeir geta gert sér grein fyrir gildi peninga Ív;. ÍR.V' og þeirra verðmæta, sem fyr- ir þá fást. — Að Iokum: Hvað um starfið í lögreglunni yfirleitt? — Það hefur eðlilega farið mjög vaxandi, en mér hefur fundizt það ákaflega skemmti- legt, bæði störfin í rannsókn- arlögreglunni, en í henni var ég fyrstu árin, og hin al- mennu störf. Maður hefur fengið mörg merkileg mál að glíma við. Frá árinu 1922 hafði ég það aukastarf á hendi, að þjálfa lögreglumenn í íþróttum og sinnti því til ársins 1949, en þá fékk lögreglan sérstakan fastráðinn þjálfara. — G.O. Eggert Stefánsson Eggert Stef- ansson Um það leyti sem síðasta blað Þjóðviljans á liðnu ári var að fara i prcntun á laugardags- kvöld barst sú frétt að Eggert Stefánsson söngvari og rithöf- undur væri látinn. Eggert hafði dvalizt á sjúkra- húsi í ítalíu í haust, en kom heim af spítalanum fyrir jólin. Mun hann hafa ætlað að koma heim til Islands á þessu ári, m.a. til að ganga frá útgáfu ritgerðarsafns eftir sig. Eggert varð 72 ára. Hann varð bráðkvaddur að heimili í borginni Schio á ítalíu um há- degisbilið sl. laugardag, 29. desember. Smáskærur og virki í miðborginni Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar voru um 100 brenn- ur haldnar í bænum á gamlárs- kvöld með leyfi og undir eftir- liti lögreglunnar. Smáskærur urðu við unglinga í miðborginni, höfðu þeir undir höndum all- mikið magn af smygluðum kín- verjum. 9 voru teknir fastir og reyndist einn þeirra hafa á sér 300 kínverja. 4 rúður voru brotn- ar í óspektum þessum og einn stöðumælir, í nokkra vár troðið kínverjum og þeir skemmdir á þann hátt. Nokkrir unglingar voru tekn- Ljómandi veður og skap um áramótin íslendingar kvöddu gamla ár- ið og fögnuðu nýju í ljómandi góðu veðri — og ljómandi skapi. I-Iátíðahald fór yfirleitt hið bezta fram sem m.a. má sjá af þessum stuttu fréttum: Vcstmannaeyjum í gær. Hér var indælt veður um áramótin, stillt og bjart, en ekki mjög Oskutunnum velt og trillubátur skenundur Á gamKrskvöld söfnuðust ung- lingar saman á Strandgötunni í Hafnarfirði og voru með ærsl mikiL Beindist athygli þeirra einkum að sorptunnum nærliggj- andi húsa og var þeim velt út á götuna og kveikt í innihaldinu. H6pur unglinga fók trillubát traustataki í fjörunni og drógu hana upp á Strandgötuna, lögðu honum þar fyrir umferðina með þeim afleiðingum að tveir bíl- stjór.ar óku á hiann og gkemmdu nokkuð. Lögreglan kveðst hafa beint því til eigenda trillubáta að þeir gætta þeirna á gamiárs- kvöld, en þeirri aðvörun var ekki sinnt, þó slíkf sem þetta hafi komið fyrir áður. Nokkuð var um sprengingar. kalt. Áramótagleði fór öll fram með ró og spekt. Brennur voru á um 40 stöðum. Allmargir síld- arbátar komu inn fyrir gam',- árskvöld með síldarfarm, en sumir það seint, að þeir gátu ekki landað fyrr en í dag. K. G. Akureyri í gær. Veður var með afbrigðum gott hér um áramótin, kyrrt og bjart, en nokkurt frost. Á nýársnótt var dansað á fimm stöðum á Akur- eyri, á Hótel KEA, í Alþýðu- húsinu, Lóni salarkynnum Gefj- unar og auk þess dönsuðu ungi- ingar í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Hátíðahöld fóru vel fram og stórslysalaust. Þ. J. Isafirði í gær. Á nýársnótt var dansað hér á þremur stöðum, í Alþýðuhúsinu, Uppsölum og Templarahúsinu. Fóru skemmt- anir þær vel fram. Nokkrar brennur voru á gamlárskvöld i hlíðinni fyrir ofan bæinn og auk þeirra stór brenna inni í Skutulsfirði, sem bændur þar höfðu viðað til. Ljómandi veður var rtm áramótin, stillt og bjart, en nokkuð frost H. Ö. ir úr umferð, flestir á aldrinum 16—17 ára. Lítil umferð fullorðins fólks var í miðborginni, raunar með langminnsta móti. Stærstu brennumar voru á Klambratúni, við Ægissíðu og í Laugardalnum. 70 manns voru teknir úr um- ferð vegna ölvunar, 38 fóru í kjallarann en hinir voru fluttir heim. Margir leituðu til Slysavarð- stofunnar vegna meiðsla, höfðu dottið og brotnað á hálkunni, eða brennt sig smávegis á flug- eldum. Til marks um annimar á þeim stað má nefna að 53 fengu afgreiðslu á tímabilinu frá kl. 8 á gamlárskvöld til kl. 8 á nýjársdagsmorgun. Fimmtudagur 3. janúar 1963 — 28. árgangur — 1. tölublað. Dauðaslys Vopnafirði a Laugardaginn 29. des- ember varð dauðaslys á Vopnafirði. Agnar Ing- ðlfsson, loftskeytamaður á m.s. Arnarfelli féll í sjóinn milli skips og bryggju og var örendur þegar hann náðist. Amarfellið var að taka salt- síld á Vopnafirði. Um fimm-leyt- ið síðdegis tók það niðri við bryggjuna og var það þá fært lít- ið eitt frá henni; var bilið milli skips og bryggju 3—4 metrar. Var lagður stigi af bryggjunni út á skipið fyrir þá, sem kom- ast þurftu á milli. Agnar hafði verið í landi hjá kunningja sín- um, héraðslækninum á Vopna- firði, og fylgdi læknirinn hon- um fram á bryggjuna. Slysið varð, þegar Agnar var að fara um borð í skipið. Féll hann úr stiganum í sjóinn. Ungur háseti á Amarfellinu, Láms Braun frá Akureyri, varpaði sér til sunds eftir Agnari. Náðist hann upp eftir örstutta stund, 3—4 mínút- ur, og hóf héraðslæknirinn þá þegar lífgunartilraunir. Stóðu þær látlaust í fimm tíma en án árangurs. Frá Vopnafirði hélt Arnarfell- ið til Siglufjarðar. Þar fóru fram sjópróf í málinu á gamlársdag. í þeim kom það fram, að sam- kvæmt réttarkrufningu var ekki um dmknun að ræða. Agnar Ingólfsson var 36 ára gamall, ókvæntur, en foreldrar Ingólfur Kristjánsson tollvörður og Guðrún Jónsdóttir, búa á Siglufirði. Líkið reyndist yera vínflöskar STOKKHÓLMMI 2/1. — Sænska lögreglan gerði í gær mikla leit að tveimur monnum sem gmnað- ir voru um að hafa framið morð. Leigubílstjóri sem ók þeim þótti þeir vera tortryggilegir, en þeir vom með þunga ferðatösku með sér, og þegar hann fann blóð í bíl sínum, gerði hann lögregl- unni aðvart. Blettimir í biln- um reyndust stafa frá manns- blóði og þótti nú flestum sýnt að mennimir hefðu rogazt með lík í töskunni. Annað kom þó á daginn, þegar mennimir gáfu sig fram. Þeir höfðu stolið all- miklum vínföngum og annar skorið sig á hendi, þegar hann stóðst ekki mátið að gæða sér á þýfinu. FJALLSTINDI - SKRAUTLYSTIHLID SIGLUFIRÐI 2/1 — Ró- legt var hér um áramót- in að venju. Hátíðahöld öll fóru vel fram. Mörg undanfiarin áramót hafa skíðafélögin á Siglufirði lýst brún Hvanneyrarskálar með kyndlum og einnig myndað með Fimm herþyrlur skotnar nlur í frá USÁ Yietnam SAIGON 2/1 — Einhvcrjar hörð- ustu orustur stríðsins í Suður- Vietnam geisa nú, ekki alllangt frá höfuðborginni Saligon, önnur 60 km fyrir suðaustan hana, en hin um 100 km fyrir norðaustan. Sagt er að mikið manntjón hafi orðið bæði í sveitum þjóð- frelsishersins og stjómarhersins sem nýtur stuðnings bandarískra herflugvéla. Það er nefnt til marks um hve hart er barizt að yfir vígvellin- um fyrir sunShn Saigon hefur þjóðfrelsisherinn skotið niður fimm bandarískar herþyrlur sem voru að flytja stjórnarhernum liðsauka, vistir og skotfæri. Þær bandarísku þyrlur sem komust óskaddaðar til Saigon fluttu með sér fjölda særðra manna. 500 manna fallhlífalið hefur verið sent til vígvallarins stjómar- hernum til aðstoðar. kyndlum ártal hins nýja árs. Að þessu sinni var sú nýbreytni viðhöfð, að skálin var í fyrsta sinn raflýst. Meðlimir skíðafé- laganna hafa lagt í þetta all- mikla vinnu og kostnað, en full- víst er að llir bæjarbúar myndn sakria þess að sjá ekki kyndlana og ártalið í Hvanneyrarskál. Um sex-Ieytið á gamlárskvöld var kveikt í lítilli brennu upp á tindi Hólshymu Oig þaðan var einnig skotið nokkrum svifblys- um og flugeldum, Voru þar einn- ig meðlimir skíðafélaganna að verki. Hafa þeir lagt á sig ómælt erfiði til að gleðja augu Sigl- firðinga á gamlárskvöld. H.B. Þrottur sækir un lóð við | NJervtsund i Á fundi borgarráðs 28. des ember sl. var lagt fram bref frá Knattspyrnufélaginu Þrótri þar sem félagið sækir um svæði fyrir æfingavelli og félagsheim- ili við Njörvasund. Umsókninni var vísað til umsagnar íþrótta-1 ráðs og borgarverkfræðings. Jólavaka sósíafísta Kvenfélag sósíalista efnir til jólavöku annað kvöld kl. 8.30 að Tjarnargötu 20. Til skemmtunar á jóla- vökunni verður félagsvist ">g verða veitt góð verð- 'aun. Þá les Ásta Sigurðar- ’óttir rithöfundur upjj og '■nnig verður söngur. Loks erður drukkið jólakaffi. Félagslconur cru áminntae á að mæta vel og eru gest- l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.