Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 2
2 SÍDA ÞJÓÐVILJINN Fösfcudagur 4. janúar 1S63 I I Aðfararnótt gamlársdags steig ferfættnr farþegi úr Loftleiðaflugvél á Reykjavik- urflugvelli og hélt þaðan til Hafnarfjarðar, þar scm hann býr nú í litlu húsi og hefur eldhús hinum megin við göt- una. Þessi nýi Hafnfirðingur er blóðhundur að nafni „Sailor", en vegna laganna um ríkis- borgararétt (?) hlaut hann nafnið „Nonni“ við komuna. Aðsetur hans verður sem fyrr segir í Hafnarfirði undir um- sjá Hjálparsveitar skáta þar. Starfssvið Nonna verður leit að týndu fólki, flugvélum og öðru tilfallandi. Hann er þrælþjálfaður, hefur m.a. staðið sig vel í að elta uppi strokufanga úr ríkisfangels- Idaho í Bandaríkjunum. inu Jófvarður Jökuíi Júlíusson skrifar um flóttann úr sveitunum og fjármagnsflutning Hinn ferfætti heiðursborgari (Ljósm. Þjóðv. G, Nýr sporhundur kontinn til Hafnarfjarðar Hann er þriggja ára, fæddur og uppalinn á vesturströnd Bandaríkjanna, í fylkinu Washington, þar sem hann hefur hlotið þjálfun sína. Hundurinn er fenginn hing- að fyrir forgöngu Hjálpar- sveitar skáta í Hafnarfirði og með milligöngu borgaryfir- valdanna í Reykjavík og Flugbjörgunarsveitarinnar. Nonni er mikið átvagl. Étur að sögn 2‘A kíló af kjöti á dag. Loftur Bjarnason útgerð- armaður mun sjá skátunum fyrir eins miklu hvalkjöti og hundurinn getur torgað. Reykjavíkurborg og fleiri að- ilar veittu fé til kaupanna á skepnunni og Loftleiðir gáfu farið undir hann heim. Þó tegundarheiti Nonna sé „blóðhundur", getur ekki meinlausari skepnu, enda eru blóðhundar allra hunda gæf- astir. Flogið verður með Nonna hvert á land sem er, þegar þörf gerist. Vonir standa til að hann verði að ómetanlegu gagni, ef fólk eða flugvélar týnast eins og oft vill verða. Ef fólk þarf á aðstoð hans að halda er hægt að snúa sér til Iögreglunnar í Reykjavík eða Hafnarfirði og einnig til Flug- björgunarsveitarinnar. Nonna hefur verið komið fyrir í þokkalcgum hunda- kofa uppi við Jófríðarstaði fyrir ofan Hafnarfjörð og er hann þar innan tvöfaldrar girðingar, mann- og hund- heldrar. Hann hefur sitt einkacldhús hinu megin göt- unnar, en ku ekki elda ofan í sig sjálfur. Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði var formlega stofnuð ár- ið 1951 eftir Geysisslysið á Vatnajökli og núverandi for- maður hennar er Marinó Jó- hannsson flugumsjónarmaður. — G.O. SILDARSKYRSLAN Akraborg EA 7050 Anna SI 8512 Ámi Geir KE 10823 Ásgeir RE 7034 Auðunn GK 10683 Bergvík KE 8957 Bjöm Jónsson RE 7562 Eldborg GK 9971 Fákur GK 5175 Freyja GK 5661 Gísli lóðs GK 6048 Gjafar VE 8698 Guðfinnur KE 7420 Guðm Þórðarson RE 10080 Gullfaxi NK 5689 Gunnólfur ÓF 5119 Hafrún ÍS 14359 Hafþór RE 6983 Balldór Jónsson SH 13048 Baraldur AK Héðinn ÞH Helga RE Helgi Flóventsson ÞH Hilmir KE Hrafn Sveinbjarnars. GK Hrafn Sveinbj. II. GK Höfrungur AK Höfrungur II AK Ingiber Ólafsson GK Jón Finnsson GK Jón Guðmundsson KE Jón Jónsson SH Jón Oddsson GK Keilir AK Mánatindur SU Manni KE Náttfari ÞH Ólafur Magnússon EA 16297 6205 9287 9189 10751 7434 7091 6355 7313 9300 7658 7497 5104 8240 8515 5019 5715 13115 9010 Pétur Sigurðsson RE 9666 Reynir VE 6562 Runólfur SH 5197 Seley SU 5258 Si'gfús Bergmann GK 7642 Sigrún AK 7737 Sigurður AK 7203 Sigurður Bjamason EA 7536 Skarðsvik SH 7603 Skímir AK 11381 Sólrún ÍS 9852 Stapafell SH 6276 Steingrímur trölli KE 7258 Steinunn SH 5083 Sveinn Guðmundsson AK 6818 Sæfari AK 5838 Sæfari BA 5513 Valafel] SH 6247 Víðir II GK 16365 Vonin KE 10782 Þorbjörn GK 10799 Þórkatla GK 8810 Rúmt ár er liðið síðan rösk- lcikabóndi, fróður og víðförull, béraðsleiðtogi sjálfstæðismanna, lét orð falla í ræðu á opinber- itm mannfundi á þcssa leið: Það er mikið talað um fólksflóttann frá Austur-Þýzkalandi. Þó aldrei nema frásagnir af honum séu sannar er hann hreinasta sma- ræði hjá flóttanum úr sveitun- um hér á landi. Mér hafa orðið þessi orð ær- ið hugstaéð. Stundum hefi ég viljað draga réttmæti þeirra j' efa, miðað við þann röskleika, sem var í fréttaflutningi af ílóttanum þar ytra. Á sveitunum að blæða út? Svo kom að því að Alþýðu- blaðið flutti þá frétt, að Grunn- víkingar hefðu yfirgefið sveit sína og flutt á burt í haust, allir samtímis, sem þá voru þar enn. Hefur líklega ekki hvarflað að neinum nema mér, að nötur- lc-ga héldu þeir Grunnvíkingar upp á 20 ára þingmennskuferil góðkunningja míns, Sigurðar B.iarnasonar. Tíminn færði út kvíamar og birti skýrslu fréttaritara síns á Isafirði um það, að nú, á ’pví herrans ári 1962, hefði átjánda hver bújörð í Isafjarðar- og Barðastrandasýslum farið í eyði. Þar var komið á kunnugar slóð- ir og ég fór að glöggva mig á þeirri mynd, sem blasir við hér í Austur-Barðastrandasýslu. 50 manns á 6 árum---------------- í Flateyjarhreppi eru fjórar eyjar byggðar, en þrjár i eyði. ! Múlasveit eru átta jarðir byggðar, en a.m.k. sjö í eyði. I Gufunessveit eru tólf jarðir byggðar, en níu í eyði. Því er ekki að leyna, að sumar eyði- jarðimar í þessum iandhrepp- um em það landlitlar til rækt- unar, að þær henta lítt til nú- tíma búskapar, en aðrar vildis- jarðir á marga grein. Hér í Reykhólahreppi eru 35 býli byggð, auk smábúa á Reyk- hólum. Eru það fleiri bú, eða vart færri en verið hefur um aldir, því 30 býli vom í hreppn- um fyrr meir. En fjórar jarðir em í eyði í vetur, allt nothæf- Játvarður Jökull ar og raunar farsælar bújarðir að fomu og nýju. Aðeins Geiradalshreppur er ó- sigraður og allar bújarðir byggð- og milljón a ari Framboð og eftirspurn Benedikfc Gröndal hefur um nokkur undanfarin ára- mót íklæðzt spákonugervi og prentað vitranir sfnar í Al- þýðublaðinu. Þykja spádómar hans ganga miðlungi vel eftir, og nú síðast var hann mjög varkár Þannig gerði hann það að einum helzta spádómi sínum að átök yrðu milli stjómmálaflokkanna í Alþing- ískosningunum næsta sumar, og hafa lesendum naumast komið þau vísdómsorð mjög á óvart. En í þeim kafla spá- dómsins er einnig að finna þessa athyglisverðu setningu: „Hörð barátta verður um Al- þýðuflokksmenn í Reyk.iavík. á Vesturlandi og Vestfjörð- um.“ Þama hefur spákonan að sjálfsögðu í huga lögmálið um framboð og eftirspurn sem veldur því að alltaf er barizt harðast um þá vöru sem tor- gætust er. Myndir og veruleiki Morgunblaðið skýrir í gær frá viðtali sem norska blað- ið „Orientering" hefur átt við Hannibal Valdimarsson, for- seta Alþýðusambands íslands. Viðtalið skráði norsk stúlka sem tók þátt í hátíðahöldun- unum 1. desember sem full- trúi stúdentasamtaka í heima- landi sínu. Er Morgunblaðið hneykslað ofan í tær yfir því að þessi norska stúlka skyldi leyfa sér að ræða við forseta Alþýðusambandsins; hún hef- ur auðsjáanlega átt að láta sér nægja að skýra frá mál- flutningi Geirs Ilallgrimsson- ar. þótt Morgunblaðið megi raunar þakka fyrir að sem minnstar spurnir fari af þeirri ræðu utan landsteinanna. Samkvæmt dæmum þeim sem Morgunblaðið tekur virðist vlðtalið við Hannibal vera prýðilega samið og fjalla um ýms meginatriði í íslenzkum þjóðmálum. En það sem hneykslar Morgunblaðið sérstaklega er það að með viðtalinu er birt mynd af braggahverfi i Reykjavík. „mynd af auðu svæði. tekin um hávetur, en til hliðar og í baksýn eru gamlir braggar frá striðsár- unum. Norðmenn sem sjá þessa „táknrænu” mynd af höfuðborg okkar gætu hald- ið. að hún væri tekin í Lo.ng- yearbyen á Spitzbergen“. Það er sem betur fer rétt hjá Morgunblaðinu að braggarn- ir gefa ekki rétta mynd af byggingarlagi í Reykjavík um þessar mundir. Engu að síð- ur vekur það mesta furðu er- lendra ferðamanna sem hing- að koma að enn skuli fólk neyðast til að búa í þessum óyndislegu vistarverum. Norð- menn eru svo vel að sér um fsland að þeim þykir það ekki tíðindum sæta þótt fólk búi hér yfirleitt í sómasam- legum húsum eins og annar- staðar á Norðurlöndum; hitt þykja fréttir til næsta lands að enn skuli bráðabirgða- tunnur brezkra dáta frá síð- asta striði notaðar sem heim- ili handa bamafjölskyldum. Úr þessu ástandi verður ekki bætt með því að leggja bann við því að taka myndir af bröggum íhaldsins, eins og Morgunblaðinu virðist efst 5 huga; eina ráðið er að upp- ræta braggana sjálfa. Það verkefni ætti að vera þeim mun nærtækara sem stjórn- arherrarnir hafa lýst því af fjálgleik um þessi áramót að þeir ráði yfir þvílíkum fúlg- um af gjaldeyri9sjóðum og sparifé að þeir viti naumast hvað þeir eigi að gera við auðæfin. Hvemig væri að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins heitstrengdu nú, að um næstu áramót gæti enginn útlend- ingur villzt á Longyearbyen á Spitzbergen og einu höfuð- borginni á Norðurlöndum sem íhaldsmenn stjóma? Anstrl. Þessi upptalning segir minnst af þeim afdrifaríku staðreyndum. sem orðið hafa til og eru að ske alltaf og alls staðar. Sið- astliðin sex ár hafa átta fjöl- skyldur bænda og búsarfafólks flutt úr hreppnum og í kaup- stað, auk fjölda einstaklinga. Til þessara fjölskyldna töldust, beg- ar þær fluttu, nær 30 börn, lang- fiest yfir fermingu og mörg ai- veg uppkomin. Á sama tíma hefur fólk sem héðan flutti, byggt hús eða keypt íbúðir í Kópavogi og Keykjavík ekki færri en 10 talsins og lagt í þetta eigur sin- ar, verð fyrir bústofn, jarðir, hús og aðrar eignir. Ekki er auð- hlaupið að áætla hve mikið fjár- n’agn hefur verið flutt þannig, en það nálgast ábyggilega 1 milljón á ári að meðaltali. En þessi sömu sex ár hefur aðeins verið byggt eitt íbúðar- hús á ári að meðaltali í hreppn- um sjálfum. — ★ — Við að virða þessar myndir fyrir sér fer maður að sannfær- ast um réttmæti orða sjálfstæð- ismannsins, sem til var vitnað : upphafi, en sér um leið, hví- líkt óhemju lífsmagn og fjár- magnsmyndun er í sveitunum. Guðjón S. Sigurðsson má herða róðurinn til að fækka bændum um helming. (Morgunblaðið má birta fréttagrein þessa). JJJ sm Kosningin í Sjémannafélsginu Sigurður Markússon 1. stýrlmaður á strandferðaskipinu Heklu og yfirmaður hjá Ríkisskip um margra ára skeið kaus nýlega í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Kosið er daglega írl kl. ' 1Ó—12 og kl. 13—18. Sjómenn, herðið róðurinn gegn landhemum og gerðardómsmönnun- um. Listi starfandi sjómanna er B-listinn. Sniðskóli Bergljótar Ólafsdóttur Laugarnesveg 62 ® Sniðkennsla — Sniðteikningar — Máltaka — • Mátanir. • Flokkur fyrir byrjendur. • Flokkur fyrir sveina í kjólasaum og þær sem • hafa fengið undirstöðu í að sníða. • Saumanámskeið. • Kennsla hefst 7. — 10. þ.m. • Innritun stendur yfir. — Sími 34730. Balletskélinn Laugavegi 31 íA/í Kennsla hefst á ný mánudaginn 7. janúar. Reykjavík Bamaflokkar fyrir og eftir hádegi. Dag og kvöldtímar fyrir konur. Hafnarfjörður Kenndur verður á vegum skólans ballett fyrir börn í Sjálfstseðishúsinu í Hafn- arfirði. Upplýsingar og ir.nritun fyrir nýja nemendur í síma 24934 daglega kl. 3—6. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.