Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 3
Föstad-agMr 4. 'íanúar J9C3 SÍÐA 3 ÞJÓ®>V1LJINN Enn geisar harður bardagi í Vietnam SAIGON 3/1 — Enn geisar harður bardagi milli sveita i úr þjóðfrelsisher Suður-Vietnam og stjórnarhersins á slétt- unni skammt fyrir sunnan höfuðborgina, Saigon, en þar var fimm bandarískum herþyrlum grandað í gær. Tshombe missir tökin á Katanga Hersveitir SÞ tóku Jadotville í gær LEOPOLDVILLE 3/1 — Það hallar nú mjög undan fæti fyrir Tshombe, „forseta" Katangafylkis í Kongó. Her- sveitir úr gæzluliði SÞ tóku í gær hinn mikilvæga námu- bæ og samgöngumiðstöð Jadotville á sitt vald, en Tshombe er talinn hafa flúið norðvestur á bóginn til Kolwezi ásamt leifunum af herliði sínu. Svo tókst til í dag þegar stór- skotalið stjómarhersins, sem for- ingjar úr bandaríska hernum stjóma, ætlaði að hefja skot- hríð á þorp eitt á sléttunni, að skotin geiguðu langt frá marki og hæfðu í þess stað hrísgrjóna- ekrur þar sem menn úr sjálf- um stjórnarhemum lágu í leyni, undir það búnir að leggja til atlögu við skæruliða í þorpinu að stórskotahríðinni lokinni. Varð nokkurt mannfall í lið- inu. Bardagar hófust á þessum slóðum á miðvikudag, þegar PARÍS 3/1 — De Gaullc Frakk- landsforseti hefur enn einu sinni gefið Bandaríkjastjórn tii kynna, að hann sé ekkert upp á hana kominn, en muni fara sínu fram. Alphand, sendiherra Frakka i Washington, afhenti í gær svar de Gaulle við tilboði Banda- ríkjastjómar um að láta Frökk- um í té Polaris-flugskeyti með sömu kjörum og Macmillan, for- sætisráðherra Bretlands, féllst á að taka við þeim á fundi hans og Kennedys í Nassau fyrir jól. Svar de Gaulle hefur ekki ver- ið birt, en hann mun hvorki hafa tekið þessu boði, né hafn- að því algerlega. Hins vegar mun hann hafa tilkynnt Kenne- dv forseta að Frakkar séu stað- ráðnir í að koma sér upp sínum eigin kjarnavopnabúnaði, sem þeir geti einir ráðið yfir. Upp- lýsingamálaráðherra de Gaulle, Peyrefitte, ítrekaði þetta við blaðamenn í dag og sagði að franska stjómin teldi ekki neina ástæðu til að taka afstöðu til Polaris-tilboðsins á næstunni. De Gaulle treystir á að Frakk- ar geti með aðstoð Vestur- Þjóðverja komið sér upp bæði kjamavopnum og eldflaugum. Messmer landvarnaráðherra NJosnaákæra var vísað frá RÓM 3/1 — Búlgarskur herflug- maður, Mitusj Solakoff, sem set- ið hefur í fangelsi í Bari á Ítalíu í nærri því heilt ár, var látinn laus í dag, eftir að undirréttur hafði komizt að þeirri niðurstöðu að enginn fótur væri fyrir ákær- unni um að hann hefði verið í njósnaferð þegar flugvél hans hrapaði nálægt flugskeytastöð á Suður-Ítalíu. sveitir úr stjómarhernum sóttu úr suðri að þjóðfrelsishemum. Fallhlífalið var einnig sent á vettvang og bandariskar her- þyrlur fluttu bæði lið og skot- færi. Áköf skothríð var gerð að þyrlunum og var fimm þeirra grandað. eins og áður er sagt. A.m.k. þrír bandarískir hermenn létu lífið Mannfall er sagt mikið í liði beggja miðað við það sem tíðk- ast i viðureignum þeirra og hef- ur stjórnarherinn viðurkennt að hafa misst 50—100 menn. skýrði frá því á þriggja klukku- stunda löngum fundi frönsku stjómarinnar í dag, þar sem fjallað var um Polaris-tilboðið, að tilraun með nýja franska eld- flaug í Sahara fyrir tíu dögum hefði tekizt vel. Bandaríkjamenn hafa ekki farið dult með að þeir eru orðnir beinn stríðsaðili í Suður-Vietnam. Þeir láta stjórn Ngo Dinh Diem ekki aðeins í té hergögn, heldur líka hermenn og skipta bandarískir hermenn í land- inu nú þúsundum. Ein veigamestu hergögn sem Bandaríkjamenn segjast hafa látið Diem í té eru einmitt herþyrlur af gerð- inni HU-IA, eins og sú sem sést hér á myndinni. cn þjóðfrelsishemum- tókst með frumstæðum vopna- búnaði sínum að granda fimm þeirra í fyrradag. T rúarefstækis- fólk í Moskvu MOSKVU 3/1 — 32 mann,a hóp- ur sértrúarfólks, mest konur og börn þeirra. ruddust í dag jnn í bandaríska sendiráðið hér og bað um að því yrði komið úr landi, þar sem það væri ofsótt vegna trúar sinnar. Starfsmenn sendiráðsins létu sovézka utan- ríkisráðuneytið vita og komu fulltrúar þess að sækja fólkið. WASHINGTON 3/1 — Banda- ríska sjónvarpstunglið Telstar sem hefur ekkert lífsmark gefið frá sér síðan fyrir jól tók allt í einu í dag að senda frá sér merki öllum að óvörum. Radíó- kerfi tunglsins hafði bilað vegna geislunar sem það hafði orðið fyrir úti í geimnum. Tilraunir sem gerðar voru i dag til að end- urvarpa boðum um Telstar tók- ust ágætlega. Jadotville er þriðji meiriháttar bærinn í Katanga sem gæzluliðið tekur á vald sitt síðan það hóf aðgerðir sínar á föstudaginn. Það ræður nú yfir höfuðborginni El- isabethville og bæjunum Kipushi og Kamina og hefur þannig all- ar helztu samgönguæðar landsins í sínum höndum og getur ein- beitt sér að töku Kolwezi, sem Tshombe hefur hótað að verja til síðasta manns. Skemmdarverk í Jadotville Fréttir bárust um það frá Salisbury í Ródesíu, að starfs- menn auðfélagsins Union Mini- ere hefðu eyðilagt hin miklu iðjuver í Jadotville, áður en her- menn SÞ tóku bæinn. Auðfélag- ið ber þessa fregn til baka og segir að vinna hafi stöðvazt við iðjuverin í bænum vegna þess að hermenn Tshombes hafi eyði- lagt raforkuver og rafleiðslur. 1 Jadotville eru framleiddar ár- lega um 100.000 lestir af kopar og rúmlega 6.000 lestir af kób- alti. Undir stjórn málaliða Indverski herforinginn Regin- ald Norhona sem stjómar sókn SÞ-hersins til Jadotville segir að hann hafi átt í höggi við 2—3.000 manna her Tshombes sem sé Almennt herítboð í Saudi-Arabíu KAÍRÓ 3/1 — Egypzka útvarp- ið skýrir frá því að Feisal prins, forsætisráðherra Saudi-Arabíu, hafi kunngert almennt herútboð í landinu vegna yfirvofandi hættu á innrás í landið. undir stjórn rúmlega 100 mála- liða af evrópskum ættum. Sænslýr hermenn taka þátt í aðgerðunum í Katanga auk Ind- verjanna og náðu þeir á sitt vald í morgun rafstöð og komu í veg fyrir að hún yrði eyðilögð. Lítið varð um vamir Enda þótt Tshombe hefði lýst yfir að barizt myndi verða um hvert fótmál í Jadotville, varð lítið um vamir af hálfu manna hans, heldur flýðu þeir flestir hver sem betur gat þegar hinir indversku hermenn nálguðust bæinn í dögun í morgun. All- margir Tshombe-liða voru hand- teknir og talsmaður SÞ sagði að þeir kynnu að verða leiddir fyrir herrétt sambandsstjómarinnar í Leopoldville, sakaðir um land- ráð. Brezka stjómin skelkuð 1 frétt frá London segir að brezka stjómin beiti sér nú af alefli fyrir því að Tshombe snúi aftur til Leopoldville og mun hún leggja fast að ráðamönnum í Ródesíu að fá hann til þess. Hún gerir sér auðsjáanlega von- ir um að enn muni takast að ná málamiðlunarsamkomulagi milli SÞ og Tshombes svo að hags- munum hins alþjóðlega auðfé- lags Union Miniere væri borgið. Það er haft eftir brezkum tals- mönnum að ef hægt verði að fá Tshombe til að snúa aftur til Elisabethville gegn því að hon- um verði heitið fullum griðum, muni hægt að koma í veg fyrir skæruhemað í Katanga og leysa allt Katanga-málið á friðsam- legan hátt. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS 1 Vinningar ársins 1963: viimingur á 1.000.000 kr kr. 1 — - 500.000 — 500.000 — u — - 200.000 — .. 2.200.000 — 12 — - 100.000 — — 401 — 10.000 — — 1.606 — 5.000 — .. 8.030.000 — 12.940 — - 1.000 — .. 12.940.000 — Aukavinningar: 2 vinningar á 50.000 kr. 26 — - 10.000 — 15.000 100.000 — 260.000 — 30.240.000 kr. ★ Happdrætti Háskólans greiðir 70% af veltunni í vinninga, en það er miklu hærra vinnings- hlutfall en nokkurt annað happdrætti greiðir hérlendis. ★ Góðfúslega veitið athygli hinum mikla fjölda 10.000 og 5.000 króna vinninga. ★ Happdrætti Háskólans hefur einkarétt á pen- ingahappdrætti hér á landi. ★ Af vinningum í happdrættinu þarf hvorki að greiða tekjuskatt né tekjuútsvar. Géðfúslega endurnýjið sem fyrst tif að forðast biðraðir seinistu dagana. Happdrætti Háskóla íslands De Gaulle setur sig á háan hest Hafnar hvorki né fellst á boð USA Varla er Moise Tshombe „forseti“ Katanga nú jafn gleiður og hann er hér á myndinni (t.h.). Með honum er yfirmaður SÞ í Katanga, Ghanamaðurinn Robert Gardiner.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.