Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 5
1 Föstudagur 4. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN Karólína Líba Einarsdóttir frá Miðdal Hún vár fædd í Miðdal 25. maí 1912 og var skírð Karólína, én mun hafa verið nefnd Líba í aésku, a, m. k. tók hún tryggð við það nafn og vildi ekki láta kalla sig annað. Tvítug að aldri lauk hún prófi frá héraðsskól- anum á Laugarvatni, giftist 1935 Guðmundi Gíslasyni lækni og gerðist húsmóðir, tók gagn- fraéðapróf utanskóla 1940 og stúdentspróf 1943, einpig utan- skóla. Þá innritaðist hún í is- lenzk fræði í Háskóla Islands og var ein af okkur fjórum sém lukum kandídatsprófi í is lénzkum fræðum vorið 1950, fyrsta konan sem lauk slíku prófi við Háskóla íslands. Þau Guðmundur eignuðust þrjú börn, tvær dætur, Aðal- björgu Eddu og Hlédísi, áður én hún lauk stúdentsprófi, og éinn son, Hall, á háskólaárum hénnar. Samtímis sinnti Líba að sjálfsögðu húsmóðurstörfum sínum, stundum með aðkeyptri hjálp, stundum ekki. Á heimii- inu var alla tíð gestkvæmr. Margir sveitamenn munu hafa notið þar góðrar gestrisni hjón- anna beggja, ekki sízt í sam- bandi við störf húsbóndans í rannsóknarstöðinni á Keldum. og vinahópurinn í Reykjavik var einnig stór. Það lætur þ-'d að líkum að næði til náms og lestrar var ekki alltaf mikið. Þá hafði húsmóðirin hið mesta yndi af hestum og logaði af áhuga, þegar talið barst að hinni ’ göfugu fþrótt, hesta- mennskunni. Störf bóndans voru á öðrum sviðum, en bæði virtu áhuga- mál hvors annars vel, og það sagði Líba að ekki hefði hún reynt að brjótast gegnum skólanárri sitt, ef ekki hefði komið til stuðningur og hvatn- ing bóndans. Henni var ekki nauðsyn vegna atvinnumögu- leika að ljúka prófum, en henni var metnaðarmál að sýna að það gæti hún, þótt hún væri húsmóðir. Og henni þótti virð- ing að vera fyrsta konan sem lauk kandídats- eða meistara- prófi í íslenzkum fræðum, og á því sviði varð hún konuin til sóma. Síðan hafa fimm kon- ur lokið slíku prófi. Segja má að störf hennar hæfust áður en prófinu lauk. Hún fékkst um tíma allmikið við prófarkalestur og mun raun- ar hafa annazt að drjúgum hluta um textann sjálfan að þvi leyti í Islendingasagnaút- gáfu mágs síns, Guðna Jóns-<S> sonar prófessors, og vann það með sinni venjulegu ódrepandi seiglu og þeirri samvizkusemi sem hún lagði í öll sín störf. Höfuðskörungum íslenzkra bók- mennta var hún mörgum vel kunnug, áður en hún lauk stúdentsprófi. Aðaláhugamál hennar voru bókmenntir, og meginritgerð hennar til kandídatsprófs nefnd- ist: „Áhrif frá kveðskap Jóns Þorlákssonar á kveðskap Jón- asar Hallgrímssonar”. Síðar skrifaði hún greinina „Kven- og lagarlíkingar í ljóðum Ein- ars Benediktssonar” í afmælis- rit til Sigurðar Nordals 1951. Um þær mundir sem sú grein varð til, kynnti hún sér nokkuð stílfræði, enda er það ein af . fáum ritsmíðum íslenzkum, þar í sem tekið er stílfræðingstökum 1 á efninu. Líba harmaði léleg- an hlut þeirrar fræðisreinar meðal Islendinga. bví að hér héfur hún leot milJi gangna. málfræðingar t.aiið hana vera bókmenntafræði oa bókmennta- fræðingar mátfræði. 1 Lestrarfélagi kvenna vann hún um skéið og fékkst þar m. a. við íslenzkun orða ásamt frú Laufeyju heitinni Vilhiálms- dóttur. Var bar hatdið áfram starfi sem Guðmundur hoitinn Finnbogason hafði fyrir löngu hafið með konu s’nni og fleir- um og laut að nývrðasmíði o;’ íslenzkun orða um búsáhöJd o« héimilistæki ýmiss lconar. — Þá vann hún nokkuð að skrán- ingu tímarits- og blaðagreina í Landsbókasafni. Á síðari árum tók Líba tii við starf sem árangur af mun sjást, þótt síðar verði. Hún hafði sett sér það mark að bjarga frá glötun vitneskju um íslenzka hestamennsku, sem nú er að hverfa. í því skyni ferð- aðist hún um mikinn hluia landsins, Suðurland, Vesturland og Norðurland, safnaði orðuin, talsháttum og frásögnum af ýmsum siðum og háttum manna í sambandi við hestamennsku. og mun hún hafa aflað mikils efnis. Þessar ferðir fór hún ríðandi, vissi sem var að með því móti kynntist hún bezt hestamönnum og náði beztum árangri. Ætlun hennar var að vinna svo úr þessu efni, en 1? 1 þess gafst henni ekki tækifæri nema að litlu leyti. Auk þess átti hún eftir að fara um heila landshluta, og mun m. a. hafa haft í huga að ferðast um Aust- urland síðastliðið sumar, en þá tók banameinið í taumana. Það leiddi af sjálfu sér að manneskja með jafnfjölbreytt áhugamál og Líba hafði, fylgd- ist einnig með framvindu mála í þjóðfélaginu. Þar lagði hún sinn eigin dóm á og hafði á- kveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en engin afskipti vildi hún af opinberum málum hafa, nema hún sagðist ekki geta neitað, þegar hún taldi at- beina sinn geta komið að gagni fyrir friðarhugsjón mannkyns- Líba er horfin, löngu fyrir aldur fram. Vissu allir kunr,- ugir síðustu árin að hverju stefndi. Síðustu löngu hesta- ferðina fór hún þjökuð af sjúk- dóminum. 1 hópi dejldarfélaga sinna sat hún í glaðværum fagnaði þegar sjúkdómurinn lét undan síga um sinn, en hafði þó sett á hana mark sitt. Ekki tókst honum samt að deyía smitandi glaðværð hennar fyrr en líkaminn gafst alveg upp nú um jólin. — Kunnleikar hófust milli heimila okkar þeg- ar leið að lokaprófinu 1950, og það var ekki sízt smáfólkið og smælingjarnir sem hún laðaði til sín. Hún skildi betur en aðrir þörf barnssálarinnar að komast í samband við lifandi verur og gerði sitt til að glæða þá þrá. Hennar sakna þeir sem kynntust henni. En þeir geta ekki annað gert en minnzt hennar með hlýju og þakklæti og vottað hennar nánustu, manni, börnum og dóttursynin- um unga, þögula samúð. Árni Böðvarsson Við leggjum upp á dagheiði ævinnar, þreytum gönguna eftir vörðum og vegsteinum. Ein- stöku sinnum verður okkur iir- ið til hliðar og sjáum þá allt í einu, að einum er orðið færra í hópnum. Við skimum og gá- um, stöldrum við, en loks verð- ur grunurinn að vissu, einn förunautur okkar hefur lokið sinni dagleið — og ég sem ein- mitt hafði ætlað að drýgja mér vökuna með návist hans er við kæmum í náttstað. Mér varð þungt undir fæli er sú vissa skarst í gegnum hinn háværa gný daganna að hún Líba væri ekki lengur með í förinni, og er ég nú staldra við undir vörðubroti minninganna finnst mér sem ærið hljóð verði leiðin í nætur. stað. Margs má minnast, margt rifja upp fyrir sér. Ágæti ferða- félagans, trúleik hans og traust. óttalausa samfylgd og æðru- lausa jafnt um urðarheiði dag- anna sem lautir og lyngbrekk- ur. Hið sannasta verður þó æ- tíð hið ósagða, þetta sem geym- ist í hjartanu eins og ævintýri. sem maður heyrði í bernsku. Hún Líba var fædd í Mið- dal. — Ég kallaði hana stund- um — Heiðastúlkuna —. Sú heiði. sem hún lýsti fyrir mér var öðru vísi en allar aðr- ar heiðar. Það var einhver töfraheiði, þó sönn og lifandi. það var heiðin hennar. Þegar maður kynntist henni Líbu þá skildi maður allt í einu hvem- ig umhverfi æskunnar getur gefið barni sínu ilm úr grasi, dögg af víði, lognþoku um lau4.- ir og merlandi morgunsólskin með hreiðurfugl í hesthúsveggn- um, — ofið þetta allt á sálar- strengi bernskunnar unz harpa heiðarinnar ómaði í hjarta hennar. — Þeir rykféllu ekki strengirnir þeir. Hún fæddist í heiðinni. — Við barnsaugum hennar hlóu tjarnir, við eyru hjöluðu lækir og lindin í brekkunni hvíslaði að sál hennar dularfullum leyndarmálum. Silungurinn í læknum þekkti fótatak hennar á bakkanum, folaldið var vin- ur hennar, fuglinn félagi. Blámi víðáttunnar hin óend- anlega margbreytni heiðarinnar frá vori til vetrar, frá útmán- uðum til sumarmála, allt ófst þetta í sál hennar og varð henni sá verndarálfur er hvisl- aði að henni gömlum ævintýr- um þegar hávaði borgarinnar rændi svefni af augum. Henni gleymdist aldrei heið- in. Á hverjum vordegi hló henni sumarið í augum og þráin eft- ir kyrrð hinna hljóðu nátta í faðmi heiðarinnar. Það var gott að koma á Vif- ilsgötu 10, líkt og hverfa úr ryki dægranna inn í bláheiði íslenzkra vomátta þar sem ljóð og saga, furður og ævintýri óm- uðu af bókum og blaði eða leyndust í þögninni. Gott að koma að Bólstað í morgunsárið og fá kaffisopa, ,— gott að finna þessa elskulegu hlýju er gerir hverja samveru- stund of stutta. Hún var mikil i öllu, — trú þeirri heiði er ól hana unga, ætíð vorhlý og vígsnörp. Flest var henni fært. Bók var henni töm, íslenzkt mál lék henni á vörum, stakan leiftr- aði létt og fleyg, — glöð með góðum og gætin um orðin og ylin þeim er þess þurftu. Atvik — orð -— einstakar myndir —. Trúust er mér sú. er ég vissi þig leggja til fjalla á fákum þínum, — framundan heiðin. frelsið og fjöllin. — Tjald, ilm- ur af döggvotu grasi, niður í læk. Þú fæddist í heiðinni og uú heimtir heiðin barnið sitt aftur að barmi sínum. Þú lagðir snemma upp í ár, — leiðin lengri, við fylgjum þér skemmsta spölinn. Er ég skrifa þessar línur i húmi næturinnar finnst méi- sem ómi í eyrum dynur í lofti og fyrir augum mér birtist — heiðastúlkan — þar sem hún lætur fáka sína fljúga um ör- æfi og undraviddir æðri heima. Pétur Sumarliðason. Enn um þingvísur Mér ber að þakka herra Jóh. Ásgeirssyni fyrir þær upplýs- ingar, sem hann gaf mér við- víkjandi vísunni sem ég lein- aði álits um í Þjóðviljanum hinn 1. des. 1962. Ég birti hana eins og ég lærði hana, þá tvítugur strák- ur í Iðnskólanum hér, þar sem Andrés Björnsson var þá kenn- ari og var honum, án undan- dráttar, eignuð. Mér virðist, að vísurnar séu nú orðnar tvær, enda ekki ó- líklegt, að tveir snjallir hag- yrðingar hafi, sinn í hvocu lagi, komið auga á það, sem allmargir greindir menn sjá, að það hafa verið, og eru enn, æði margir menn til, bæði utan þings og innan, sem ekki taVca ferfætlingum fram að vitsmun- um, og enn síður í því að haga sér eftir beztu vitund, en það gera þó ferfætlingarnir, nenn þeir séu þjálfaðir til annars. Aldrei hef ég orðið þess var. að ferfætlingur hafi tekið sér heimskan mann til fyrirmynd- ar, en menn hafa aftur á móti æði oft hagað sér eins og skepnur. Það er líka hægt að þjálía lítilsiglda menn til þess að segja já og amen við ákveð- inni lausn mála, þótt þeir sjálf- ir sjái, að röng sé. Hin vísan, sem ég tilfærði einnig, er um eyrnamörkin, og bendir ótvírætt til þess, að auð- þekktur sé asninn á eyrunum. Það vita sjálfsagt allir, að asninn er ferfætlingur, eins og t.l. kvígur o.g aðrir slíkir stór- gripir, enda er það ekkert eins- dæmi, að orðhákar hafi ljótt orðbragð, og nefni hver annan ýmsum miður þægilegum nöfp- um. Það er því ekki loku fyrir það skotið, að greindum þing- skrifara hafi getað dottið skepna í hug, þegar hann hlýddi á orða-skak þingmanna, sem voru ekki allir uppá marga fiska.^ frekar en nú. Hló mér þá stundum hugur í brjósti, er ég heyranda sat á bekk og fylgdist með því, hvernig hinir snjöllustu leituðu iags hver á öðrum og lögðu og j vörðust með orðsnilld og hörku, . án þess að hlífast við. Enda varð þá ekki hinum minni spa- mönnum svefnsamt í stólunum. Lítum t. d. á gamla teiknaða mynd, einmitt frá þeim áruin. sem ég tel, að umrædd visa hafi orðið til, og heitir Kjöt- pottur landsins. Þá sjáum vid i SlÐA 5 Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- að fjórir fætur eru þar settir undir ýmsa af okkar mætustu þáverandi þingmönnum, og auk þess er þar fullt af rottum og öðru dóti, húkandi og hímandi, til þess að fá að eta upp fját- sjóði hinna fátæku. Bendir það enn til þess, að ímyndunaraflið var þá vel á verði og lét ekki á sér standa. hvorki í orði né á borði. Það skiptir nú ekki æði miklu máli, hvor hinna snjöllu hag- yrðinga er höfundur vísunnar, eða hvort þær eru tvær, eða ein brengluð, en ég fullyrði, að ég fer rétt með þá, sem ég lærði. Læt ég svo útrætt um þetta, en eitt er vfst, að tilefni eru alltaf til handa snillingum að glíma við. Vísan gefur ekki tilefni til þingsetu. en þingmenn geta gef- ið tilefni til svona vísu. Guðmundur Ölafsson. Dick Powell látinn Hinn kunni bandaríski kvik- myndaleikari, Diek Powell, sem á síðari árum var þó einkum kunnur sem sjónvarpsmaður. ’ézt i nótt á sjúkrahúsi í Los \ngelos, 48 ára að aldri. Krabbamein varð honum a.ð bana. Powell var kvæntur kvik- myndaleikkonunni June Ally- i scsn. I Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. /# Bjartar vomr \\ goðskapur forystumanna stjórnmálaflokkanna nú um áramótin er að vonum umræðuefni manna á meðal þessa dagana. Forkólfar „við- reisarinnar“ notuðu að sjálfsögðu fækifærið til þess að lofa verk sín, enda mun þeim hafa skil- izt að ekki veitir af að fara vinsamlegum orðum um þau „afrek“ frammi fyrir þjóðinni. Og það er ekki að ófyrirsynju, að „viðreisnarpostularn- ir“ setja sig þannig í varnarstöðu sakborningsins við hvert tækifæri, sem til þess býðsf. Þessir menn höfðu um það mörg orð og stór fyrir síð- ustu kosningar, að þeirra stefna væri hin eina rétta til þess að bjarga þjóðinni út’ úr þeim vanda sem við var að etja. Alþýðuflokkurinn þóttist þá til dæmis vera búinn að stöðva dýrtíðina allri al- þýðu manna til hagsbóta, og íhaldið sór og sárt við lagði, að leiðin til bættra lífskjara væri vörð- uð sem allra flestum krossum við frambjóðend- ur þess. Með knöppum þingmeirihluta ha’fa svo þessir tveir flokkar haldið áfram að framkvæma stefnu sína, og eftir að þeir höfðu opinberlega gengið í eina sæng, þótti hlíta að gefa afkvæminu nafn og kalla það „viðreisn“. Og sem fyrr var þjóðinni sagt, að aðaltakmark „viðreisnarinnar^ væri að ráða niðurlögum verðbólgunnar og skapa þannig grundvöll fyrir raunhæfum kjarabófum. En hver hefur svo orðið efndin á þessum há- stemmdu loforðum? Það er ekki úr vegi að at- huga það nánar og láta sjálfa forystumenn stjórnarflokkanna lýsa árangrinum. Forsætis- ráðherra, Ólafur Thors, neyddist til þess að játa, að ríkisstjórinni hefði gjörsamlega mistekizt að ráða niðurlögum verðbólgunnar, en lét samt sem áður svo um mælt, að „viðreisnin“ hefði tekizt „betur en björtustu vonir stóðu til“, og þarf vissulega mikla kokhreysti til þess að láta sér slíkt um munn fara í einni og sömu ræðunni. jpormaður Alþýðuflokksins, Emil Jónsson, reit að venju áramótahugleiðingu í blað sitt. Að sjálfsögðu fór hann einnig mörgum fögrum orð- um um árangur „viðreisnarinnar“, þótt hann hins vegar neyddist til þess að játa, að árang- ur flokks síns í bæja- og sveitastjórnarkosning- unum á s.l. vori stæði í öfugu hlutfalli við þau miklu „viðreisnar“-afrek, sem flokkurinn hefði unnið! Og skýringuna á ósigri Alþýðuflokksins telur formaður hans nú að sé að finna í því, að vínnudagur almennings sé orðinn svo langur, að fólk hafi ekki lengur tómstundir aflögu til þess að sinna öðrum hugðarefnum eins og t.d. flokksstarfi. |jessar játningar forystumanna stjórnarflokk- anna tala sínu máli. Það er að vísu skiljan- iegt, að forkólfar Sjálfstæðisflokksins séu kampakátir. En hitt er ótrúlegra, að formaður Alþýðuflokksins skuli taka undir þau orð, eftir þann vitnisburð, sem hann hefur nú gefið „við- reisninni“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.