Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. jianúar 1963 Undanfarna mánuði hefur töluvert borið á svonefndum segularmböndum hér á íslandi, sem aðallega eru seld gigtveikum konum fyrir all- hátt verð, og eiga þessi armbönd að lækna ýmis mein. Þessi sala á „kraftaverkum“ hefur hingað til verið látin afskiptalaus, en fróðlegt er fyrir okkur íslendinga að fylgjast með málaferlum, sem nú eru að hefjast í Danmörku vegna þess- ara armbanda. Eítiríarandi frétt er þýdd eftir Kaupmannahafnarfrétta- ritara norska blaðsins DAG- BDADET: Innan skamms mun koma fyrir rétt í Kaupmannahöfn ó- trúlegt mál, sem fjallar um, hvernig menn hafa fært sér í nyt barnaskap og hjátrú ná- ungans. Heilbrigðislögreglan og ákæruvaldið hafa undirbúið málaf írlin í marga mánuði, og nú hefur verið höfðað mál gegn forstjóra nokkrum í Kaup- -<5> Óperur eru ekki lengur vin- sælasta tónlistin á Italíu Skipulegar rannsóknir á skoðunum al- mennings eru nú mjög til siðs eins og kunn- ugt er, en varla hefur þó þurft að fram- kvæma skoðanakönnun til þess að uppgötva, að ítalir elska tónlist. En við slíka könnun, sem nýlega var framkvæmd kom þó ýmis- legt annað merkilegt í Ijós. Öperur eru t.d. ekki jafn vinsælar á Ítalíu og menn hafa haldið — hin söngelska þjóð er jafnvel hrifn- ari af sinfóníum! Athugun þessi var á vegum „Gioventu Musicale D’Italia'’ og var leitað til 100.000 Itala. sem allir voru undir þrítugu. Ný refsilög í Póllandi Samkvæmt nýjum refsilögum sem lögð hafa verið fyrir pólska þingið verður ekki leyfilegt lengur að dæma menn í ævi- langa fangelsisvist. Pólska fréttastofan PAP skýrir frá því, að lög þessi séu reist á því sjónarmiði, að engan megi svipta voninni um að eiga aft- urkvæmt í mannlegt samfélag. -«> Það þykir einkennandi fyrir It- ali og inngróna tortryggni þeirra í garð slíkra athugana að að- eins 5017 svöruðu spurningun- um. 95% þéirra sem Svöruðú sögð-'‘ ust hafa gaman af tónlist, en 5% höfðu enga ánægju af þess konar hávaða. En þegar spurt var, hvaða tegund tónlistar félli þeim bezt í geð, voru svörin í engu samræmi við þá mynd, sem aðrar þjóðir hafa gert sér af söngelsku ítölunum. 2560 þeirra sem svöruðu kusu létla tónlist 1917 vildu sinfóníska tónlist en aðeins 540 hölluðust að söngleikjum. Fimmtán af hundraði sögðust alls ekki hafa gaman af söng, en hinir gátu flestir afborið hann. Jafnmargir með og á móti jazz Þegar spurt var, hvaða óperu- tónskáld bæri hæst á himni listanna, reyndust Italirnir vera mjög þjóðlegir og kusu sér Verdi, Puccini og Rossini, en á- hugi fyrir Wagner þótti heldur lítill. Píanó reyndist langvinsæl- asta hljóðfærið, en næstur í röðinni var gítarinn, sem nú er orðinn svo vinsæll þar í landi, að margir tónlistarhá- skólar hafa hafið kennslu í gít- arleik. Því næst komu fiðlan, trompetið og orgelið. Þegar spurt var um álit manna á jazzinum skiptust þeir sem-svöruðu í tvo næstum al- veg jafnstóra hópa, með eða á móti slíkri tónlist. Hinsvegar átti tólftónakerfið sér fáa for- mælendur eða aðeins 442 sér- vitringa en rafeindatónlistin (elektronisk) var töluvert vin- sælli eða með 730 aðdáendur. Og hvar hlusta svo Italir á tónlist? Svörin komu nokkuð á óvænt. Reyndar áttu menn kannski ekki von á, að þeir segðust njóta hennar hjá söng- vísum rakara eða úti á götu. En aðeins sjötti hver maður sagðist fara á tónleika og hið sama gilti um óperuna. Hinir allir láta sér nægja að leika á plötuspilara eða hlusta á sjónvarp og útvarp. Á ráðstefnu í Vínarborg um notkun skammlifra radíó-ísó- tópa sagði danski fulltrúinn Erik Somer frá því, hvernig nota mætti bromine-62 til að vernda baðstrendur og fiskimið ge0n saurgun. Á nokkrum stöðum hafa'®" slíkir ísótópar verið settir i skolpræsi til að hægt sé að fyigjast með hvernig skolpið dreifist fyrir ströndum úti. Síð- an hefur svo geislun vatnsins verið mæld á ýmsum stöðum og tímum, og hafa menn þann- ig fundið leið til að verjast sívaxandi óhreinindum vatns- ins við strendurnar. Það var Alþjóðakjarnorku- stofnunin (IAEA) sem stóð að ráðstefnunni í Vúi, og var hún sótt af 120 fulltrúum frá 29 löndum. Bandarískur þátttak- andi skýrði ráðstefnunni frá möguleikum á að nota ísótópa til að afhjúpa ökuníðinga sem forða sér burt eftir árekstra. Þar sem smurolían, sem notuð er í bíla, inniheldur alúmíníum og kalsium, er hægt að beita tiltekinni aðferð við að efna- greina leifar slíkrar oliu og á- kvarða hvaðan hún er komin. Aðferðin er í því fólgin, að leifar olíunnar eru magnaðar geislum, og þar sem hver ísó- tópi veldur sérstakri tegund af geislun, er hægt að finna, auðkenna og mæla mjög lítið magn af olíunni sem eftir hef- ur orðið á slysstað. Fjölskyldo Merediths ofsótt Fyrir nokkrum dögum var í annað sinn gerð skptárás á hús í Kosciusko, þar sem fjölskylda James Merediths býr. Mere- dith er fyrsti hörundsdökkl stúdentinn, sem innritaður er við háskólann í Mississippi. Er átökin náðu hámarki 1. okt- óber sl. og Meredith var inn- ritaður með aðstoð ríkisher- sveita. var hleypt af mörgum skotum að húsinu. án þess að nokkurt tjón yrði. Nú í seinni skotárásinni var Meredith ekki sjálfur heima, en átján ára gömu! systir hans skýrir frá því, að ;fjögur skot hafi komið innum gluggann. Hvttblæðí kann að varpa nýju Ijósi á krabbamein Hvítblæði vekur ekki fyrst og fremst áhuga vísindamanna vegna þess að það er veiga- mikil dánarorsök, heidur af öðrum ástæðum, segir í riti Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO), sem nefnist^. „WHO Cronicle“ og hefur ný- lega birt sérstaka greinargerð sem stofnunin hefur látið und- irbúa. Hvítblæði kemur fram hjá ungu fóiki, það stendur á einhverju sambandi við kjarna- geislun og er í stöðugum vexti. Auk þess er það handhægt rannsóknarefni, sem veitt getur upplýsingar um vandamál krabbameins. völdum hvítblæðis hærri í bæjum en sveitum í norður- héruðunum, en þessu er öfugt farið í suðlægari héruðunum. Hvítblæði orsakar minna en einn af hundraði manndauð- ans í löndum þar sem heil- brigðiseftirlit er gott og heilsu- vernd, en hlutfallstalan er enn lægri í löndum þar sem manndauði er enn mikill af völdum smitandi sjúkdóma. Isótópar afhjúpa ökuníðingana! Sjúkdómurinn hefur ýmis undarleg sérkenni. Manndauði af völdum hans er tiltölulega mikill meðal hvítra manna í Bandaríkjunum, en lítill meðal annarra Bandaríkjamanna. Hann er líka mikill í Dan- mörku og meðal Gyðinga í ísrael, en ekki í Finnlandi, Frakklandi, írlandi, Ítalíu eða Japan. í Bandaríkjunum er manndauði af völdum hvít- blæðis 50 af hundraði meiri í borgum en sveitum, og sjúk- dómurinn kemur oftar fram hjá frumburðum miðaldra mæðra og hjá svonefndum „mongólabörnum“. í Englandi og Wales er manndauði af mannahöfn, sem er sakaður um að hafa selt auðtrúa konum 5000 „töfra”-armbönd. Maðurinn er aðeins sakaöur um að hafa brotið lyfsalalögin — en ekki er talið fært að fella hann á öðrum lagabókstaf. Forstjórinn er talinn hafa brot- ið þessi lög vegna þess að arm- böndin voru mikið auglýst sem lækning við ýmsum sjúkdóm- um, m. a. höfuðverk og háls- ríg. Það var læknir í Kaupmanna- höfn, sem kærði málið til lög- reglunnar, er kona leitaði til hans vegna hálsverkja og sagð- ist hafa reynt allt, jafnvel töfra- armböndin vinsælu, sem ættu að losa líkamann við hin hættu- legu úrgangsefni í líkamanum. en ekkert dygði! Armbandið hafði kostað 76 danskar krónur (rúmar 450 ísl.). Lögreglan komst að þeirri nið- urstöðu, að armböndin væru japönsk og kostuðu innflutt 7 krónur danskar. Innflytjandinn hafði selt þau á 24 krónur danskar og grætt allvel, en kaupandinn hafði bætt ofan á verðið 52 krónum og selt þau á 76 krónur! Það var til einsk- is að selja of ódýrt, því að þá trúði fólk ekki á galdurinn. Meðal vitna við réttarhöldin verða tveir viðskiptavinir for- stjórans — tvær ágætlega greindar konur — sem trúa í fullri alvöru á áhrifin af arm- bandinu. önnur fullyrðir, að hún hafi læknazt af því að bera töfrabandið, en hin segir, að hún hafi orðið að taka það af sér, því að það hafi haft alltof sterk áhrif á hana. Kommániskur lávarðut Zt" Phillipps, sem var sjálfboðaliði í Spánarstyrjöldinni og var f kjöri 1950 til neðri deildar brezka þingsins fyrir enska kommúnista- flokkinn, hefur erft titilinn Milford lávarður frá föður sinum, sem andaðist fyrir skömmu. Hann hlýtur því sæti í hinnl virðu- legu lávarðadeild þingsins, sem er ein afturhaldssamasta sam- kunda í heiminum nú á dögum. Borgarstjórinn hand- tekinn fyrir óspektir Betri tímar Fyrir byltinguna á Kúbu voru sjómenn á eyjunni jafnvel enn fátækari en verkamennimir sykurekrunum sem voru aðallega í eigu Bandaríkjamanna. Þótt skammt sé liöið frá valdatöku Eastros, er árangurinn víða mjög giæsilegur. Myndin er af samyrkjubúinu Manzinillo og sýnir ný hús, nýja heilbrigði og nýja gleði í nýju samfélagi. Hátt a annað hundrað manns hafa verið hanltekin í borginni Iguala í Mexíkó eftir mikiar óspektir sem þar urðu á gaml- árskvöld, en þá létu 12 menn lífið. en 50 siösuðust. Meðal hinna handteknu er borgar- stjórinn i Iguala. Réttarhöld í Höfn vegna sölu á „kraftaverka" - segularmböndum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.