Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA í>.TOf)VILJINN Föst-udagur 4. janúar 1963 Gamet hafði alltaf átt heima í þéttbýli. Hún gat naumast í- myndað sér þvílíka auðn. — Og landið — hvemig lítur það út? Oliver sneri höfðinu að glugg- anum og horfði á sólina sem skein á hrímuð trén við Union Square. Hann lét hugann reika tfl Califomíu og sagði með haegð: — Það er dásamlegt land. ung- frú Cameron. Það er fagurt á svo undarlegan hátt, að þvi er ekki haegt að lýsa fyrir fólki sem ekki hefur komið þangað — fjöll og gljúfur og eyðimerkur og óendanlegar biómabreiður og þúsundir nautgripa á beit í hlíð- unum og stór rancho og fáein þorp og fjarlaegðir og auðn og tign. Allt er svo stórfenglegt. f samanburði við fjöllin í Californ- íu eru Adironlacks ekki annað en vörtur. Garnet leit í kringum sig í herberginu. Allf virtist svo hvers- dagslegt þrátt fyrir þaegindin. — Hvemig er eiginlega að koma tfl New York frá Californ- fu? spurði hún. Oliver hló afsakandi, hann varð naestum feiminn. — Hún virðist svo ósköp lítilfjörleg, ung- irú Cameron. Ég veit að það laet- ur undarlega í eyrum, en það er alveg satt. Það er eins og mað- ur hafi villzt inn í eitthvert brúðuþorp í barnaherbergi. Hann strauk yfir óstýriláta lokk- ana. — Hér er allt svo yfirfullt, hélt hann áfram. — Það er eins og ekkj sé nóg rými. Maður er alltaf hræddur um að rekasf á eitthvað. Glóðin í arninum andvarpaði aftur. Garnet reis á fætur og gekk þangað. Meðan hún horfði niður í eldinn, spurði hún: — Hvenær farið þér til baka? —• Ég fer frá New York eftir svo sem sex vikur! — Það verður í marz. sagði Gamet. — Já, í marz, sagði Oliver. — Ég þarf að pakka vörunum sem ég er búinn að kaupa hér og fara með þær til New Orleans. Frá New Orleans flyt ég þær eftir fljótinu tfl Inde- pendence. — Og svq þaðan til Santa Fe? — Alveg rétt. Ég á félaga í Los Angeles, Ameríkana sem heitir John Ives. Hann á að flytja vörumar okkar frá Cali- forníu og til Santa Fe og svo verðum við samferða til Cali- fomiu með múldýralestinni. Gamet tók upp skörunginn og teygði sig í kolaskófluna. — Leifið mér að gera þetta, sagði Oliver. Hann reis á fætur, gekk til hennar og tók af henni skörunginn. ______________________________—í> Vetrardagskráin Framhald á bls. 7. ætti slíkt að geta að nokkru bætt úr þeim skorti, sem sagð- ur er vera á góðu útvarps- efni. Blaðamannaþátturinn gæti reynzt sniðugt áróðurstæki, ef þannig hittist á að spyrjendur og svaramaður væru allir á sömu línunni. Þetta hefur þó ekki komið verulega að sök, enn sem komið er, í þeim þátt- um sem ég hefi á hlýtt. Gylfa gafst reyndar tilefni til þess í fyrsta þættinum að ræða eft- irlætisviðfangsefni sitt, Efna- hagsbandalagið, og endurtaka ýmislegt af því sem áður hafði írá honum heyrzt, en það mun- ar ekki um einn blóðmörskepp í sláturtíðinni. 1 öðrum þættinum var rætt við séra Sigurð í Hraungerði og snémst þær orðræður einkum og sérílagi um djöfulinn, og kom klerkur hlustendum skemmtilega á óvart, að þessi fomfræga persóna væri enn til og trónaði yfir yfirgnæfandi meirihluta mannskepnunnar. Að öðru leyti snerust svo orð- ræður þessar um galdrabrenn- ur, kommúnisma og kirkju- legt autoritet. Þótt spyrjendur hefðu fullan hug á að fanga þenna fomald- arklerk í net sín, slapp hann alltaf úr greipum þeirra, liðug- ur eins og áll, og væri hann hrakinn úr einni vígstöðunni bjóst hann óðara til vamar í nýju víghreiðri. öðru mál var að gegna með Þjóðleikhússtjórann. Spyrjend- umir náðu að króa hann af með óþægilegum spumingum og klykktu svo út með því að fá hinn afkróaða mann til að játa, að honum þætti gaman að því að vera það sem hann er, Þjóðleikhússtjóri. Af þættinum Spurt og spjall- að í útvarpssal, sem enn er við lýði, munu umræðumar um sálina hafa vakið mesta at- hygli. Þar leiddu saman hesta sína hinir sálarlausu og þeir sem telja sig hafa sál. Þeir með sálina höfðu að vísu frem- ur veik sönnunargögn fram að leggja, sálinni til fulltingis, en að hinu leytinu voru þeir svo mannlegir og alþýðlegir í túlk- un sinni, að hlustandinn hafði enga ástæðu til að efast um að þeir hefðu sál. Aftur á móti voru hinir sálarlausu haldnir slíkum menntunarhroka og svo ómennskir í allri sinni boðun, að það út af fyrir sig ætti að vera óræk sönnun þess, að einn- ig þeir hafi sagt satt og að þeir hafi enga sál. Skemmtiþáttur vetrarins heit- ir að þessu sinni: Sitt af hverju tagi og er í umsjá hins gamla, vinsæla þuls Péturs Pétursson- ar. Þetta er góður þáttur og sá bezti sinnar tegundar, eins og þeir segja á fréttastofu útvarps- ins, sem heyrzt hefur um langt skeið. En seint gengur Mínum manni að komast heim til kellu sinnar og væri nú ráð að næsti höfundur tæki á sig rögg og kæmi honum heim rétta boðleið og sjá svo til, hvað hægt yrði að gera til að hressa upp á hjónabandssæluna. Fyrirferðarmesti maður út- varpsins, það sem af er þess- um vetri er Jón Gíslason, doktor. Telja erindi hans frá Grikklandi vikur vetrarins, og er enn um miðjan desember ekki séð fyrir endann á. Jón flytur sitt mál mjög skilmerki- lega og skýrt, en er of marg- orður. Það kostaði hann til dæmis tvö erindi að komast til fyrirheitna landsins, Grikk- lands. Hér getur svo orðið amen eftir efninu, en haldið mun áfram að ræða vetrardagskrána nánar í næstu pistlum. Skúli Guðjónsson. — Er þetta ekki hættuleg ferð? spurði Gamet. — Eru ekki indíánar þarna á sléttunum og mannætur. og — allt mögu- legt? — Það eru auðvitað indíánar þar, en ég held ekki að neinir þeirra séu mannætur. Þeir eru hættulegir. en við erum vel vopnaðir. Lestimar komast allt- af leiðar sinnar heilu og höldnu. Gamet varð allt í einu þurr í kverkunum. Þegar Oliver lagði frá sér skörunginn. sagði hún: — Æ, hvað ég öfunda yður! — Gerið þér það. Garnet? spurði hann. Hann horfði rann- sakandi á hana. Þetta var í fyrsta skipti sem hann hafði notað skímamafn hennar, en hún tók varla eftir því. — Já, því ekki það? svaraði hún. — Þér ferðizt til þessara stórkostlegu staða sem eru svo fagrir og ævintýralegir og ég geri bara það sem allir aðrir gera. Ég æfi mig á píanóið og kaupi kjólasnið hjá Stewart og sé leik- rit í Parkleikhúsinu. Þegar þér eruð á leið vestur er ég við Rockway strönd. — Farið þér alltaf þangað? — Nei, við förum á ýmsa staði, en þeir eru allir eins. Mamma segir að við förum kannski til Evrópu næsta ár. — Og þér hafið ekki éhuga á því? spurði Oliver. — Jú. á vissan hátt — ég bef aldrei komið til Evrópu — en — Hún þagnaði og hann sagði: — Haldið áfram. Garnet. Seg- ið mér það. Hugsanirnar sem höfðu brotizt um í henni svo lengi, ruddust nú fram á varir hennar. — Ég hef aldrei minnzt á þetta fyrr. en ég býst við að þér skiljið hvað ég á við. Það verð- ur ekkert öðm vísi að fara til Evrópu. Við erum svoleiðis fólk, að við tökum heiminn með okk- ur hvert sem við förum. Bezta hótelið í einni borg er býsna líkt bezta hótelinu í annarri borg. Pent fólk er pent fólk hvar sem maður hittir það. Þér skilj- ið hvað ég á við, er ekki svo? Oliver greip um báðar hend- Ur hennar. — Hvað er það sem bér viljið, Gamet? Gamet leit upp til hans. Hún hugsaði með sér, að eiginlega ætti hún alls ekki að leyfa karl- manni að halda um hendurnar á sér. En hann var ekki að daðra. Bros hans var viðkvæmnislegt. Hún svaraði: — Mig langar til að vita hvað er að gerast í heiminum! Mig langar til að vita. hvemig fólkið er. sem er ekki eins og ég. Það er svo marfft fólk sem ég veit ekkert um. Ég geng framhjá því á götunni. Ég er að velfa fyrir mér hvað það geri. hvemig það búi, hvað það hugsi. Mig langar til að sjá staði. sem ég má ekki koma á. Ég er leið á Parkleik- húsinu. Mig langar til að fara í Skartgripaskrínið Hún beit á vörina eins og hún hefði gloprað einhverju út úr sér sem ekki var viðeigandi í fínu samtali. En Oliver var ekki hneykslaður. Hann sýndist bara undrandi. — Skartgripaskrínið? endurtók hann. — Hvað er það? — Það er fjölleikahús á Broad- way, rétt við garðinn. Ætlið þér að segja mér. að þér hafið aldrei komið þangað? Hann hristi höfuðið. — En begar þér minnizt á það, þá hef ég víst séð staðinn. Þar er stórt skilti með blómum og ástarguð- um — er það ekki það? Garnet hló — Þarna má sjá muninn á okkur. Þér hefðuð get- að farið þangað eins oft og yð- ur sýndist, en þér hafið varla tekið eftir staðnum. Og ég get ekki farið þangað en ég er að farast úr forvitni. — En hvað er athugavert við þann stað? spurði Oliver. — Af hverju getið þér ekki farið þangað? — Ég veit það ekki, sagði hún ringluð. — Staðurinn er þama og þegar við ökum framhjá að kvöldi til er alltaf sægur af fólki á leið inn. Vel búið fólk. En það minnist aldrei neinn á Skartgripaskrínið. Ekki það fólk sem ég umgengst. — Hamingjan góða, sagði Oliver. — Hvað ætla þau að gera við yður? Pakka yður inn í bleikan silkipappír og leggja yður upp í hillu? Stórherinn í Moskvu Framhald af 7. síöu ar hersveitir Malojaroslavets, en næsta dag rédust rússneskar sveitir þar að og tókust hinir grimmilegustu bardagar. Skipti bærinn margsinnis um hend- ur, en í sjöunda skipti tókst Frökkum að taka hann og halda. Þá var bærinn gersam- lega brunninn til ösku. Mann- fall var mikið hjá báðum, þar misstu Frakkar 5000 manns, en margir týndu þar lífi í eldin- um. Næsta dag fór Napoleon í eftirlitsferð með fámennu fylgdarliði. Skyndilega þeystust að kósakkar með munduðum lensum og lustu upp herópi. Fylgdarliðið sló þá hring um keisarann og hratt atlögu þess- ara villtu riddara. En svo skall hurð nærri hælum, að keisarinn var aðeins seilingslengd frá kósökkunum. I þessari vá var Napoleon með bros á vör og dáðust viðstaddir að stillingu hans og hugprýði. En einhver ónot munu þó hafa farið um keisarann, því að um kvöldið bað hann lækni sinn um að laga sterka eiturblöndu, sem hann bar síðan á sér, ef falla kynni í hendur fjandmönnun- um. Eftir orustuna við Malojoro- slavets var Napoleon efst í huga að komast hjá orustum við Rússa og verja stórherinn áföllum. Skyldi herinn þess vegna flýta för sinni sem mest vestur á bóginn. Hann skipaði her sínum að hætta við förina suður til Kaluga, en halda norður til Moshajsh og á hinn hereydda veg, sem farinn var um sumarið. 1 lok októbermán- aðar tók vetur að boða komu sína með norðannæðingi og kuldanepju. Settu veðrabrigðin sín mörk á herinn, því að hann var illa klæddur og skæddur til langferða að vetrarlagi. Lötraði hann áfram hægt og silalega. Þegar farið var fram hjá vígvellinum við Bórodínó brá hermönnunum ónotalega í brún, hinir vopnbitnu lágu þar enn óhreyfðir, hálfrotin lík og beinagrindur voru á víð og dreif meðal brotinna vopna, laskaða hjálma og slitra af einkennisbúningum og blóðugra herfána. Þann 3. nóvember tók snjó að kyngja niður, vegir gerðust þungfærir og víða örl- aði aðeins á þeim. Hnigu þá margir niður við vegarbrúnina af vosbúð og þreytu og máttu sig hvergi hræra. „Hermennim- ir, sem komu á hæla þeim, htu um öxl, en stormurinn lamdi andlit þeirra með snjónum, sem kyngdi niður eða þyrlaðist upp af jörðinni, virtist harðákveðinn í því að hefta framgöngu þeirra. Rússneski vetúrinn í þessu nýja gervi réðst að þeim á alla vegu, hann smaug í gegnum þunna einkennisbún- ingana og slitna skóna, vot klæðin frusu á þeim og þessi hrollkaldi hjúpur lagðist að þeim og gerði limi þeirra stirða. Þeir stóðu á öndinni í hinum napra vindi, sem gerði rakann frá vitum þeirra að ísdrönglum í skeggi þeirra“. 1 þessu harð- æri strjáluðust fylkingar og riðluðust, fóru sumir einir sér en aðrir í smáflokkum. Herinn varð að skilja æ meir eftir af herfangi sínu og hafurtaski, sem mjög hafði tafið för hans. Agi allur gekk mjög úr skorð- um, hver og einn varð nú að bjarga eigin skinni. Tilhugsun- in um að komast til Smolensk hleypti kjarki og dug í marga, þar biði húsaskjól, saðning og hvíld. Hrakningar stórhersins En þegar til Smolensk var komið 9. nóvember, var þar allt af skomum skammti og engin aðstaða til þess að veita hinum hartleikna her nægileg- an viðurgerning og aðhljmn- ingu. Mátti hann þola þar hina mestu nauð og þrautir, einkum var hungrið nístandi. Veturseta í Smolensk kom ekki til greina, ekki var um annað að ræða en halda undanhaldinu áfram. Napoleon skipulagði her siss. sem nú taldi 76.000 manns, og skipti í sex fylkingar. Eftir fimnii daga áningu hélt stór- herinn áfram krossgöngunni, fylkingar hans liðuðust eftir þjóðveginum vestur á bóginn, en nússneskar hersveitir voru á ferli á hvora hönd og sættu sífellt færis til þess að gera árásir og tálma för stórhersins. Reyndu þeir að slá herkví um einstakar fylkingar hans. I grennd við Krasnoj gerðu Rússar harða hrið að hersveit- um Eugene de Beauhamois og felldu þar og tóku höndum 14.000 manns af liði hans. Ney marskálkur stjómaði öft- ustu sveitum stórhersins, sem vörðu undanhaldið og var þeim sérstaklega voði búinn. Rúss- neskur her fór í veg fyrir lið Neys og var honum ógerning- ur að brjóta sér leið í gegn. Hinn herkæni og riddaralegi Miloradovits sendi Ney boð um að gefast upp með lið sitt og hét honum jafnframt fullri sæmd. En Ney svaraði: „Mar- skálkur Frakklands gefst aldrei upp“. Hann hélt undan með lið sitt og síðan norður á bóginn; þar var farið yfir ísi- lagt Dnépurfljótið, sem var vart mannhelt og hlutu þar margir vota gröf. Síðan voru famar krókaleiðir til stöðva stórhers- ins í Orska og þóttust menn heimta Ney úr helju, þvi að hann og lið hans var þá talið af. Af 7000 manna liði Neys komust um 1200 úr greipum Rússa. Þá bárust Napoleon og þau hraklegu tíðindi, að Rúss- ar hefðu tekið Minsk herskildi, en þar hafði hann látið koma upp miklu forðabúri fyrir her- inn. I vegi stórhersins var fljótið Beresína, sem fellur í suður- átt og rennur í Dnépurfljót. Hugðist Napoleon fara yíir hjá bænum Bórisoff, en nú spurði hann að tveir rússneskir herír, annar úr norðri hinn úr suðri, stefndu í veg fyrir stórherinn og ætluðu sýnilega að hindra yfirförina. Virtust Rússar hafa í hyggju að slá greipar um stórherinn og síðan eyða hon- um. Þegar hættumar steðjuðu að hvaðanæva, sýndi Napoleon herkænsku sína og snarræði. Rússar höfðu eyðilagt brúna við Borisoff og biðu þar á næstu grösum eftir stórhemum. Napoleon lét líta svo út sem þar yrði farið yfir Beresínu. Hann hafði frétt af góðu vaði á ánni nokkru norðar við Stud- janka og bjóst með leynd til þess að fara þar yfir. I dögun hinn 26. nóvember var Napol- _on kominn þar á árbakkann með her sinn. Franskar verk- fræðisveitir réðust þegar í að reisa tvær flotbrýr og óðu þeir upp undir hendur í ískaldri ánni. Fyrstu fylkingarnar fóru yfir um hádegisbilið og síðan hver af annarri. Rússneskir herflokkar vestan fljótsins voru hraktir frá. Hinn rúss- neski her Tjitagoffs kom ekki á vettvang, fyrr en meginhluti stórhersins um 60.000 manns var kominn yfir heilu og höldnu. Þá dreif skyndilega að þeim liðsmenn stórhersins, sem höfðu dregizt aftur úr og á eftir komu þeysandi kósakkar. Þustu þessir slóðfarar að brún- um og hugðust ryðjast yfir, en ' sveitir vopnaðar byssustingjum otuðu þeim frá. Voru brýmar síðan brenndar í skyndingi, svo að þær féllu ekki í hendur Rússum, en um 10.000 manns urðu eftir á austurbakkanum og voru þeir ýmist felldir eða handteknir. Þannig villti Nap- oleon Rússum sýn og firrti stórherinn geigvænlegri hættu. Herferðinni lýkur Er stórherinn hafði með svo naumlegum hætti komizt yfir Beresínufljót, hélt hann áleiðis til Vilnu. Þann 5. desember skildi Napoleon við her sinn i Smorgoni og hélt til Parísar án fylgdarliðs. Var sú för far- in með mestu leynd, svo að honum tækist að komast á leið- arenda, áður en bandamenn Frakka spyrðu afdrif stórhers- ins. Var ætlun Napoleons að koma á fót nýjum her. Stór- herinn varð nú fyrir meiri þrengingum en nokkum tíma áður. Það gerði slíkt grimmd- arfrost að kuldinn komst nið- ur í 30 gráður. Veturinn lagðist að í almætti sínu og tók stór- herinn í helgreipar. Hermenn- imir féllu unnvörpum lémagna af kulda, þreytu og hungri, svo að slóð stórhersins var vörðað freðnum likum. Jafnvel þeim, sem harðgerðastir voru og þol- að höfðu hverja raun til þessa, féllust algerlega hendur. I þessum harðindum var dauð- inn líknsamur. Allur herinn var á tvístringi, öllu ægði sam- an: fótgönguliði, riddaraliði og stórskotaliði og hermönnum af ýmsum þjóðemum. Þannig ' mjakaðist þessi skuggi af stór- hemum áfram yfir snjóbreið- umar. Ségur lýsir þessari krossgöngu svo: „Við reikuðum áfram í þessu ríki dauðans eins og eymdarlegar vofur. Aðeins hið tilbrey tin rarlausa fótatak, marrið í snjónum og htnar veiku stunur hinna deyjandi rufu hina miklu sorglegu kyrrð. Meðal okkar heyrðist hvorki reiði né ragn, ekkert sem gaf merki um yl: við vorum varla þess megnugir að biðja. Flestir hnigu að vélli á nokkurra kveinstafa, þögulir annaðhvort vegna þróttleysis eða uppgjaf- ar eða kannski vegna þess, að menn kvarta aðeins, þegar þeir hafa von um að geta vakið samúð einhvers“. Þann 9. desember staulaðist stórherinn kaldur og hrjáður inn í Vilnu. Ibúar borgarinnar voru grunlausir um hrakfarir stórhersins og urðu þeir skélfd- ir við að sjá þennan tötralýð, svangan og aumlegan, fylla göt- ur borgarinnar og lokuðu hús- um sínum rammlega. Ekki var þó lengi til setunnar boðið í Vilnu, því að rússneski herinn var þegar á næstu grösum. Rússaher hafði heldur ekki far- ið varhluta af vetrarhörkunum, þótt betur væri undir þær bú- inn. Við Malojaroslavets hafði her Kútusoffs talið um 100.000 manns, en aðeins 27.000 manns, er hann stóð við vesturlanda- mæri Rússaveldis. Margir voni og þeir óbreyttu þegnar Rússa- keisara, sem áttu um sárt að binda vegna hins grimmilega herhlaups, þótt af þeim fari færri sögur en þeim, sem vopn báru. Strjálar sveitir stórhersins hrökkluðust undan Rússum frá Vilnu og til Kovno, þar sem þær fóru aftur yfir Njemen- fljót. Bakvarðasveitir Neys marskálks raku lestina 14. des- ember 1812. Yfir á vesturbakka fljótsins komust alls 30.000 manns og máttu fjöri fagna. Þama um harðfennið fóru nú slyppifengar leifar þess stór- hers, sem réttu einu misseri áður hafði ruðzt sigurreifur austur yfir fljótið við lúðraþyt og trumbuslátt. En keisarinn, sem tekið hafði hinum hressi- legu kveðjum hermannanna við brúarsporðinn um sumarið, fór hraðfari heimleiðis til þess að sjóða saman nýtt sverð í stað þess sem brast svo ógn- lega í austurvegi. * Skattaframtöl * Innheimtur * Lögfræðistörf * Fasteignasala Hermann G. Jónsson, hdL lögfræðiskrifstofa. Skjólbraut 1, Kópavogi. Sími 10031 kl. 2—7. Heima 51245. TRULOFUNAR HRINGIR AMTMANNSSTIG 2 Halldér Krisiinssoe Gullsmiður ■ Sími 22865 Sími 16979. kl. 1 — 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.