Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 5. janúar 1963 — 28. árgangur — 3. tölublað. Nýr fískur hækkar \ um 9.5 til 17.5% Vérðlagsnefnd hefur ákveðið nýtt hámarks- verð á nýjum fiski í smásölu og er þar um mikla hækkun að ræða eða frá 9,5% upp í 17,5% eftir tegundum og verkun. Sagði verð- lags&tjóri í viðtali við Þjóðviljann í gær, að hækkun þessi ætti rætur að rekja til þess, að fiskverð til bátanna hækkaði um 39 aura kg. nú um áramótin. Hins vegar er ekki um álagn- ingarbreytingu að ræða. Hækkunin verður sem hér hér segir: Nýr þorskur slægður með haus hækkar úr kr. 3.15 kg. í kr. 3.70 eða um 17.46%. Nýr þorskur slægður og hausaður hækkar úr kr. 3.95 kg. í kr. 4.60 eða um 16.45%. Ný ýsa slægð með haus hækkar úr kr. 4.35 kg. í kr. 4.90 eða um 12.04%. Ný ýsa slægð og hausuð hækkar úr kr. 5.45 kg. i kr. 6.10 eða um 11.93%. Nyr þorskur flakaður án þunnilda hækkar úr kr. 8.50 kg. í kr. 9.50 eða um 11.76% Ný ýsa flökuð án þunnilda hækkar úr kr. 10.50 kg. i kr. 11.50 eða um 9.52%. Fiskfars hækkar úr kr. 11.50 kg. í kr. 13.00 eða um 13.05%. Eins og sézt af þessani upp- talningu hækkar kílóið af slægðum og hausuðum fiski bæði þorski og ýsu, um 65 aura en af fiski með haus um 55 aura. Er verðhækkunin á þorskinum því hlutfallslega meiri þar sem hann var ó- dýrari. Flökin hækka um 1. kr. kilóið en fiskfarsið um kr. 1.50. Síðasta stórhækkun á fisk- verði var í febrúar í fyrra en í haust varð einnig nokkur verðhækkun á nýjum fiski. j i Samningar gær Fyrsti samningafundur Kjararáðs opinberra starfsmanna og samninganefndar ríkisstjórnar- innar um kjör opinberra starfsmanna fór fram í gær kl. 4 siðdegis, en sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, hefur milligöngu um samningana. Sáttasemjari tjáði blaðinu í gærkvöld, að samningsaðilar hefðu orðið ásáttir um að ræð- ast við án milligöngu sáttasemi- ara fram til mánaðamóta, enda er gagntilboð við samnings- grundvelli BSRB ekki enn kom- ið fram af hálfu ríkisstjórnar- innar. Sáttasemjari mun svo taka málið í sínar hendur um mán- aðamótin, hafi ekki náðst sam- komulag þá. Fundurinn í gær var því tæp- ast samningafundur í venjuleg- um skilningi. Viðtal við Harald Steinþórsson Þjóöviljinn átti fyrir skömmu viðtal við Harald Steinþórsson, en hann er starfsmaður BSRB og 2. varaíorseti sambandsins. Haraldur hefur sem kunnugt er unnið mikið að kjaramálum op- inberra starfsmanna og var hon- um, ásamt Guðjóni B. Baldvins- syni, falið að safna gögnum til undirbúnings tillögum BSRB um launakjör opinberra starfsmanna. Kjararáð bandalagsins gekk síð- an frá endanlegum tillögum um launaflokka og röðun hinna ýmsu starfshópa í þá. Þessar tillögur voru lagðar fyrir samn- inganefnd ríkisstjórnarinnar sem samningsgrundvöllur þann 22. nóv. s.l. Viðtal Þjóðviljans við Harald er birt á 9. síðu blaðsins í dag, og rekur hann þar gang þessara mála frá því s.l. vor fram til þessa. Einnig er skýrt frá nokkr- um fjölmennustu starfshópunum í þeim launaflokkum, sem allur þorri ríkisstarfsmanna myndi verða í samkvæmt tillögum Kjararáðs BSRB. — Það skal tekið fram að viðtalið fór fram fyrir nokkrum dögum, og var þá ekki búið að boða til fyrsta samningsfundarins eins og sjá má af viðtalinu. Laust fyrir hádegi í gær var slökkviliðið kvatt að húsinu númer 33 við Ásvallagötu, en þar hafði eldur komist í glugga- tjöld í kjallaraherbergi. Þau brunnu og einhverjar skemmdir urðu á veggnum fyrir neðan gluggann. Börn munu hafa ver- ið að leika sér með eldspýtur í glugganum og af því varð bálið tjórn sj og framfara í ræreyjum ÞÓRSHÖFN, Fær- eyjum 4/1 (Frá fréttaritara Þjóðvilj- ans) — Um eittleyt- ið í nótt tókust samningar milli fjögurra flokka Lög- þingsins, þeirra sem vilja halda fast við sjálfstæði Færey- inga, Þjóðveldis- flokksins, Fólka- flokksins, Sjálf- stjórnarflokksins og Framfaraflokksins, um myndun lands- stjórnar sem setur sér það mark að efla andlegt og efnalegt sjálfstæði þjóðarinn- ar. Flokkarnir f jórir sem samtals hafa 15 af 29 þingmönnum á Lögþinginu (Þjóð- veldisflokkurinn 6, Fólkaflokkurinn 6, Sjálfsstjórn- arflokkurinn 2 og Framfaraflokkurinn 1) urðu á- sáttir um myndun Landsstjórnar og um víðtæka stefnuskrá, þar sem megináherzlan er lögð á rétt færeysku þjóðarinnar til að ráða sínum málum og gerbreytingu atvinnuhátta í landinu. (Nánar er sagt frá stJQrnarmynduninni í Færeyjum á þriðju síðu og þar birtist einnig viðtal við formann Þjóð- veldisflokksins og nýorðihn varalögmann Færey- inga, Erlend Patursson). Erlendur Patursson Á fyrsta fundinum Frá samningafundinum í gær. Á myndinni sjást talið frá vinstri: Haraldur Steinþórsson kennari, starfsmaður Kjararáðs BSRB, Teit- ur Þorleifsson kennarí, Magnús Torfason prófessor, Inga Jóhann- esdóttir, Guðjón B. Baldvinsson fulltrúi og Krístján Thorlacius for seti BSRB, allt fuiltrúar BSRB, Torfi Hjartarson sáttasemjari, þá eru fulltrúar ríkisstjórnarinnar Sigtyggur Klemenzson ráðuneyíis stjóri, Gunnlaugur Briem ráðuneytisstjóri, Jón Þorsteinsson alþing- ismaður og Jón E. Þorláksson, ritari samninganefndar ríkisstjórn- arinnar. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Líti! 1 fyrrinótt var lítil síldveiði, enda óhagstætt veður. 16 skip fengu um 10.000 tunnur suð- vestur af Eldey. Að því er leit- armenn láta hafa eftir sér eru li.orfur góðar og nóg síld í sjón- um. Veðurstofan kvað ágætt veiöi- 'ttlit á miðunum í nótt, dálítill rlástur væri við Vestmannaeyj- r, en hægviðri vesturundan. itti því að vera óhætt að spá ^óðum löndunum í dag. Fjölmenn- ustu hóp- urnir í Z tíl 17. H. EINS OG Þjóðviljinn hefur áð- ur skýrt frá, leggur Kjararáð BSRB til að launaflokkar op- inberra starfsmanna verði 31 og verði byrjunarkaup frá kr. 5.050,00 til 32.828,00. Bæði nokkrir lægstu og nokkrir efstu Iaunaflokkarnir eru til- tölulega fámennir, og er allur þorri opinberra starfsmanna í 7.—17. flokki eins og fram kemur í viðtalinn við Harald Ste'inþórsson, starfsmann BSRB, í blaðinu í dag. HÉR A EFTIR verða taldir upp fjölmennustu starfshóparnir f þessum Iaunaflokkum: I. FLOKKUR: Afgreiðslufólk (Sjálfstæð afgreiðslustðrf í þirgðageymslum og skrifstof- um), innheimtumenn (t.d. toll- stjóra, útvarpi o.fl.) bréfber- ar o.l'I. 8. FLOKKUR: Talsímakonur (innanlandsþjónusta), vélritar- ar II (vélritun eftir upplcstri á fsl. og (eða) eftir handriti á crl. múlum. Ritun á bók- haldsvélar) o.fl. 9. FLOKKUR: Bókarar II (úr- vinnsla bókhaldsgagna — færsla undirbóka — minni- háttar skýrslugerðir) o.fl. 10. FLOKKUR: Talsímakonur (utanlandsþjónusta), vélritar- ar I (semja bréf eftir fyrir- sögn og vélrita eftlr upplcstri), o.fl. II. FLOKKUR: Iðnaðarmenn (sveinspróf), slökkviliðsmenn o.fl. 12. FLOKKUR: Símritarar, loft- skeytamenn, símvirkjar, bók- arar I (vcrzlunarskólapróí), tollverðir, Iðgregluþjónar o.fl. 13. FLOKKUR: FuIItrúar (skipt- ing síðar), Ijósmæður o.i'l. 14. FLOKKUR: Vélstjórar (vél- stjórapróf), hjúkrunarkonur (menn) o.i'I. 15. FLOKKUR: Fulltrúar (skipt- ing síðar), gjaldkerar (stofn- ana með ínikla peningaveltu o.þ.u.I.) o.fI. 16 FLOKKUR: Sérlærðar hjúkr- unarkonur, barnakennarar o.fl. W. FLOKKUR: Flugumferðar- stjórar I (I.F.R.), Kennarar við gagnfræðaskóla o.fl. SEM FYRR segir eru hér aðeins teknir nokkrir fjölmennustu starfshóparnlir í þessum launaflokkum. f desemberhefti „Asgarðs", tímarits BSRB eru birtar tillögur Kjararáðs BSRB um launastiga og tillög- ur um röðun í launaflokka, og geta menn kynnt sér tillög- urnar ýtarlega þar. Blaðið mun hafa verið sent til allra meðlima BSRB, og fæst einn- Ig í bókabúdum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.