Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 6
0 SÍÖA Daugardagur 5. janúar 1963 Mé©¥HLJINN Enn dregur úr vaxtarhraða atvinnulífs vesturlandanna Matur eóa óþverri? Fiski breytt í duft: undrafæða eða óæti? Heycrs hjónin og þrettán börn þeirra. í yfirliti, sem efnahags- máladeild hins kunna bandaríska forlags, Mc- Graw-Hill, sem nær ein- göngu gefur út bækur um vísindi og tæknifræði, hef- ur tekið saman um horfur í efnahagsmálum á vestur- löndum á nýbyrjuðu ári, er komizt að þeirri niðurstöðu, að á því muni enn meira kveða að þeirri stöðnun sem tók að gera vart við sig á liðna árinu. Efnahagsfrssðingar forlagsins gera ráð fyrir að aukning heild- arframleiðslunnar í þessum löndum muni nema sem svar- ar fimm af hundraði á þessu ári, eða talsvert meira en fólksfjölgunin á árinu mun nema, en þó er hér um að ræða nokkra lækkun hlutfalls- tölunnar frá síðasta ári. Samkvæmt útreikninguin þeirra er áætlað að í Banda- ríkjunum muni aukning þjóð- arframleiðslunnar nema tæpum þremur af hundraði, en horf- ur eru á að í Vestur-Evrópu verði aukningin víðasthvar mun meiri, en mjög misjöf.n þó eftir löndum. Vaxtarhraði efnahagslífsins í Vestur-Evr- ópu er þó talinn verða tals- vert minni en á síðasta ári og er þess einkum getið um Vestur-Þýzkaland. Gert er ráð fyrir að framleiðsluaukningin í Bretlandi muni rétt aðeins haldast í hendur við fólks- fjölgunina. En þótt draga muni úrvaxtar- hraðanum, eru sérfræðingamir þeirra skoðunar að verðbólga muni halda áfram í Vestur- Evrópu og telja að hún ásamt erfiðleikum í utanríkisviðskipt- um muni verða höfuðvanda- málið í efnahagslífi þessara landa á árinu. Gengu níu börnum í foreldra stað Bandarísk hjón, Donald og Jean Meyers, höfðu einsett 'sér að eignast a.m.k. tylft barna, þeg- ar þau gengu í hjónabandiö fyrir um tuttugu árum. Þetta fór þó á annan veg; þau eign- uðust aðeins tvær dætur, en tóku síðan tvo kjörsyni. En um síðustu jól hafði fjölskyldan stækkað heldur betur og sett- ust fimmtán að snæðingi á jóladag á heimili þeirra hjóna. Börnin níu, á aldrinum tveggja til þrettán ára, sem bætzt höfðu í fjölskylduna höfðu átt síðustu jól með sín- um eigin foreldrum, Walter Baker og konu hans, sem bú- sett voru í Minnesota. Þremur vikum síðar voru þau munað- arleysingjar, foreldrar þeirra létu báðir lífið í bílslysi. Mey- ershjónin fréttu af óláni barn- anna og ákváðu þegar að ganga þeim í foreldra stað. Það tók langan tíma að ganga frá öllum formsatriðum, en rétt fyrir jólin kom allur barna- hópurinn til Charlotte í Norð- ur-Karólínu, þar sem þau Mey- ershjónin eiga heima. Aftur er farið að hlýna suður í álfu LONDON 3/1. — Heldur er nú Enn er kalt á Norðuriöndum tekið að hlýna í veðri sumstað- og eru nú öll dönsku sundin ar suður á meginlandi Evrópu, aö verða ísilögð. Búast má við en aunarsstaðar eru enn miklir að siglingaleiðir til margra hafna kuldar og ýmsir erfiðleikar af í Norður-Evrópu lokist brátt og völdum veðurfarsins. munu ísbrjótar þá halda opnum —---------------------------------^hftfnum. .Rauði próf- asturinn' lœf- ur af embœtti LONDON 4/1. — Dr. Hewlett Johnson, dómprófastur í Kant- araborg í Bretlandi, sagði í dag af sér. Hann er 88 ára að aldri. Dr. Johnson hefur löngum orðið fyrir hatrömmum árásum afturhaldsmanna vegna þess hve vinsamlegur hann hefur verið í garð sósíalistísku rikjanna. Hann hefur haldið því íram væri með öllu að iðfest milli marxi'r a kristinsdóms. 1 Frakklandi hefur sumstaðar hlýnað, en þar er þó enn frost í austurhlutanum og víða í norðurhéruðunum. Hlýindi eru á Italíu miðri, 15 stiga hiti í Róm í dag og glampandi sólskin. Veður var einnig milt í Vínar- borg og sannkallað vorveður í Sviss. ★ I Bretlandi hefur líka hlýnað, en mikill snjór liggur þar enn og voru í dag um hundrað þjóð- brautir tepptar af þeim sökum. Talið er að undanfama daga hafi um 900 manns látið lífið í Evrópu af völdum veðurfars- ins, ýmist króknað úr kulda eða þá farizt í umferðarslysum af völdum hálkunnar á vegum úOu í Bandaríkjunum er fyr- ir nokkru farið að fram- leiða nýja fæðutegund, fisk- duft, sem margir álíta að eigi eftir að valda straum- hvörfum í baráttunni við næringarskortinn í heimin- um. Margir þarlendir nær- ingarefnafræðingar, þing- menn og opinberir emb- ættismenn kalla þetta undrafæðuna og halda því fram að hún geti algerlega leyst hungurvandamál mannkynsins. En framleiðsla fiskduftsins hefur valdið miklum deilum og kallar matvæla- og lyfjaráð Bandaríkjannia það óþverra, en húsmæður og heilbrigðisfulltrú- ar telja það með öllu óhæft til manneldis. Duítið er nokkurs- konar hreinsað fiskmjöl, púð- urkennt, lyktarlaust, bragð- laust og gulleitt að lit. Það er framleitt með þvi að mala niður óætan úrgangsfisk svo sem háf. skötu o.fl. Til að spara framleiðslukostnað er fiskin- um mokað heilum — með aug- um, beinum, hreistri og slógi — gegnum trekt ofan í stóra kvöm. Þá er vatn, feiti og olía þvegin burt við suðu. Eftir þurrkun hefur fengizt efni. á- kafiega auðugt ᣠeggjahvítú- efnum — það ódýrasta sem þekkist — duft sem hægt er að setja út í ...súpuf.. ,bf;aMð... steikur og altan annan venju- legan mat. Næringarefnafræðingar spá því að með fiskdufti væri hægt að sjá hverjum og ein- um af hinum þremur billjón- um manns í heiminum fyrir nægu eggjahvítuefni daglega fyrir aðeins um 20 aura á mann. Yfirmaður Matvæla- og lyfja- ráðsins. G. Larrick. hefur samt sem áður sett reglur um að fiskduft sé óhæft tii sölu i Bandaríkjunum þar -sem ^ró- æskilegir" hlutar fisksins séu ekki teknir burt áður en hann er malaður. Þar sem mikið til- lit er tekið til ályktana ráðs- ins erlendis hefur bannið við sölu á bandarískum markaði i raun og veru komið ; veg fyrir útflutning á þessari fæðu- tegund til landa eins og Asíu Afríku og Rómönsku Ameríku bar sem fólk þjáist af skorti á eggjahvítuauðugri fæðu. Enda væri það ekki vel séð að Bandaríkin seldu öðrum mat sem álitinn er óhæfur til fæðu fyrir bandaríska þegna. Þó að margt matvant fólk sé samþykkt reglum Larricks, sæta þær harðri gagnrýni margra málsmetandi manna "í Bandaríkjunum, sem Jíta á fiskduftið sem vopn í barájt- . mm,- jœsa nmioesKskfifti....í heiminum. Halda þeir því fram að ekki sé á neinn hátt ógeðs- legra að neyta fiskdufts en að borða t.d. grísafætur, lifur, heila, vambir eða tungu. Meira að segja Kennedy forseti hefur lýst yfir óánægju yfir banni matvælaráðsins. Fiskduftið var fundið upp af þekktum lífefnafræðingi, Ezra Levin, sem nú er um sjötugt. Hann er yfirmaður fyrirtækis sem framleiðir 14 tonn af þessu eggjahvítuefni á dag og er það allt selt sem skepnu- fóður. Levin er þó þrátt fyrir* allt sannfærður um að fisk- duftið sé nógu go.tt til að hægt sé að bæta því i nærri þvi hvaða mat sem sé án þess að það sjáist eða finnist á bragð- inu, „Röksemdir matvæla- og lyfjaráðsins eru heimskulegar“ sagði hann nýlega. „Fram- leiðsla min er gegnhreinsuð að öllum svokölluðum óæskileg- um hlutum og likist að engu leyti því sem í hana hefur farið.“ Levin hefur sent sýnis- horn af fiskdufti til 28 landa og hann heldur því fram að það hafi borið geysilegan árangur við lækningu ung- barna sem þjáðust af skorti á eggjahvituefni. Deilurnar um íiskduftið halda áfram, Formaður mat- vælaráðsins hefur m.a, notað þá aðferð við að óírægja það að sýna andstæðingum sínum ógeðslegar Ijósmyndir af fisk- slógi. En Levin gamli lætur ekki bugast. Hann álítur að timinn muni skera úr deilunni. Hann bendir á, að gért er ráð fyrir að mannfjöldinn í heim- inum muni tvöfaldast á næstu 40 árum og bætir við: „Þegar helmingur jarðarbúa er að far- a.st úr hungri mun áreiðanlega enginn kvarta yfir nokkrum fiskaugum." Arthur Deen biðst lausnar Skírt hefur verið frá því í Hvíta húsinu að Arthur Dean aðalfulltrúi Bandaríkjanna á af- vopnunarráðstefnunni í Genf, hafi beðizt lausnar. Búizt er við að Kennedy forseti svari lausn- arbeiðninni í næstu viku. Ekki er vitað hver muni verða eft- irmaður Deans. Kapphlaup er um fyrstu útgáfu á „Dagur í lífi Ivans Denisovisj" Fyrir rúmum mánuði nefndi Krústjoff skáldsöguna „Dagur í lífi Ivans Denisovitjs” eftir sovézka rithöfundinn Aleksandr Solzjenitsyn í ræðu á fundi miðstjórnar kommúnistaflokks- ins og hlaut sagan heimsfrægð á samri stundu. Skáldsaga þessi fjallar um lífið í fangabúðum Stalíns í Síberíu og hcfur að undanförnu birzt scm fram- haldssaga í sovézku tímariíi. Krústjoff sagðist ekki hafa vilj- að Icggja til að neitt yrði feHt úr sögunni, sem mun vera all- berorð og hressileg I Iýsingum sínum á hörmulegu lífi fang- anna, þar cð rithöfundurinn einn hefði rétt til að ákveða. hvað þar stæðí og hvað ekki. Nú hafa bókaútgefendur á Vesturlöndum rokið upp til handa og fóta og keppast um að verða fyrstir á markaðinn með bókina. Eftir rúman hálfan mánuð kemur hún út í þýzkri þýðingu og í febrúar í franskri. Vikublaðið Paris-Match var raunar byrjað að birta söguna sem framhaldssögu, en varð að hætta því, er mál var höfðað gegn blaðinu. Frakkland hefur sem sé gert samning um höf- undarétt við Sovétríkin gagn- stætt öllum öðrum vesturevr- ópskum ríkjum. Brezki stríösfréttaritarinn, Ralph Parker, hefur þýtt bók- ina á ensku og fengið til þess leyfi ríkisútgáfunnar í Sovét- ríkjunum og er bókin gefin út undir yfirtitlinum „eina útgáf- an með áskildum réttindum”. Samningur þessi er þó ekki lög- vemdaður í Bretlandi og Banda- ríkjunum og útgefandinn Fred- erick A. Praeger hefur því und- irbúið aðra útgáfu og ráðið tvo þýðendur til að keppa við Park- er. Sýnt þykir nú, að Praeger vinni kapphlaupið, því að hans bók mun koma út í febrúar en bók Parkers ekki fyrr en í marz. Gyldendal gefur út bókina á dönsku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.