Þjóðviljinn - 06.01.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 06.01.1963, Page 1
Sunnudagur 6. janúar 1963 28. árgangur 4. tölublað. Tog'arinn Þorsteinn þorskabít- nr bar áður nafni® Jörundur og var myndin tekin þegar skipið sigldi fánum prýtt undir því nafni. Þorsteinn þorskabítur verður nú leystur úr skuldafangelsi! TRÖLLAFOSS f HÖFN Þessi mynd er tekin milli jóla og nýárs, er Tröllafoss var intii. Sjást tveir skipsmanna á fleka vera að diitta að skipinu á meðan það lá í höfninni. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). • Eitt af táknum viðreisnarinnar, togarinn Þor- steinn þorskabítur, hefur nú legið úti í Englandi um tveggja ára skeið 1 einskonar skuldafangelsi. Var það eitt af fyrstu verkum viðreisnarinnar að stöðva útgerð togarans, sem áður hafði veitf mikla atvinnu á Stykkishólmi. ® Nú eru kosningar framundan, og um þess- ar mundir er verið að flytja togarann Þorstein þorskabít í slipp í Eng- landi. Mun ætlunin að setja í hann nýja vél og gera hann upp að öðru leyti. Síðan á að afhenda Stykkishólmi hann á nýjan leik hæfilega löngu fyrir kosningarn- ar! Togarinn Þorsteinn Þorskabít- ur (sem áður hét Jörundur) var fceyptur til Stykkishólms 1958 fyrir rúmlega 6 miljónir króna. Greiddi vinstri stjómin mjög fyrir þvj að þetta atvinnutæki flyttist til Stykkishólms til að tryggja þar næga atvinnu og bætta afkomu, en hreppsfélagið og einstakir atvinnurekendur stofnuðu sameiginlegt hlutafélag um togarann. Rekstur hans gekk í upphafi mjög vel og breytti mjög til batnaðar afkomu manna á Stykkishólmi. Gunnar lofar og svíkur En eftir að viðreisnin hófst var Þorsteini þorskabít lagt á- samt fjölmörgum öðrum togur- um landsmanna. Var ástæðan sú að ríkistjómin neitaði útgerðar- Kosningahrceðsla tryggir viðgerð á fogara sem legið hefur í reiðileysi í Englandi um tveggja ára skeið félaginu um nauðsynlegt lánsfé ti‘1 rekstrar. Einnig hafði komið í ljós að vél togarans var ónýt (og var hún þó framleidd vest- antjalds), og ríkisstjómin og bankar hennar neituðu um láns- fé til viðgerðar. Gekk þó maður undir manns hönd að reyna að fá níikisstjórnina til að reisa tog- arann við, þar á meðal Sigurður Ágústsson alþingismaður sem var einn af eigendunum. í des- ember 1960 hafði Sigurður þau boð að færa að Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra hefði lofað að útvega lán til viðgerðar á togaranum. og var þá ráðin áhöfn sem sigldi togaranum til Englands. Beið áhöfnin þar síð- an í 2—3 mánuði, en aldrei kom lánið sem fjármálaráðherra hafði lofað Sigurði Ágústssyni. Að lokum var mannskapurinn flutt- ur heim til íslands, en togarinn sklinn eftir í Englandi í algeru reiðiieysi. Gunnar kaupir togarann Það fréttist næst af Þorsteini þorskabílt, að í árslok 1961 voru brezkir orðnir leiðir á að sitja uppi með hann. Þeir tilkynntu þá að hann yrði boðinn upp vegna vangreiddra hafnargjalda, slippgjalda og annars tilkostn- aðar. Þá tók fjármálaráðherrann loksins rögg á sig. Ekki stóð hann þó við loforð sín um við- gerðarlánið, heldur bauð hann togarann upp. Síðan keypti rík- issjóður togarann sjálfur fyrir 1 —2 milljónir króna. Viðreisnin hafði semsé haft þau áhrif að atvinnutæki Stykkishóims, sem upphaflega hafði verið keypt fyrir rúmar 6 milljónir króna, var lækkað niður í fimmta hluta þeirrar upphæðar að verðmæti — og tryggði nú hvorki fram- leiðslu né atvinnu. Kosningaviðgerð Eftir að rikissjóður keypti tog- arann hefur allt setið við það sama. hann hefur verið látinn ryðga og grotna í Englandi, en væntanlega hefur fjármálaráð- herra staðið skil á slippgjöldun- um. Nú um áramótin gerðust svo loks þau tíðindi að' menn voru sendir utan til þess að ganga frá því að sett yrði ný vél í Þorstein þorskabít og hann gerður upp að öðru leyti. Var lagt fyrir þá að viðgerðinni yrði að vera lokið svo tímanlega að togarinn gæti siglt inn á Stykkis- hólmshöfn á nýjan leik nokkmi fyrir kjördag, væntanlega með Sigurð Ágústsson og Guimar Thoroddsen íl þrúnni. Stjóroar- liðið hefur semsé áhyggjur af fylgi sínu í Vesturlandskjördæmi eins og víðar; atvinnuástand hef- ur verið lélegt á Stykkishólmi, menn hafa mjög rætt um það stjórnleysi að hafa togarann úti í Englandi árum saman á sama tíma og uppgrip eru af síid hér við land, en Þorsteirm þoxska- bítur reyndist á sínum tíma eitt albezta síldveiðiskip sem ís- lendingar áttu. Talið er þó vist að fjármála- ráðberxa hafi gengið frá því að geymsluplássið fyrir togarann geti verið til reiðu úti í Eng- landi — þegar að kosningum loknum. BRÆLA ENN \r> I MIÐNESSJO REYTINGSAFLI JÖKUL í fyrrinótt voru flestir síldarbátarnir í Miðnessjó og nokkrir norður í Jökuldjúpi. Veður var ekki hagstætt og áttu bátamir í erfiðleikum að hemja næturnar. Margir rifu og nokkrir sprengdu. Síldin sem veiddist var misjöfn að gæðum og skárri eftir því sem norðar dró. Unnið er úr henni það sem hægt er. í Reykjavík landaði í gær 21 bátur _ 10.650 tunnum. Hæstir voru Ólafur Magnússon, Sæfari og Guðmundur Þórðarson með 1000 tunnur hver. Hafrún var með 900, Ásgeir með 450, Haf- þór 300, Helga 500, Björn Jóns- son 450, Pétur Sigurðsson 900, Sæúlfur 600, Guðrún Þorkels- dóttir 700, Runólfur 500, Ólafur bekkur 100, Halldór Jónsson 500, Jökull 150, Svanur 550, Hallveig Fróðadóttir 250, Arnkell 300, Gnýfari 100, Sigurfari 350 og Grunnfirðingur II. 250. BRETAR KREFJAST 12 LANDHELGI! — Sjó 12. síðu Akranesbátum gekk heldur illa. Þangað komu í gær 7—8 bátar með 3—600 tunnur hver. Akurnesingar eiga nú í miklum erfiðleikum með að losna við aflann, þvíl allar þrær eru fullar og verður sennilega ekki tekið við meiri síld til bræðslu fyrr en á morgun. Hinsvegar er reynt að nýta síldina í aðra vinnslu eftir megni. Keflavíkurbátum gekk illa. Fáir komu inn og voru þeir með heldur lélegt. Manni var hæstur með 800 tunnur, Hilmir hafði 600, Guðfinnur 3—400, Kópur 250 og Jón Finnsson 550. Löndun gengur illa og yrði strax stopp ef eitthvtó •werulegt magn bærist af síld. . Á Fœreyja- fagnaði Færeyingar „töldu út jólin“ í Breiðfirðingabúð á föstu- dagskvöldið. Það var gert með gleðskap og dansi, bæði færeyskum og „enskum“. Par- ið á myndinni hér fyrir ofan er í enskum dansi og fleiri svipmyndir af skemmtuninni eru á 2. síðu. (Ljósm. Þjóðv. G.O.). Ekki líkur ú stöðvun hjú Kletti Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan á Kletti hefur slopp- ið við öll áföll af að- skotahlutum síðusíu 4—5 sólarhringana, en það er lengsti tími sem liðið hefur án áfalla af suðvest- anlandssíldinni. Ekkert útlit er fyrir lönd- unarstopp í verksmiðjunni í bráð, en hún afkastar nú 6— 700 tonnum á sólarhring og unnið er á vöktum allan sól- arhringinn alla daga, nema stórhátíðir og sunnudaga, en þá er vöktum skipt. Verksmiðjan hefur fylgt því ráði, að láta þá báta, sem héðan róa ganga fyrir um löndun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.