Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - Þ3ÓÐVELJINN Sunnudagur 6. 'janúar 1963 Hvers á orlofsnefnd kvenna að gjalda Ein þeirra tillagna, sem íhaldsmeirihlutinn í borgarstjóm Reykjavíkur felldi við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar nú fynr jólin, var tillaga frá Guðmundi Vigfússyni, borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, um 165 þús. kr. framlag til orlofsnefndar kvenna í Reykjavík vegna orlofs húsmæðra í borginni og einnig varatillaga frá sama borgarfulltrúa um 100 þús. kr. framlag í sama skyni. Allir íhaldsfulltrúamir, 9 tals- ins greiddu atkvæði gegn báðum tillögunum, en fulltrúar minni- hlutaflokkanna allra studdu þær með atkvæði sínu. Með þessari afgreiðslu er loku fyrir það skotið að orlofsnefnd kvenna fái sjálfstætt og viðun- andi framlag til þeirrar sumar- dvalarstarfsemi. sem nefndin hefur með höndum. Eini stuðn- ingurinn _ sem nefndin getur vænzt frá Reykjavíkurborg, er einhver smáupphæð af því fram- lagi sem veitt er til sumardval- arstarfsemi almennt. Þessi stuðningur við sumar- dvöl mæðra og barna var að þessu sinni hækkaður samkvæmt tillögu Alþýðubandal. úr 400 þús. sem var í frumvarpinu í 500 þús. kr. Augljóst er þó, að þetta framlag er alltof lágt. þegar því er einnig ætlað að standa undir sumardvalarstarfs. orlofsnefnd- ar kvenna, auk stuðnings við barnaheimilin og mæðrastyrks- nefnd. Reynslan á síðasta ári varð sú að fjárhagslegur stuðningur borgarinnar við þessa starfsemi lækkaði raunverulega vegna þess að hækkun styrksins var ekki í samræmi við fjölgun dvalardaga á sumardvalarheim- ilum. Þetta er mjög slæm þróun. Sumardvalarstarfsemin er mjög nauðsynleg og félögin sem ann- ast hana hafa ekki getað sinnt eftirspuminni. Raunveruleg lækkun fjárframlagsins hefur ó- hjákvæmilega í för með sér hækkun daggjaldanna eða sam- drátt starfseminnar. Meðferðin á orlofsnefndkvenna er svo mál út af fyrir sig, sem er allrar athygli vert. Orlof hús- mæðra er ný réttarbót, sem unnt er að torvelda eða gera að engu með þeirri framkomu, sem íhald- ið i bogarstjóm hefur nú sýnt. í lögunum um orlof húsmæðra er beinlínis ráð fyrir því gert að á móti ríkisframlaginu, sem nemur um 10 kr. á hverja hús- móður árlega, komi hliðstætt framlag frá kvenfélögunum og viðkomandi bæjar- og sveitarfé- lögum. Kvenfélögin hafa að sjálfsögðu takmarkaða mögu- leika til fjáröflunar í þessu skyni, en hafa þó lagt sig vel fram t.d. hér í Reykjavik. Reyk- vískar húsmæður hafa nú i tvö ár notið nokkurrar orlofsdvalar á Laugarvatni á grundvelli lag- anna og framtaks kvenfélag- anna. en án stuðnings Reykja- víikurborgar. Þessi tregða borgarstjórnar- meirihlutans og raunverulega beinn fjandskapur hans við or- lofsnefnd kvenna er því furðu- legri, sem annar helzti forustu- maður íhaidsins í borgarstjórn, Auður Auðuns, tók að sér að flytja orlofsfrumv. á Alþingi á sínum tíma, þóttist þá hafa áhuga fyrir málinu og hefur reynt að skreyta sig með því í augum reykvískra kvenna. En þegar til alvörunnar kem- ur, þegar til sjálfra framkvæmd- arma kemur og viljann þarf að sýna í verki, þá bregst ekki að- eins íhaldið heldur alveg sér- staklega Auður Auðuns, sú hin sama sem hefur þó hrósað sér af flutningi málsins á Alþingi og þótzt vera að vinna með því gott verk fyrir reykvískar hús- mæður og aðrar húsmæður í landinu. Þessi framkoma íhaldsins og alveg sérstaklega Auðar Auðuns hlýtur að vekja athygli reyk- vikra kvenna. Hvers á orlofs- nefnd kvenna í Reykjavíik eigin- !ega að gjalda? Er það meining ’haldsins og Auðar að eyðileggja ■ u mardvalarstarfsemi reykvískra .venna. með því að neita henni in eðliiegan og sjálfsagðan fjár- .agsstuðning til starfseminnar? Er það sæmandi höfuðborg ndsins að neita að taka þátt í .mkvæmd laga um orlof þeirr- ar stéttar, sem vinnur einna mest þjóðfélaginu og hefur einna ’engstan vinnudag, húsmæðr- anna? Fólkið hitar sig upp í „enskum dansi” Jólin Lært af reynslunni f áramðtagrein sem Her- mann Jónasson, þáverandi foirnaður Framsóknarflokks- ins, skrifaði fyrir tveimur ár- um ræddi hann um hin stór- felldu fjársvikamál Olíufélags- ins h.f. Hann vék máli sínu sérstaklega að Vilhjálmi Þór og öðrum slíkum sem túlk- uðu þá skoðun í orði og verki „að menn geti unnið trúlega fyrir hugsjón og framgang samvinnustefnunnar. þótt þeir séu ekki samvinnumenn að hugsjón og séu í pólitískum samböndum, sem sýna í verki. að þau vinna samvinnuhreyf- ingunni alit það ógagn sem þau geta. Þessa skoðun hafa einstakir samvinnumenn lát- ið í ljós opinberlega, og er oft að því vikið í Morgun- blaðinu. f samræmi við skoð- un þessara manna. sem Morgunblaðið álítur, að sé hin eina rétta stefna í samvinnu- málum, hefur SÍS einstaka sinnum staðið að stofnun hlutafélaga, m.a. Olíufélagsins h.f. og Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags." Og Hermann Jónasson hélt áfram og sagði að reynslan sýndi „að sam- vinnuhugsjón og gróðahyggja geta ekki blandað blóði, án þess að afíeiðingar þess verði stórslýs fyrir samvinnuhreyf- inguna. Eitt er víst, og það er. að samvinnumenn. hvar í flokki sem þeir standa. verða að læra af þessari reynslu og breyta eftir þeim lærdóm- um.“ f áramótagrein sinni nú talaði hinn nýi fonnaður Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson, fátt um hugsjónir samvinnuhreyfingarinnar. — Hinsvegar var það eitt síð- asta verk Framsóknarflokks- ins fyrir áramót að kjósa Vil- hjálm Þór sem fulltrúa sinn í stjórn Áburðarverksmiðjunn- ar. Vist lærir Framsóknar- flokkurinn af reynsTunni og breytir eflir því. — Austri. Útí Búðinni ÞAÐ ER SIÐUR í Færeyjum að dansa alla þrettándanóttina. Færeyingafél. hér í Reykja. vík vill halda þessum sið að nokkru, og því var efnt til samkomu í Breiðfirðingabúð á föstudagskvöldið, til að ..teija út jólin“ eins og þeir kalla þessa skemmtun. Fyrst voru dansaðir venjulegir dansar. eða það sem Fær- eyingar kalla „enska“ dansa, en um miðnættið voru ljósin kveikt og allir tóku ofan pappírsbattana og svo var farið að dansa hinn fræira færeyska hringdans við kvæð. ið um hann Flóvin Bæna- diktsson. FORMAÐUR Færeylngafélagslns, Ragnvald Uarsen. sagði okk- ur að í félaginu væru um 30 manns og skemmtanir væru haldnar annan hvern mánuð. Hann kvað Það há mjög iðkun færeyska dansins, að skortur væri á hæfum st.iórncndum. Það er nefnllega ekki nóg að kunna sporið og kvæðin, heldur verður að kunna hinar réttu fótaá- herzlur. en þær fara eftir efni kvæðisins. Því er það að íslendingar eiga erfitt með að fylgja áherzlunum. hó að þeir kunní sporin. Einnig er það skilvrði að dansað sé á tré- gólfi. ■"\SINN LIFIR góðu lifi helma í Færeyjum. Á Ólafsvökunni. sem er elns konar þjóðhátið Færeylnga. er dansað alla ”óttlna og aldrei slitnar '’ringurinn. en fólk hleynur >'r dansinum og i hann aftur. eftir því sem verkast vill. — G.O. „Lat meg sova á tínum armi, ríka jómfrúva” er viðlagið í danskvæðinu um hann Flóvin Bæna- diktsson og allir dönsuðu, konur og karlar, ungir og gamlir, íslenzkiir og færeyskir og af miklu fjöri. (Ljósm. Þjóðv. G. O.) bókin um þessi efni, en hefur nú verið ófáanleg um árabil o.g hefur bókaskortur í þessari grein verið mjög bagalegur og staðið tónlistarkennslu í landinu fyrir þrifum. Höfundur bókarinnar, Jón Þór- arinsson, er í hópi kunnustu tónskálda og tónlistarmanna ís- lenzkra og hefur um 15 ára skeið verið yfirkennari í tón- ‘'ræði við Tónlistarskóiann í "íeykjavík. f kennslubék í al- mennrl söngfræði Út er komin hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs ný kennslubók í almennri söngfræði, „Stafróf tónfræðinnar“ eftir Jón Þórarins- son. Kennslubók þessi er fyrst og fremst ætluð nemendum í efstu bekkjum skyldunámsins og í öðrum framhaldsskólum, svo og II þús. kr. minn- ingargjöf til llgrímskirkjn Nýverið hefur frú Guðrún Ryden gefið Hallgrímskirkju 10 þús. krónur til minningar um föður sinn, Friðrik Bjamason frá Mýrum í Dýrafirði, í tilefni af aldaraftnæli ha*©. nemendum tónlistarskólanna. Einnig mun hún verða nytsöm bók fyrir tónlistarkennara, org- anleikara. söngstjóra og aðra sem lík verkefni hafa með höndum. j Bókin er 127 blaðsíður og fjallar um undirstöðuatriði a’.- mennrar tónfræði: nótnaritun og lestur, hljóðfall, tóntegundir, tónbil o.s.frv. Þá er í bókinni skipuleg skrá yfir ítölsk og þýzk tónlistarorð með þýðingum á ís-1 lenzku, og nákvæm atriða. og orðaskrá með tilvisunum til textans eykur nytsemi bókarinn- ar og gerir hana handhæga í notkun. Efnissvið bókarinnar er | að mestu hið sama og fjallað er um í Almennri söngfræði Sig- fúsar Einarssonar, en þessi bók er mun ýtarlegri um flest at- riði. enda allmiklu stærri. Bók Sigfúsar var lengi eina tilfseka Varðsönqur eftir Krisfin Reyr „Varðsöngur“, ljóð og lag eft- ir Kristin Reyr skáld í Kefla- vík, er nýlega kominn út á litlu nótnakveri. Þetta er skátasöngur. hefur höfundur tileinkað ljóð og íag skátahreyfingunni. Helgi s. Jónsson skátaforingi í Kefiavík hefur gert forsíðuteikningu nótnaheftisins. en útgefandi er Keflavikurútgáfan. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.