Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 3
SuiitMidagar 6. jaiiáar 1&G2 mmmÍUkU SÍÐÁ 3 Alþingi Framhald af 5. síðu. ekki saxnmála rnn leiðir til úr- lausnar þessu mikla vandamálL Eg vil svo að lokum bara aðeins minna á það, að fyrir síðustu kosningar lýstu allir frambjóðendur Norðurlands- kjördæmis vestra því yfir, að þeir mundu vinna að fram- gangi þess, að Siglufjörður kæmist sem fyrst í örug-gt vegasamband, en frómar yfir- lýsingar eru nú heldur léttar á metunum ef ekkert annað kemur í staðinn, og ekki verð- ur nú sagt, að árangurinn hafi orðið mikill enn sem komið er. Enn búa Siglfirðingar við al- gjörlega ófært ástand í þess- um málum og munu búa við sama ófremdarástanlið næstu áratugi, ef áfram verður hald- ið, sem nú horfir. En nú eru kosningar að vori. Ekki er ég i neinum vafa um það, að enn verða gefnar fagr- ar yfirlýsingar og frómar ósk- ir í sama dúr og síðast. Hitt er svo annað mál, hvort Siglfirð- ingar og þeir Skagfirðingar, sem mestra hagsmuna hafa hér að gæta. með það, að Siglu- fjörður komist í öruggt vega- samband láti sér slíkar yfir- Iýsingar nægja. Það hlýtur reynslan ein að skera úr um.“ ★ Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins felldu þessa tillögu Gunnars Jóhanns- sonar, líka þingmenn þeirra flokka úr Norðurlandskjör- dæmi vestra. Nútímafist Framhald af 6. síðu. nokkrir aðrir málarar, sem Brodin nefnir „aðalhlið“ á veg- inum til nútímalistar, hafa sagt frá þvf í dagbókum sínum, að þeim leiðist að mála menn. March fór að mála dýr, en fékk líka andstyggð á því. Klee fannst hann vera knúinn til að mála tákn " umheiminn, sem hann g losað sig við þrátt fyrir - En Male- witch og Kandinsky. sem líkt var ástatt fyrir að áhti Brodins, tókst að slíta hugann frá um- hverfinu. Er Brodin þá að fullyrða, að allir listmálarar séu sjúkir í sálinni? Nei, segir hann. Nú þegar brautin hefur verið rudd fyrir abstraktlistina, er auðveldara fyrir aðra að ganga þá götu og mála abstrakt eingöngu af fag- urfræðilegum ástæðum. En stöðugt eru til þeir, sem mála óhlutkennt, vegna þess að þeim býður við mannfólkinu. Það er því athyglisvert fyrir sálfræðinga, segir Brodin, að hugleiða, hvers vegna kemur fram á sjónarsviðið í byrjun tuttugustu aldar alþjóðleg lista- mannakynslóð, sem þjáist af þessum heimsleiða. Og þessi kynslóð hlýtur ekki aðeins mikla viðurkenningu meðal al- mennings, heldur fylgja nýjar kynslóðir í kjölfarið og fjöldi af hliðstæðum fyrirbærum birt- ist innan annarra listgreina. Samanburðarsýning hans á apalist og abstraktlist er sem sagt ætluð til að vekja menn til umhugsunar um þá spum- ingu, hvað valdi þeirri stefnu sem listir nútímans hafa tekið. Skyndisala — Skyndisala Mánudaginn 7. janúar SOEKABUXUR á íullorðna frá UNBIRKJÓLAR _ ULLARPEYSUR — NY10NS0KKAR — TELPUNATTKJÓLAR á NATTFÖT áður 101.90 nú DRENGJASKYRTUR á BARNASPORTSOKKAR allar stæiðir á ULLARHANZKAR herra á GALLABUXUR frá Lítið í gluggana um helgina. kr. 100.00 — 100.00 — 175.00 — 15.00 — 50.00 — 60.00 — 45.00 — 15,00 — 50.00 — 100,00 Verzlunin DALUR Framnesvegi 2 — Sími 10485. RATVEITA HAFNARFIARÐAR Orðsending Viðskiptamenn Rafveitu Hafnarfjarðar eru vinsamlega beðnir að athuga, að frá síðastliðnum áramótum að telja, skiptir Rafveitan ekki sameiginlegum rafmagnsreikn- ingum í þeim tilfellum þar sem tveir eða fleiri notendur eru um einn mæli, verða aðilar að koma sér saman um skiptinguna sjálfir, eftir að reikningur hefur verið greiddur. Nauðsynlegt er að aðilar að sameiginlegri raforkunotkun ákveði hver þeirra standi ábyrgur gagnvart Rafveitunni og tilkynni það til skrifstofunnar sem allra fyrst. Ekki verður tekið á móti greiðslum inn á sameiginlega rafmagnsreikninga. 4. janúar 1963, RAFVEITA HAFNARFJARÐAR De Gaulle stærir sig af styrkri stjórn í Frakklandi. Ilonum hcppnaðist UBUl & að vísu að ná meirihluta f franska þinginu með hæpnum aðferðum, en honum hefur ekki auðnast að Icysa þau vandaroál sem steðja að frönsku þjóðinni né bæta Iífs- kjör hennar. Myndin sýnir franska verkamenn sem nýl ga gengu kröfugöngu og hcimtuðu betri kjör og bætt vínnuskilyrði. nveriar deila a kommúnista Nýlega birtist í kínverska Al- þýðublaðinu forystugrein sem nefnist „Ágreiningur milli félaga Togliatti og okkar.“ Er þar deilt hart á hinn ítalska kommúnista- foringja. Jafnframt er látið í veðri vaka að stefna margra annarra kommúnistaflokka cn hins ítalska sé röng. Baráttan gegn heims- valdastefnunni í grein þessari er því haldið fram að sjónarmið Togliattis „og nokkurra fleiri kommúnistaleið- toga“ brjóti í bága við Marx- 'leninismann. Er þvi haldið fram að stefna þessara leiðtoga og Ðokka þeirra sé fólgin í því að „fólkið í auðvaldslöndunum eigi ekki að gera byltingu, kúgaðar þjóðir ekki að berjast fyrir frelsi sinu og fólkið í heiminum ekki að berjast gegn heimsvalda- stefnunni." Því næst er því haldið fram að „þeir sem ráðast gegn kín- verska kommúnistaflokknum" hvetji til þess að „hlítfa heims- valdastefnunni, sættast við heimsvaldastefnuna, vera að- gerðarlausir eða andvígir gagn- vart þjóðfrelsishreyfingum og byltingarbarátu fólksins og beygja sig og gefast upp fyrir heimsvaldastefnunni.“ Friðsamleg sambúð og stéttabarátta í greininni er fullyrt að Togli- atti og fleiri kommúnistaleiðtog- ar greini ekki lengur á milli réttlátra og óréttlátra stríða og „annað hvort beiti sér gegn rétt- látum stríðum eða neiti að styðja þau og lendi þannig á sama báti og hin borgaralega friðarstefna sem er andsnúin öll- um stríðum. Togliatti er þar að auki sak- aður um að hafa rangfært kenn- inguna um friðsamlega sambúð og að hafa „krafizt stéttasam- vinnu í stað stéttabaráttu á heimsmælikvarða og hallast að bræðingi milli kapítalistísks og sósíalistísks skipulags. Þetta mál var raunar rætt á þingi ítalska kommúnistaflokks- ins fyrir skemstu. Þar var þvf einmitt slegið föstu að friðsam- leg sambúð ihefði alisekki í för með sér að stéttabaráttan stöðv- aðist, hvorki innan einstakra ríkja eða alþjóðlega. Miinchenarsamningur eður ei í kínversku greininni er rætt um lausn Kúbu-deilunnar. Segir þar að kínverskir kommúnistar hafi aldrei nefnt það Munchen- arsamning að forða tókst kjarnorkustyrjöld vegna öng- þveitisins á Karíbahafi. „En við beitum okkur gegn því, og mun- um beita okkur gegn því fram- vegis að yfirráðum lands sé fórnað í málamiðlunarskyni við kapítalismann. Slika málamiðlun er ekki unnt að nefna annað en Muchenarsamning.“ Friðsamlegr leið til sósíalismans Kínverska blaðið deilir einnig á stefnu ítalskra kommúnista í innanríkismálum. Segir það að áætlunin um friðsamlega leið til sósíalismans sé „fullkomin svik við Marx-lenínismann“. Þessum ásökunum er ratmar beint gegn flestum kommúnistaflokkum heimsins. Kínverjar segja að slík stefna vísi á bug nauðsyn öreigabylt- ingarinnar og nauðsyn þess að hið borgaralega ríkiskerfi sé upprætt en vilji hinsvegar að ríki það sem við lýði sé komi á sósfalisma með þjóðnýtingu voldugra fyrirtækja, með áætl- unarbúskap og þróun lýðræðis- ins innan ramma hinnar ítölsku stjómarskrár. L’Unita, málgagn ítalskra kommúnistaflokksins, hefur skírt frá hinni kínversku forystugrein. Vísar blaðið á bug þeim ásökun- um sem þar koma fram og segir að þær séu ekki á neinum rök- um reistar. i Mona-Lísurnar | ! orðnar tvær! j J Fyrir fáeinum dögum R I gerðist það í Nissu í Frakk- k I landi að 77 ára gamall list- % j málari, Raymond Hekking | J að nafni, sýndi opinberlega N I Mona-Lisu-málverk sem b : hann sagði að væri sýnu B B meira í ætt við Leonardo B bv da Vinci en það sem er í J tjj eigu Louvre-listasafnsins og g k nú er á sýningarför i ð Bandaríkjunum. | Hekking skýrði frá því j: V að sérfræðingar frá Louvre B Ik hefðu rannsakað listaverkið k " og staðfest að það væri frá B b 16. öld. Árið 1955 rannsak- w J aði ítalskur sérfræðingur Q t það og kvað upp þann úr- £ B skurð að myndin væri * W handaverk da Vincis sjálfs £ B eða einhvers lærisveina " k hans. ■ B Hekking skýrði frá því J k að hann hefði keypt mál- ■ 4 verkið í litlu þorpi í nánd J K við Grasse við Rívíeruna ■ * árið 1954. Þá lá það gleymt J ■ og grafið í rykugri skran- B J verzlun. Hekking greiddi | tæpar þrjú hundruð krónur B J fyrir myndina. k Hann telur að hin upp- B £ runalega Mona-Lisa hafi k. I horfið 1911 er listaverkinu B J var stolið úr Louvre-safn- k | inu og önnur mynd — sú B jj sem nú er sýnd í Banda- k B ríkjunum — hafi verið gerð B k að staðgengli hennarísafn- k B inu. " ÆKFJEBFÆBB?ÆBF'JBBT.'JB&F.ÆBF Kína og Pakistan semja um verzlun KARACHI 5/1. í dag undirrit- uðu Kínverjar og Pakistanar viðskiptasamning sín á inilli. Samkvæmt samningi þessum munu Kínverjar selja málma, stál. kol, sement, vélar og fleiri vörur til Pakistan en kaupa aftur baðmull, vefnaðarvörur, íþróttatækL króm, prentsvertu og fleira. Þú lærir málið í MÍMI Sími 22865 kl. 1 - 7. úrma hyggst gera búnaðarbyltingu Byltingarstjórnin í Burma, undir forystu Ne Vins hershöfð- ingja, liyggst grípa til róttækra ráðstafana til að leysa fyrir sitt leyti það meginvandamál sem sameiginlegt er öllum nýsjálf- stæðum ríkjum í Asíu. þ.e. laud- búnaðarmálin. Samkvæmt áætluninni um „leið Burma til sósíalismans“ liefur verið skipuð nefnd til að annast landbúnaðarbyltinguna. Fær hún það verkefni að rann- saka aðferðir og möguleika tilað endurbæta landbúnaðinn í Búrma. Verkefni nefndarinnar eru þrennskonar: í fyrsta lagi: að skipta upp jarðnæðinu, í öðru lagi: að gera áætlanir um þróun landbúnaðarins, og í þriðja lagi: að ganga frá tillögum um ný- skipan í landbúnaðarmálum í sambandi við vélvæðingu og á- ætlun um að auka kvikfjár- rækt eftir að gjörvöllum land- búnaðinum hefur verið komið í nútímahorf. Nefndinni hefur verið falið að gera tillögur um að koma á sam- yrkju, efla skógrækt og brjóta ný landsvæði til ræktunar. Fyrsta skrefið er að meta ná- kvæmlega jarðnæðið í Búrma sem er rúmlega 600.000 ferkíló- metrar að stærð. Jarðnæðinu á að skipta eftir gæðum, en jafn- vel frumstæðustu landmælingar voru vanræktar meðan Bretar réðu lögum og lofum í landinu. Samkvæmt fyrstu mælingun- um hefur komið í ljós að aðeins helmingur þess ræktanlega lands J Búrma sem fallið er til rís- ræktar er nytjað. 13 prósent af Búrma er þakið skógi og talið er að aðeins 3 prósent séu það hrjóstrug að ekki sé unnt að nytja þau á nokkurn hátt. Landið hefur þvi geysimikla möguleika til að endurbæta land- búnaðinn — en það krefst nú- tímalegrar skipulagningar, nú- tíma ræktunaraðferða en fyrst og fremst mikils átaks fólksins í hinum 36.000 þorpum í hinu græna landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.