Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. j>anúar 1963 ÞJÓBVILJINN SlÐA ! I H Övissa? i ! nk i ! Vetrarhátíðir okkar eru auðvitað mikill léttir og skap- bætir í þessu mikla myrkri sem hlýtur að leggjast á sál- irnar hvað sem öllu rafmagni líður. Samt eru þær ekki það samræmisfulla Bláhaf sem böm og skáld synda í — svo vitnað sé til nýlegs kvæðis. Margir eru auðsjáanlega óá- nægðir bæði með sjálfa sig og aðra, þótt slíkt verði að vísu ekki sagt um íorsætisráð- herra landsins. Um hátíðirnar sjálfar segja menn að þær séu fullar af kaupmennsku og ýmissi efnishyggju annarri og hvergi rúm fyrir Krist á jól- um né forna álfa á nýársnótt. Og margt annað segja menn, eins og allir kannast við. Og varla væri á þetta minnzt hér ef það sýndist ekki gott dæmi um þá óvissu um alla skapaða hluti sem er kannske helzta einkenni Islendinga okkar daga. í þessu tilviki: óvissu um gamla siði, gamlar hug- myndir — menn vita ekki hvaða líf má ætla þeim. Og það bendir einnig margt til þess að við séum í næsta mikilli óvissu um það sem við höfum lengi talið okkur til ágætis öðru fremur — um íslenzka menningu. Súblímeraðir reyfarar Síðustu mánuðir ársins eru uppskerutími menningarinn- ar. Og það er margt sem minnast mætti á: leikrit eru sett á svið, tónleikar eru haldnir og sumir ágætir, við sáum jafnvel frumsýnda nokkurnvegin íslenzka kvik- mynd. En um þessa hluti skal ekki rætt að sinni — við er- um hvort eð er svo settir, að þegar við tölum um menn- ingarviðburði eigum við við bækur, bókaútgáfu. : Það komu út margar bæk- ur. Það ber alltaf töluvert á þeim bókum sem flokkast undir nokkurs konar þjóðleg- an fróðleik. Það eru prentaðar margvíslegar frásagnir úr ýmsum sveitum, minninga- þættir heilla starfsstétta og svo framvegis. Slík rit eru venjulega talin góðra gjalda verð, þetta sé hráefni fyrir meiriháttar verk, aðdragandi stórtíðinda. Auðvitað er hér um misjafnar bækur að ræða. En það er langt síðan að hægt var að slá því föstu að þessi endalausa söfnun, þessi tak- markalausi og skipulagslausi sparðatíningur er næsta fá- fengilegur, felur í sér jafn- vel nokkrar hættur. Fáfengi- leikanum verður líklega ekki betur lýst en gert er aftan á kápu einnar slíkra bóka: „1 þessu bindi breiðfirzkra sagna segir lítið eitt frá Gerða-Móra, Júlíusi bónda í Litlanesi, fullhuganum Jóni Thorberg og Rauða- sandsbnla, Gísla Jónassyni og h rgréti í Rófubúð, séra Eiríki Kúld og fleiri Breiðfirðingum. — Svo segir frá selveiði á Skálm- arfirði, slarksömum sjó- ferðum, átakanlegum slys- förum, svipum, fyrirburð- um o.fl.“. Og ef við kynnum að fall- ast á það sjónarmið að þetta sé allt tiltölulega meinlaust, þá hljótum við að minnsta kosti að frábiðja okkur á- stæðulaust lof um þessháttar blinda söfnun, sem er óneit- anlega nátengd hasarsjónar- miðum (slarksamar sjóferðir, átakanlegar slysfarir"). Þetta hefur ekki dugað okkur til stórra verka, ekki verið okk- ur himnastigi upp til góðrar sagnfræði, heldur ef nokkuð er þvert á móti gert mikið til að halda sagnfræði okkar niðri a flatneskju rislítillar persónusögu þar sem allar staðreyndir virðast jafnþýð- ingarmiklar. Við skulum heldur ekki gleyma því, að skilgetið af- kvæmi þessara þjóðlegu safn- rita eru samtalsbækurnar sem nú ber mest á í verzlunum. Vissulega er það í sjálfu sér ekki siðspillandi að skrifa niður æviatriði sérkennilegra manna, og það er líka rétt, að alloft hafa liprir og skemmti- legir pennar um fjallað. En þessar bækur eru yfirleitt sjúkar af átakaleysi, sára- sjaldan er þetta lesmál sem kemur nokkuð við okkur, ó- líklegt að við opnum aftur slíka bók. Áhugi fólks á þess- um bókum er beinn áhugi á æsilegum atburði, skrýtlu, — einhverskonar súblímeraður reyfaraáhugi. Okkur er að minnsta kosti skylt að viðurkenna, að fs- lenzk menning sækir afskap- lega lítinn raunverulegan styrk til bóka af þessu tagi. Við munum að Kapítóla átti furðulega greiðan aðgang að okkur á sínum tíma, þótt við ættum að heita brynjaðir í bak og fyrir af Grettlu og römmum rímum margra alda Andlegar hugsjónir Þó eru öll tíðindi af bókum góð hjá þeim ósköpum, að aldrei heíur það komið eins vel fram og nú hve sterk ítök þessi snurfusaði sjamanismi sem kallast spíritismi á í Is- lendingum. Við munum ekki aðrar jafnfjörugar, almennar og ástríðufullar umræður og blaðadeilur og þær sem spunnust af miðlabókum vetrarins. Það var ekki svo lítið í húfi. Þekktur prestur sagði í Morgunblaðinu að á- hugi á slíkum fræðum væri „snar báttur í erfð okkar, barna íslands“.......meðan við höfum enn ekki sogast á kaf í þjóðhaf milljónanna, hern- aðarhyggju og stjórnmála- þrefs, sem fylgir slíkum ald- arhætti án hugsjóna og hug- sýna“. Þetta er frábærlega merkileg kenning: ástandið hlýtur að vera mjög alvarlegt ef miðilsstarfsemi telst helzt til hugsjóna meðal okkar. Og . . . ef menn ættu þótt ckki væri nema brot af þeim krafti sem spíritistar sýna i kappræðum um áhugamál við þurfum víst ekki að efast um það að mjög margir eru prestinum sammála — og sú staðreynd er í sjálfu sér held- ur napur vitnisburður um það þjóðfélag sem við búum í og fæddist fyrir um það bil hálfri öld með glæsilega bjart- sýni og manntrú að veganesti. Það er því dálítið einkenni- legt að Ölafur Jónsson skuli telja greinar Halldórs Laxness um andatrú til marklausustu skrifa hans. Þær eru enn vel fallnar til að hressa menn ef þeir hafa fallið í nokkurn dapurleika eftir þá holskeflu af andlegheitum sem við höf um nú orðið fyrir. Ánaeg julegri upptalning En það voru einnig gefnar út bækur sem nokkur ánægja var að og sumar voru mikill fengur. Menningarsjóður var at- hafnasamur. Hann kynnti út- lend frægðarrit, biskupinn þýddi Játningar Ágústínusar, út kom seinna bindi Kalevala í þýðingu Karls ísfelds. Geir Kristjánsson þýddi smásögur Antons Tsjekhofs — og var sú bók ein þeirra fáu þýddra er- lendra skáldverka sem nokk- urs var vert um. (f þeim stutta lista má ekki hlaupa yfir heið- arlega og vel gerða suðurafr- íkuskáldsögu Söru Lindman, ..Sonur minn og ég“. sem Fróði gaf út). Smábókafjokkur Menningarsjóðs ætlar að reynast mjög þarflegt fyrir- tæki — í sama flokki og sög- ur Tsjékhofs komu út sögur Jökuls Jakobssonar; „Nætur- heimsókn“ hans sýnir ágæt- lega beztu hliðar þesga unga og athafnasama höfundar. Almenna bókafélagið sendi frá sér ýmsar álitlegar bæk- ur. Það hlýtur að vera fróð- legt að kynna sér skrautlega bók félagsins um helztu trú- arbrögð heimsins, svo og hug- leiðingar Pierre Rousseau um frmtíð manns og heims. Bæk- ur sem þessar eiga heima á útgáfulista bókafélaga; það eru þær sem gera unglinga að voldugum spekingum eins og Ágústi H. Bjamasyni tókst fyrir nokkrum áratugum. Ennfremur hélt félagið áfram útgáfu sinni á verkum Gunn- ars Gunnarssonar; hinsvegar hefur því að þessu sinni tekizt miður með útgáfu nýrra inn- lendra skáldrita. Og Einar Ól- afur Sveinsson gaf út bók- menntasögu sem að öllum lík- indum verður talað meira um en aðrar bækur ársins. Ný bók eftir Hannes Pét- ursson er að sjálfsögðu við- burður — bæði hér og í Dan- mörku; það er fróðlegt að fylgjast með þróun þessa skálds sem er beint og óbeint einhver athyglisverðasti aðil- inn í svokallaðri íslenzkri menningarbaráttu. Af öðrum bókum Helgafells verður Ás- grímsbók efst á blaði — það er alltaf skemmtilegt til þess að vita að Ragnar Jónsson er órólegur maður og hugsar stórt, og hann boðar fleiri bækur um myndlist, við meg- um eiga von á Gunnlaugi Scheving og Sigurjóni Ölafs- syni innan tíðar. Afmælisútgáfa Máls og menningar var góður viðburð- ur og þetta voru fallegar í>.: í iÍ. í / 'i J. >. i; ) Ní,>.-i. - i ■ t í \ : . >■>> >\ . . . þrátt fjTir allt gerðust ýmis ánægjuleg tíðindi i bókaútgáfu. bækur, alvarlega hugsað um útlit þeirra og allan frágang. Ekki svo. að skilja að þær séu allar jafnánægjulegar, nei; og þar að auki hljótum við að sakna þess að yngri kynslóð rithöfunda og skálda átti sér ekki fulltrúa meðal höfunda. Hinsvegar er það ekki á hverjum mánuði að tvær bækur koma frá hendi Jóns Helgasonar, sem með fordæmi sínu hlýtur að hafa komið flestum skrifandi mönnum á Islandi oftlega til að skamm- ast sín fyrir það tungutak og þau vinnúbrögð sem menn leyfa sér. Stefán Jónsson gaf út mikla og vandaða skáld- sögu um vandkvæði okkar, vesaldóm og veikar vonir. Jóhannes úr Kötlum var reið- ur, lifandi og spámannlegur í Öljóðum sínum. Og Halldór Laxness sendi frá sér leikritið um Prjónastofuna Sólina, sem hefur komið íslendingum í meiri vanda en öll önnur rit- verk síðari ára. Það var talað um það i upphafi þessa pistils, að margt benti til þess að Islend- ingar væru í nokkurri „ó- vissu" um menningu sína. Þessi þurra upptalning sem gerð var hér að ofan virðist þó sýna að ýmislegt ánægjulegt gerist, að minnsta kosti á sviði bókaútgáfu. En það er fleira sem kemur til greina. I fyrsta lagi: það ber vott um sorglegt alvöruleysi hve lélegar bækur eru vinsælar. Maður veit varla hvort hlæja á eða gráta þegar við heyrum að í bókasöfnum sé svo lang- ur listi yfir þá sem þyrstir í síðustu bók Kristmanns, að þeirri eftirspurn verði engan- veginn fullnægt á einu ári. 1 öðru lagi: þrátt fyrir allt fáum við furðulítið af inn- lendum skáldverkum. Og það fer einnig afskaplega lítið fyrir umræðum um menning- armál, kappræðum. Birtings- menn voru einu sinni nokkuð sprækir. en þeir hafa verið furðulega daufir að undan- förnu. Og ýmsar athyglis- verðustu greinar um menn- ingarmál sem íslenzkir menn hafa skrifað, hafa fjallað um erlend efni. Hvað skyldi valda því, að menningarfrömuðir hafa ekki þótt ekki væri nema brot af þeim krafti sem spíritistar sýna þegar áhugamál þeirra ■ eru á dagskrá? Því verður ekki svarað í fljótu bragði; máske er ein aðalástæðan sú að atómaldar- andi hefur mjög svæfandi á- hrif á þann sérkennilega „barnaskap” sem getur lokk- að menn til athafna. Enn- fremur gætir hér þeirrar þreytu sem er svo algeng um Vesturlönd: menn hafa frelsi til að segja það sem þeir vilja, en um leið ásækir þá sterk vantrú á þýðingu þess að taka til máls. Frelsið er eins og allir vita fyrst og fremst frelsi peninganna, og þegar þeir tala fer furðu lít- ið fyrir skarplegri hugsun á síðum menningartímarits. A.B. i I í I Myndlist í Sovétríkjunum er enn á dagskrá — Öskubuska snýr heim aftur — Kvikmjmd um Karl Marx I I i ! Einn af riturum sovézka kommúnistaflokksins llítsjof, flutti í seinni hluta desember ræðu á fundi flokksleiðtoga með listamönnum og rithöf- undum. Tilefni þessa fundar hafa verið þeir atburðir sem gerðust fyrir skömmu i mynd- listarmálum þegar abstrakt- málarar opnuðu sýningu og Krúsjof viðhafði mjög reiði- leg ummæli um þá og ýmsa aðra málara, fígúratífa en nýtízkulega, sem sýndir voru á stórri hátíðasýningu í borginni. llítsjof las meðal annars kafla úr bréfi frá ýmsum menntamönnum til Krúsjofs. Þeir tala um þann árangur sem afstalínun hefur borið i menningarmálum, og um það að þá æskilegu þróun megi ekki stöðva. „Við sjáum, segja þeir, hvemig orð yðar á sýn- ingunni eru nú túlkuð af full- trúum þeirrar stefnu sem ein gat þróast meðan Stalín var á lífi, og gáfuíöörumíþá-ekki möguleika til{ aðfjvinnai-—^og jafnvel lifa‘,.'!Þeírl:segjast,vera vissir um að Krúsjof viljl • . pi-v? nrfl séu lögð út á þann veg og biðja hann að beita áhrifavaldi sínu „til að stöðva þá aftur- för til fyrri aðferða í mynd- list sem eru andstæð anda okkar tíma“. llítsjof segir að þessum mönnum hafi gengið gott til, en er að öðru leyti andvígur skoðunum þeirra. Segir að þessir menn fari á „friðsam- lega sambúð" listastefna sem samkvæmar raunsæi og fjand- samlegar henni, en slíkt geti ekki gengið og verði barizt gegn slíkum skoðunum. Hann var og mjög harðorður í garð hverskyns „stjórnleysis", sem stefndi að því að afneita for- ystuhlutverki flokksins í list- um, og þjóðfélagslegu og uppeldislegri þýðingu þeirra. Eklci er enn séð fyrir um úrslit þessa máls, og verður væntanlega vikið að því hér í blaðinu síðar. Spurzt hefur að annar fundur forystu- manna ílokksins og samtak- anna verði haldinn íjanúar eða febrúar. —★— I núvember var frtrmsýnd í New York stórmyndin „Upp- reisnin á Bounty". Þetta er ein hinna ofvöxnu hoUívúdd- mynda: almenningur fær ó- spart að heyra að kvikmynd- unin hafi tekið þrjú ár, full- komin eftirlíking af Bounty hafi kostað 750 þús. dollara. Marlon Brando hafi fengið meira en milljón fyrir að leika aðalhlutverkið og svo framvegis. Þegar kvikmyndatökumenn komu til Thaiti að filma fagra náttúru, prófuðu þeir meðal annars unga pólínesastúlku, Taritaum Teriipala eða Tar- ítu; en hún þvoði þá upp diska á hótelinu Le Tropique. Leikstjórinn, Rosenberg, hafði aldrei séð annað eins, aldrei séð svo töfrandi bros, svo yndisleg augu. Þessi stúlka sem var prófuð í stuttri þjóð- dansmærin hlaut aðalkven- hlutverkið í myndinni. Taríta kom til Bandaríkj- anna: Kom fram í glæsilegum tízkufatnaði, lék, varð stjarna. Hér hafði semsé gerzt eitt af þessum frægu öskubuskuæv- intýrum sem gert hafa fjöldan allan af ungpíum heimsins ruglaða í ríminu. En þetta ævintýri hefur þvi | miður fengið heldur leiðinleg- k, an enda. Það hefur síðast ^ frétt af Taritu að hún er aft- k ur farin að þvo diska á Thaiti. —★— Sovézka skáldkonan Galina Sérabrakova hefur fengið tölu ^ vert nafn fyrir skáldsögu sína h um Karl Marx. Nú hefur J verið ákveðið að gera kvik- b mynd eftir þessari sögu og J hefur þegar verið lokið við fij handrit fyrri hluta hennar. J Kvikmyndastjóri verður Ros- | jal, en hann hefur áður l stjórnað umsvifamikilli film- ð un á sögulegum skáldsögum. ^ Sérebrjakova segir um þessa ^ mynd í Líteratúrnaja Gazeta Ifi m.a.: Þetta á ekki að verða ® þurr, akademísk ævisaga, heldur frásögn með óvæntum . - frávikum, „flash-backs" aftur H í æsku Marx, menntaskólaár | í Trier, fyrstu kynni þeirra | Jenny. J Mér finnst óhugsandi að ^ segja frá Marx á fomlegan hátt, því verk hans og hugs- anir eru sannir samtímamenn fi okkar .... Við viljum ekki ™ aðeins sýna Marx sem bylt- fi ingamann, nýjan Prómeþeus, J heldur og manninn í hvers- fi dagslegu lífi, föðurinn sem " dillar bömum sínum ....... * NAZIM HIKMET Um borgina Hús mega vera ein hæð og hundrað hæðir e£ þau aðeins þrúga ekki stræti okkar ef þau þjóna okkur hrein, lipur, brosandi Ég hef ekkert á mótd nöktum vegg eí hann er Iifandi og ferskur. Né heldur mótmæli ég neonljósi sé það glatt og viturt og minni nokkuð á drauma mína Það mega vera tjarnir í görðum okkar á þeim svanir — evartir eða hvítir þar má jafnvel vera Iúðrasveit stundum en mestu máli skiftir að í görðunum séu staðir til kossa Ekki geðjast mér að gínum með dauðar opnar hendur eins og þær syngti aríur úr óperettum né heldur að járnmönnum og bronsmönnum ef þeir stíga ekki ofan af stalll sínum og ganga um meðal okkar — h —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.