Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 9. janúar 1963 — 28. árgangur — 6. tölublað. ! rTTTT! BUR rekur síldarskipshöfn Seint i gærkvöld frétti Þjóðviljinn, að Hafsteinn Berg- þórsson forstjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur hefði síð- degis í gær sagt upp allri skipshöfn svo og skipstjóra á Leif Eiríkssyni, en báturinn var nýkominn úr slipp og rétt búið að ráða á hann skipshöfn og álti hann að fara á síldveiðar í dag. Orsök uppsagnarinnar mun sú, að hætt mun nú við allar frekari tilraunir til sildveiða á Hallveigu Fróðadóttur og á skipstjórinn á togaranum að taka við Leifi Eiríkssyni a- samt skipshöfn sinni, en hann var áður skipstjóri á Leifi. Mikff óánægja var ríkjandi í gær meðal hinna brottreknn skipsmanna á Leifi Eirikssyni og munu þeir hyggja á mál- sókn á hendur BtJR. ! ! I Samvinna eða samvinna ekki í Hafnarfirði Q Miklar viðsjár eru nú í Hafnarfírði milli Sjálfstæðis- liokksins og Framsóknarflokksins sem fara sameiginlega með stjórn bæjarins. Fyrir nokkrum dögum samþykkti full- trúaráð Framsóknarflokksins að setja Sjálfstæðisflokknum skilyrði fyrir áframhaldandi samvinnu. Voru skilyrðin í mörgum liðum og þar á meðal var þess krafizt að Sjálf- stæðisflokksmaðurinn Óttar Hansson yrði látinn víkja sem forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarf jarðar og að Markús Jónsson yrði aftur ráðinn verkstjóri, en brottvikning hans vakti mikla reiði í Hafnarfirði eins og áður hefur verið rakið hér í blaðinu. ^ Fram&óknarflokkurinn krafðist þess að gengið yrði að skliyrðuEum fyrir sl. laugardag, annars vasri samstarfinu slitið Ekki höfðu nein svör borizt þann dag; hins vegar ræddust efstu menn á bæjarstjórnarlistum beggja flokka við þá um daginn og gerðu bráðabirgðasamkomulag sín i milli, og lofaði bæjarfulltrúi Framsóknar að koma því fram í flokki sínum. 9 Þetta samkomulag var borið undir fulltrúaráð Fram- sóknarf 1 ikksins í fyrrakvöld og var fellt, þrátt fyrir fyrir- hcit bæjarfulltrúans. 0 Hefði mátt ætla að þar með væri samvinnunni um stjórn bæjarins slitið, þar sem fresturinn var liðinn og ekk- ert nýtt samkomulag hafði náðst. Eftir því sem ÞJÓÐ- VILJINN komst næst í gær munu þó enn gerðar tilraun- ír til að neyða Framsóknarmenn til að falla frá skil- yrðum sinum og lúta forustu Sjálfstæðisflokksins í einu o% öllu. Mun formaður Framsóknarflokksins, Eysteinn Jóns- son, beita sér af alefM fyrir því að samvinnan haldi áfrain; hann lítur á samstarfið í Hafnarfirði sem einskonar stökk- pall til að greiða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og íhalds að loknum kosningum. Síldarmgöli skipað út •k Undanfarna daga hðfum vlð ~k birt myndir af síldarbátunum •k að koma að landi drekkhlöðn- •k um. Að þessu sinni breytum -k við útaf og birtum mýnd af •k síldarútskipun. Er myndin tek- ¦k in við höfnina, þegar verka. •k menn voru að skipa síldar- • mjöli um borð í Tröllafoss, • en það er flutt út í 50 kílóa •k pappírspokum. — (Ljósm. • Þjóðv. A.K.). eiðir bióðast an Sigurður Magnússon Eulltrúi skýrði Þjóðvilj- inum svo frá í gær, að í desember hefðu Loftleið- ir sent ríkisstjórninni bréf þar sem félagið bauðst til að útvega rík- issjóði fjögúrra milljón króna lán til þess að gera við Reykjavíkurflugvöll og lengja flugbrautir hans. Hins vegar sagði hann, að félaginu hefði enn ekki borizt svar við þessu tilboði. Dagblaðið Vísir skýrði frá þessu lánstilfooði í gaer og hafði það eftir Ingólfi Jónssyni samgöngiT"'1 ' '"'•- '" að Loft- leiðir hef'v. ' 'i'zl iil að Hna riki-sstjórninni allt að íjórum milljónum króna í fyrrgreindu skyni. Sagði Sigurður, að þarna væri rangt frá hermt, félagið hefði ekki boðizt til þess að lána þessa fjárhæð sjálft heldur aðeins til þess að útvega hana að láni. Vísir hefur það einnig eftir ráðherranum, að bréf Loftleiða hafi ekki borizt fyrr en fjár- veitinganefnd hafði lokið störf- \xm og hafi ríkisstjórnin enga afstöðu tekið til tilboðsins enn- þá, enda ekki verið aflað heim- ildar til sHkrar lántöku. amm eiBunum í fyrrinótt fengu 22 skip sam- tals um 28.800 tunnur síldar austariega í Grindavíkursjó. Mikið af síld hefur fundizt í Jökuldjúpi, en hún stendur djúpt og gefur sig ekki. Aðalveiðitíminn er nú á morgn- ana fyrir birtingu, en sáralítið um miðnættið. Kenna sjómenn því um að svo bjart sé af tungli að síldin komi ekki upp. Bezt mun veiðin vera þegar loft er skýjað. Hingað til Reykjavíkur komu 13 bátar með 11.850 tunnur og var Sigurður Bjarnason með mestan afla. eða 1800 tunnur. Pétur Sigurðsson var með 1700, Sólrún 1200, Hafþór og Guð- muridur Þórðarson með 1000 tunnur hvor, Ásgeir 900, Súla'n Skíðaferð Skíðaferð í skála ÆFR um næstu helgi. Upplýsingar i skrifstofu ÆFR í Tjarnargötu 20, sími 17513. 850, Víðir SU 800, Ólafur Magn- ússon 700 og sprungjnn poka, Sigurfari 500, Sæfari 600, Run- ólfur og Arnkell 400 hvor. Síld þessi er sæmilega góð í frystingu og til útflutnings ís- uð en óhæf til söltunar. Alþjóðaráðstefna haldin um öryggi fiskimanna Hafinn er undlrbúningur al- þjóðlegrar ráðstefnu í Genf, sem fjalla skal um öryggi fískiskipa. Ráðstefnan er kölluð saman að tilhlutan Alþjóða vinnumála- stofnunariníí«(r. Undirbúningsnefndin hefur bent á, að í raun og veru hafi fiskiskip verið undanþegin þeirri skyldu að hafa um borð öll þau tœki, sem nauðsynleg eru öryggi skipshafnarinnar og hún hefur sett fram grundvallaratriði, sem eiga að tryggja að fullu hags- muni fiskimanna gegn og vegna slysa við stöirf og atvinnusjúk- dóma. Skákþing Reykja- víkur hefst á sunnudaginn Skákþing Reykjavíkur hefst n. k. sunnudag, 13. janúar. Ekki er enn að fullu ákveðinn taflstaður fyrir þingið, en Taflfélagið gengst fyrir æfingum í Breiðfirðingabúð þessa dagana og verður sú síð- asta líklega á fimmtudagskvöldið. Þá og þar er síðasta tækifærið til að tilkynna þátttöku í skák- þinginu, en þangað til er einnig hægt að gera það í síma 15899. Hér í blaðinu mun verðafylgzt með gangi mótsins á meðan það stendur yfir og leitazt við að skýra lesendum frá þvi jafn- óðum. Minningarafhöfn um Eggert Stef- ánsson á mánud. I Minningarathöfn um Eggert Stefánsson söngvara og rithöf- und verður haldinn í Dómkirkj- unni í Reykjavík n.k. mánudag 14. janúar klukkan 10.30 árdegis. ! Siddcii! bregður vana smum Fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 196$ Kj var afgreidd í borgarstjórn t| ! \ rétt fyrir jólin eins og fra hefur verið skýrt í fréttum , hér í blaðinu. Að venju b felldi íhaldið, vísaði frá eða 5 tll „svcfns" í nefndum ¦ öllum breytingartillögtmi J og ályktnnarlillögiim borg- ¦ arfulltrúa Alþýðubanda- J lagsins og annarra minni- I hlutaflokka í borgarstjórn, h hvers eðlis sem þær voru J og hversu brýn hagsmuna- B mál sem bar var um að J ræða fyrir borgarbúa að 1 þær næðu fram að ganga, ^ Hins vegar er ekki ólíklegt, | ef að vanda lætur. að í- " haldið eigi eftir að taka upp eitthvað af þessum til- |j lögum, gera þær að sínum, ^ sambykkja þær þá og stæra b sig síðan af „frumkvæð- J inu", þótt ekki mætti sam- I þykkja þær nú, er þær J voru fluttar af öðrum. ¦ Þannig hafa vinnubrögð J borgarstjórnaríhaldsins þrá- ¦ faldlega verið og er það w raunar loflegt, að það skuli | þó stundum um síðir sjá i% villu síns vegar og taka B upp umbótatillögur Alþýðu- ^ bandalagsins. Það mætti | auk heldur gerast oftar " en raun ber vitni. ^ Á annarri síðu folaðsins í dag er viðtal við Öddu Báru Sigfúsdóttur borgar- ¦ fulltrúa um ályktunartillög- J ur þær. er hún flutti við I afgreiðslu fjárhagsáætlun- J arinnar, og þá afgreiðslu, ¦ er þær hlutu hjá íhalds- |J meirihlutannm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.