Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 2
r* / » n i n i i v -r ' < - ./ • ■ ' ' <«• -/ ihaldið taldi Bandalag kvenna ekki dómbært um uppeldismál Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1963 sem fram fór rétt fyrir jól flutti Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltr. Alþýðu- bandalagsins 6 ályktunartillögur varðandi uppeld- ismál, en sá þáttur borgarmála hefur verið van- ræktur af hálfu borgarstjórnarmeirihlutans á und- anförnum árum. Og íhaldsmeirihlutinn í borgar- stjórn sýndi enn hug sinn til þessara mála með því að vísa öllum tillögum Öddu Báru frá nema einni sem vísað var til nefndar. Hinum 5 var ekki einu sinni sýndur sá áhugi, að láta athuga þær í nefnd. Ályktunartillögur Öddu Báru voru birtar hér í blaðinu á sín- um tíma en frá umræðum um þær og afgreiðslu þeirra hefur ekki verið sagt annað en það, að engin náði fram að ganga. Hér er hins vegar um svo mik- ilsverð mál að ræða. að Þjóð- viljanum þótti rétt að vekja sérstaka athygli á þeim og af- stöðu íhaldsmeirihlutans í borg- arstjórn til þeirra. Sneri blaðið sér þvi til Öddu Báru og átti við hana viðtal af þessu tilefni. ert af þeim tillögum hefur ver- ið framkvæmt. 30. apríl í vor tilkynnti borgarstjóri, að hann hefði falið ákveðnum arkitekt að teikna hús er ætti að koma í stað Silungapolls og Reykja- hliðar, en í stað þess að leggja fram fé á fjárlagaáætiuninni til þessarar byggingar lagði borg- arstjómarmeirihlutinn fram þriðju áætlunina. Að tillögu minni var vísað frá þýðir. að það á að sleppa framkvæmdum í þessu máli en láta nægja áætl- anir eins og hingað til. Dagheimili — viku- vistarheimili Ön.nur ályktunartillagan var um það, að borgarstjórn áteldi að ekki skyldu enn hafa verið hafnar framkvæmdir við dag- heimilið í Grænuhlíð o.g legði áherzlu á, að byggingu þess yrði lokið á næsta ári. Ennfrem- ur fjallaði tillagan um undirbún. ing dagvöggustofu í Vesturbæn- um og starfrækslu dagvösgu- stofu í gamla húsinu að Hliðar- enda. — Hefur heimilið í Grænuhlíð verið lengi í undirúningi? — Nú eru liðin rúmleea 2 ár frá því ákveðið var að hefja framkvæmdir við heimilið í Grænuhlíð en þær hafa ekki enn verið hafnar. Virðist því ekki ástæðulaust að borgarstjóm gerði sambykkt um að verkið skyldi hafið og því lokið á þessu ári. í ágúst í sumar var visað frá i borgarstjórn tillögu frá mér um það, að borgarstjóm fæli borgarráði og borgarstjóra að siá um. að framkvæmdir hæf- ust tafarlaust við þessa bvgg- ineu Var tillögunni vísað frá á þeirri forsendu, að hún væri ó- þörf þar sem framkvæmdir væru að hefjast. Reynslan hefur hins vegar sýnt. að tillögunni var vísað frá af því að hún var þörf en ekkj óþörf eftirreksla, því að borgarstjórnarmeirihlut- inn vissi. að ekki yrði byrjað á framkvæmdum í sumar. í>að er ljóst, að þörfin fyrir dagheimili verður ekki leyst með því að byggja eina eða tvær byggingar heldur verður að byggja upp þessar stofnanir á sama hátt og barnaskóla. Á- standið nú í þessum málum er svo frá’.eitt. að það eru aðeins til 12 dagvöggustofup’áss í borg- inni og 288 pláss fyrir börn upp að 6 ára aldri. Ég flutti í haust tillögu um bað í borgarstjórn að starfrækja aqqvö?gustofu í gam.la húsint: q* Hlíðarenda er það losnaði en um það hefur engin ákvörðun fengizt tekin ennþá * -íi-evkólar Þriðja tillagan fjallaði um leikskóla b.e. að borgin reyndi að útvega húsnæði fyrir þá starfsemi i þeim hverfum sem verst eru sett í þeim efnum og jafnframt verði unnið að bygg- Vistheimili Fyrsta ályktunartillaga Öddu báru var um það. að borgar- sjóm teldi óhjákvæmilegt að hefja á næsta ári framkvæmdir á þeirri áætlun um byggingu vistheimila. sem borgarstjóri lagði fram á fundi borgarráðs 30. apríl s.l — Hvaða vistheimili eru það sem um ræðir í þessari tillögu og hver var áætlun borgar- stjóra? — Tillagan lýtur að vistheim- ilum fyrir börn sem borgin verð- ur að taka í fóstur að öllu leyti um lengri eða skemmri tíroa, Þau böm sem svo er á- statt um eru nú 48 svo að ekki ættu að vera óyfirstíganlegir erfiðleikar fyrir borgina að koma upp heimili yfir þau. Reyndin hefur hins vegar orðið sú. að Reykjavíkurborg hefur flækzf með börnin úr einu hús- næði i annað eins og fátækur baraamaður. Borgarstjórnar, meirihlutinn hefur haft uppi miklar ráðagerðir um að leysa þetta vandamál Árið 1957 voru lagðar fram ýtarlegar tillögur um stofnun vistheimila en ekk- • Vv Börn aö leik á götu í Reykjavík. Hve lengi á ga tan að vera leikvöllur meirihluta reykvískra barna? Sterk- ir menn „Hinn sterki maður Evr- ópu“ heitir ein forustugrein Morgunblaðsins i gær. Þar segir svo; „Um það verður naumast deilt. að de Gaulle. forseti Frakklands, er hinn sterki maður Evrópu árið 1963 Hann hefur bjargað Frakklandi frá fjárhagslegu og pólitísku öngþveiti . . . Charles de Gaulle hefur tryggt Frakklandi styrka og sam- henta ríkisstjóm. Franska þjóðin hefur sýnt að hún kann að meta stefnufestu hans 5 baráttunni gegn flokka- gíundroðanum og þeirrj póli- tísku spillingu. sem fylgt hafði í kjölfar hans“. Þeta er ekki i fyr=+q skipti sem Morv,"u'''A:* klappar pólitískurr r ' ’nönnum lof í lófa og vegsamar þá sér- staklega fyrir baráttuna gegn stjómmálaflokkum og þing- ræði. „Hinir sterku menn Evr- ópu“ hafa ævinlega verið guðir blaðsins, og svipleg ör- lög þeirra flestra virðast ekki enn hafa dregið minnstu vlt- und úr foringjadýrkuninni. Þessi aðdáun á pólitískum kraftajötnum er að þvi leyti alvarleg að hún sýnir Ijóslega hvers konar stjórnarfar Sjálf stæðisflokkurinn myndi taka upp á íslandi ef hann fengi aðstöðu til; einnig hann myndi þá afnema þingræðið og taka upp ,,sterka“ stjórn. Hins veg- af munu fleiri en einn og fleiri en tveir af leiðtogum flokksins hafa hug á að i- klæðast gervi aflraunamanns- ins Vissulega mun Bjarn; Benediktsson telja sig hafr alla burði til slikra verka- Birgir Kjaran mun telja sir sjálfkjörinn vegna ævilangrar aðdáunar á sterkum mönnum; og meira að segja Eyjólfur litlj Konráð. mun vafalaust hafa litið í spegil þegar hann var búinn að skrifa forustu- greinina um de Gaulle. A- byrgir menn „Allir ábyrgir íslendingar verða að sameinast um það að standa trúan vörð um ís- lenzku krónuna og koma í veg fyrir að ný skörð verði i hana höggvin og að verðbólgan flæði á ný um allar gáttir." Þannig endar ein forustu- grein Morgunblaðsins í gser. og er ekkj annað að sjá en böfundur hennar sé kominn i stjómarandstöðu. Það er ekki aðeins fslandsmet heldur trú- lega heimsmet að skerða gengi gjaldmiðilsins tvívegis á einu ári eins og núverandi stjóm hefur gert. Engin önnur ís- lenzk rikisstjórn hefur komið bvi í verk að hækka vísitölu vöru og þjónustu um melra en fvo fimmtu á tveimur árum ^r þess að vænta að margir qf lesendum Morgunblaðsinc >'ji sig í hópi ábyrgra f= iendinga og snúist gesn þvi likri stefnu. — Austrl. ingu nýrra leikskóla, og við það miðað, að smíði ’.eikskóla verði lokið i hverju nýju íbúðahverfi um sama leyti og þau eru tek- in í notkun. — Hvernig er ástandið nú í leikskólamálunum? — Um það skal ég vera ákaf- lega fáorð. Það heíur enginn leikskóli verið byggður hér í borg síðan 1954. Nú er það almennt viðurkennd staðreynd, að öll börn sem ekki eru á dagheimil- um þurfa að eiga þess kost ein- hverntíma á aldrinum 2—6 ára að dveljast á leikskóla. I nýjustu tillögum borgarstjómarmeirihlut- ans um vistheimili er líka gert ráð fyrir því að böm sem dvelj- ast á' uppeldisheimilum „sæki skóla í grenndinni — allt frá leikskólum og áfram svo sem aldur segir til um“. Arkitektar hafa heldur ekki gleymt að setja leikskóla á fyrirmyndar skipu- lagsuppdrættina sem þeir hafa gert. Það skortir ekkert annað í þessu efni en það. að borgin láti reisa leikskólana. Leikvellir Fjórða ályktunartillagan var um auknar framkvæmdir við leikvallagerð, þar sem m.a. var ályktað að brenns konar leik- svæði þyrftu að véra í hverju íbúðarhverfi. Þetta var eina til- lagan sem vísað var til athug- n » * v » ír" V v v • y y t y * v ^ v Adda Bára Sigfúsdóttir unar, þ.e. til leikvallanefndar. — Er ástandið í leikvallamál- unum svona slæmt? Treysti í- haldið sér ekki til þess að vísa þessari tillögu alveg frá eins og öllum hinum? __ Það er fullkomlega fráleitt að láta viðgangast, að meirihlut- inn af börnum í borginni hafi aðeins götuna að leikvangi. Og eigi að koma í veg fyrir að svo verði í framtíðinni þurfa leik- vellirnir ekki aðeins að vera til heldur og þannig úr garði gerð- ir, að börn á öllum aldri vilji vera þar. Nú eru vellimir að mestu miðaðir við ung böm. Það er hins vegar nýjung sem tillag- an felur í sér, að gerður verði greinarmunur á þrenns konar leikvöllum. 1 fyrsta lagi lokuð- um gæzluvöllum fyrir lítil böm. 1 ööru lagi völlum þar sem börn- in geta komið og farið að vild en vellirnir samt afgirtir og eftirlit haft ' með börnunum, því að það er lítið gagn í því að láta börn- in leika sér eftirlitslaus á óaf- girtum völlum við aðalumferðar- götur eins og t.d. á sér stað við Sigtún. í þriðja lagi þurfa að vera stór, opin leiksvæði fyrir stálpuð börn, en slík svæði vant- ar nú alveg. Skólaheimili 1 fimmtu tilllögu öddu Báru fölst nýroæli og skal hún því birt hér orðrétt. „Þar sem augljóst er, að sex ára börn og yngstu aldursflokkar skólabama þurfa að getá átt kost á sambærilegri umönnun og dagheimilin veita yngri bömun- um, ef mæður þeirra vinna utan heimilis eða aðstæður eru erfið- ar á heimilum þeirra, ákveður borgarstjóm að verða við þeim tilmælum Bandalags kvenna að hefja starfrækslu skólaheimila, og felur borgarráði að athuga möguleika á því að útvega hús- næði í grennd við bamaskóla borgarinnar og gera tilraun með þessa starfsemi í 2—3 skóla- hverfum næsta haust“. — Hverjar voru tillögur Banda- lags kvenna í þessu máli? — Bandalag kvenna í Reykja- vík sendi borgarstjóm í vetur erindi um nauðsyn dagvistar- heimila fyrir börn sem komín eru yfir aldUrstakmörk bama- heimilanna en njóta ekki nauð- synlegrar aðhlynningar á heimil- um sínum, benti Bandalagið m. a. á að tekið yrði á leigu hús- næði í nágrenni nokkurra skóla, s. s. Melaskóla, Laugarnesskóla og Hlíðaskóla, fyrir þessa starf- semi. Var þessi tillaga Banda- lagins nú i vetur ítrekun á sams konar ábendingu um þetta efni, er aðalfundur Bandalagsins sendi borgarstjóm. Þessari tillögu Bandalagsins var ekki einu sinni sá sómi sýnd- ur, að hún væri lögð fram 1 borgarráði eins og venja er með slíkar tillögur heldur stakk borg- arstjóri henni undir stól og fékk borgarráði aðeins til afgreiðslu tillögu Bandalagsins um reksturs- styrk því til handa. Ályktunar- tillögu minni var svo vísað frá af meirihluta borgarstjómar á þeirri forsendu, að það væri ver- ið að rannsaka, hvort yfirleitt væri nokkur þörf á því að yeita 6—9 ára bömum einhverja um- önnun, ef mæður þeirra stunda vinnu úti yfir daginn. Banda- lag kvenna í Reykjavík var ekki talinn dómbær aðili um þetta máL Sumarbúðir Síðasta ályktunartillaga öddu Báru var um það að fela Æsku- lýðsráði að gera tillögur um sumarb 'rfsemi fyrir börn og unghnga á skclaaldri og miða Y ' / y r r t f f -y , y, » » • I < ■ - við, að hægt væri að hefja þá starfsemi næsta sumar að ein- hverju leyti. Ennfremur að fela barnaverndarnefnd að leita eftir sumardvalarstað fyrir böm á skólaaldri, er gæti á næsta sumri létt þeirri kvöð af upptökuheim- ilinu að Silungapolli að taka á móti sumardvalarbörnum. — Er þetta síðasttalda atriði varðandi Silungapoll ekki brýnt úrlausnarefni? — Jú, af öllu skelfilegu í sam- bandi við uppeldisheimilamál borgarinnar held ég að þetta sé það versta. Á Silungapolli dvelj- ast nú 34 börn. Þetta er þeirra eina heimili og forstöðukonan og starfsfólkið reyna að ganga þeim í foreldra stað og vinna mjög gott starf. Svo gerist það, að á sumrin koma 60 böm til við- bótar á heimilið. Starfsfólkið verður að sinna beim bömum ásamt hinugi og börnin sem fyr- ir eru verða m. a. að /láta af höndum leikstofuna sina fyr>r svefnherbergi handa sumardval- arbömunum. Sumardvalarbömin eiga foreldra og þau fá heim- sóknir og gjafir og fá að hverfa heim til sín á haustin en hin verða að sitja eftir. Það er al- gerlega óviðunandi ástand að þurfa að blanda saman tvenns konar ólíkri starfsemi, enda legg- ur forstöðukona heimilisins á bað höfuðáherzlu að fá þessu breytt og að fá að vera í friði með börnin. Það verður að leysa vand- ann í sambandi við sumardvöl reykvískra bama á annan hátt en þennan. Það má ekki gera það á kostnað barnanna sern fyrir eru á Silungapolli. ★ Það má að lokum geta þess, sagði, Adda Bára. að eftir að borgarstjómaxmeirihlutinn hafði vísað þessum tillögum öllum frá samþykkti hann tillögu um að gera framkvæmdaáætlun um byggingu dagvistarheimila _og leikskóla, en við afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar fyrir árið 1962 felldi hann sams konar tillögu frá fulltrúum Alþýðubandalags- ins. Er hættur störfum í lækningastofu minni Sól- eyjargötu 5. SNORRI HALLGRfMSSON & KIPAUTGCRB RÍKISINS Þar sem m.s. Hekla fer vestur um land í hringferð 12. þ. m. þá hefur verið ákveðið, að m.s. Herðubreið fari austur um land 10. þ. m. en ekki vestur eins og áætlunin segir. Skipið kemur á allar hafnir frái Hornafirði til Kópaskers. Trúlofunarbringai steinbring- tr hálsmen, 14 og 18 karata. +ÍAFÞÓR ÓUPMUmSON V&s'iuh^eCía. /7,vwj óóní 'llSJo INbZMElMTA LÖOFfíÆ.Qi3TÖ12F>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.