Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 4
Miðv0eudag>ur 9. janúar 1963 Nýársfclaupið í Sao Paulo 270, hlauparar írá mörgum löndum tóku þátt í hinu árlega nýárshlaupi í Sao Paulo, en það fer fram á nýársnótt þegar áramótafagnaðarlætin standa sem hæst í borginni. Hlaupið er um stræti borgarinnar. Sigurvegari að þessu sinni varð Frakkinn Hamoud Ameur, og kom sigur hans mjög á ó- vart. Hljóp hann vegalengdina, sem er 7.4 km., á 22.08 sek. Annar varð Manuel Oliveira frá Portúgal og þriðji Argen- tínumaðurinn Suares, sem sigr- að hefur í keppninni þrjú síð- ustu árin. Fjórði varð Dissem frá Þýzkalandi, fimmti Armal frá Brasilíu og sjötti Italinn Ambu. Ausandi rigning var meðan hlaupið fór fram og göturnar mjög hálar og erfiðar fyrir keppendur. Af Norðurlandabú- um varð Svíinn Ove Karisson hlutskarpastur. Hann varð 15. Toralí Engan skákar nú öllum öðrum skíðastökkmönnum hcimsins. Skíðastökk Norðmaðurinn ENGA vann heimsmeistarann í fyrradag lauk þýzk- austurrískri skíðaviku, en á þessu merka móti kepptu margir beztu skíðastökkmenn heimsins fjórum sinnum í skíða- stökki. Toralf Engan frá Noregi sigraði í þrjú skiptin og varð eitt sinn f jórði. Olympíusigurveg- arinn og heimsmeistarinn Helmut Recknagel frá A.-Þýzkalandi keppti aðeins einu sinni og laut í lægra haldi fyrir Norðmanninum. Ætlunln var að þýzk-austur- ríska skíðávikan yrði fyhsta „liðskönnunin“ fyrir næstu vetrar-ölympíuléika, sem verða eftir eitt ár. Einn þáttur stökk- keppninnar fór fram á olym- píu-stökkbrautinni í Innsbruck. Þessi fyrirætlun fór þó að verulegu léyti út um þúfur. Vesturþýzk yfirvöld neituðu austurþýzku skíðamönn unum um keppnisleyfi í Vestur- Þýzkalandi, og varð það til þess að enginn -þátttakandi var frá sósíalísku ríkjunum. Tveir hlut- ar keppninnar fóru fram í V- Þýzkalandi og tveir í Austur- ríki. Söguleg keppni Helmut Recknagel keppti á öðru mótinu < Austurríki en ekki meir, enda Var hann af fyrrgreindum astæöum útilok- aður frá þátttöku í mótinu í heild. Það Kom á daginn að Recknagel, sem borið hefur ægishjálm yfir aðrá stöxkvara síðustu árin, varð að lúta í lægra haldi fvrír Norðmennir,- um, sem er í mikilli framför og sigraði glæsiiega Recknagel sagði eftir keppnina að hann hefði aldrei táoað fyrir nokkr- um manni nn.ð svo m.'k'um mun sem nú fyrir Engan H5 stig). Hano sitaðist gieðialr yftr árangri Engans, sem hann kVað góðan fulltrúa fyrir lartd sitt og fyrir skíðaíþróttina. Hann kvaðst mjög g.iarnan keppa við Engan og Nörðmaðurinn væri svó ágætur afreksmaður að sér þætti engin skömm að því að tapa fyrír honum. Recknagel kvaðst vera í litlu keppnisskapi á skíðavikunni. enda væri það ekki uppörvandi fyrir íþrótta- menn að vera neitað um þátt- töku í mótí vegna pólitískra á- kvarðana vestur-þýzkra yfir- valda. Hann kvaðst vona að hann gæti mætt Engan næst á Holmenkoilen-mótinu. Langt stokkið Þýzkalandsmegin var keppt á mótinu í Obersdorf og í Germisch, en austurríkismegin í Innsbruck og í Bischofshofen. Það var á Innstarucks-mótinu (2. keppni mótsins) sem þeir Engan og Recknagel leiddu saman hesta sína. Úrslitin í þeim þætti urðu þéssi: 1. Engan 91 og 85 m. 231 stig 2. Recknagel 87 og 79 m. 215 stig 3. Thoma, V-Þýzkalandi 88 og 82 m. 215.3 stig 4. Brandtzág, Noregi, 84.5 og 85 m. 214.9 stig 5. Schramm, A-Þýzkalándi 90.5 og 75.9 m. 212.1 stig 6. Balfanz, USA, 88.5 og 72 m. 211.1 m. 1 fyrsta þætti mótsins (Obers- dorf á nýársdag) stökk Engan 72 og 70.5 m. 214.2 stig. Annar varð Bolkart, V.-Þýzkalandi 68 m. í báðum stökkum og 199 stig. 3. varð Yggeseth, Noregi, 194 stig. Recknagel og félagar hans voru komnir til Obersdorf þegar keppnin fór fram, en vesturþýzka innanríkisráðu- neytið lagði bann við því að þeir fengju að keppa í Vestur- Þýzkalandi. Engan varð mjög glaður yf- ir sigri sínum í keppninni við Recknagel. A eftir kvaðst hann naumast trúa því að þetta væri veruleiki, og hann kleip sig í handlegginn til að fullvissa sig um að þetta væri ekki draum- ur. 1 þriðju lotu skíðavikunnar (Garmisch) stökk Engan 84 og 89 m. og hlaut 229,9 stig., Georg Thoma, V.-Þýzkal. varð annar með 83.5 og 85.5 m. — 217 stig. Thoma sigraði í norrænni tví- keppni á síðustu olympiuleik- um. Hver er beztur? Margir eru nú þeirrar skoðun- ar að Engan sé orðinn snjallasti skíðastökkvari í heimi og þar með líklegastur til sigurs á næstu olympíuleikum. Norsk blöð telja þó vafasamt að slá þessu föstu nema þeir Engan og Recknagel fái tækifæri til að keppa oftar saman í vetur, Ljóst er að Engan er í mikilli framför, en Recknagel er lík- lega búinn að lifa sitt fegursta á stökkbrautinni, enda hefur margur orðið að láta sér nægja minna en að sigra bæði á olym- piu'eikum og á heimsmeistara- mótinu. Skíðamenn og skíðafræðingar eru farnir að spá í ákafa um úrslitin á vetrar-olympíuleikun- um í Innsbruck næsta vetur. Engan og Recknagel eru efstir á blaði hjá öllum. Bandaríkja- maðurinn John Balfaz hefjr skotizt eins og éldflaug í röð beztu stökkmanna heims í vet- ur og getur orðið skæður. Aðrir sem oftast eru nefndir eru nefndir eru þessir: Laciak, Pól- landi, Tsakadez, Sovétríkjunum, Ilalonen, Finnlandi, Yggeseth frá Noregi, Brandtzag frá Nor- egi, Kurt Schramm frá Aust- ut-Þýzkalandi og Bolkart. Vest- ur-Þýzkalandi. Norðmenn eru mjög hreykn- ir yfir því að eiga á ný o<"ðið þrjá menn í „heimsflokki” í sk;ðt'S*ðkki. He)ztu baráttumálj norskra skíðamanna nú er að! fá aó æfa á Holmenkolten-j stókkbrautinm lengri tíma á vetuma en verið hefur til! pessa. S'ðasti þáttur skíðavikunnar fór fram í Bischofshofen s.l. sunnudag, og lét norska tnúið heldur betur til sín taka. Thor- bjöm Yggeseth sigraði — 79.5 og 96 m. 205 stig. Landl hans Brandtzag varð annar — 83 og 89 m. — 199.5 stig. John Bal- faz varð þriðji 76 m. og 91 m. — 197.5 stig. Engan mistókst fyrra stökkið — 72.5 m. En það sýrtir hörku- keppnisskap að honum skyldi takast að stökkva 97.5 m. í því síðara. Hann fékk 195.4 stig. Engan var þar með orðin yf- irburðasigurvegari i þessari erfiðu keppni í heild. Tékkóslóvakíu sæma Popovitsj heiðursmcrki samtaka sinna. Olympíusiguívegaiinn Helmut Recknagcl frá Austur-Þýzkalandi (t.v.) og Norðmaðurinn Toralf Engan eru mcstu mátar. En vestur- þýzk yfirvöld bönnuðu þeim að heyja keppni i Vestur-Þýzkaiandi. „Heimslið" í knattspyrnu Tékkneski markvörðurinn Schrod „bezti knattspyrnumaður ársins“ Fannfergið á Bretlands-^ eyjum hefur orSið knatt- spyrnunni til mikils skaöa og valdið knattspymu- mönnum þungum áhyggj- um. 135 leikjum í deilda- keppninni hefur verið frestað vegna snjókomu og illviðris, og skipulagsnefnd keppninnar hefur farið fram á, að keppnistímabilið verði framlengt af þeim sökum. ítalska íþróttablaffið ..II Cal- cio“ hefur birt nöfn þeirra knattspymumanna. sem blaðið telur að mynda muni „heims- lið“, þ.e. bezta knattspymulið heims. í liðinu eru 5 frá sósíalisku ríkjunum í Evrópu, 3 frá Vest- ur-Evrópu og 3 frá Rómönsku Ameríku. Leikmennimir eru þessir (talið frá markmanni til vinstri útherja): Sclirod, Tékkóslóvakia. Armfield, Englandi. Schnellinger, V.-ÞýzkalandL Zito, Brasilíu. Mascqust, Tékkóslóvakíu. Maldin, Ítalíu. Garrincha, Brasiliu. Secularac, Júgóslaviu. Albert, Ungverjalandi. Pele. Brasilíu. Meski, Sovétríkjunum. ítalska íþróttablaðið útnefndi tékkneska markvörðinn, Schrod, bezta knattspymu- mann ársins 1962. Næstir komu Garrincha og ungverski mið- herjinn Albert. Lacroix vann stórsvigið í fyrradag fór fram keppni í stórsvigi í Adelboden, og tóku þátt í henni 46 skíðamenn frá 7 löndum. Úrslit urðu þessi: 1. Leo Lacroix, Frakklandi 2.25.05 2. Fritz Wagenberger, V-þýzka- landi 2.26.22 3. Ludwig, Lcitner, V.-Þýzka- landi 2.26.72 4. Grunefelder, Sviss 5. Carlo Senonen, ítaliu 6. Felice de Niclo, Ítalíu. * Olga Orban-Szabo, hcims- meistari í skilmingum kvcnna, hefur af íþróttafréttariturum vcrið kjörin „Iþróttamaður ársins” 1962. Heimsmethafinn í hástökki kvenna, Iolanda Balas, varð í öðru sæti og hindrunarhlauparinn Zoltan Vamos í þriðja sætl. ★ I ráði var að sænski há- stökkvarinn Stig Pettersson myndi fara í keppisferðalag til Bandaríkjanna í vetur. Þessu ferðalagi hefur nú ver- ið aflýst vegna þess að Pett- ersson hefur ekki getað æft sig sem skyldi innanhúss vegna óhentugra aðstæðna í Stokkhóimi. Ætlunin var að Pettersson mætti bandarilska methafanum John Thomas öðru sinni í keppni vestra. Sænski hástökkvarinn tehir ekki rétt að fara í slíkt keppnisferðalag sem þetta nema hann sé nokkum veg- inn öruggur með að stökkva 2,10 m., en ,það er vonteust fyrir hann að stökkvá svo hátt nú. ic í fyrradag lauk fyrsta heimsmeistaramóti stúdenta í handknattleik. Svíar urðu hlutskapastir á mótinu. Þeir sigruðu lið Vestur-Þýzkalands í úrslitaleik með 14.11 (í hléi 6:8). Norðmenn urðu í 5. sæti á mótinu. * Ungverska íþróttablaðið Nepsport hefur tekið saman árangur heimsmeistaramóta hinna ýmsu iþróttagreina ár- ið 1962, og komizt að þeirxi niðurstöðu, að Sovétmenn séu nú fremstir allra íþróttaþjóða. Skýrslan um verðlaun á þesS- um mótum lítur þannig út hjá blaðinu: Gull Silf. Br. SL 1. Sovétríkin 57 43 25 125 2. Bandaríkin 19 6 17 42 3. Japan 9 6 7 22 4. Ungverjal. 7 7 5 19 5 Svíþjóð 7 7 1 15 Verzlunin Laugaveg 45,B — sími 24636 Skipholti 21 — sími *M676

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.