Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagnr 9. i'anúar 1963 Þ J OÐVILJINN Sjómannafélag Reykjavíkur verði félag sjómanna einna I gær kom út SJÖMANNA- BLAÐIÐ, blað starfandi sjó- manna, fyrsta blaðið á þessu ári. Þetta er myndarlegt tíu síðna blað í stóru broti, og þar eru rædd ýmis brýnustu hags- munamál sjómanna. Þetta blað er að verulegu leyti helgað stjórnarkosningun- um i Sjómannafélagi Reykja- víkur og því mikla hagsmuna- máli starfandii sjómanna að sú duglausa landliðs- og gerðar- dómsforysta sem þar hefur hreiðrað um sig verði látin hvíla sig en traustir og reynd- ir sjómenn taki við stjórn fé- Iagsins. Um þetta mál er fjallað í hvassri grein sem Jón Tímó- theusson, formannsefni starf- andi sjómanna, B-listans. ritar á forsíðu blaðsins. Ber greinin fyrirsögnina: „Gerum Sjó- mannafélag Reykjavíkur virkt í kjarabaráttu sjómanna. Það ger- um við bezt með því að sam- einast um B-listann”. Færir Jón sterk rök að því að núverandi stjóm hafi ekki reynzt fær um að stjórna hagsmunabaráttu sjómanna. og bætir svo við, að hún hafi gert annað: „1 nafni lýðræðisins hafa þeir byggt fé- lagið þannig upp að starfandi sjómenn hafa ekki úrslitavald um það hverjir stjórna félaginu hverju sinni. Með kaldrifjuðu ofbeldi halda þeir um 700 mönnum á félagsskrá með full- um réttindum, mönnum sem engra stéttarlegra hagsmuna hafa þar að gæta og vinna ekki eftir þeim kjarasamningum sem félagið gerir. Af ráðnum hug er hundruð- um starfandi sjómanna á fiski- flotanum haldið á aukaskrá ár eftir ár, án þess þeir séu hvatt- ir til að gerast fullgildir fé- lagar. Aftur er bess vandlega gætt ef ráðherra- og útgerðar- mannasynir skreppa einn eða tvo túra á farskipi eru þeir umsvifalaust gerðir að fullgild- um félögum. — Þær eru ekki fáar yfirstéttarfjölskyldurnar í Reyltjavík sem með '"ssum vinnubrögðum hafa ei ævi- félaga í Sjómannafélagi Reykja- víkur!! Til þess að kjarabarátta reyk- vískra sjómanna verði háð með nokkrum árangri í næstu fram- tíð verður ekki hjá því komizt að víkja þeirri forustu frá sem nú ræður Sjómannafélagi Rcykjavíkur. Sjómenn verða að leggja sig alla fram um það að ná yfir- ráðum í félagi sínu. Núverandi stjórn hefur á að skipa harð- svíruðu liði kosningasmala, ó- takmörkuðu fjármagni. Við sem að B-listanum stöndum verðum að byggja allt okkar starf á fómfýsi og baráttuvilja stuðn- ingsmanna okkar. Ef við leggj- um okkur alla fram getur ár- angurinn orðið undragóður. Þess vegna er það afaráríðandi að hvert atkvæði sem B-listinn hefur möguleika á að fá fari ekki forgörðum. Sjómannablaðið skýrir frá ul- lögum til breytinga á lögum Sjómannafélags Reykjavíkur. sem þrír af mönnunum á B- listanum, lista starfandi sjó- manna, hafa borið fram. Varða hinar veigamestu þess- ara breytingatillagna hin úreltu ákvæði félagslaga Sjómannafé- lagsins, sem leyfa að maður sem einhverju sinni hefur kom- izt í félagið geti verið full- gildum meðlimur þess með öll- um réttindum til æviloka, án tillit til þess hvort hann stund- ar sjó lengri eða skemmri tíma! En í skjóli þessara gersamlega úreltu ákvæða hefur safnazt í félagið mörg hundruð manna landlið sem nú er notað óspart gegn starfandi sjómönnum í fé- laginu. Lagt er til í breytingatillög- um B-listamanna að enginn geti verið fullgildur félagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur lengur en tvö ár frá því hann hættir sjómennsku eða verður yfirmaður á skipi, með undan- þágum fyrir trúnaðarmenn fé- lagsins, eins og tíðkast í öðrum verkalýðsfélögum. önnur veigamesta breytinga- tillagan er um deildaskiptingu í félaginu, þannig að í því verði tvær deildir, farmannadeild og fiskimannadeild, og er það orð- in eðlileg og brýn skipulags- breyting, sem mikill áhugi er fyrir í félaginu. Þá er rætt um lífeyrissjóð sjómanna og svarað níðskrifum Péturs stýrimanns Sigurðsson- ar um starfandi sjómenn, er landliðsstjómin lét sig hafa að birta í blaði sem gefið er út í nafni Sjómannafélagsins og á þess kostnað. Alþýðublaðið, blað Emils gerðardómsráðherra og Jóns Sigurðssonar, hefur varið tais- verðu rúmi í það undanfarna daga að reyna að sannfæra sjó- menn um að engin leið sé að starfandi sjómenn geti sjálfir tekið við stjórn í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur né hafi nokk- urt vit á samningamálum og öðru slíku! Sjómenn ættu að svara þessum gjöfum gerðar- dómsmanna og landliðshetjanna á þann eina hátt sem maklegt er: Með því að gefa þeim hvíld frá störfum og sýna þeim að sjómenn eru færir um að stjórna sjálfir Sjómannafélagi Reykja- víkur og hefja það á ný til þess vegs og álits sem það eitt sinn naut sem baráttufé- lag í fremstu röð verkalýðs- hreyfingarinnar. B - listi, jomanna Vilhjálmur Ólafsson Hjálmar Helgason Hreggviður Daníelsson Jón Tímótheusson Jón Tímótheusson er í for- mannssæti á B-listanum i stjórnarkosningunum í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. lista starfandi sjómanna. Jón er há- seti á bv. Víkingi AK 104. Hann hefur verið sjómaður i fjölda ára, er gagnkunnugur öllum málum sjómannastéttar- innar var um skeið formaður Verkalýðs- og sjómannafélags- ins í Bolungarvík. Hreggviður Daníelsson er í varaformannssæti B-listans. Hreggviður er bátsmaður ó frystiskipinu Vatnajökli. Hann hefur verið traustur og harð- fylginn barattumaður í óllum félagsmálum sjómanna, og má neína t. d. baráttuna iyrir 12 stunda hvíldinni á togurunum. Vilhjálmur Ólafsson er háseti á Helgu RE 49. Vilhjálmur hef- ur stundað sjó á togurum og bátum, og er vel látinn fulltrúi hinna yngri sjómanna. Hann er i ritarasæti á B-listanum. Hjálmar Helgason er í fé- hiröissæti á B-listanum. Hjálm- ar heíur verið fjölda ára á tog- urum og mótorbátum allt þar til á sl. vori að skip það er hann var á sökk undan Snæ- fellsnesi. Síðan í vor hefur hann stundað afgreiðslu og sölu á ýmsum vörum til útgerðar. Hjálmar er kunnur fyrir áhuga sinn á félagsmálum, hann þraut- þekkir alla innviðu félagsins og uppbyggingu þess. Hann hefu.r féiagsmaður í Siá- m" -'nu í mörg ár. Halldór Þorsteinsson er í sæti varaféhirðis á B-listanum. Hann er á bv. Sigurði ÍS 33. Halldór hefur verið togaramað- ur um margra ára skeið. Hann er traustur sjómaður og vel látinn af öllum félögum sínum. Guömundur Guðmundsson skipverji á mb. Hermóði RE 200. Guðmundur hefur verið að starfi á vélbátaflotanum, eink- um héðan frá Reykjavík, um margra ára skeið. Sigurður Br. Þorsteinsson hef- ur verið fjölda ára á togurum og bátum. Var nú í sumar á Leó VE 400, og varð þar sem aðrir fyrir þungum búsifjuin af völdum Emils gerðardóms- málaráðherra. Sigurður hefur bó ekki látið það draga úr áhuga sínum á sjómennsku og félags- málum Sjómannafélagsins, eins og landliðsstjórnin virðist hafa orðið óþyrmilega vör við. Árni J. Jóhannsson hefur lengi stundað sjó á farskipum pg fi-skibátum' sigldi m. a. meg- inhlutann af síðustu heims- styrjöld á es. Goðafossi sem sökkt var út af Garðskagaflös. Hann heíur starfað ósleitilega að málefnum sjómanna, enda eitt aðalbitbein landliðsins í þessum kosningum og m. a. orðið fyrir hinum óþokkalegu níðskrifum og atvinnurógi i- haldsþingmannsins og útsend- arans Péturs Sigurðssonar. Jón Erlendsson er háseti á Helgu, RE <0. Miög áhugnsamur og traustur s.i ’maður og félags- maður Sjómannafélags Reykja- víkur. Hann hefur verið fjölda ára á ýmsum skipum fiskiflot- ans. Kristinn Björgvinsson er há- seti á Víði frá Eskifirði. Hann hefur verið í mörg ár sjómað- ur á bátum og togurum. Traust- ur og góður sjómaður og f°- lagsmaður. Guðmundur, Jón, Árni, Sig- urður og Kristinn eru í sætun meðstjómenda á B-listanum. ★ Það er lélegur áróður hjá uppþomuðum skrifstofumönn- um og bitlingahítum, sem hafa tekið allt sitt á þurm í ára- tugi, að halda því fram að þessir menn á lista starfandi sjómanna hafi ekkert vit á þvl, hvemig berjast skuli fyrir hags- munamálum sjómanna. Sjómannafélag Reykjavíkur vantar einmitt ekkert fremur en það, að sjómennirnir sjálfir fái að ráða því, hvernig staðið er að þeirri hagsmunabaráttu scm sjómannastéttin verður að berjast til að bæta kjör sín svo um munar. Það starf kunna þeir áreiðanlega ekki betur skrifstofumennirnir, sem enn reyna að hanga í stjórn með landliði sínu, en þeir traustu sjómenn sem skipa B-listarm —★— B-lístann Kjósið Halldór Þorleifsson Sigurður Br. Þorstcinsson SfÐA R Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Svo bregðast krosstré Yafalaust rekur marga enn minni til allra þeirra loforða, sem Framsóknarflokkurinn gaf kjós- endum fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosning- arnar í vor. Það átti að vera óbrigðult ráð að kjósa Framsóknarflokkinn, ef menn vildu hrinda af höndum sér þeirri afturhaldsstefnu, sem und- anfarið hefur verið ráðandi í þjóðmálum og þá einnig þeim bæjarfélögum, þar sem íhaldið hef- ur haft meirihlutaaðstöðu, — hvort heldur eitt eða með fulltingi krata. jgn ekki er ólíklegt, að ýmsum kjósendum Fram- sóknar hafi þótt hin „róttæka umbófastefna“ flokksins orðin eitthvað skrítin eftir kosning- arnar. Á Akureyri gætu Framsóknarmenn þess t.d. vandlega að láta íhaldið halda sem allra mestum völdum. Og í Hafnarfirði notaði Fram- sókn fyrsta tækifæri til þess að taka upp sam- vinnu við íhaldið um bæjarmále’fni. Reynslan er líka þegar farin að kveða upp sinn dóm. í stað þess að vinna gegn áhrifum íhaldsins opn- uðu Framsóknarmenn í Hafarfirði allar dyr ’fyr- ir vaxandi völdum og áhrifum þess. gtarfsferill hins nýja meirihluta í Hafnar’firði er . líka allur á þann veg, sem vifa mátti aí gamalli reynslu. Það er sem sé ekki að sökum að spyrja, þegar íhaldið og Framsókn taka hönd- um saman, hvort sem það er um stjórn lands- ins eða einstakra bæjarfélaga. Hjá hinum nýju herrum Hafnarfjarðar hefur eitt hneykslið rek- ið annað. Fastráðnum starfsmönnum he’fur ver- ið sagf upp störfum eingöngu vegna þess að þeir eru pólitískir andstæðingar, verkamenn og verkstjórar eru hraktir úr vinnu, ef þeir þókn- ast ekki í einu og öllu nýju húsbændunum, sem nota aðstöðu sína við fyrirtæki bæjarins fil þess að maka eigin krók. „Draugurinn " þannig eru efndimar á kosningaloforðum Fram- sóknar. Að vísu er sagt, að ráðamenn flokks- ins séu nú skyndilega teknir að ókyrrast nokkuð yfir þessu, enda er það auðskilið. Alþingiskosn- ingar nálgast nú óðum, og það gæti komið sér illa, ef verkin yrðu í allf of mikilli mótsögn við loforðin — fram yfir kosningarnar. jyjorgunblaðið birtir í gær einn af sínum fjálgu lofsöngvum um „viðreisnina“. En þó skal fara að öllu með gát segir blaðið, því: „Yið verð- um að gæta þess, að draugur verðbólgunnar skjóti ekki á ný upp kollinum og ræni fólkið árangri viðreisnarinnar“. — Ekki er nú að spyrja að umhyggjunni fyrir fólkinu hjá þeim Mogga- mönnum! En var það ekki annars forsætisráð- herrann sjálfur, sem lýsti því yfir á gamlárs- kvöld í áheyrn allrar þjóðarinnar, að glíma „við- reisnarinnar“ við verðbólguna hefði mistekizf með öllu? Verðbólgudraugurinn hefur setið í sínum stól af sömu festu og ,,viðreisnar“-ráð- herrarnir sjálfir og orðið stöðugt magnaðri, með hverjum degi og viku. En er það ekki hastarlegf, að Morgunblaðið skuli nú vera að reyna að af- neita þessum „draug“, sem síáifn- ■ ’-vág. herrann segist hafa leitt • ’ ' vf hann tók við völdum? — b.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.