Þjóðviljinn - 10.01.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 10.01.1963, Side 1
 'vv:: Létu ekki fara mei sig eins og framsöknarmenn Á fundi í Hraunprýði, slysavarnafélagi kvenna í Hafnarfirði, í fyrradag var mjög harðlega gagn- rýnd sú ráðstöfun for- manns og ritara að taka sér það vald að gefa bænum björgunarbáta, sem félagið átti á hafn- arbryggjunni án nokkurs samráðs við aðra í stjórninni eða félagið sjálft að öðru leyti. Sú ákvörðun að ráðstafa bátunum til bæjarins sætti ekki aðallega gagnrýni, heldur hin taumlausa einræðishneigð Elínar Jósefsdóttur bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. að standa fyrir slíkri ráðstöfun á eigum félags- ins á eigin spýtur og án minnstu heimildar t>ótti félagskonum óviðunandi að saeta sömu meðferð hjá bæj- arfulltrúanum og framsóknar- Þjóðviljanum barst i gær fréttatilkynning frá skrifstofu IATA (Alþjóðasambands flugfé- laga) -' Montreal. þar sem segir að S Ralph Cohen. siarfsmaður upplýsinga- og blaðaþjónustu stofnunarinnar bafi sagt lausu starfi sínu þar og ráðið sie sem aðstoðarmann Tore H Nilert, aðalforstjóra SAS. Cohen mun taka við SAS-starfi sínu í lok næsta mánaðar en hann gegndi fyrmefndu starfi sínu hjá IATA frá stofnun beirra samtaka 1946. Ekkert hefur enn verið til- kvnnt oDinb°rlega um IATA-ráð- stefnu þá í París sem staðið hef- ur undanfarna daga o.g þar sem Loftleiðamálið ber m.a. á góma. menn í Hafnarfirði hafa mátt þola í samstarfinu við íhaidið- að undanförnu. Varð íhaldsfrúin fyrir svo harðri og einróma gagnrýni og ádeilum félagskvenna, að hún sá sér þann kost vænstan á fund- inum að segja af sér stjómar- störfum í félaginu. Einræðiskennd þessa bæjar- fulltrúa íhaldsins, er mjög í samræmi við annan skilning forráðamanna Hafnarfjarðarí- haldisins á lýðræði og almennum réttindum í félögum og bæjar- félagínu í heild og lýsir vel starfsháttum íhaldsfQrystunnar í bænum. Er vel farið að slysavarna- félagskonur í Hafnarfirði kæra sig ekki um „að láta fara með sig eins og framsóknarmenn" eins og nú er orðið orðtak í Hafnarfirði, heldur afgreiða slífct einræðisbrölt á viðeigandi hátt. Samþykkt var á fundinum að líta á gjöfina, „sem óheimila og að bátamir yrðu ekki gefnir“ enda þótt Elín Jósefsdóttir hafi þegar fengið persónulegt þakk- arbréf frá bæjarstjóra. Þýzkalandi Fimm togarar seldu afla sinn erlendis í gær, 3 í Þýzkalandi og 2 í Bretlandi. Ágúst seldi eigin afla í Bremerhaven 145 tonn fyrir 143.000 mörk, Fylkir seldi í Cuxhaven 105,9 tonn af síld fyrir 67.511 mönk og 96,5 tonn eigin afla fyrir 66,479 mörk, eða alls fyrir 133,990 mörk. Þorsteinn Ingólfsson seldi 241 tonn af síld í Hamborg fyrir 145.900 mörk. 5Þá seldi Kaldbakur í Grimsby, 96,3 tonn fyrir 7594 stpd. og Maí í Grimsby 113,8 tonn fyrir 8207 sterlingspund. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði og Sjó- mannafélagið í Hafnarfirði hafa auglýst taxta fyr- ir ýmis konar veiðarfæravinnu, uppsetningu á bjóðum, taumahnýtingu, beítningu, splæsingu o. fl. og felur taxtinn í sér verulega hækkun á kaupi fyrir þessa vinnu. Blaðið hafði samband við Ilermann Guðmundsson formann Hlífar í gær og spurði hann hvort hér væri um einhliða aug- lýsingu að ræða. Hann kvað svo vera, aldrei hefði verið hægt að ná samningum um laun við þessi verk og hefði félagið því gripið til þessa úrræðis. Svona taxti er auglýstur alltaf öðru hyoru og síðast árið 1959. Mikil brögð hafa verið að því, að útgerðarmenn hafi sjálf- ir viljað ráða hvað þeir greiddu fyrir þessa vinnu, enda væru mikil vandkvæði á að fram- fylgja ákvæðum taxtans. Mikið af þessari vinrtu er unnin af gömlu fólki og farlama og hafa útgerðarmenn ja'fnvel núið Hlíf því um nasir að félagið sé með taxtanum að eyðileggja atvinnu- möguleika fyrir minnimáttar! Þetta sjónarmið er auðvitað fráleitt. Þessa vinnu verður að vinna og í aðdróttun útgerðar- manna felst ekki annað en það. að þeir noti sér gamalt fólk og farlama til féflettingar, í stað þess að borga því það kaup sem því ber. Taxti Hlífar héfur verið not- aður í öðrum verstöðvum til viðmiðunar, en Hermann kvaðst þó vita af einu félagi, sem hefði ákvæði um þessa vinnu, Jökuil á Ólafsvík. Hinn nýi taxti felur i sér mjög verulega hækkun frá síðasta Framhald á 12. síðu. Fram-FH leika á morgun í islands- mótínu A morgun, föstudag, hefst fs- landsmótið I handknattleik að nýju og fer þá fram leikur í meistaraflokkl sem mun vckja miltla athygli og getur ráðið miltlu um úrslit mótsins, er það leikur á milli Fram, núverandi íslandsmeistara innanhúss, og FH, íslands- meistaranna utanhúss. Mun Frímann Helgason rita grein á íþróttasíðu blaðsins á morg- un og ræða um mótið og horf- ur á úrslitum. Þcssi skemmti- lega handboltamynd á að minna menn á að íslandsmót- ið er að hefjast að nýju. Hún er að vísu ekki tckin í nein- um stórleik en tilþrifin hjá leikmanninum virðast engu að síður mjög athyglísverð. -- (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Faðmast að unnum sigri Fyrir skömmu var þrettánda sinfónía Sjostakovítsj friun- flutt í Moskvu, en hún er samin við fimm ljóð eftir Évtúsjenko. Hún var flutt í hljómleikasal Tónlistarháskól- ans í Moskvu af Moskva-fílharmoníunnii, bassakór Rúss- neska kórsins og karlakór Gnesín-tónlistarskólans. Hljóm- sveitarstjóri var Kírill Kondrasjín. Aheyrendur tóku verk- inu með miklum fögnuði, enda er haft eftir gagnrýnendum að með því hafi Sjostakovítsj unnið einn sinn bezta sigur og gert að engu dylgjur manna um að hann væri músík- skriffinnur, Höfundur var kallaður fram sjö sinnum að flutningi Ioknum — og síðast kom hann fram með skáldinu fivtósjenko. Þeir féllust í faðma, eins og myndin sýnir, og mögnuðust þá fagnaðarlætin um allan helming. 1000 tunna meðalafli á Reykjavíkurbátum Ágæt síldveiði var 6 til 10 míl. vestur af Vestm.- eyjum í blíðu veðri. Nú háir það bátunum ofaná löndunarstopp og við- reisnaróáran, að svo langt er orðið á miðin, að þeir geta ekki verið að nema aðrahverja nótt, því að sólarhringur fer í siglingu báðar leiðir. Síldin, sem þama fæst er að sögn dálítið misjöfn í torfunum, millisíld og stórsíld, en engin smásíld. Reykjavíkurbátar eru nú að heita má þeir einu hér við flóann, sem róa að staðaldri, því enn tekur Klettur við og tog- ararnir taka flestir meira < minna til að sigla með. Tólf Reykjavíkurbátar fengu 12.600 tunnur í fyrrinótt, hæst voru Hafrún og Bjöm Jónsson með 1400 hvort, Halldór Jónsson og Helgi Flóventsson voru með 1300, Akraborg 1200, Stapafell 1100, Guðmundur Þórðarson og Arnkell með 1000 hvor, Hafþór með 900, Þráinn og Þorlákur með 700 hvor og Steinunn með 600. Góðar sölur í K,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.