Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 5
Fímnvtadagux 10. j-anúar 1063 ÞJOÐVILJINN SÍÐA ^ „Og sex hundruð krónum svo leikundi list"..: Meðal þeirra breytingartillagna, sem Einar Ol- geirsson flutti ásamt Geir Gunnarssyni við fjár- lagafrumvarpið 1963, var tillaga um hækkun listamannalauna og fyrirkomulagsbreytingu á út- hlutun, einnig tillögur um aukið framlag til hljómplötusafns Þjóðminjasafnsins og til viðhalds Viðeyjarstofu. — Hér fer á eftir framsaga Ein- ars fyrir þessum breytingartillögum. Minna virði en skálda- laun Þorsteins „Þá leggjum við, hv. 7. landsk. og ég, til, að breytt sé um viðvíkjandi skáldastyrknum, sem oft er nú rætt um. Flytj- um við tillögu um að fimm manna nefnd sé kosin, sem út- hluti honum. Einnig að fjár- veiting í þessu skyni sé hækk- uð úr 2,1 millj. kr. upp í 3 millj. kr. Ég þarf ekki að færa mörg rök að bví. að allir bm. vita, hve stórkostlega þetta hef- ur dregizt afturúr. Enn frem- ur legg ég til, að bau heiðurs- laun, — fyrst á annað borð er verið að kalla þau það. — sem Gunnar Gunnarsson og Hall- dór Kiljan Laxness hafa, séu hækkuð upp í 60 þúsund. Ég reikna með því, að__60 þús. kr. nú sé svipuð upplTæð og 600 kr. voru í byrjun aldarinnar. En eins og þm. muna. var það sú upphæð, sem Þorsteini Erl- ingssyni var veitt þá og þótti raunar ekki — hvorki af hans hálfu né annarra vera heiðurs- laun. Einn eyrir þá var nokk- urn veginn sama og ein kr. nú, þannig að það má þó ekki minna vera, að okkur þyki þær 600 kr. vera heiðurslaun nú og höfum það ekki helm- ingi minna en var þá, fyrst við á annað borð köllum þetta heiðurslaun.” Ef við ættum Jónas á hljómplötum ... „Þá leggjum við til að fram- lag til hljómplötusafns Þjóð- minjasafnsins verði hækkað úr 5 þús. kr. upp í 25 þús. kr. Ég held, að þetta hljómplötu- safn Þjóðminjasafnsins muni verða miklu dýrmætara en að við gerum okkur ljóst. Ég man eftir því að ég flutti hér fyrir u. þ. b. 10 árum tillögu um að Alþingi veitti nokkuð fé til bess að Davíð Stefánsson og Jóhannes úr Kötlum læsu nokk- uð af sínum ljóðum inn á plöt- ur, stálband eða annað varan- legt efni. Allir sem til þekkja vita, að t. d. Davíð Stefánsson er stórkostlegur upplesari og hafði einhverja bá fegurstu rödd til upplestrar sem nokkur maður, sem ég hef kvnnzt, hef- ur haft Þetta var fellt eins og venjulegt er með allt. sem eitthvað snertir menningu. Það er þar, sem helzt er sparað hjá okkar menningarþjóð. Fimm árum seinna tók einn áhugasamur kaupmaður sig til og lét Davíð lesa inn nokkuð af fallegustu l.ióðum sínum. Davíð sagði sjálfur. að það hefði verið gert of seint, rödd hans var farin að ryðga dá- lítið og við höfum hana bess- vegna ekki með þeim hljóm. sem hún hafði. begar hún var upp á sitt bezta. Og svona fer á hverju sviðinu á fætur öðru. Við sleppum þessum möguleik- um. Ég flutti einu slnni tillögu um. að við tækjum þó að minnsta kosti eina skáldsögu eftir Halldór Kiljan Laxness á hljómplötu. Það er ekki fyrir okkur sem nú lifum, — en hvað mynduð þið vilja gefa tii þess að eiga Jónas Hall- grímsson á hljómplötu? Það væru nokkrar miiljónir. sem við myndum ekki hika við að snara út, ef einhver kostur væri á því. Og hvernig haldið þið, að 21. öldin og þeir sem þá lifa muni hugsa til okkar. sem áttum þetta allt saman og alla möguleika til þess að geyma raddir þessara manna? Bindindlsmenn athugið! Notfærið yður þau hagkvæmu kjör, sem ÁBYRGÐ býöur yður. TRYGGEÐ BÍL YÐAR HJA ABYRGÐ H.F. bindindisíólksins eigin tryaginaaíélagi. ATHUGIÐ að segja þarf upp eldri tryggingu með þriggja mánaða fyrirvara, eða fyrir 1. febrúar ár hvert. HAFIÐ SAMBAND VED UMB0DSMENN 0KKAR EÐA SKR1FST0FU HIÐ FYRSTA. Abyrgðp rRYGGINGARFÉLAG BINDINDISMANNA Laugavegi 133 — Sími 17455 og 17*47. þúsund krónur. Ég hef flutt þessa tillögu öðru hvoru nú í 15 ár held ég. því mér gremst það og ég sé til allrar ham- ingju að fleirum er farið að gremjast það heldur en mér. að sjá hvernig Viðeyjarstofan er að fara. Og við höfum þó, af þeirri tilviljun. að forseta- setrið var sett á Bessastaði. eft- ir að framtakssamur maður kej'pti þá og lét ríkið hafa með sérstökum skilmálum. lát- ið hressa upp á það, þannig að sú gamla höll færi ekki í niðurníðslu. En önnur álíka höll. jafngömul. sem tengd er þó við okkar sögu og ennþá glæsilegri minningum heldur en Bessastaðastofan, hún er að fara í niðurníðslu Fyrir nokkrum árum. áratug. var hægt að kaupa Viðey fyr- ir 80 búsund. Ég veit ekki, hve margar milljónir hún myndi kosta núna. Um það hef- ur aldrei verið sinnt, hvorki af hálfu Reykjávíkur né ríkisins. en að minnsta kosti ætti að vera hægt að sjá um það að Viðeyjarstofan eyðileggisf ekki með öllu sjálf. Við erum nógu miklir í munninum íslending- ar. þegar við erum að heimta handritin af Dönum o.g tala um þau. þótt okkur farist jafn skammarlega og i fyrra. þegar var verið að undirbúa móttök- una. Það er anzi hart að vera raunverulega alltaf að gefa þeim aðilum í Danmörku sem eru að reyna að neita okkur um handritin. vopnin upp í hendurnar með þvi að vera með mestu Barbörum í Evrópu varðveizlu þeirra gömlu 'eifa, sem við höfum af þjóð- minjum. Við gætum lært nokkuð margt af þeim þjóð- utr, sem teggja stórfé í það; bót* " f •v.'tnri séu en við. að revna a i grafa upp gamlar minjar og varðveita þær‘‘. ★ Allar þessar breytlngartil-! 'ösnir vorrj felidar af þing- liði stjó"'n flokkanna við af- greiðslu fjárlaganna. óskast hálían daqinn, eítir hádegi. Sími 22973. MÁL OG MENNING Iðnskólinn / Reykjuvík IE1STARASKÖLI, FRAMHALDSNAM Ákveðið er að hefja meistarafræðslu við skólann, fyrst og lremst fyrir byggingarmeistara og sveina, sem hafa í huga að sækja um leyfi byggingamefndar Reykjavíkur til að standa fyrir byggingarframkvæmdum í borginni, ef næg þátttaka fæst. Að þessu sinni verður um að ræða 8 vikna námskeiö, frá 21. janúar til 16 marz, að viðbættum prófum. Kennsla fer fram eftir kl. 17 daglega, nema laugardaga. Ef áhugi er fyrir því, verður jafnframt reynt að sjá þeim, sem hyggja á framhaldsnám erlendis fyrir stærð- fræ.'ikennslu o. fl. Innntun fei fram i skrifstofu skólans til 18. þ. m. á venjulegum skrifstofutíma. Skó.agjald kr. 1000,00 greiðist við innritun. SKÖLASTJÓRI. Einar Olgcirsson Geir Gunnarsson Við höfum öl! nýtízku tæki sem fcsrf ti! þesr a5 varðveita. »kki aðein -.•>•> mannanna. heidur hka ö'; láíbrögð þeirra. 4 filmum og-öðru ’ sliku en svo að segja ekkert er gert að s.íku.“ Viðeyjarstofa og Bessastaðir „Svo erum við með eínn lið til viðhalds Viðeyjarstofu að öllu samráði við eiganda, 200 SENDISVEINI Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Tæklíseri ^ síðastliðnu ári urðu tekjur landsmanna af sjávarafla miklu meiri en dæmi eru til áður í sögu þjóðarinnar. Fiskaflinn varð um það bil fimmtungi meiri en metárið 1961, og gjaldeyris- tekjurnar hækka um hundruð milljóna, trúlega upp undir milljarð íslenzkra króna. Þegar und- an er skilinn hlutur náttúruaflanna eru tvær meginástæður til þessarar fengsældar, stækkun landhelginnar í 12 mílur meðan Alþýðubanda- lagið fór með sjávarútvegsmál og stóraukin tækni og kunnátta sjómanna við fiskveiðar. „Viðreisnin“ á auðvitað engan þátt í þessum mikla búhnykk; hlutur hennar hefur verið sá að stöðva framleiðslustörfin æ ofan í æ með deilum við sjómenn eða skipulagsleysi á hag- nýtingu og sölu aflans; ef hún hefði ekki komið til hefðu tekjur þjóðarheildarinnar gefeð orðið miklu meiri. [Jvað á að gera við þá miklu fjármuni sem þjóðinni hafa áskotnazt? Ekki hyggst ríkis- stjórnin safna neinum hluta af þessum auðí í sameiginlegan sjóð til nýrra framkvæmda í atvinnulífi; þvert á móti hefur hún nýlegá feng- ið heimild til að taka erlent lán til þeirra þarfaL Ekki er það heldur ætlun stjórnarinnar að fjár- munum þessum sé að nokkru leyti varið tH þess að bæfa kjör landsmanna og koma hér á hóflegum vinnutíma eins og tíðkast í nútíma- þjóðfélagi; stjómarblöðin klifa nú á því dag eftir dag að velmegunin megi ekki verða ’til þess að verkafólk geri kröfur um bætt kjör! Það er þannig sfe’fna stjórnarflokkanna að hinar s’tór- auknu tekjur þjóðarheildarinnar renni að lang- mestu leyti til auðstéttarinnar sem gróði. Laun- þegar eiga ekki að njóta velgengninnar í neinu, að því undanskildu að vegna hlu’tskipfa verður ekki hjá því komizt að stóraukinn afli birtist í tekjum sjómanna — enda var það eitt helzta verkefni stjórnarflokkanna á síðasta ári að reyna að skerða þann hlut sem mest. ^ugljóst er að verklýðssamtökin munu ekki una þvílíkri stefnu. Nú stoðar ekki að halda því fram að þjóðarbúið hafi ekki efni á að t^yggja verkafólki sómasamleg kjör; ný auð- legð blasir við hverjum manni og sjálf stjórn- arblöðin hafa sérstaklega hælzt um yfir henni um þessi áramót. Jafnvel stjórnarhagfræðingar munu ekki treysta sér til að vefengja að auðvelt sé að hækka kaup til mikilla muna án þess að efnahagskerfið verði fyrir nokkrum skakkaföll- um. Umtalsverð kauphækkun er þeim mun sjálfsagðari, einnig út frá sjónarmiði stjórnar- flokkanna, sem nú er barizt um vinnuaflið og lögmálið um framboð og eftirspurn á að gilda um þá vörutegund ekki síður en aðrar í við- reisnarþjóðfélagi. Verklýðsféjlögunum bjóðast nú stórfelld tækifæri til að rétta hlu’t meðlima sinna og þau verða eflaust hagnýtt án tafar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.