Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 11.01.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.01.1963, Qupperneq 1
Sflcforskip og Föstudagur 11. janúar 1963 — 28. árgangur — 8. tölublað. Bæjarmál Seyðisfjarðar í öngþveiti Seyðfirðingar vilja nýjar bæjarstjórnarkosningar Allt frá því bæjarstjórnarkosningar fóru fram í maí s.l. hefur hin 9 manna bæjarstjórn Seyðfirð- inga ekki getað komið sér saman um stjórn bæj- arins; enginn starfhæfur meirihluti hefur verið myndaður. Enn hefur ekki verij ráðinn bæjar- stjóri og fjárhagsáætlun fyrir árið 1963 hefur enn ekki verið lögð fram. Það er nú mjög umtalað á Seyðisfirði, einnig meðal bæjarfulltrúa, að nauðsynlegt sé, að efna til nýrra kosninga til að koma á laggirnar starf- hæfri bæjarstjórn. Úrslit bæjarstjómarkosning- anna í maí síðastliðnum urðu þau, að íhaldið fékk 3 fulltrúa, Framsókn 1, Alþýðubandalagið 1, Alþýðuflokkurinn 2 og Sam- einaðir vinstri menn, sem venju- ALLAR LÍKUR virðast benda til þess að SAS fái leyfi til að flytja farþega yfir Atlanz- hafið fyrir lægra gjald en hingað tU. Parisar-ráðstefna flugfélagasambandsins IATA hefur samþykkt að veita leyf- ið, en SAS grípur til þessa ráðs til að klekkja á Loftleið- um. Loftleiðamenn eru þó hvergi smeykir við risafélagið. Á þriðju síðu blaðsins er birt frétt um Parísar-ráðstefnuna og viðtal við Sigurð Magn- ússon, fulltrúa hjá Loftleið- um. Keflavíkurbátar eru loksins allir komnir á sjó, eftir marga daga löndunarstopp. Höfnin er nú auð og bíður bátanna, að þeir komi hlaðnir að landi og bræðsl- an hefur verið stækkuð. Gerið svo vel góðir menn. Fiskið nú. — Frótt um bræðsluna er á 12. síðu. — (Ljósm. Þjóðv. G. O.). lega eru nefndir Mýnesingar (eftir bæ Einars í Mýnesi) fengu 2. Alla tíð frá kosninffum hafa flokkarnir af og til verið að reyna að bræða saman starfs- hæfan meirihluta í bæjarstjóm- inni, en það hefur ekki tekizt. M. a. reyndu Alþýðubandalagið og Framsókn að ná samstarfi viO Mýnesinga strax að kosning- um loknum, en þeir höfnuðu öllu vinstra samstarfi. En laust fyrir hátíðar var svo komið, að samkomulag hat'ði tekizt milli íhaldsins og Mýnes- inga, m.a. um kosningu bæjai- stjóra. En ekki var tekið til við að framkvæma samkomulagið, þegar það sprakk, og segja sum- ir, að í'lildsmenn hafi fengið skipun að sunnan um r.ð sprengja, en aðrir, að Mýnesing- ar hafi verið óánægðir með það. Má hvort tveggja rétt vera. Frestur á frest ofan Strax eftir kosningamar var bæjarstjórastaðan auglýst. Um hana sóttu þá tveir menn, Gunn- þór Bjömsson, sem var bæjar- stjóri sl. kjörtímabil og hefur gegnt bæjarstjórastörfum til bráðabirgða eftir kosningar, og Ólafur Bjömsson, fulltrúi sýslu- manns. En þegar umsóknir þeirra komu fyrir bæjarstjómar- fund, fengu þeir ekki nema tvö atkvæði hvor. Þá ákvað bæjarstjómin að auglýsa bæjarstjórastöðuna aft- ur og athuga, hvort ekki næðist samstaða um þriðja manninn, en Ólafur Bjömsson dró þá umsókn sína til baka. En ekki virtust menn vera sólgnir í þetta virðulega emb- ætti, því að lengi vel kom eng- in umsókn. Var umsóknarfrest- ur framlengdur tvívegis, og tví- vegis var Gunnþór BjÖmsson Framhald á 5. síðu. Sanclgerðismálið og tvö prófmál FFSÍ fyrir Félagsdómi í gær LIU segir síldveiðisamningana frá 1958—1959 aldrei hafa tekið gildi • Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna byggði vörn sína í Sand- gerðismálinu fyrir Fé- lagsdómi í gær á þeirri spánnýju afstöðu, að síldveiðisamningarnir milli Alþýðusambands- ins og LIÚ frá 1958 og 1959 hafi aldrei verið í gildi í Sandgerði og held- ur ekki nokkurs staðar annars staðar á landinu! • Málflytjendur ASI og Farmanna- og fiski- mannasambandsins, Eg- ill Sigurgeirsson og Ragnar Jónsson, sýndu fram á, að samningar þessir hefðu verið fram- kvæmdir allt frá þeim tíma að þeir voru gerðir og bæði einstök útgerð- armannafélög innan LÍÚ og stjórn LÍÚ sjálfs hefðu verið' að reyna að segja þeim upp og rætt um þá sem í fullu gildi væru, enda þóft for- ystumenn LÍÚ haldi því nú 'fram fyrir dómstólum að þessir síldveiðisamn- ingar hafi hvergi tekið gildi. • Þessa nýuppgötvuðu afstöðu LIÚ rökstuddi málflytjandi sambands- ins, Guðmundur Ás- mundsson, með því að einstök útvegsmannafé- lög og beinir aðilar Landssambandsins hefðu aldrei lýst yfir formlegu samþykki sínu við samn- ingana, en þeir hafi ver- ið undirskrifaðir með því fororði. A 12. síðu er sagt frá málflutningi í Félagsdómi í gær ý-* ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ EftSr aflfthrotuna scm veiift hefur undanfarið dró nokkuð úr síldveiðinnl í gær, þótt enn séu taldar góðar horfur á áframhaldandi veiðL Und- anfarna daga hafa síldar- skipin streymt til Rcykjavík- ur drekkhlaðin, enda er Reykjavík langhæsta síldar- verstöðin á vetrarsíldveiðun- um. Hér sést cStt af kmm- nstu síldarskipunum Guð- mundur Þórðarson, sigla I höfn með afla sinn og ekki skemmir það þessa fallegu mynd, hvað Esjan teknr sig vel út í baksýn. — (Ljósm. Þjóðv. A. IC.). Tvö minniháttar umferðaslys urðu í Reykjavík í gær. Fjög- urra ára drengur varð fyrir bfl á homi Miklubrautar og Löngu- hlíðar, og þriggja ára snáði varð fyrir bil á Spítalastíg. Þeir voru báðir fluttir á Slysavarðstofuna,- en meiðsli voru ekki alvarleg. Lézt af afleiðingum slyssins Neskaupstað 10/1. — Víg- fús Einarsson, einn þeirra þriggja systkina sem lentu í bílslysinu á Fagradal fyr- ir fáeinum dögum, Iézt á sjúkrahúsinu hér á Nes- kaupstað £ fyrradag .Vig- fús slasaðist mikið, var- síðubrotinn og rifbeinsbrot- inn og auk þess var hann illa kalinn, en talið er að banamein hans hafið verið heilablæðing. Vigfús var um sjötugt. Bróðir Vigfúsar, Einar, liggur enn á sjúkrahúsinu1, allþungt haldlinn, en þó ekki talinn í lffshættu. B.S.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.