Þjóðviljinn - 11.01.1963, Side 2

Þjóðviljinn - 11.01.1963, Side 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJiNN Föstudagur 11. janúar 1963 Þrátt fyrir sauöfjárpestir og niðurskurð var sauðfé orðið fleira hér á iandi árið 1960 en nokkru sinni fyrr á þessari ðld og hafði tala þess tvöfaldazt á tæpum áratug. Sauðfjáreign bænda tvöfaldast á 9 árum í nýútkomnum búnaðarskýrslum fyrir árin 1958 til 1960 er margan fróðleik að finna um landbún- aðinn hér á landl á þessu tímabili og raunar lengur, því samanburður er gerður allt aftur til aldamóta um sum atriði. Af skýrslunum sést m.a., að á síðustu 9 árum hefur fjöldi sauðfjár í landinu meira en tvöfaldazt og var sauðfé fleira hér árið 1960 en nokkru sinni fyrr á þessari öld, þráft fyrir hinn stórfellda niðurskurð vegna sauð- fjárpestanna á áratugnum 1940—1950. Vatnsskortur sökum frosta Hér á eftir fer stutt yfirlit um heyfeng, búfjáreign lands- manna og fjölda bifreiða og landbúnaðarvéla. Heyfengur og garðrækt Árið 1960 var heyfengur lands- manna alls 3393 þús. hestburðír af töðu og 312 þús. hestburðir af útheyi og eru vothey og hafra- gras þá reiknað í töðufengnum. Tððufengurinn hefur sex til sjö- faldazt frá aldamótum, en úthey minnkað að sama skapi. Hefur þessi þróun einkum verið ör síð- ustu áratugina. Heyfengur í byrj- un aldarinnar var að meöai'ali 524 þús. hestar af töðu og 1002 þús. hestar af útheyi á ári. Uppskera garðávaxta var á ár- inu 1960 97.649 tunnur af kartöfl- um og 8.744 tunnur af rófum og næpurr^. 1 byrjun aldarinnar voru samsvarandi tölur 18.814 tunnur af kartöflum og 17.059 tunnur af rófum. Hefur kartöflurækt farið sívaxandi með nokkrum árlegum sveifium þó en rófnauppskeran minnkað talsvert, einkum síðan 1940. Tala búpenings Tala búpenings landsmanna árið 1960 var 53.377 nautgripir, 833.841 kindur og 30.795 hross. Nautgripir og sauðfé hafa aldrei verið fleiri en þetta það sem af er þessari öld en hrossum hef- ur fækkað verulega tvo síðustu áratugina. Árið 1901 voru naut- gripir 25.654 og hefur þeim far- ið sífjölgandi síðan að heita má óslitið. Sauðfjáreign landsmanna 1901 var 482.189 kindur og fór sauðfé síðan fjölgandi allt þar til sauðfjárpestimar fóru að herja og niðurskurður hófst. 1 árslok 1951 var tala sauðfjár komin niður í 410.894 og hefur tala þess því meir en tvöfaldazt á síðustu 9 árum. Hross voru 43.199 talsins árið 1901 en flest hafa þau verið 57.968 í árslok 1941. Síðan hefur þeim farið sí- fellt fækkandi. Tala geita var í árslok 1960 105 og hefur geitum heldur farið fjölgandi síðustu ár- in en þær voru að verða nær út- dauðar hér á landi eftir niður- skurðinn. Bifrelðar og Iandbúnaðarvélar í árslok 1961 var tala bifreiða við landbúnað sem hér segir: Jeppabifreiðir 1712, vörubifreiðir 727, fólksbifreiðir 308 og ótil- greint 127. Samtals 2874 bifreið- ir. Árið 1951 voru samsvarandi tölur: Jeppar 712, vörubifreiðir 664, fólksbifreiðir 71 og óskil- greint 82 eða alls 1529. Þingeyj- ingar voru bænda bifreiðarík- astir árið 1960, áttu samtals í norður- og suðursýslunni 1960 336 bifreiðir. Næstir komu þa Árnesingar með 294. Tala vélknúinna tækja við landbúnað 1960 var samtals 6025, flest hjóladráttarvélar 5492. 1 árslok 1954 var tala vélknúinna tækja 3151, þár af hjóladráttar- vélar 2749. Fjöldi þeirra landbúnaðarverk- færa sem hægt er að tengja vlð dráttarvélar er að sjálfsögðu margfalt meiri. Árið 1960 voru sláttuvélar 5227, múgavélar 3900, vagnar 2800, forardreifarar 1418, plógar 1310, forardælur 1170, á- burðardreifarar 1105 o.s.frv. Af öðrum tækjum við land- búnað voru súgþurrkunartæki flest árið 1060 eða 2600 og mjalta- vélar voru 1257. Hefur súgþurrk- unartækjunum fjölgað mjög síð- an 1954 en þá voru þau 723. Sömuleiðis hefur heyblásurum fjölgað úr 6 1954 í 353 árið 1960. 1954 voru mjaltavélar 832 að tölu Stórstígar fram- farir í jarð- ræktarmálum 1 nýútkomnum búnaðarskýrsl- um má sjá, að nýrækt árið 1960 varð samtals 3675 ha. túnaslétt- ur 96 ha. og nýir sáðreitir 44 ha. Samtals var nýrækt á árun- um 1946 til 1960 39.77 ha. en var á öllu tímabilinu frá 1901-1945 aðeins 17412 ha. Svo stórstígar hafa framfarirnar orðið á þessu sviði síðasta hálfan annan ára- tuginn. Túnasléttur 1901-1945 voru samtals 11156 ha. en urðu 7738 ha. á tímabilinu 1946-1960. Handgrafnir skurðir voru á árinu 1960 6310 m3 en voru á ár- inu 1948 83350 m3. Gerð hand grafinna ræsa hefur einnig far- ið ört minnkandi. 1950 voru þau samtals 11240 m en voru 1949 samtals 35550 m. Á árinu 1958 til 1960 voru hins vegar grafnir skurðgröfuskurðir samt. 2680365 m. að lengd og 111550473 rúm- metrar, en fram til ársloka 1957 höfðu verið grafnir skurðgröfu- skurðir samtals 7146012 m. að j lengd og 28763365 rúmmetrar. Hefur framræslu með véltækni því fleygt fram á þessum árum á sama tíma og notkun hand- verkfæra til þessara hluta hefur farið minnkandi. Norræna félagið í Danmörku og dönsk kennarasamtök hafa boðið 20 íslonskum kcnnurum til þriggja vikna ókcypis námsdval- ar þar í landi næsta sumar. Frá þessu er sagt í Norrænum tíðindum, nýjasta heíti félagsrita Norræna félagsins í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að íslenzku kennaramir fari utan með skip- inu „Dronning Alexandrine" 2. ógúst n.ki, dveljist í Höfn í þrjá daga, skoði þar söfn og fari í námsferðir um Norður-Sjáland. 11. ágúst verður svo farið til Happdrœtfis- vinningur Styrktarfél. vangefinna Dregið hefur verið í happ- drætti Styrktarfélags vangefinna. Eftirtalin númer voru dregin út: N. 21610 Volkswagen bifreið. nr. 22579 Flugfar til Florida, nr. 2057 Flugfar til Kaupmannahafn- ar, nr. 29234 Far með Gullfoss til Kaupmannahafnar, nr. 5501 Far með SlS skipi, 4921 Far um- hverfis landið, 5677 Mynd eftir Kjarval, 12933 Mynd eftir Kjar- val. (Frá Styrktarfélági vangefinna). Elín er varafor- maður en ekki ril- ari Hraunprðýar í frétt hér í blaðinu í gær af fundi í Hraunprýði, slysavama- félagi kvenna í Hafnarfirði, var það ranghermt að Elín Jóseps- dóttir væri ritarl félagsins. Rétt er að hún er nú varaformaður en missögnin stafar af því, að hún var ritari félagsins um ára- bil eða þar til fyrir tveim árum að hún varð varaformaður. Voni það því formaður og varaformaður félagsins sem gagnrýni sættu fyrir gjöfina á björgunarbátnum en ekki núver- andi ritari félagsins, enda hefur hann staðið fast gegn þeirri ráð- stöfun. Biður blaðið ritarinn af- sökunar á þessu mishermi. Veðurfar hefur verið með ein- dæmum gott á okkar góða ís- landi allt frá því á aðfangadag jóla, stillur og tíðum bjartviðri með talsverðu frosti og hefur svo verið víðasthvar á landinu. Sjó- mönnum líkar nú aldeilis þessi tíð og róa upp á hvem dag; en ekki er laust við að þetta tíðar- far valdi nokkrum vandræðum í sveitum. í langvarandi frostum er hætt við, að vatnsból og lindir þomi, og höfum við dæmi um slíkt bæði austan og norðan. Dalvfk 9/1 — Vegna langvarandi frosta er farið að bera talsvert á vatnsskorti í sveitum utan Ak- ureyrar, bæði í Kræklingahlíð og Möðruvallasókn og einnig á einstökum bæjum í Svarfaðar- dal. Hefur þetta sums staðar orðið til mikils baga. Á Dalvík er hins vegar vatnsveitan í full- komnu lagi. KJ. Vopnafirðí 9/1 — Hér í þorp- inu varð vatnslaust fjórða janú- ar, og stóð svo í fimm daga, að ekki voru nema sárafá heimili, Sönderborg á eyjunni Als við S- Jótland og dvalizt þar til 24. ágúst á iþróttaskólanum. Farið verður í fræðsluferðir um ná- grennið og til landamærahéraða Suður-Jótlands. Dagana 24.—31. ágúst verður kennurunum boðin námsdvöl í. Kaupmannaþöfn. —, Verða þá heimsóttir skólar, en skólastarf hefst í Danmörku um miðjan ágúst. Einnig verða heim- ■sóttar ýmsar aðrar menntastofn- anir, bæði í Kaupmannahöfn og nágrenni. Væntanlegir þátttakendur eiga svo kost á skipsferð heim með m.s. Gullfossi laugardaginn 31. ágúst frá Kaupmannahöfn. Filmía sýnir í dag og á morg- un rússnesku verðlaunamyndina „Konan með Iitla hundinn" eftir samnefndri sögu Antons Che- kovs. Myndin var gerð í tilefni aldarafmælis skáldsins af Josef Kheifits, hinum kunna rússneska leikstjóra, og hlaut verðlaun á kvikmyndahátfðinni í Cannes 1960. Sagan fjallar um ást í mein- um milli bankaritarans Courovs og ungrar fagrar konu, önnu, en hvort um sig er gift, er fund- um þeirra ber saman á Svarta- hafsströnd. Leikstjóranum þykir hafa tekizt einkar vel upp í túlk- sem vatn höfðu. Orsök þessa vatnsleysis var sú, að það fraus í leiðslunum, sem liggja að vatnsgeymi þorpsins, en hann stendur á svonefndri Búðaröxl. Það vildi okkur til happs, að í fyrrasumar var komið fyrir leiðslum frá geyminum ofan að lind. sem er í brekkunni norðan við Búðaröxlina. Var nú sett dæla við lindina og dælt með henni upp í tankann og er vatns- leysið úr sögunni. DV. Vonast eftir hláku Neskaupstað 10/1. Til vandræða horfir hér á Neskaupstað vegna vatnsskorts. Frá því fyrir hátíð- ar hefur verið hér alauð jörð, en jáfnframt allmikið frost, mest 12 6tig. Eru allir lækir botnfrosnir af þessum sökum, en vatnsveita bæjarins tekur vatn sitt ofan- jarðar — úr lækjunum, og full- nægir hún nú engan vegin þörf- um bæjarbúa. 1 heila viku hafa efstu húsin i bænum ekki fengið dropa af vatni, og neðri húsin mjög af skomum skammti. Þeir sem búa ofarlega verða að sækja neyzluvatn til þeirra sem neðar eru búsettir. Menn vona, að fljótlega breyti til með veðr- áttu og geri hláku, því að ann- ars horfir til vandræða. RS Dauður tími eystra Vopnafirði 9/1 — Hér er nær al- gert atvinnuleysi, og verður ekk- ert að gera fyrr en um mánaða- mótin febrúar-marz, en þá verð- ur væntanlega hafizt handa um byggingu mjölskemmu fyrir síld- arverksmiðjuna. Margir fara nú á vertíð. Hekla kom hér við á suðurleið í gær og með henni fóru nokkuð margir á leið til Vestmannaeyja og sumir til Homafjarðar. Annars héfur hinn dauði tími atvinnuleysis stytzt til muna, síðan síldarverksmið.i- an tók til starfa. Svo hefur síld- arsöltunin hjálpað mikið til, það hefur verið vinna fram í des- ember við hana. un sinni á hinum mikla og sanna ástarbríma, beiskju aðskilnaðar- ins og þrönga veginUm, sem ligg- ur til hamingjunnar. — Mynd- in að ofan sýnir aðalleikendurna: Ya Savina og Alexi Batalov í hlutverkum sínum. Á undan sýn- ingunum á þessari mynd flytur Thor Vilhjálmsson rithöfundur stutt erindi um Chekov og kvik- myndirnar. Þetta er 5. myndin, sem Filmía sýnir á þessu starfs- ári, sem þar með er hálfnað. Um 700 manns eru í Filmíu og seld- ust öll skírteini upp strax við fyrstu sýningu í haust. ' m Hálf- drættingar Morgunblaðið hefur i gær þungar áhyggjur af efnahags- ástandinu í Brasilíu og kemst m.a. svo að orði: „Óðaverð- bólga er í landinu, gengið á cruzeiro hefur lækkað árið 1962 í 700 fyrir hvern dollar en var 400 í ársbyrjun.'1 GjaldmiðilJ landsins hefur þannig rýrnað svo mjög að dollarinn hefur hækkað um 75%. Hér á íslandi vann við- reisnarstjórnin hins vegar það afrek á einu einasta ári að tálga svo mjög af krónunni að dollarinn hækkaði úr. kr. 16,32 í kr. 43 eða um rúm- lega 160%. Brasilíumenn eru þannig ekki hálfdrættingar á við okkur í viðreisn og auðvitað stafa áhyggjur Morg- unblaðsins af því. Til hugalíf Morgunblaðið heldur áfram að búa lesendur sína undir það að eftir kosningar verði Framsókn tekin inn í við- reisnarstjórnlna. í forustu- grein í gær segir aðalmál- gagn Sjálfstæðisflokksins: „Því er ekki að leyna, að Framsóknarflokkurlnn er tækifærissinnaðasti flokkur- inn. sem starfað hefur hér á landi , Hugsanlegt er, að beir nái þeim áformum, sem beir segjast einkum keppa að b e.a.s. að koffla á „stöðvun" S Alþingi, þannig að núver- andi stjórnarflokkar geti ekki haldið áfram viðreisnarstefn- unni. Vera má, að Framsókn- armenn ventu bá sínu kvæði i krosS og óskuðu eftir því að fá að taka þátt í stjóm. sem byggðist á því að halda við- reisninni áfram . , að hanr (þ.e. Framsóknarflokkurin^' muni snúa við blaðinu o" starfa með lýðræðisflokku1'1 um að áframhaldandi við reisn. þegar kosningum sé lok ið.“ Þannig er nú þegar a1!* búið í haginn fyrir samvinnu Sjálfstæðisfiokksins O'g Fram- sóknarflokksins, og til enn frekari undirbúnings eru verk- legar æfingar ástundaðar dag hvern af miklu kappi í Hafn- arfirðl. — Austri. I ! i 20 ísL kennurum wiii til Ommerkur Fiimíu sýnir Konuna með litla hundinn

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.