Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 4
- ÞJÓÐVILJINN Föetudagur ll. janúar 1963 >m&Mm m&wmiiðm® f ' wlfríK i 1 ■ :¥--f I w' ■* % muiiiif : "■■. :':. : v ,; : :-4 i,; y,, ' 'Ægm ,, Eftir logn og helgihald und- anfarið byrjar stormurinn i handknattleiknum aftur, en kyrrð héfur verið síðan um miðjan desember. Verður ekki annað sagt en að hressilega sé byrjað. því í kvöld fara fram tveir stórleikir. Flestir munu telja að leikur FH og Fram sé einn af þeim leikjum fslandsmeistaramóts- ins sem mesta athygii vekur. í>að þóttu í fyrra tíðindi þeg- ar Fram sigraði FH i úrslita- leik. eftir að flestir höfðu talið FH mun líkiegri sigurveg- ara. Siðan það gerðist hafa liðin háð eitt ,.einvígi‘‘ núna í haust eftir heimkomu Fram úr sinni góðu ferð tii keppninnar við Skovbakken Þeirri viðiir- eign lauk með jafntefli eftir ágaetan leik. Ekki er ósenni- íegt að á því augnabliki hafi Fram verið á toppi eftir ágaeta æfingu f.yrir utanferðina. Það er ekki öruggt að beim hafi tekizt að halda sér á toppnum áfram og pæti leikur þeirrá við Víking síðast bent til þess. Ekki er að efa að jafntefl- ið við Fram hefur verið FH góð aðvörun. því beir höfðu yfir lengst af en gáfu eftir í lok leiksins. Gera má ráð fyrir að þeir hafi notað timann vel og hugsi sér að hefna fyrir tanið í fyrravor. Ékki er ósennilegt að þeim takist það, en Framarar hafa sýnt að þeir kúnna vel að not- færa sér hinn litla sal að Há- logalandi, og því má gera ráð fyrir að Fram seljj sig dýrt Þetta getur því orðið mjög skemmtilegur leikur með meiri sigurmöguleikum fyrir FH. Dómari í leiknum verður Magnús Pétursson Hin tvísýna viðureign: KR—Víkingur Margir munu þeir vera sem bíða leiks KR og Vikings með mikilli eftirvæntingu. Vikingar unnu sér það til ágætis að sigra fslandsmeistarana Fram með nokkrum mun um daginn. Það kom að vísu nokkuð á ó- vart. én það sýnir að Vík- ingar eru ekkert lamb að leika sér við þegar þeir taka veru- lega á. Lið þeirra er að verða samleikið og traust. án þess þó að það samanstandi af mörgum „stjörnum". en veikir nunktar eru þar heldur ekki. KR hefur verið í mikilli framför í haust. og sýna leik- ir þeirra við Þrótt og ÍR í Skautamót og íshokkí Knattspymufélagið Þróttur gengst fyrir skautamóti á Tjörninni í Reykjavík um heig- ina 19,—20. þ.m. Þetta Þróttarmót verður fyrsta skautamót vetrarins. Undanfarið hefur verið ís á Tjöminni en brautir hafa ekki fengizt ruddar þannig að æf- ingaskilyrði hafa verið slæm og keppnismöguleikar engir. Þá er áformað það athyglis- verða nýmæli að efna til ís- hokkísýningar á þessu móti og vérður forvitnilegt fyrir al- menning hér að kynnast þessari íþrótt, sem nýtur svo mikillar hylli víða um lönd. ★ Danska Evrópubikar-liðið Skovbakken reið ekki íeitu hrossi frá alþjóðlegu hand- knattleiksmóti í Rostock um síðustu helgi. Urðu Danirnir að láta sér nægja 5. sætið og áttu fullt í fangi með að ná því. í keppninni um 5. sætið vann Skovbakken 8:7 yfir pólska liðinu Sponia frá Gdansk. fslandsmótinu það ÍR náði jafnteflí við Víking. en KR sigraði ÍR með nokkurra marka mun. KR-liðið hefur undanfarið ver- ið ákveðnara en oft áður og bað hefur fengið unga menn sem lofa góðu. Það bendir því allt til þess að leikur þessi geti orðið jafn og erfitt að spá um úrslit. Ef til vill ættu Vjkingar að hafa meiri sigurmöguleika. en takist KR upp eins og á móti Þrótti í síðari hálfleik, og taki þeir fram KR-sigurvilj- ann. verður sá sigur Víkingum erfiður og m.iög tvísýnn. Dómari verður Axel Sigurðs son Önnur deildin á morgun Á morgun fara fram tveir leikir í annarri deildinni. og keppa þá þrjú utanbæiarféiög: ÍBA — ÍA o.a Breiðablik. sem leikur við Val. Utanbæjarfélögin hafa ekki sézt hér í opinberum mótum að vetrinum svo ekki er hægt að spá neinu um úrsllt. Kefivíkingar hafa sýnt að beir eru vfirleitt í mikilli fram- för í flokkaleikjunum bæði knattspyrnu og handknattleik. og eiga marga ung* og efni- lega leikmenn. Það má þvi géra ráð fyrir að þeir tefli fram sæmilegu liði. og vafa- laust mega Skagamenn vara sig á þeim, jafnvel þó lið þeirra sé skipað eldri mönnum, og oft hafa verið innanum x liði ÍA vel liðtækir menn sem gætu náð langt við góðar aðstæður og meiri keppni. En sem sagt. bað er engu hægt að spá um úrslit, Dómari verður Karl Jóhanns- son. Valur ætti að slgra Breiðablik Vafalaust mun Valur hafa fUllan hug á áð ná í bæði stigin. sem fyrsta áfanga að því marki að komast upp í fyrstu dei1d. sem ef tíl viil getur orðið erfitt i ár. þar sem liðið er í deiglu Breiða- blik sýndi í fyrra allgóð til- brif og vilja. og hafi þeim far- ið fram síðan þá ætti sigur Vals ekki að verða auðveld- Ur. en ætti að takast. Verður gaman að sjá þessi utanbæjarfélög og hvernig beim hefur vegnað siðan ’ fyrra. Dómari í leiknum vérður Pétur Bjamason. Á SUNNUDAGINN: ÍR — FH og Fram — Þróttur Þó allt geti komið fyrir í handknattleik þá virðist samt sem úrslitin í þessum leikjum séu nokkuð viss. FH ætti að vinna ÍR nokkuð auðveldlega, og þó munu ÍR-ingar gera þeim lífið eins erfitt og þeir frek- ast geta. og þeir eru alltaf að styrkja lið sitt. Heyrzt hefur, að Skúli frá Aftureldingu muni leika með þeim í marki en sú staða hefir oftast verið hin veika hlið ÍR Fram ætti ekki að eiga^ í erfiðieikum með Þrótt í 60 min. leik, því Þróttur hefur sýnt að bað er eins og þeir séu ekki gefnir upp fyrir meira en 30 mín. Takist þeim hinsvegar að halda út alian timann með beirri kunnáttu sem þeir ráða yfir þessir ungu menn. ættu þeir að geta gert íslandsmeist- urunum erfitt fyrir. og er ekki að efa. að þeir leggi sig alia fram. Dómarar í þessum leikjum verða: Valgeir Ársælsson og Valur Benediktsson. Danir unnu Vestur-Þjóð- verja í landskeppni um síð- ustu helgi. Úrslitin voru 22:19 (í hléi 11:8). Dönum þykir þetta nokkur sárabót eftir að hafa tapað nýlega fyrir Svíum Austurþýzkt skautafólk sigraði í öllum greinum á alþjóð’.egu skautamóti í Kir- una í Svíþjóð um helgina. Helmut Kuhnert vann 500 m á 42,6 sek., og 3000 m á 4,46,3 mín. Helga Haase varin 500 m hlaup kvenna á 48,9 sek. og 1500 m á 2.38,2 mín. 80 landsmet settu kínvecskir frjálsíþróttamenn á sl. ári. At- hyglisverðasti árangurinn er hástökk Nj Tsin-Tsins — 2.17 m, sem er þriðji bezti árang- ur sem náðst hefur í heimin- um ★ Jan Milak, einn af fremstu frjálsíþróttaþjálfurum Pól- lands og höfundur margra greina um þjálfun og léið- beiningar, mun innan skamms ferðast tii Finnlands. Finnska frjálsíþróttasambandið hefur ráðið hann sem þjálfara sinn. ★ Norski skautakappinn Knut Johannesen, fyrrv. heims. meistari. setti nýtt heimsmet í 3000 m. skautahlaupi s.l. laugardag á alþjóðlegu móti í Skien. Timinn var 4.37,8 mín. Gamla metið átti Hol- léndingurinn Anton Huiskes 4.40,2 mín. Fallin kvikmyndaleikkona Kvikmyndaleikkonan Annette Ströyberg gamnaði sér á skíðum í Sestrierc á ítalíu um jólin Myndin er tekin eftir að hún hafði reynt að renna sér niður brekku í fyrsta sinn á ævinni. 500 milljón krónur fyrir enska ^ I - ■ Jimmy Greaves verð: 12 miUjónir kr. Nær 500 millj. króna hafa verið í veltunni við kaup og sölu á brezkum knattspyrnumönnum í Bretlandi sjálfu síðustu tvö árin. 30 milljón krónur bætast við í kaupum og sölum næstu vikurnar. Arsenal vill nú losna við Laurie Brown sem kom til fé- lagsins fró Northampton fyrir 4.2 milljónir króna kaupverð. Félagið Leyton Orient, sém er á botninum í I. deild, er sagt hafa fullan hug á því að skrapa saman fé til að kaupa Malcom Lucas, landsliðsmann í Wales. Býður nokkur betur? Luton býður nú í Suður- afríkumanninn Stuart Leary, sem sagður er vera ósáttur við félagsstjómina í Charlton og hefur hann margoft óskað að fá að fara í annað félag. Síðustu 20 mánuðina hafa knattspyrnumenn gengið kaup- Um og sölUm fýrir 4.8 milljónir samanlagt á viku hverri. Þetta ér hrikalegá há upphæð, næst- um fjórum sifinum hærri en IV. deildarlið fær í tekjur á heilu keppnistímabili. Það furðulegasta við þetta er það, að jafnvel fátæk félög eru farin að bjóða í þá dýrustu í kapp við stórfélögin. Þannig hefur t.d. Brentford varið 6 milljónum króna á síðasta ári til að kaupa sóknarmenn. Hækkandi gengi Á síðustu tveim árum hafa 55 knattspymukappar verið seldir í Bretlandi, hver um sig fyrir meira en 2.4 milljónir kr. eða meira. 23 að auki hafa ver- ið seldir fyrir a.m.k. 1.8 millj. hver. Það eru ekki nema fimm ár liðin síðan það þóttu furðuleg tíðindi að Tottenham skyldi greiða 4.2 millj. krónur fyrir Cliff Jones. Fari maður 15 ár aftur í tímann þótti nægilegt að greiða 2.4 milljónir fyrir Tommy Lawtari, skæðasta sóknarmann Englands. SVona ört hefur verðlagið á knatt- spymumönnum hækkað. ftalíumarkaðiir Það var ítalski knattspymu- markaðurinn, sem fyrir þrem árum tók að neyða brezku fé- lögin til að hækka boð sín, ef þau vildu halda knattspymu- köppum sínum á fósturjörðinni. Tilboðin frá Italíu námu ó- sjaldan 6 milljónum króna, og blöskraði þá mörgum á gamla Englandi. Jimmi Greaves, Denis Law, John CHarles og Joe Baker sem fengið hafa hárin til að grána á mörgurh brezkum knattspyrnuforstjöra. Denis Law hefur einn samán kostað Manchestér United 13.8 fnilljón krónur íslenzkar. (115.000 sterl- ingspund). Greaves var goldinn með 12 milljónum og Baker 8.4 millj. krónum. öll þessi gífurlega gengis- hækkun enskra knattspymu- manna skeður á sama tíma og áhugi almennings fyrir knatt- spymu virtist fara dvínandi á Englandi. Og ofan á allt þetta bættist almenn kauphækkUn atvinnumanna í knattspymu. TVEIR 1ÝRIR Hérna eigast við i návigi tveir af dýrustu knattspyrnumönnum á Exiglandii: Denis Law til vinstri og John Charles. Þeir mættust þarna í loftinn í leik miili Wales og Skotlands si. sumar. Báðir skoruðu mark. Charies mun nú hafa verið seldur á Itaiíumarkað. , Núna fyrir nokkrum ..dögum keypti Evarton Tony Kay frá Sheffield Wednesdays fyrir 50.000 pund (um 6 milljón ísl. kr.) og er það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir fram- vörð. Gamla metupphæðin var 45.000 pund og hana greiddi Manchester United 1961 fyrir Bobbi Kennedy frá skozka fé- laginu Kimarnocks. SPÁD OC SPjALLÁÐ UM HANDKNATTLEIK Ríkir karlar á bak við En langflest brezku knatt- spymufélögin eiga sér fjár- sterka menn að bakhjarli. Að- alleiðtogi Everton, John Moor- es, er margmilljóneri í sterl- ingspundum. Hann er fram- kvæmdastjóri stærsta getraun^- fyrirtækis Englands, „Little- woods“. Félagið Quenns Park Ranger hefur vélakónginn John Bloom að verndara. Ley- ton Orient setur allt traust sitt á skóframleiðandann Harrý Zussman og þannig mætti lenfd telja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.