Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur XI. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN Sjómenn eiga að ráða í Sjómannafélaginu Einn hinna áhugasömu starf- andi sjómanna Sem um þessar mundir vinna að því að héfja Sjómannafélag Reykjavíkur upp úr margra ára deyfð <ig máttleysi er Sigurður Brcið- fjörð Þorstcinsson, Af þessum sökum hefur Al- þýðublaðið og fulltrúar land- liðsins í félaginu lagt Sigurð i éinelti í blöðum eins og fleiri félaga Sjómannafélagsins. Þeg- ar Sigurður leit inn á Þjóðvilj- ann í gær var hann spurður um álit sitt á níðskrifunum um hann og aðra fulltrúa starfandi sjómanna í félaginu. — Þar kennir ýmsra grasa. segir Sigurður. Núverandi stjómendur félagsins leggja mikla áherzlu á að telja fólki trú um að við B-listamennirmr höfum hvorki reynslu af verka- lýðsmálum né vit til að stjóma Sjómannafélaginu. Ekki taka sjómenn mark á þeim áróðri, en annarra vegna má geta þes9 að formannsefni okkar .Tón Tímótheusson var um skeið formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins á Bolungarvik og stóð sig þar vel. Jón hefur mikinn kunnugleika á kjörum og aðstæðum sjómanna r>g verkalýðsmálum, er mjög vel látinn af félögum sínum og drengur góður. Sjómenn munu treysta honum ekki síður en gerðardómsfulltrúunum á A- listanum. Aðrir á listanum eru allt sjómenn sem vel hafa fylgzt með félagsmálum og kjaramálum sjómannastéttar- innar og mýnu áreiðanlega kunna betur með þau mál að fara en t.d. núverandi trúnað- armannaráð. sem að nokkru er skipað verkstjórum, fiski- matsmönnum, forstjórum og bændum. — Hvað segir þú um skrif Péturs Sigurðssonar og þeirra kumpána um sjómenn? — Skrifin um okkur, sem skipum lista starfandi sjó- manna að þessu inni, eru sjálf- sagt ein lítilmannlegustui og lúalegustu skrif sem nokkur stjórnarmaður í verkalýðsfé- lagi hefur hirt um félagsmenn. 1 þessum skrifum og í Alþýðu- blaðinu er verið að reyna að koma því inn, að við á B-list- anum séum í öðrum starfs- stéttum en sjómennsku. Þetta eru hrein og bein ósannindi ..Allir frambjóðendur á B-list- 1 amim hafa verið á sjó árið sem leið, sá sem skemmst var á fimmta mánuð. Pétur Sigurðs- son hefur einkum reynt að of- sækja okkur B-listamenn á pólitískum vettvangi enda þóU hann viti fullvel að listinn er byggðu.r upp eingöngu á stétt- arlegum grunni, enda mun hann eiga í vök að verjast hjá flokksbræðrum sínum .sem eru á okkar lista. — Hvað villtu segja okkuv um skrifin sem vérið hafa • Alþýðublaðinu um hina hetju- legu baráttu núverandi stjórnar að kjaramálum sjómanna? — Einn þeirra sem bar hefur veriö teflt fram er starfsmað- ur félagsins. Sigfús Bjarnason. Sá heiðursmaður virðist nú í kosningabaráttunni hafa haf1 ærið að starfa við að end- urgreiða félagsmönnum oftekin félagsgjöld að ógleymdum við- tölum sem virðast hafa vertð ætluð í útvarpsþáttinn „Efst ó baugi“ en villzt í Alþýðublaðiö. en frá því að Sigfús gekk land hefu.r margt breyzt til hins verra, m.a. í togarasamningun- um. Það kemur gleggst fram í 2. grein núgildandi togara- samninga. Þar segir um afla- hlut á ísfiskveiðum til sölu er- lendis: „Þegar veitt er í fs til sölu á erlendum markaði skal greiða skipverjum 17% af heildarsöluverði fisks og hrogna að frádregnum 25% af sölu- verðinu. Aflaverðlau þessi skiptast jafnt milli allra skip- verja, þó aldrei í fleiri en 31 stað“. 1 næstu samningum á undan þessum voru dregin frá söluverðinu 17% og eru þetta því 8% hærri frádrátt- ur en var í eldri samn- ingunum. Þetta er einungis eitt dæmi um kjarabaráttu núverandi stjórnar Sjómannafélagsins, en þannig er það einnig á öðr- um sviðum. Þessi stjórn telur t.d. síldveiðisamningana í hau<st verra. Nú í vikunni fór einn Reykjavíkurtogaranna út og voru þá tveir menn af áhöfn- inni fallgildir fclagsmenn • Sjómannafélagi Reykjavíkur, annar á dekki og hinn í vél. Á flestum togurunum eru þetta 2, 3, 4 upp í 14 skipverjar full- gildir meðlimir í Sjómannafé- lagiinu. it — Hafa starfsmenn félagsins ekkert eftirlit með því hvort starfandi sjómenn á reykvísk- um fiskiskipum eru meðlimir í Sjómannafélaginu? — Vinnubrögð starfsmanna Sigurður Br. Þorsteinsson stórsigur vegna þess að kjörin voru þar hærri en í hinuir alræmda gerðardómi flokks foringja þeirra Emils Jónsson ar. En þessi „sigur“ þýðir, eins og allir sjómenn vita, að kjör- in voru stórlega rýrð frá eldri samningum. Allir starfandi sjó- menn sem tök höfðu á mót- mæltu þeim gerðardómi en Sjómannasamband Islands lét sig hafa að tilnefna mann í hann, einmitt formann og formannsefni landliðsins oe gerðardómsmanna í Sjómanna- félaginu, Jón Sigurðsson. ★ — Jón Sigurðsson gaf það ’ rkyn í Alþýðublaðinu að stjóm- in teldi ekki rétt að bera ver- tíðarsamningana undir báta- sjómenn vegna vonzku ein- hverra kommúnista í hópi sjá- manna. — Það er léleg afsökun fyrir að neyða þeim samningum upp á sjómenn að þeim forspuxðum og þó þeir hefðu verið felld- ir í fyrra. Nú lætur landliðs- stjómin „trúnaðarmannaráð“ siR samþykkja framlengingu á þessum samningum. sem sjó- menn hefðu talið sjálfsagt að fá verulega leiðrétta, en það virðist föst regla hjá stjórn Sjómannafélagsins að hafa sem minnst saman við bátasjómenn að sælda og láta þá hafa sem minnst að segja urn kjaramálin, Svo virðist jafnvel sem stjórn- in sé ekkert áfram um að þeir séu í félaginu, eins áhugasöm og hún getur verið, að halda { fullum félagsréttindu.m mönn- um sem fyrir löngu eru komn- ir í allt önnur störf en , sjó- mennsku. Svo er komið á bátunum, að á þcim eru þetta 2—6 fullgiildir féiagsmenn í Sjómannafélaginu. Á togurunum er þetta enn félagsins Hilmars .Tónssonar oa Sigfúsar Bjarnasonar, virðast beinast að öðrum hlutum. Þeir menn sjást aldrei niður við ;kip fiskiflotans, en rekast ein- -töku sinnum um borð í far- skipin, því þar munu þeir helzt telja sér fylgisvon og hafa komið þó nokkrum mönn- um í félagið af þeim skipum. Hitt er ekki síður ámælis- vert hvernig þessir starfsmenn félagsins og félagsstjórnin standa í stykkinu fyrir sjó- menn sem leita til félagsins vegna samningsbrota. Sjómcnn hafa kvartað við Sjómannaíc- lagið frá því á sl. vori um samningsbrot í sambandi við uppgjör á stóru Reykjavíkur- bátunum, en engin Jeiðrétting fengizt á málinu enn, Virðist helzt að félagsstjórnin ætli að svæfa þetta mál, og er ekki að efa að útgerðármenn yrðu þakklátir slíkri forystu í stærsta sjómannafélagi lands- ins. Engu er líkara en starfs- mönnum leiðist að hlutsta á réttmætar kvartanir sjómanna, heyrzt hefur að einn þeirra hafi sagt við sjómann sem kom að fá leiðréttingu mála sinna: „Mér lízt illa á þig góði, farðu út!“ Þetta tilsvar sýn- ir þessa menn, helzt vildu þeir reka alla starfandi sjómenn út. út úr félaginu, að minnsta kosti fiskimennina, og stjórna svo glaðir með landliði sínu. Landliðið i fullum félags- réttindum er nú um sjö hundr- uð manns en á kjörskránni alls um 1450 menn. Þær tölur segja sína sögu. — Einhverntíma hefðu skrif- in um ykkur B-listamenn ver- ið kallaður atvinnurógur. — Já, það er tvímælalaust réttnefni. Menn úr stjóm Sjó- mannafélagsins eru með níð- skrifum sínum að benda á okk- ur sem hættulega menn og sem skorti alla þekkingu og hvers konar atgerfi til starfa. I þessu felast atvinnuofsóknir af lúa- legasta tagi, það er verið að gefa atvinnurekendum í skyn að óþarft sé og óheppilegt að ráða slíka menn í skiprúm. Það er fróðlegt fyrir hina eldri menn í Sjómannafélaginu sem sjálfir hafa orðið að þola at- vinnuofsóknir vegna baráttu sinnar í sjómannasamtökunum að sjá nú menn úr innsta hring félagsins stuðla að því með níð- skrifum um félagsmenn að sjó- menn verði béittir slíkum of- sóknum. Þegar gripið er til svo ó- þokkalegra vinnubragða og níð- skrifa eins og t.d. skrifa Pét- urs Sigurðssonar um starfandi sjómenn er auðsætt að stjórnin er orðin logandi hrædd um að henni muni ekki lengur takast að halda völdum þrátt fyrir það að um helmingur á kjör- skrá Sjómannafélagsins er landlið. — Hvað vildurðu að lokum segja um kosningarnar? — Þeim fer senn að ljúka og ættu þeir sem enn eiga eftir að kjósa að athuga vel hvað er að gerast. Ætla þeir að stuðla að því að félagið Iognist útaf í höndum þeirra pólitísku of- ^tækismanna sem nú hanga þar í stjórn eða gera félagið að baráttufélagi starfandi sjó- manna? Með atkvæði sínu geta sjómenn kvittað fyrir lúalegar aðferðir varðandi togarasamn- ingana, bátakjörin, gerðardóm- inn og farmannasamningana. Þetta er hægt með því að fella stjórn landliðs- og gerðardóms- mannanna, með þvi að setja X við B-listann. Seyðisfjörður Framhald af 1. síðu. ráðinn til bráðabirgða, en um- sókn hans hefur ekki verið rædd, nema á þessum eina fundi. 1 nóvember kom svo loksins ný umsókn; var hún frá Óla Hert- ervig síldarsaltanda á Vopna- firði — og það var einmitt hann, sem íhaldið og Mýnesingar ætl- uðu að kjósa sem bæjarstjóra, áður en samkomulag þeirra sprakk. Þess má geta, að bráða- birgðabæjarstjórinn hefur starf- að 20 ár hjá Seyðisfjarðarbæ. Verða kosningar bráðlcga? Meðal Seyðfirðinga ríkir nú geysimikil og mögnuð óánægja yfir þessu vandræðaástandi bæj- orstjómarinnar. Segja má, að öll meiriháttar starfsemi bæjarins liggi niðri, eins og dæmi- eru nefnd um hér að framan. Það er almenn skoðun, að nauðsyn- legt sé, að fram fari nýjar bæj- arstjórnarkosningar og vona menn, að úrslit þeirra verði þannig, að starfhæfur meirihluti myndist. Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var í fyrradag kom það í ljós, að fulltrúarnir voru einn- ig þessarar skoðunar; kom þetta greinilegast fram hjá fulltrúa Alþýðubandalagsins, fulltrúum Alþýðuflokksins og Ihaldsins. Þó lét fyrsti fulltrúi íhaldsins í ljós þá skoðun, að rétt væri að reyna enn frekari samkomulagstilraun- ir. En ef vilji almennings fær að ráða. er ekkert líklegra en að gengið verði til kosninga, áður en langt um líður. SfÐÁ 5 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Fyrirhyggja það líður naumast sá dagur, sem blaðakostur ríkisstjórnarinnar ekki er látinn guma af fyrirhyggju og framkvæmdaviti „viðreisnarherr- anna“. Svo langt er seilzt, að því er jafnvel hald- ið blákalt fram við lesendur blaðanna, að hið óvenjulega góðæri, sem hér var á s.l. ári, t.d. hvað aflabrögð snerti, sé eingöngu „viðreisn- inni að þakka. Morgunblaðið hefur oftar en einu sinni haldið þeirri kenningu að lesendum sín- um, að án „viðreisnarinnar“ hefði ekkert góð- æri verið hugsanlegt á landi hér. Sennilegast hyggst Morgunblaðið með þessu reyna að koma því inn hjá auðtrúa fylgjendum sínum, að „við- reisnin“ og guð almáttugur hafi tekið höndum saman í þessu efni, — og er „viðreisninni“ þó sýnilega eignaður stærri hluturinn. ^llir virðast sammála um það, að góðæri háfi verið hér á landi s.l. ár einkum varðandi sjávarútveginn. En hvernig hefur „viðreisnar- stjórnin“ nýtt þá möguleika, sem þetta góðæri hefur skapað. Það er ekki ófróðlegt að virða fyr- ir sér staðreyndirnar, en þær eru í síuttu máli þssar: Allur togarafloti landsmanna lá bundinn við bryggju meira en þriðjung ársins, á sama tíma og erlendir togarar mokuðu upp afla. Rík- isstjórnin tafði undirbúning sumarsíldveiðanna stórlega með því að koma í veg ’fyrir að samn- ingar tækjusf án vinnustöðvunar við járnsmiði á s.l. vori. Og ríkisstjórnn lét með öllu afskipta- laust, að LIÚ hindraði útvegsmenn með fjár- kúgun í að hefja sumarsíldveiðarnar. En loks þegar fjárkúgararnir voru að missa tökin á út- vegsmönnum, skarst ríkisstjórnin í leikinn til þess að skerða kjör sjómanna með gerðardómn- um alræmda. 0« hvernig er það svo með þá miklu möguleika sem haust- og vetrarsíldveiðarnar skapa þjóðinni? Hefur ekki „viðreisnarstjórnin“ gert tafarlausar ráðstafanir til þess að þeir mæítu nýtast sem bezt? Vafalausf gætu síldveiðisjó- mennirnir, sem daglega verða að bíða í lengrl tíma eftir löndun úr skipum sínum skýrt frá því, en að öðru leyti skýrir Alþýðublaðið í gær frá hinni opinberu afstöðu stjórnarvaldanna á þá leið, — undir forsíðufyrirsögninni: „Ríkið vill ekki annast síldarflutninga“, — að ríkis- stjórnin hafi neitað að greiða fyrir því að síld- yrði flut’t til verksmiðjanna fyrir norðan. Þetta gerist, þegar útlit er fyrir að vetrarsíldveiðarn- ar séu orðnar nokkuð árvissar, en ríkisstjórn- in virðist engan áhuga hafa á úrræðum til lausn- ar. Á það má þó minna, að síld hefur áður veiðzt hér syðra og þá var þegar hafizf handa um að koma hér upp verksmiðju, — og verksmiðju- ^kipi — til að nýta slíkan afla, þótt þar væri ýmislegt gert meira af kappi en forsjá. En öll vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á þessu ári gagn- vart framleiðsluatvinnuvegum landsmanna og því fólki, sem að þeim vinnur, tala skýru máli um „fyrirhyggju“ hennar og „framkvæmda- vit“. — b.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.