Þjóðviljinn - 11.01.1963, Síða 6

Þjóðviljinn - 11.01.1963, Síða 6
g SlÐA ÞJÓÐ*r Fjölgunarvandamálið í Indlandi Yfirvöldin skora á fólk að eignast færri börn Indland nær yfir 2,4 prósent af þurrlendi jarð- ar. Indverjar eru 15 prósent af íbúum heimsins og ekkert virðist benda til þess að veröldina muni skorta Indverja á næstu áratugum. Þeir sem gera áætlanir um framtíð Indlands telja heppilegra að Indverjar verði færri en fái hinsvegar meira að borða, njóti betri heilsu og þar með starfs- hæfileika. Fostudagur 11. janúar 1963 ÖLÆSI ÚTRVMT Á Kúbu er nú barizt við að útrýma síðustu Ieií- um ólæsisiins, sem landlægt hefur verið í Róm- önsku-Ameríku. Á myndinni sjást tveir kúbansk ir hermenn sem nota hvíldartímann til að le&a lcxiu dagsins. 10 ára gamall skóladrengur aðstoð ar þá við námið. Áróðursrit kaþólskra fasista vekur athygli Gyðingahatríi er helzta deilumál kaþólskra manna Ritlingur, sem skrifaður er af mögnuðu hatri á gyðingum, hefur valdið töluverðum áhyggjum meðal kaþólskra ráðamanna á Ítalíu. Stuttu eft- ir að kirkjuþinginu í Róm lauk fengu allir þing- fulltrúar í pósti 600 blaðsíðna bók með nafninu „Samsærið gegn kirkjunni“ ásamt bréfi, þar sem skorað var á fulltrúana að kynna sér vandlega efni bókarinnar, áður en þingfundir hefjast á nýjan leik næsta haust. Samkvæmt upplýsingum frá indverska heilbrigðismálaráðu- neytinu eru að minnsta kosti 50 milljónir af hinum 440 millj- ónum Indverja vannærðar eða misnærðar. Talið er að 20 milljónir þjáist af berklum. Sérfræðingar verða þó að við- urkenna að viðleitnin til að bæta heilbrigðisástand og lífs- kjör verði til þess að Indverj- amir eignast enn fleiri böm og fleiri þessara barna ná fullorð- insaldri en áður tíðkaðist og koma fram á vinnumarkaðinn. Indversk böm sem fæddust ár- ið 1931 áttu að meðaltali ekki í vændum nema 23 ára ævi. Árið 1961 var þessi meðalævi hinsvegar komin upp í 43 ár. Orsakir þessarar þróunar em meðal annars notkun skordýra- eiturs sem t.d. hefur því sem næst útrýmt malaríu, umfangs- miklar ónæmisaðgerðir gegn ýmsum sjúkdómum, auk þess að í landinu em fleiri og dug- legri ljósmæður en nokkm sinni fyrr. 12 milljónir atvinnulausra En 70 prósent af Indverjum em enn ólæsir og meðalárslaun em — þrátt fyrir framfarir — um það bil þrjú þúsund krónur. Samkvæmt opinberum hag- skýrslum jukust þjóðartekjur Indverja um 42 prósent á tíma- bilinu 1951—1961 en megnið af þeirri aukningu hvarf í nýja múnna. Árangurinn varð sá að tekjur Indverja jukust aðeins um 20 prósent. Samkvæmt fimmáraáætluninni fyrir 1961 heppnaðist að veita átta millj- ónum fleiri atvinnu. Við lok á- ætlunartímabilsins von níj milljónir atvinnulausar Sam- kvæmt þeirri fimmáraáæt'un sem nú er i framicvemcl á að veita fjórtán milljónum atvinnu til viðbótar. En íyr>r árið 1966 munu sautján milljónir hafa bætzt við á vinnumarkaðinn, þannig að búizt er við að tála atvinnulausra verði þá um 12 milljónir. Einnig er það íhugunarvert að hinar opinberu skýrslur um atvinnuleysi eru furðu bjart- sýnar og taka meðal annars ekkert tillit til þess gífurlega fjölda sem alls ekki hefur næga atvinnu enda þótt eitt- hvað sé að gera. Til að stöðva þessa þróun hefur ríkisstjórnin hafið um- fangsmikinn áróður fyrir tak- mörkun barneigna. Þykir henni mikið í mun ef unnt væri að fá fólk til að láta sér nægja fjögur eða fimm börn I stað sjö eða átta. Ekki virðist áráður þessi hrífa sérlega mikið. Getnaðar- vamir stangast að vísu ekki á við algengustu trúarskoðanir en hinsvegar virðist fáfræðin næstum ósigrandi. Rannsókn var nýlega látin fara fram meðal bændafólks í Mysore og reyndust 15 prósent af karlmönnum og 11 prósent af konum hafa einhvem tíma heyrt um tatanarkanir barn- eigna. Rannsókn í Bombay meðal krvenna sem þungaðar höfðu orðið tveim árum áður leiddi í í ljós, að 50 prósent þeirra hðfðu heyrt getið um getnaðar- vamir en aðeins 20 prósent reynt einhverja aðferð. Indverjum er þjóðfélagsleg nauðsyn að eignast börn — og einkum og sér í lagi syni — ekki aðeins til að halda við ætt- inni, heldur einnig til að tryggja sér lífsviðurværi í ellinni. Bamleysi hefur oft í för með sér eymdarlíf þegar aldurinn færist yfir. Þvl fleiri sem synimir eru því meiri eru líkumar til þess að einhverjir þeirra nái full- orðinsaldri og að einhver þeirra verði bjargálna. Hinsvegar barmar fólk sér undir þeirri fjárhagslegu byrði sem stór bamahópur leggar því á herðar. Það getur skilið að skynsamlegt væri að láta sér færri nægja. Samt sem áður er margt sem torveldar að nokkrum veruleg- um árangri verði náð. Fáfræði, uppburðarleysi og ill húsakynni hindra notkun getnaðarvama. Yfirvöldin gera sér engar tál- vonir um skyndilegan sigur. Vísindamenn gera tilraunir til að framleiða fullkomnar töflur til að hindra getnað og á með- an mælast yfirvöldin til þess að karlmenn og konur láti gera sig ófrjó þegar barnahóp- urinn er orðinn hæfilega stór. 104.000 ófrjó Um það bil 140.000 hafa látið gera sig ófrjó og hefur það orð- ið til þess að lækka fæðingar- töluna: 1951—56 var hún 41.7 prómille á ári, 1956—61 40.7 og 1961 39.6 prómille, en dánartal- an lækkar enn hraðar 25.9 prómille 21.6—18.2. Indverjar sjá fram á öra fólksfjölgun. Áætlaðar tölur eru sem hér segir: 480 milljónir árið 1966, 5.30 milljónir 1971 og 625 milljónir 1976. Indverskir sérfræðingar hafa auðvitað fylgzt af áhuga með viðleitni Japana til að skera niður fólksfjölgunina. Sam- kvæmt japönskum lögum hefur sérhver kona rétt til fóstureyð- ingar (jafnvel þótt maki hennar sé slíku mótfallinn). Árið 1959 voru framkvæmdar 1.1 milljón fóstureyðinga í Jap- an og 40.000 karlar og konur létu gera sig ófrjó. Heilsufarslegar afleiðingar endurtekinna fóstureyðinga hafa valdið japönskum læknum nokkrum áhyggjum og því hafa indversk yfirvöld verið mótfall- in slíkum aðgerðum. Þess vegna bíður heilbrigðis- málaráðuneytið í Nýju Delhi eftir því að vísindin finni upp algjörlega örugga og óskaðlega lausn á fólksfjölgunarvandamál- inu sem, æ verður erfiðara við- fangs. Fyrir utan hinn venjulega andsemitiska áróður er bókin óvenjuleg árás á ýmsar hátt- settar persónur í klerkaveldi kaþólskra, og af þeim sökum hefur hún vakið meiri athygli á Italíu en venja er með þess háttar rit. Samsærið gegn kirkjunni er að áliti bókarhöf- undar runnið undan rifjum gyðinga, kommúnista og frí- múrara. Tilgangurinn er sá að gera páfann að einum mesta trúvillingi sögunnar og setja hann á bekk með Luther, Cal- vin og Zwingli. Samsærið hefur grafið um sig innan kirkjunnar, þar sem er nú starfandi „fimmta herdeild gyðinga innan prestastéttarinn- ar“ og standa að henni þeir kardinálar og biskupar, sem „mynda eins konar framsækna fylkingu á kirkjuþinginu og reyna þar að knýja í gegn spilltar siðabætur“. Aðalmarkmið þessarar fimmtu herdeildar er að fá þingið til að fordæma andsem- itismann, segir bókarhöfundur og bætir við: „Ætlunin er að láta kirkjuna lýsa því yfir, að Gyðingar, sem í 19 aldir hafa verið álitnir fordæmdir og glat- aðir, séu Guðs góðu og kæru börn, þrátt fyrir einróma sam- þykktir kirkjufeðranna um hið gagnstæða, sem studdar hafa verið með páfabréfum og iögum kirkjuþinga“. Árás á Jóhannes páfa <» Bea kardinála 1 Róm er fyrst og fremst lit- ið á bókina sem árás á Bea, kardináia, um leið og ráðizt er að umbótafylkingu.nni á kirkju- þinginu. Bea kardináli er hinn áhugasami forseti þeirrar sér- stöku nefndar á binginu. sem vinnur að því að bæta sam- búðina við aðrar kristilegar kirkjúhrcyfinga" ■ Mna frá- skildu bræður“ og yfirleitt önnuor trúarbrö^ Afstaðan til gyðingatrúarinn- ar verður einmitt flóknasta efnið og það sem mesta eftir- væntingu vekur, er kirkjuþing- ið kemur saman á nýjan leik í september 1963. Þessi árás hlýtur einnig að hæfa Jóhannes páfa, sem átti frumkvæðið að því, að nefnd þessi var skipuð, og hefur þeg- ar unnið fyrsta siðabótarverkið með því að fjarlægja orðtakið „spilltir gyðingar“ úr tungu- taki páfadóms. Yfirvöldin í Róm hafa látið fara fram á rannsókn á því, hver standi að baki þessari út- Læknavísindin hafa með nýjum lyfjum og aðferðum gefið milljónum barnlausra hjóna von um að geta eignazt barn. — Fyrir þrjátíu árum gátum við aðeins hjálpað einu af hverjum tíu hjónum, en nú getum við hjálpað fjórum tii fimm af hverjum tíu, segir hinn kunni kvensjúkdómafræð- ingum í New York, dr. Sophia J. Kleegman. Niðurstöður rann- sókna, sem farið hafa fram á mörgum helztu sjúkrahúsum í USA sýna. að um helmingur barnlausra hjóna, sem fær meðhöndlu.n lækna, getur eign- aat eigsn böj.ji. gáfu, en opinber árangur henn- ar veitir ekki meiri upplýsing- ar, en hver sem er hefði getað sagt sér sjálfur. Á kápu bókarinnar er höf- undur nefndur dulnefni, en tekið er fram, að „hópur nýfas- ista“ standi að henni. Blöð á Italíu hafa verið varkár í bessu máli og sjaldan fullyrt beint, að andstæðingar umbótanna hafi staðið fyrir útgáfunni. Hitt er vitað, að andstæðumar eru miklar á kirkjuþinginu, og um- bótaandstæðingar hafa þegar beitt mjög ruddalegum baráttu- aðferðum til vemdar gömlum kenningum. Auk bess eru aft- urhaldsseggimir í klerkaveld- inu í nánum tengslum við ný- fasista á Italíu. Fasistarnir eiga mjög áhrifa- ríkan fulltrúa á kirkjuþinginu, þar sem er Ottaviani kardináli, sem við seinustu kosningar skoraði opinberlega á kaþólska kjósendur að styðja fasista- flokkinn. Ottaviani er lfka helzti andstæðingur Béas kardi- nála og keppinautur hans um tignustu stöðu páfagarðs, þ.e. það embætti, er gengur næst sjálfum páfanum. Rúmlega þrjár milljónir bandarískra hjóna eru barnlaus- ar gegn vilja sínum. Um 10 til 15% allra þungana í Banda- ríkjunum lýkur með andvana fæðingum. 1 40 bamlausum hjónaböndum af 100 má rekja ástæðumar til eiginmannsins. Meðai orsaka, sem til greina koma, eru lélegt sæði ýmist að magni eða gæðum, slæmt mat- aræði, þreyta, taugaveiklun, of mikil áfengisneyzla og sjúk- dómar eins og kusma. — Ekki hafa orðið jafn mikl- ar framfarir í læknavísindum til lausnar á vandamálum karl- manna sem kvenna á þessu sviði, segir kvensjúkdómalækn- irinn að lokum. Brann ofan af 2000manns Rétt cftir áramótin kom upp eldur í geysistóru vöruhúsi í Fíla- delfíu í Bandaríkjunum og hlauzt af mesti bruni sem nokkurn tíma hefur orðið þar í borg. Vöruhúsið brann til kaldra kola, sömuleiðls þrjár aðrar byggingar, allar margra hæða, og ger- eyðilögðust tugir íbúða. 2.000 manns misstu húsnæði siít af vöid- um brunan*. Orsök hjá mann- inum í40barnlaus- um hjónab. af 100

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.