Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. janúar 1963 ÞJOÐVILJINN SlBA 7 EFTIR GUÐMUND ÁGÚSTSSON Við mörk Austur- og Vestur-Berlinar. Bandarískir herlögreglunienn til hægri; austurþýzkir landamœraverðir til vinstri. mynd, sem Haukur gefur af ástandinu austur þar. Ég get fullvissað hann um, að þeir hafa aðeins verið tveir: landa- mæravarða- og tollvarðabún- ingurinn. Hitt er annað mál. að einkennisbúningarnir eru fleiri vestan megin við þetta hlið. Þá segir: „Fyrir innan sat gamall maður og skipti pen- ingum. Gekk það seint, enda þurfti hann í mörg horn að líta, fylla út ótal eyðublöð og stimpla fyrir hvern einstakan viðskiptavin. Fyrir hvert v- þýzkt mark fékkst eitt a- þýzkt og eru það vægast sagt léleg skipti, þar sem v-þýzka markið hefur a.m.k. þrefaldan kaupmátt á við það a-þýzka". Þegar mörkum er skipt þarna er kvittun stungið í vél af líkri gerð og peningakassa og upp- hæðin stimpluð inn. Þó má vera, að við svona hættulegan mann sem Hauk, hafi þurft fleiri eyðuþlöð. 1 statistískri árbók Sambands- lýðv. Þýzkalands 1961 bls. r i segir, að 1 austurmark jafngildi vesturmörkum Um I 1954 1955 1956 1959 0,75 0,79 0,80 0,84 verður til þess, að „næsta das ákvað ég að leita mér herberg- is annars staðar", eins og hann kemst að orði. Vinur minn, Ölafur Péturs- son, hóf nýlega nám við há- skóla í V.-Berlín. 1 Morgun- blaðinu 20. des. sl. skýrir hann.,„rrtTir., frá sögulegri reynslu sinni við að útvega sér herbergi. Rétt er að benda á vissan þátt í - þessari reynslu hans, sem er" eins og undirtónn í allri grein hans. Ólafi var þoðið herhergi í Steinstucken, sem er smáþorp rétt sunnan við V.-Berlín. Ölafur þekkir hvorki til þorps- ins né réttarstöðu þess, sem er varla von, þar eð hann þekkir hvorki til réttarstöðu V.-Berlínar né þáttar hennar í kalda stríðinu. Aðeins söguleg forsenda er fyrir því, að Steinstiicken telst til V.-Berlínar. Steinstúcken hefur enga réttarstöðu að al- þjóðlegum rétti frekar en V.- Berlín. Þorpið er líka herset- ið og ósjálfstætt eins og V.- Berlín. Um það skal þó ekki nánar rætt að sinni. Maður skyldi ætla, að þau innmúr- uðu „eylönd" eins og V.-Berlín og þá Steinstúcken eru, myndu reyna að berjast fyrir afnámi herstjórnarinnar og hersetunn- ar. reyna að öðlast s.iálfstæöi og keppa að friðsamlegri sam- búð við land, sem umlykur þessi „eylönd" og gera þannig lifið í þessum innmúruðu „ey- löndum" friðsamlegra og ör- uggara. En því fer fjarri. Krafizt er aukinnar hersetu ojt, heræfinga, ögrana og þvingana gagnvart því ríki, sem umlyk- ur þau. Ekki er að efa, að afleiðing- ar þessarar pólitísku stefnu koma fyrr og skýrar fram i smáþorpi eins og Stéinstiicken en í V.-Berlín með 2 mill.ió:i- um íbúa. Ölafur rekur sig líka strax á það félagslega ör- yggisleysi, sem íþúar þorpsins búa við af þessum sökum. Hjá íbúðareigandanum kemur Lfica skýrt fram að hann vill burt úr þessu innmúraða fangelsi. og ástæðuna fyrir því, að hann er ekki enn fluttur (eða fl>3- inn) segir hann vera: „Fasl- eignir hér í Steinstucken hafa fallið svo ofsalega í verði, af þvi enginn vill kaupa þær. Hið eina rétta væri, að V.-Berlín keypti upp Steinstucken, eins og það leggur sig, og gerði okk- ur þannig kleift að flytja úr þessu fangelsi". fessi sögulega reynsla Ólafs // 1 KltOii-.íM: ,, HinJ' greinrn-, serrr ég ætlar að vekja athygli á, er eftir varö- bergsmanninn Hauk Hauksson og birtist í Lesbók Morgun- blaðsins 23. des sl. Greinarhöfundur segir frá því ógurlega hugrekki sínu að þora einn dag austur fyrir tjaldið — þangað, sem þessir voða- legu morðingjar og kommúrt- istar liggja alls staðar í leyn- um. 1 samræmi við það er greinin skrifuð í tei;rostíl. Hann sér mýgrút einkennisþúninga. ekki eitt brosandi andlit, að- eins rústir, örbirgð, betlara með nokkurra metra millibili, niður- níðslu kirkna og safna og fólk alls staðar á flótta. Hann kynn- ist gjaldeyrisviðskiptum Ul- brichts, óreykjandi sígarettum, tveimur hænum, linlegum að sjá og undarlegum á lit, minn- ismerkinu um fórnarlömb hverra? og ýmsu öðru austan tialds, sem sé afar áríðandi að Islendingar viti um. Sem átyllu fyrir skrifi sínu nefnir greinarhöfundur grein „kennara nokkurs", sem birtist í Þjóðviljanum í haust. Ég ætla mér ekki að skipta mér af þeirri átyllu, heldur benda á nokkur atriði i grein Hauks. sem sýna fram á, að hún er soðin saman af þekkingarleysi um það, sem skrifað er um. þéttriðin fáránlegum fullyrðing- um, mótsetningum og barna- skap. Haukur nefnir fyrst þann at- burð, þegar ungur piltur að nafni Peter Fechter var skot- inn af a-þýzkum landamæra- vörðum (Haukur segir að vísu lögreglunni). Síðan hafi piltur- inn verið látinn liggja nær tvo tíma í blóði sínu austan múrs- ins og á það að sanna ómann- úðleika a-þýzkra varðmanna. Það er staðreynd að flótti að austan er oftast undirbúinn að vestan. Nær alltaf þegar flóttatilraun eða flótti að aust- an til vesturs á sér stað, þá skjóta upp kollinum vestan megin menn með skotvopn (jafnvel V.-Berlínar lögreglan), myndatökumenn og sjónvarps- menn. Skjóti a-þýzkur varð- maður á flóttamann, þá er reynt að skióta varðmanninn að vestan. Skotið er yfir á a- þýzkt svæði. Þeir, sem skjóta. eru venjulega ekki úr V.-Berl- ínar lögreglunni. Það hefui komið fyrir oftar en einu sinni að a-þýzkur varðmaður hali þannig verið skotinn til bana. Þótt nákvæmlega sé vitað hver þar var að verki, þá hefur sa ekki verið sóttur til saka, held- ur sagður hafa skotið „í nauð- vörn" eins og Willy Brandt borgarstjóri V.-Berlínar orðar það. Þegar skotið hafði verið á Peter Fechter, þá munduðu margir vopnin vestan megin en V.-Berlínarlögreglan skipti sér ekki af því. Við slíkar aðstæð- ur var ómögulegt fyrir a-þýzka varðmenn að sækja piltinn. V.- Berlínar lögreglan hlustar ekki á orð a-þýzkra yfirvalda. Til að losna við herskarann vest- an megin frá, varð a-þýzki landamæravörðurinn að snúa sér til sovézka hersins, sern síðan lét hoð ganga til amer- íska hersins. Og það var ekki fyrr en hann skipti sér af málinu og lét hreinsa herska"-- ann frá múrnum að a-þýzku varðmennirnir gátu náð Fech- ter. Hvað sem annars má segja um málið. þá held ég, að vart sé hægt að lofa V.-Berlínar lögregluná fyrir mannúðl. fram- komu í því. Haukur viröist mér þó sammála. Hann segir: „Skýr- ingar Þjóðviljans eru nú þær að VOPO-mennirnir. sem skutu Fechter. hafi verið hræddir um að verða skotnir af v-þýzK- um (hér ætti að standa V.- Berlínar) lögreglumönnum, þó staðreyndin sé hinsvegar sú, að v-þýzka lögreglan hefur aldrei skotið á landamæraverði Ul- brichts nema þegar þeir hafa skotið á flóttamenn. . ." Sé þetta staðreynd, þá get ég ekki annað séð en skýringarnar séu réttar. Og upphaf næstu máls- greinar hljóðar: „Á þessum tíma héldu Rússar daglega inn í v.-Berlín með þrynvagnalest. er þeir skiptu um heiðursvörð við minnismerki sitt í Tiergari- en . . . " Hvers vegna? Öhultir voru þeir fyrir ameríska hern- um. Þá er komið að ferðinni aust- ur yfir. T-Jauku'r lýsir kiarki sínum og stórmennskulegri í- myndun á þessa leið: „Eftir að hafa verið tiáð af herlögregl- unni vestan megin að færi sg inn í A.-Berlín væri það á eigin ábyrgð . " „Er inn i varðskúrinn kom var maniti gert að afhenda vegabréfíð Vopomanni. sem stakk því inn um litla rifu á veggnum og hvarf það síðan sjónum í 15 mínútur. Ekki er vitað hvað íerist þarna fyrir innan, en <agt er, og vafalaust með réttu, að þar sitji arftakar Gestapo, öryggislögreglan, og athugi hvort viðkomandi vega- bréfshafi sé „hættulegur al- þýðulýðveldinu". „Austri" hefði kallað þetta bernsku og þann mann bernskan, er svona skrií- ar. „Annars er ómögulegt að átta sig á því hver var hvað í öllum þeim mýgrút einkenn- isþúninga. sem þarna var og krafðist vegabréfs" er fyrsta 1960 enn hærri hl. vesturm. 1 þessum útreikningi gerðum af opinþerri stofnun v-þýzku stjórnarinnar er ekki tekið til- lit til vara og þiónustu á sviði menningar- og heilþrigðismála, en þar stendur A.-Þýzkaland mun betur að vígi. Auk þess skýrir þessi árþók frá því, að meðalkaup verkamanna sé 520 mörk á mán. í V.-Þýzka- landi og 550 mörk í A.-Þýzka- landi. Svo mikið um þessar v-þýzku tölur. En Haukur slær því föstu að v-þýzka markið hafi 3—4 sinnum meiri kaup- mátt, og á þessu gengi sínu umreiknar hann allt verð aust- an megin. Hann segir: „Verzl- unin var á mörgum hæðum! og þar er mikið af varningi á boðstólum (segir Haukur!). en verðið er yfirleitt 3—4 sinn- um hærra en í V.-Berlín . . " Sem sagt álíka. Hitt þykir Hauki eflaust ekkert skrítið. þó að fargjald með sporvögn- um sé 3—4 sinnum dýrara I V.-Berlín en í A.-Berlín. „Eftir að hafa gengið drykk- langa stund um Priedrich- strasse í áttina að Unter den Linden, komum við að matvöru- búð. . . var þarna um sjálfs- afgreiðslu að ræða, en allar hillur og körfur voru tómar nema tvær . . Fyrir innan af- greiðsluborð (sjálfsafgreiðsl- unnar?) úr gleri lágu tvær hænur, linlegar að sjá og und- arlegar á lit . . . Yfir öllu þessu sveimuðu n^kkrar flugur. Afgreiðslufólkið stóð á bak við borðið eða úti í hornum (ætli það hafi verið margt við að selja þessar hænur?) og virti okkur fyrir sér". Ég verð að viðurkenna það, að mér er ó- mögulegt að minnast þess að hafa séð matvörubúð á þess- um ofangreinda vegarspotta, en má vera, að Haukur hafí séð matvörubúð á einhverjum öðr- um stað. Til fróðleiks hér vil ég geta þess, að í A.-Þýzka- landi er borðað meira af smjöri, kjöti, fiski og drukkin meiri mjólk en minni bjór á mann en í V.-Þýzkalandi. Hitt er rétt. að í A.-Þýzkalandi eru mun færri bílar á mann en í V.-Þýzkalandi. Dómur Hauks um lífskjörin hljóðar svo: „Umferð á götum var svo lít- il, að furðu gegndi, og segir það raunar sitt um lífskjör al- mennings". Þrátt fyrir þessi lélegu lífskjör, sem stafa af lítilli umferð á götunum, „ . . . varð ekki komizt nema nokkra metra í senn fyrir betl- urum". Hversu oft hefur mað- ur svo ekki séð eftirfarandi fullyrðingar þeirra, sem eru að lýsa lífinu austan tjalds: „Ekki sást þarna eitt brosandi and- lit . . . " Hvemig má það vera, að áróður er rekinn gegn þvi, að menn fari austur fyrir tjatd til þess að sjá þessar ógnir, þar sem jafnvel „lögregluleyfi. þarf til þess að kaupa sér ölglas", eins og segir í fyrirsögn grein- arinnar? Austan megin kaupir Haukur pakka með 10 sígarettum. „Kostaði hann hátt á fjórða Framhald á 10. síðu. UJt^MMUMJiWýttaiat 'WifilIllft Við mðrk Austur- og Vestur-Berlínar: Myndin er tekin inn i austurhluta borgarínnar. liiiir: 'w®' VESTUR og Vestur-Bertínar: Myndin er tekin inn vesturhluta borgarinnar. Við mörk Austur-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.