Þjóðviljinn - 11.01.1963, Page 10

Þjóðviljinn - 11.01.1963, Page 10
10 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur lí- janúar 1963 ljómaði aí ánægju og lífsfjöri. Hún virtist vera lífsgleðin dæmi- gerð. Hún gerði það sem hana langaði til og henni þótti af- skaplega gaman. Hljóðfallið breyttist aftur. Söngkonan sveifl- aði pilsunum, svo að það sást að hún var með fótieggi, en ekki svo mikið að það truflaði áhorf- endur þegar hún hélt áfram. Mamma sagði alltaf: Ekki má! Ekki brenna þig karlmönnun- um á. Og ég var svo ung og vissi ekki betur. En nú er nóg að gera við að vinna upp allt sem eftir varð. Hún hélt áfram að segja þeim hve bljúg og siðsöm jómfrú hún hefði verið. Síðan sasði hún frá ævintýrum sínum. Mörg orðatil- tæki hennar voru Garnet fram- andi, en hún beitti augum og mjöðmum á svo taiandi hátt að hver hálfvitinn hefði skilið hvað hún átti við. Áhorfendur engdust af hlátri. Margir höfðu sýnilega heyrt sönginn fyrr, því að þegar hún kom að viðlag- inu tóku þeir undir. stöppuðu niður fótunum og klingdu glös- um, svo að þeir sem þama voru í fyrsta sinn, hrópuðu til þeirra að hafa hliótt. Það var talsvert hávaðasamt en hún lét ekki komia sér úr jafnvægi eins og dansmeyjarnar hún hafði full- komna stjóm á áheyrendum. Hún var lokkandi og freistandi, en hún var líka vel að sér í list sinni vissi nákvæmlega hvað hún gerði og hún gerði bað svo vel að Gamet hló og hló. Þegar söngkonan hafði lokið bessii frá. bæra atriði og hvarf út af svið- inu. klappaði Gamet svo mjög að hún varð aum í lófunum. Oliver hló lika Hann laut yfir borðið og sagði: — Var það þetta sem þú vildir? Söngkonan var komin inn aft- ur til að taka á móti hylling- unni. Garnet leit sem snöggvast af sviðinu og horfði á hana með sælusvip- — Já. já. já! Ég vissi bara ekki. Oliver. að skemmtikraftarnir á bessum stöðum væru svona góð- ir! — Flestir eru það ekki. sagði Oliver. Unga stúlkan fór út og kom til baka hvað eftir annað. en að lokum var augljóst að áhorf- endur ætluðu ekki að gefast upo. fyrr en hún gæfi aukanúmer. Hún stanzaði fremst á sviðinu. Hljómsveitin hóf aftur að leika lagið og hún bætti við: Hvað sem guðsmennimir segja, þá er það alveg víst að á vegi dyggðanna eru göfug- mennin sizt! Hún sendi þeim fingurkoss og hrópaði glaðlega: Ég þarf ekki að kvarta, hneyksl- un fyrirfinnst hér ei! Hún sneri sér við, veifaði í kveðjuskyni og sneri bakinu í þau meðan hún söng: Ég skal aldrei. aldrei framar segja nei! Svo hvarf hún i skyndi bak- við tjöldin. Garnet sneri sér aft- ul að Oliver. Hún gaf, honum merki um að halla sér nær: — Oliver. hvíslaði hún, — þessi leikkona — er hún — fall- in kona? Hún gat ekki í svipinn munað eftir öðrum orðum yfir það sem hún átti við. Oliver hristist af hlátri. begar hann svaraði: — Já. — Hvemig veiztu það? — Fyrst og fremst hefur hún útlit til þess. Og þessa skart- íripi hefur hún ekki keynt fyr- ir kaupið sitt. Og hvað væri hún annars að gera hér, ef hún ’roori það ekki? Oliver hafði aldrei skemmt sér jafnvel á ævi sinni. Garnet vissi vel að hann skemmti sér yfir henni, en hún tók það ekki nærri sér Hún greip í ermi hans og hvíslaði aftur: — Oliver. segðu mér hvað ^að er kallað Segðu mér. hvað •' huesaðir. hpgar bú sást hana. Oliver tók blýant uppúr vas- anum og reif ræmu af spássí- unni af leikskránni. Það vnr glettni í augum hans meðan hann skrifaði og ýtti ræmunni til hennar yfir borðið. Garnet las: — Fyrsta fiokks gleðikona. Garnet kinkaði kolli hugsandi á svip Hún vöðlaði bréfinu sam- :>n. og henni var undrun efst i huffa Hún vissi ekki hvers hún hafði vænzt, en hún hafði ekki gert sér í huearlund að ffleði- kona gæti verið svona frábær. Hún leit í leikskrána og sagði: — Juliette L.a Tour — nafn- ið virðist vera franskt. Það eru varla margir Frakkar svona Ijós- hærðir. — Ég býst ekkí við að hún sé frönsk Næstum allir sem taka þátt i svona sýningum taka sér eitthveri fínt nafn. Sennilega hefur hún upphaflega heitið Bessie Jones. — Æ, vertu ekki svona hvers- dagslegur. Nafnið er að minnsta kosti dásamlegt. Siðan kom karlakvartett. þá hópur fimleikamanna og síðan birtist Juliette eða hvað hún nú hét, aftur. Hún var enn glæsilegri en áður í prinsessu- kjól úr bláu flaueli með gull- keðju um hálsinn og gullarm- bönd utan á hönzkunum. f þetta sinn ýoru nokkrir í fylgd með henni og hún gerði upp reikn- ingan,a við þá og söng: — Hvers má ég vænta. eins og ég lít út? Þegar tjaldið var dregið fyr- ir í hléinu. sourði Oliver. hvort hún vildi meira kampavín. Hún hristi höfuðið. Hún var í of miklu uppnámi til að drekka meira. Tjaldið var aftur dregið frá. Stjaman sýndi yndisþokka sinn í ótal búningum sem heilluðu á- horfendur en svo voru mörg atriði án hennar. Og að lokum kom hún fram í atriði sem í leikskránni var kallað dans. Hún birtist í kjól úr svörtu híalíni yfir bleikum undirkjól og með háa, svarta hanzka. Tón- listin var hæg í byrjun. hún fylgdi henni eftir með sviflétt- um hreyfingum sem sýndu ótal marga grisjuundirkjóla sem bylgjuðust eins og froða um litlu, svörtu silkiskóna hennar. Þegar hljóðfallið varð hrað- ara lyfti hún örmunum og fór að hreyfa mjaðmimar. Fyrst með hægð, svo að pilsin gerðu rétt að bærast. En eftir því sem hraðinn jókst. fór allur likami hennar að dilla sér og snúast og langir, grannir fótleggir henn- ar komu í ljós, klæddir svört- um kniplingssokkum. Hún hreyfði sig hraðar og hraðar, bleiku undirpilsin þyrluðust upp um axlirnar, si-gu aftur og hóf- ust á ný. Nú sáu þau að blúss- an á kjólnum var mestmegnis horfin. Eftir voru aðeins tveir hálfhringir úr svörtum knipling- um umhverfis freistandi brjóst- in. rétt eins og hanzkamir og sokkarni'r ' umluktu handleggina og leggina. Hraðar. bylgjandi hreyfingar lyftu pilsunum eins og rósrauðu skýi umhverfis hana og sýndu aldrei allt í senn eða Iengur en andartak i einu og aldrei eins mikið og fyrirheit- ið Þetta var frábært skemmti- atriði og yfirtaks fallegt. Byrj- að var að klappa fyrir henni löngu áður en hún var búin. Þeg- ar hún gekk út, var lófatakið sterkara en nokkru sinni fyrr, blandað hrópum og aðdáunar- blístri. Garnet sat eins og berg- numin á stólnum. Hún vissi, að hún hefði átt að vera hneyksluð. En hún gat ekki verið það. Oli- ver hafði sjálfsagt lýst henni með réttum orðum. Og fyrsta flokks var hún að minnsta kosti. Dansinn hélt áfram. Hefðu á- horfendur mátt ráða, hefði hann aldrei tekið enda. En loks hvarf hún. Fagnaðarlætin voru eins og sprenging þegar hún var hætt. Gamet stundi af hrifningu. Þessi syndsamlega — dásamlega — dansmey, þetta hrónandi fólk, allt — þetta var Iíflð. Dansmærin kom inn hvað eft- ir annað og hneygði sig. En bótt beðið væri um meira, hló hún bara og hristi höfuðið. Hlátur hennar var fjörlegur og stríð- inn: hann gaf til kynna. að þau hefðu fengið nóg fyrir aurana sína og þeir sem vildu meira, Um tvær Berlínarareinar Framhald af 7. síðu mark, en pakki með 10 sígar- ettum í V.-Berlín kostar i mark“. Ekki er mér kunnugt um að svo dýrar sígarettur séu til í A.-Berlín. Hitt veit ég að hægt er að fá 20 búlg- arskar eða kínverskar sígarett- ur á nærri 4 mörk. Veit Hauk- ur hvað amerískar sígarettur kosta í V.-Berlín? Þá fer greinarhöfundur til „Alexanderplatz og skoðá HO- vöruhúsið, sem er ríkisverzlun, og að mér skilst, stolt a-þýzkra kommúnista". Hvemig skilst honum það? Sjálfur segir hann seinna um húsið: „öll byggingin er og heldur subbu- leg innan“. Á leið sinni um A.-Berlín fær Haukur „handfylli af á- róðursbæklingum um uppbygg- inguna í Berlín o.fl. Er þar m.a. lýst því sem koma skal, og myndir fylgja af líkönum af nýjum borgarhlutum, en ekkert af þessu er í rauninni til . . . Rústir blasa við hvar- vetna og hafa gert frá styrj- aldarlokum á sama tíma og Vestur-Berlín hefur á sama tíma að heita má risið algjör- lega úr rústum“. Það er nú einu sinni þannig, að í áætlunum er venjulega skýrt frá því, sem koma skal. Ég býst gið því, að í þeim bæklingi, sem Haukur fékk. hafi verið uppdráttur af upp- byggingu miðborgarinnar. Þar hefur eflaust mátt sjá þau hús. sem fyrir hendi eru og skýrt frá hvaða hús myndi lokið við á hverju ári. Uppbygging mið- hluta A.-Berlínar hefur verið látin bíða, en íbúðarhús í út- hverfum byggð vegna íbúða- skorts o.fl. Allsherjar uppbygg- ing miðborgarinnar var hafin fyrir meira en ári og er langt komin og mun að mestu lokið eftir 2—3 ár. Samkvæmt frá- sögn Hauks mun hann ekki hafa séð önnur hverfi í Berlín en Mitte. Nú gott og vel. Hvernig gat hann staðið á Alexanderplatz án þess að sjá öll þau 10 hæða háu íbúðarhús, sem nú er verið að ljúka viQ að byggja þar norður eftir 1 hrönnum? Hvemig tekst hon- um að ganga frá Marx-Engels- Platz og út að Brandenborgar- hliði án þess að sjá að nærri þriðja hvert hús á þeirri leið er í byggingu eða viðgerð m.a. Nationalgalerie, sem hann sá ruslið fyrir utan? Hvernig hef- ur honum tekizt að ganga eft- ir allri Unter den Linden án þess að sjá þann langa og nokkurra metra djúpa skurð. sem þar er grafinn vegna nýrrar stokkalagningar? Hélt hann þetta sprengjugíg, — eða var hann allan timann í skurð- inum? Hauki tekst ekki heldur að sjá útkíkspall handan Brandenborg- arhliðsins, en — „jafnvel upp á hliðinu líka voru Vopomenn". Þrátt fyrir það, að ég hefi dval- izt í A.-Berlín í 3% ár, hef ég aldrei lifað þann atburð að sjá mann standa uppi á því hliði. Aftur á móti kannast ég vel við líkneskið, sem þar stendur. „Nokkru eftir að við yfir- gáfum minnismerkið gengum við framþjá kirkju einni veg- legri . . “ Á þeirri leið hans er engin kirkja. Hauki hefur ekki heldur tek- izt að sjá rústir í V.-Berlín. ' mmm c* < 0 1 fl p 15 N O 2 CtZ , 0 \ n ií Hann hefur eflaust haldið sig hjá Zoo og Kurfúrstendamm. Ég legg það ekki á hann að taka sér gönguferð út 1 út- hverfi V.-Berlínar. Nóg ætti að vera að fara með ódýrasta far- artæki heims, Borgarbrautinni (hún er rekin af A.-þjóðverj- um), einu sinni eftir hringnum til þess að sjá rústir. Rétt er. að miðborg V.-Berlínar er enn meiir og betur uppbyggð en miðborg A.-Berlínar. En ætli Hauki séu Ijósar þær óhemju fjárfúlgur, sem renna beint úr ríkisstjómarkassanum í Bonn til V.-Berlinar. til þess að halda „útstillingarglugga vest- ursins" í sæmilegu ásigkomu- lagi. Við afgreiðslu fjárlaga 17. marz 1961 sagði Etzel fjármála- ráðherra v-þýzku stjómarinnar þá upphæð álíka háa og Frakk- ar veittu í Alsírstríðið. Enn heldur áfram: „Sann- leikurinn er sá, að kommún- istar byggðu í áróðursskyni upp eina breiðgötu í upphafi“. 1 upphafi hvers, uppbyggingar- innar? Það virðist vera, að ef kommúnistar byggja eitthvað, þá geri þeir það aðeins í á- róðursskyni. „Sá hluti götunnar, sem áð- ur hét Stalin Allee heitir nú Frankfurter Allee . . “ Ekki nær þekkingin nú langt, að geta haft þetta líka skakkt. Og enn drottnar þekkingarleysið: „. . . eru flest söfn í A.-Berlín heldur ómerkilog, ef frá er talið Pergamon-safnið". Hvergi í frásögninni ber á þeim fjölda óperuhúsa og leikhúsa, sem standa þama nærri í hnapp. Enn segist Haukur hafa feng- ið áróðursbæklinga. „Eru þeir hin furðulegasta lesning venju- legu fólki. Þar má t.d. lesa að „í miðjum ágúst 1961 hafi stjórn Þýzka alþýðulýðvaldis- ins séð sig tilneydda að beita ýmsum ráðum til varnar gegn vandræðum þeim, sem stöfuðu frá Vestur-Berlín" „Þykist nú Haukur ekkert vita um tilvist „borgarinnar á víglíunni" og „ódýrustu atómsprengjunnar“ eins og fyrrverandi borgarstjóri V.-Berlínar .., „ .kallaði. ^ hana? Hversvegna krafði t.d. þjónn- inn Hauk um gjaldeyriskvitt- un? Varðbergsmaðurinn Haukur tekur svo að lýsa þeim tveim- ur heiðursvörðum, sem standa grafkyrrir við Minnismerki um fómarlömb fasismans, sem hann kallar í millifyrirsögn: ..Minnismerkið um fómarlömb tiyerra?" Minnismerki þetta stendur inni í sal. „Á veggjum inni og á gólfi voru stórir blómsveigar frá hinum og öðr- um félagasamtökum, þar sem þeirra var minnzt, er létu líf- ið á valdatímum nazista. En úti fyrir voru arftakamir, tveir a-þýzkir hermenn og stóðu heiðursvörð". Ein myndanna með grein Ölafs Péturssonar er tekin áftan að öðrum þess- ara manna og undir henni stóð: „Alls staðar er haft auga með fólki“. Haukur segir áfram: „Aðeins hjálmurinn er breyttur frá því, sem var 1945. Og göngulagið er hið sama . . .“ Sem títt er um heiðursvörð, standa þeir þama hreyfingar- lausir. Burt séð frá því: Hefur Haukur séð v-þýzkan her- mannabúning? Tvær spumingar hljóta að vakna við þessa frásögn Hauks: Hvers vegna kom V.-Berlínar lögreglan ekki í veg fyrir þá árás, sem gerð var á sovézku hermennina, sem gættu minnis- merkis síns um fallna sovézka hermenn í baráttunni gegn nazistum? Hvers vegna er nú reynt með dómi í V.-Berlin að banna í V.-Þýzkalandi og V.- Berlín (í stað þess að standa heiðursvörð um) Samtök fóm- arlamba nazistastjómarinnarj samtök sem eru starfandi f öllum þeim löndum, sem liðu beint undir árásum nazista? Haukur segir enn um það minnismerki, sem staðinn er heiðursvörður við: „Veittum við því athygli að fólk, sem ledð átti um götuna, virti það vart viðlits“. Væri reyndin súj skyldi maður ekki hrósa happi. En staðreynd er, að þorri manna í A.-Berlín virðir þann hug, sem býr að baki þessu minnismerki og er leitt að þurfa að álykta, að í þessari setningu komi óskhyggja Hauks fram. Því til skýringar hvers vegna grein, sem þessi eftir varð- bergsmannimf Hauk, er skrif- uð, vil ég að lokum vísa t£l nokkurra setninga í Áramóta- hugleiðingum Einars Olgeirs- sonar: „Deyfilyfið — eða eit- urlyfið, — sem beitt er til þess að svæfa lýðræðisvitund fólks og eitra hugi þess, er hið gamla þrautrejmda áróð- urslyf Hitlers: andkommúnism- inn . . . Stór hluti íslenzkrar borgarstéttar hefur, — undir þrotlausu áróðursfargi blaða sinna, — verið að sökkva dýpra og dýpra í forað þess- arar forheimskunar, jafnhliða því sem siðspillandi umhverfl hemumins gróðaþjóðfélags ger- ir sitt. Beztu menn borgara- flokkanna fyrirlíta að vísu þennan áróður, telja sig hátt upp hafna yfir að beita slíku, — en þeir hindra ekki penna- þjóna sína í að beita honum, því áróður andkómmúnismans hefur reynzt vænlegur til fylg- is, ef vel er unnið að for- heimskun fjöldans af voldugum dagblöðum. . . . En alvaran í þessu þjóðfélagsástandi er sú að slík borgarastétt, scm smá- saman cr að taka sér ofstæki Eykons og siðgæði Kristmanns að andlcgum og pólitískum Ieiðarvísi, verður íslcnzkri mcnningu, sjálfstæði og þjóð- emi að aldurtila, ef hún fær að ráða“. Tómas leitar þennan skemmtistað uppi og fær þær fréttir hjá barþjóninum að söngkonan, Gonchita Perez, sé frá Evrópu og mjög vinsæl hér. Þar í nálægu herbergi sitja fjórir menn, þar á meðul Grosso, eigandi næturklúbbsins, og spila þeir j,Ris ariba", fjárhættuspil sem bannað er að lögum — en í því er cft velt stórum upphæðum. Einn spilamannanna, Don Riccardo d’Almar, hefur þeg- ar stóran stafla af seðlum fyrir framan sig, og gjó'a spilafélagar hans til hans illu auga. » Prentarar! UMBROTSMAÐUR óskast strax Gott kaup — Góð vinnuskilyrði PrentsmiSja ÞjóSviljans Sendisveinar t óskast strax, hálfan eða allan daqinn Þurfa að hafa hjól. Þíóðviljinn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.