Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 12
Lítil síldveiði en arvomr • Sáralítil síldveiði var í fyrrinótt. 4 bátar til- kynntu komu sína til Reykjavíkur með samtals 3900 tunnur. Síldin er nú við Vestmannaeyjar á hraðri leið austur á bógin og er það hald manna að tregðan sé því að kenna að hún sé að fara milli eyjanna nú, hins vegar geti hún gefið sig til þegar hún kemur aus'turfyrir og þá líklega í nótt. • Jakob Jakobsson fiskifræðingur segir að ennþá sé nokkuð af sumargotssíld eftir í Jökuldjúpi og séu því enn möguleikar á aflahrotu hér í flóan- um. Hann segir ennfremur að árgangurinn frá 1956 sé áberandi sterkastur, en mikið sé einnig af yngri árgöngum og ekki útlit fyrir þurrð í stofninum. • Jakob leggur upp í rannsóknarleiðangur á Ægi seinni hluta mánaðarins ogx mun þá a'thuga um vetrarstöðvar sumargotsíldarinnar, en um þaer er lítið vitað. 300 smálestir af pósti á 3 vikum Föstudagur 11. janúar 1S63 — 28. árgasigur 8. tölublað. 1' fréttatilkynningu sem Þjóð- viljanum hefur borizt frá PóstJ stofunni í Reykjavík um jóla- póstinn segir,' að magn hans hafi vertð svipað og um jólin 1961. AIls voru bornar út um 500 þúsund póstsendingar og var samanlögð þyngd þeirra hátt í 5 smálestir. Að þessu sinni var tekið á móti jólabréfum til kl. 24 mánu- daginn 17. des. og reyndist það mjög hæfilegur fyrirvari Eins og á undanförnum árum barst Póststofunni talsvert af sendingum með röngum eða eng- um heimilisföngum eða 2291, en árið áður 2600. Er nú verið að Vinningar í.Vöru- f gær var dregið í 1. flokki Vöruhappdrættis SÍBS um 1070 vinninga að fjárhseð kr. 1.710. 000,00. Eftirtalin númer hlutu hæstu vinninga: 500.000,00 kr. nr. 6726 umboð Vesturver. 50.000,00 kr nr. 63279 um- boð Hafnarfjörður. 10.000.00 kr.: nr. 14648, Vest- urver; 38087. Litli-Múli; 28125, Stykkishólmur: 54003Verzlunin Mörk Kópavogi 5.000,00 kr. hlutu: nr. 4403 um- boð Akureyri. 8098. Roði; 19699. Vesturver. 21360. Siglufjörður: 27871, Akranes: 31685. Litli-Ár- skógur; 34194. Vesturver: 39135 Keflavík: 42643 fsafiörður: 44831. Vesturver; 45555 Kefla- vík; 47339. Roði; 54154. Bræðra- borgarstígur 9: 54680. Bræðra- borgarstígur vinna að því alla daga að reyna að finna eitthvað af viötakend- um þessara sendinga. Vonandi tekst að koma talsverðu af þess- um óskilapósti til skila, en jóla- bréf, sem þannig er ástatt um, verða skiljanlega nokkúð á eft- ir áætlun til viðtakenda, ef þeir þá finnast. Þá bárust Póststof- unni nokkrir tugir bréfa, sem gleymzt hafði að frímerkja í jólaönnunum. 1 þessu sambandi er rétt að vekja athygli almenn- ings á því, að allar póstsending- ar, sem ekki er hægt að koma til skila, hvorki til viðtakanda eða sendanda, eru geymdar minnst i 3 mánuði, og síðan af- hentar póst- og símamálastjórn- inni til meðferðar. Við útburð á jólapóstinum unnu 128 skólapiltar og stúlkur. Alls unnu við póstinn nú um þessi jól um 300 manns og er þá talið með allt fast starfslið stofnunarinnar. Til innlendra póststöðva voru sendir í des. (1. til 24) 6634 bréfa-. blaða-, og bögglapóstpok- ar er voru samtals 137 sml. Frá innlendum póststöðvum bárust 4193 bréfa-, blaða- og bögglapóstpokar er voru samtals 87.2 sml. Til útlanda voru sendir 1219 bréfa-. blaða- og bögglapóstpok- ar, samtals 28.3 sml., en frá út- löndum komu 2375 bréfa-, blaða- og bögglapóstpokar, samtals 56.1 sml. Samkvæmt framansögðu hefur því bæði sendur og aðkominn póstur, sem farið hefur um Póst- stofuna frá 1. til 24. des.. verið 14421 póstpoki að þyngd 300 sml. en á sama tíma í des. 1961 var póstmagnið 13807 póstpokar að þyngd 293.5 sml. ! FrancGÍs Blletoux, höfundur leikritsins „Á undanhaldi" sem i verður frumsýnt í ÞjóðleikhúsEinu um 20. þ.m. k 2 Nýtt franskt leikrít í Þjóðleikhúsinu Róbert Arnfinnsson og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir í aðalhlutverkum i Senn mun ljúka æfingum á næsta Ieikriti sem Þjóðleik- húsið setur á svið á þessu leikári, og verður það vænt- anlega frumsýnt um 20. þessa mánaðar. Því hefar verið valið heitíð „Á undanhaldi", en á frummálinu hciiir það Tchin-Tchin. Höfundur þess er franska leikskáldið Franco- is Billetoux, sem fæddur er í París 1927. Hann stundaði Ieiklistarnám þar í borg og byrjaði ungur að skrifa Ieik- rit; voru þau aðallega af léttara taginu. Ýmis þeirra hlutu viinsældir, en það var fyrst eftri að Tchin-Tchin var frumsýnt á Théatre dc Poche Montparnasse árið 1959 að Billetoux vakti al- þjóðlega athygli sem Ieik- skáld. Hann hefur að jafn- aði leikið í Ieikritum sínum sjálfur — hann lék til dæm- is aðalhlutverMð í „Á undan- haldi" þegar það var frum- sýnt. Að undanförnu hefur höfundur starfað hjá franska sjónvarpinu og skrifað mik- ið fyrir það. A siðastliðnum tveim ár- um hefur leikrítið „Á undan- haldi" veríð sýnt í mðrgum leikhúsum Vestur-Evrópu. Því hefur verið vel tekið bæði af áhorfendum og gagnrýn- endum. Árið 1960 var leikur- inn sýndur f London (í aða!- hlutverkum voru Celia John- son og Anthony Quayle) og taldi leiklistargagnrýnandi Times, Harold Hobsoii hann þá í röð „skemmtilegustu o» markverðusta Ieikhúsverka". i London um þessar mundir. Meðal annarra verka sem Hoþson taldi vera í þessum flokki voru verk eftri Batti- gan og „The Caretaker — ..Húsvörðurinn" sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu 1961. Lcikrilið „Á undanhaldi" gerist í París og er i ellefu atriðam. Það eru aðeins tvö aðalhlutverk í Icikritinu. Maður og kona á miðjum aldri og eru þau bæði á Ieik- sviðinu allan Ieikinn, frá byrjun til enda. Þéssi eru — í stuttu máli — helztu íií- C drög þessa einvígis: „Maður- ínn" í leiknum er Cesarió Grimaldi, kaupsýslumaður af ítölskum Hppruna. Kona hans hefur yfirgefið hann oe hlaupist á brott með læknt. eíns " og of t vill verða, oc heitir sá Puffy Picq, en hann er kvæntur enskri konu. k I Leikurinn hefst á stefnu- móti þeirra Grimaldi og homr Iæknisins, en þau hafa mæit sér mót til að ræða um ásía- | samband maka sinna. En \ þessi f yrsti f undur þeirva veröur mjög örlagaríkur, eins og búast mátti við, og verður k hann upphaf Iangrar oc I flókinnar söguu okkur er L. tjáð að þessi saga muni halda ' áhorfendum föngnum allt til k Ieiksloka, ennfremur að hún ^ muni þeiim seint úr minnl k Iíða. f Hlutverkum er þannig skip- k að að Róbert Arnfinnsson ' leikur Cesarió Grimaldí, en Guðbjörg Þorbjarriardóttlr . Ieikur frú Puffy-Pica. Með ¦ hlutverk sonar hennar fer J: Jóhann Pálsson. Sigurður y Grímsson hefur þýtt leikinn. | Leikstjóri er Baldvin Hall- | dórsson, en leiktjöld eru gerð - af Gunnari Bjarnasyri. Þetta leikrit er kallað al- varlegt að uppistöðu, en þó hendi aðalpersónurnar margt k' spaugilegt frá fyrsta stefnu- |J mótí þeirra til leiksloka á tk bökkum signu. — (skv. frétt ' frá Þjóðleikhúsinu). eroismálio élagsdómi Félagsdomur fjallaði í gær um kæru ASÍ á hendur LIÚ vegna uppgjörs á Sandgerðisbátum fyrir síldarvertíðina í sumar. I I Fiskiðjan í Keflavík hefur nú stækkað verksmiðju sína um helming og er frekari stækkun í undirbúningi. Verksmiðjan vann áður úr 150—200 tonnum á sólarhring, en vinnur nú úr um 300—400 tonnum, þ.e.a.s. þegar hin nýja viðbót er komin í gang að fullu. Með þriðju stækk- uninni, sem áætluð er í vor getur verksmiðjan unnið úr 450—600 tonnum. Huxley Ólafsson forstjóri Fisk- iðjunnar sagði blaðinu í gær, að stækkun þessi væri raunar ekki annað en dropi í hafið 18 bátar leggja nú upp bræðslusíld hjá fyrirtækinu og á einum sólar- hring geta komið af þeim 10.000 tunnur af síld. eða 1000 tonn, sem er uppundir 3ja daga vlnnsla Svo verður verksmiðj- stækkuð um helmmg an að sjálfsögðu að taka á móti úrgangi frá vinnslustöðvunum. Heldur hefur nú rætzt úr fyr- ir Keflavíkurbátunum. Þeir voru allir komnir á sjó um hádeg; í gær. en löng löndunarbið hefur verið hjá þeim undanfarna daga og hafa þeir jafnvel tekið það til bragðs að sigla með síldina norð- ur til Sauðárkróks og landa henni þar til bræðslu. Um hádegi í gær var þegar vitað um einn Keflavíkurbát, sem var á leið til lands með 600 tunnur af sild, það var Ingi- ber Ólafsson. Alþýðusambandið höfðaði mál þetta fyrir hönd Verkalýðs- og sjómannafélags Miðneshrepps gegn Landssambandi íslenzkra útvegsmanna. Lauk munnlegum málflutningi fyrir Félagsdómi í gær og var málið tekið til dóms. Egill Sigurgeirsson, lögmaður Alþýðusambandsins, ítrekaði þær réttarkröfur að meðlimum L.l.TJ. í Sandgerði yrði dæmt skylt að gera upp við sjómenn fyrir sum- arsíldveiðarnar samkvæmt sfld- veiðisamningi Alþýðusambands- ins og L. 1. Ú. frá 1959. Sagði Egill að fróðlegt væri að heyra L.l.tJ. nú halda þvi fram, að enginn samningur hafi verið i gildi um síldveiðikjörin í Sandgerði né nokkurs staðar annars staðar á landinu nema á Vestfjörðum og í Vestmannaeyj- um á undanförnum árum! Hinsvegar játi L.l.Ú. rétt að 10 útvegsmannafélög hafi sagt upp þessum síldveiðisamning, sem hvergi var í gildi samkvæmt þvi sem forystumenn L.l.Ú. halda nú fram. Og meira að segja sjálf stjórn- arnefnd L.l.tJ. sagði upp þessum samningi frá 1958 ásamt viðbót- Inni við hann frá 1959! Og Egill benti á að hvað eftir annað í réttarskjölunum kemur fram við- urkenning L.l.TJ. á því að samn- Ingurinn sé í gildi. Og síðast en ekki sízt: Sanuv ingurinn hefur verið framkvæmd- ur allt frá þvi hann var gerð- ur, í Sandgerði og alls staðar ann- ars staðar þar sem hann átti við, og lögskráð samkvæmt hon- um, enda enginn annar samn- ingur til. Sýndi Egill fram á, að vegna hinna sérstöku aðstæðna i sum- ar hafi það á engan hátt rýrt rétt sjómanna i Sandgerði þó skráð hefði verið á bátana með „ráðningakjör óákveðin". Félagsdómur tók einnig fyrir tvö prófmál sem Farmanna- og fiskimannasambandið hefurböfð- að gegn L.Í.Ú, varðandi uppgjör á sumarsíldveiðunum fyrir stýri- menn og vélstjóra. Voru próf- málin vegna yfirmanna á Hrðnn II. frá Sandgerði og Auðunni Srá Hafnarfirði. Kagnar Jónsson, hætaréttarlög- maður, flutti málið fyrir F.F.S.I. en Guðmundur Ásmundsson íyr- ir L.1.TJ. Gerði Ragnar þær réttarkröf- ur að uppgjör við yfirmenn á báðum þessum bátum skuli mið- ast við samningana frá 1958 og 1959, en ekki gerðardóminn. Auk þess í Sandgerðismálinu að L.l.TJ. yrði sektað fyrir þá framkomu að láta gera þar upp samkvæmt gerðardómnum, sem væri samn- Ingsbrot. Kvaðst Ragnar í einu og öllu taka undir málflutning Egils Sig- urgeirssonar og gera hann að þætti í sínum málflutningi. Vítti Ragnar harðlega máls- meðferð L.I.TJ. fyrir Félagsdómi £ málinu, þar sem í Norðfjarð- armálinu hafi verið talið óum- deilt að samningarnir frá 1958 og 1959 hefðu verið í gildi. Nú væri hins vegar hlaupið frá því og toonstrúeruð ný og fráleit af- staða. Væri ekki verjandi að koma fram fyrir Félagsdóm þannig, segjandi eitt í dag og annað á morgun. Bæri slík fram- koma L.l.TJ. vott um skort á sjálfsvirðingu, þar sem um aðila væri að ræða sem rétt hefði til að standa að kjarasamningum og bæri skyldur og ábyrgð sam- kvæmt því. Lagði lögmaðurinn þunga á- herzlu á grundvallargildi kjara- samninga í þjóðfélaginu, sem ekki yrði raskað með undan- tekningum gerðardóma og laga- setninga um kaup og kjðr. Ekki er rúm að rekja að sinni nánar málflutning, en bæði mál- in frá F.F.S.1. voru líka tekin tiZ dóms. islenzk myndlist í Sovétríkjunum Eins og áður hefur verið get- ið um í blöðum, hefur samizt svo um milli sovézka mennta- málaráðuneytisins og þess ís- Ienzka að haldin verði í Sovét- rikjunum sýning á verkum þeirra Kjarvals, Ásgríms .Tóns- sonar og Jóns Stefánssonar. Blaðið hafði samband við Val- tý Pétursson listmálara, en hann kvaðst fátt vita um þessa sýningu annað en það. að mynd- irnar hefðu- verið valdar og þær sendar út með flugvél skömmu fyrir jól. Á sýningunni yrðu 15 myndir eftir hvern listamann, og væru þær úr Lisasafni rík- isins. Listasafni Alþýðusambands fslands og þar að auki væru nokkrar myndir úr einkaeign. Valtýr áleit að val myndanna hefði heppnast vel. þær sýndu ágætlega list þeirra manna sem um ræðir hinsvegar vildi hann ekki reyna að gizka á hað hvernig Rússar myndu bresðast við þeim. Á .sýningunni verða aðallega landslagsmyndir. Upphaflega var áformað að þeir Ragnar Jónsson og Jóhann- es KJarval Jæru út með sýning- unni, en þeir gátu ekki komið því við, og hefur þeim Gunnlaugi Þórðarsyni og Selmu Jónsdóttur verið boðið til þessarar farar. Hinsvegar er enn ekki vitað hve- nær sýningin verður o.pnuð. né heidur hvort hún verður í Len- íngrad eða Moskvu — eða báð- um borgunum. Þeirri spurningu gat hvorki Selma Jónsdóttir né Menntamálaráðuneytið svarað í gær. ^^^sr um láð á c;Xi$granda til Á fundi borgarráðs sl. þriðju- dag var lagt fram bréf frá Ein- ari Sigurðssyni hdl. þar sem hann sækir um lóð á Eiðisgranda til síldarsöltunar og saltfisk- verkunar. Var umsókninni vísað til borgarverkfræðings og lóða- nefndar til umsagnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.