Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 4
4 SfÐA sitt af hvérju ★ Svíar unnu Finna mjög naumlega i landsleik í hand- knattleik sl. sunnudag. Úr- siitin voru 22:21, en íyrri hálfleik unnu Finnar með 13: 11 Svíinn Gösta Karlsson skoraði 8 mörk. Nils Laine, Finnlandi, skoraði 9 mörk. Finnar þóttu standa sig vel í leiknum, en fáir höfðu reikn- að með að þeir myndu standa Svíum á sporði. Dómari í leiknum var Rússinn Nikolaj Suslov. Svium þótti hann stöðva leikinn of oft til að hindra harkalegan leik. Eltt af fjölinörgum heimsmeistaramótum, sem fram fóru á sJ, ári var heámsmeistarakeppni í róðri, sem fram fór í Sviss. Þessi snáði var stýrimaður á bát Þjóðverja sem sigr- aði í keppni áttæringa. Snáðinn var hinn brattasti eftir sigurinn, enda hafði hann ekki þrautkeyrt vöðvana eins og ræðararnir En hann var mjög hás, enda hafði hann hrópað róðrartaktinn af öllum sinum raddstyrk í trektina. Þetta er sennilega yngsti heimsmeistari í iþróttum, aðeins 14 ara gamall. og heitir Thomas Ahrens. f Vestur-Þýzkalandi er haf- in fjársöfnun meðal almenn- ings til að kosta undirbúning vesturþýzkrar olympíuþátt- töku 1964. Manfred Germar og Robert Lembke kunngerðu upphaf þessarar söfnunar í sjónvarpi og skoruðu á fólk að styrkja olympíuþátttök- una. Fram til þessa hafa safn- azt 352.000 mörk, og kom mestur hluti upphæðarinnar frá íþróttafélögum og skóla- nemendum. Þ.TÓÐVILJINN Pierre de Coubertin „Faðir Olympíu- leikanna'' Fæddist fyrir 100 árum Fyrsta janúar s.l. voru liðin 100 ár írá fæðingu hugsjóna- mannsins og skapara nútíma Ölympíuleikja baron Pierre de Fredi de Coubertin eins og hann hét fullu nafni. Hann var maðurinn sem endurvakti íþróttir, og sá maðurinn sem mesí- an á þátt í því að þær urðu alþjóðasameign og breiddust út með meiri hraða, en ella hefoi orðið. Er þar fyrst og fremst að þakka því framtaki hans að koma aftur á Olympíuleikj- um, svipað og forn- grikkir efndu til, en þö bannig að þeir væru færðir í nútímabúning. Coubertin var fæddur í París á nýársdag 1863, og voru for- feður hans af gömlum aðalsætt- um. Það þótti síálfsagt að hann legði stund á hermennsku eins og venja hafði verið um ætt- menn hans. En það var eitt- hvað í huga Coubertin sem Pierre de Coubertin. mótmælti þvi, og sem ekki samrýmdist hugmyndum hans um mannlifið. Hann vildi nema fræði um fólkið, og hug- ur hans stefndi að uppeldis- fræði og með það í huga fór hann í Sorbonne (Svartaskóla). Hann varð og mikill sagn- fræðingur, og fékk mikinn á- huga fyrir fornleifarannsókn- um. Það var því ekki að undra bótt hann fylgdist vel með fornleifarannsóknum sem gerð- ar voru síðari hluti 19. aldar- innar í Grjkklandi og sjálfri Glímunámskeii h/á Glímudeild Armanns ■MMcwnuiw mmmmm. tm___ wmM f*' .< GLÍMUDEILD GHmufélagsins Armanns efnir nú enn eánu sinni til námskeiðs í glímu fyrir drengi, og hefst það i kvöld laugardag í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar við I ,indar«ötu. GIÍMUDEILD Ármanns hefur á hverjum vetri undanfarið efnt til námskeiða fyrir byrj- endur í glímu og hefur þátt- taka í þéim verið ágæt. Þetta námskeið sem nú er að hef j- ast er ætlað drengjum 14 ára og eldri. Eru allir þeir sem áhuga hafa á því að kynnast glímu og læra glímu hvattir til að notfæra sér þetta nám- skeið. KENNARI verður glímuþjálf- ari Armenninga, Kjartan Bergmann, og auk þess munu margir af beztu giímumönn- um félagsins Ieiðbéina. Æf- ingamar verða í íþróttahús- inu við Lindargötu á langar- dögum og miðvikudögum kl. 7 s.d. Þátttakendur eru skráð- ir í æfingatímunum. Fjölmargir unglingar og drengtir æfa glímu hjá Ár- manni. Myndina að ofan tók ljósm. Þjóðviljans, Ari Kára- son, af yngstu glímumönnunum á æfingu rétt fyrir jólin. LaugardagUr 12. janúar 1963 Coubertin (sitjandi við borðið til vinstri) í hópi samstarfsmanna sinna í fyrstu Olyi/ipiunefndinni og dómaranna á fyrstu nútíma- Olympíuleikunum 1896. Olympíu, en þá hafði hann einmitt sett fram hugmyndir sínar um endurvakningu 0,L. Fyrstir höfðu Frakkar sent þangað fomleifaleiðangur fyrr á öldinni, en síðar komu Þjóð- verjar. sem unnu þar í 7 ár að uppgrefti ákaflega merki- legra minja og sviptu hulu af margra alda leyndardómum. Allt þetta mun hafa gert sitt til að hvetja hinn ákafa hugsjónamann til að vinna að endurvaikningu leikjanna. Setur fram hugmynd sína í Sorbonne 1892 Hugmynd sína um endur- vakningu Olympíuleikjanna, setur Coubertin fram í fyrsta sinn opinberlega á fundi sem franska íþróttasamb. gekkst fyrir í Sorbonne-háskóla, og fékk hugmynd hans mjög góð- ar undirtektir. Á næsta ári tekst hann ferð á hendur vestur til Bandaríkj- anna til að tala fyrir hugmynd sinni, og fær í lið :neð sér miög þekktan prófessor W. M. Sloane, við Princeton-háskól- ann, og var það honum mikils virði Þetta varð til þess að hann boðaði til ráðstefnu í júní 1894, um heilbrigðismál og líkamlegt ■ uppeldi, Komu 12 þjóðir til -ráð- stefnu þessarar. Komu þar mörg mál fram og urðu um þau miklar umræður, sem þóttu hinar merkilegustu. Sem átt- unda mál á síðasta degi ráð- stefnunnar hinn 12, júní flutti svo Coubertin tillögur sínar um endurvakningu Olympíuleik- anna. Tillögum þessum var tekið af mikilli hrifningu, og samþykkt- ar þegar, og kosin alþjóðleg nefnd sem skyldi undirbúa næstu leiki. Til marks um þann áhuga sem ríkti má geta þess að franski prófessorinn Michel Bréal, sem hafði gefið Cou- bertin ýmsar upplýsingar um hina fornu Olympíuleiki, til- kynnti þegar eftir samþykkt- ina að hann mundi gefa bikar er sá skyldi hljóta sem sigraði í fyrsta maraþonhlaupinu! Með samþykkt þessari voru mestu erfiðleikrnir úr sögunni, og nú var annað en að hefjast handa um framkvæmd. Ýmsir vildu bíða þar til alda- mótaárið, en Coubertin og margir fleiri vldu ekki biða svo lengi, Hann vildi líka að þessi byrjun færi fram á þeim sögustöðum sem hinir fornu ieikir höfðu farið fram á. eða á grískri grund. F.járhagsörð- ugleikar virtust þó ætla að standa í vegi fyrir því að þessi' draumur Coubertins rættist. en f.vrir akafa og dugnað hans tókst þó að sigrast á öTlum erf- iðleikum. Hann var valinn for- seti nefndarinnar og hélt bví þar til 1925. að hann baðst öðru smni undan endurkosningu, en hann vildi hættp eftir leik- Ina í Antwerpen 1920. Coubertin lagði mikla áherzlu á bað að leikirnir yrðu alls ekki haldnir i sama formi og áður heldur vildi hann skana bá í nútímaformi. en setja bá bó_ þannig á svið að yfir beim hvildi viss hátíðleiki. sem kem- ur fram S setningu þeirra og slitum og einnig afhendingu verðlauna +11 beirra sem sigur hafa hlotið. Hann barðist fyrir þvi að leikir þessir yrðu fyrir alla, hvaða litarhátt sem menn hefðu, hvaða trú þeir hefðu ko.sið sér, og jafnt fyrir karla sem konur, og þamnig setti hann leikina á svið, og má segja að að formi til hafi eng- in breyting orðið, þó að ýmsar aðrar breytingar hafi gerzt á framkvæmd þeirra. Hann hélt því einnig fram að leikirnir mættu aldrei verða keppni milli þjóða, heldur milli einstaklinga. og eftir leikina í Berlín 1936 sagði Couhertin: „Olympíuleikimir meiga undir engum kringum- stæðum verða eins og keppni milli þjóða“ Alþjóðlegt samstarf i iþróttum Það sem vakti fyrir Coubert- in var ekki aðeins það að endurvekja Olympíuleikina, bak við það lá hugsjón. sem hafði dýpri rætur. Coubertin hreifst mjög_ aí uppeldisaðferðum Englendinga og fór þangað margar ferðir til að kynna sér þau mál. Hann varð þess var hvemig Eng- lendingum tókst að nota íþrótt- irnar og leikinn til þess að hafa áhrif á fólkið. bæði and- lega og líkamlega. Hann dáðist að skólstjóranum Thomas Arn- old og starfi hans í Rugby- Framhald á 8. síðu. ! SkíBa- \ \ IJ Um þessa helgi munu | flest íþróttafélögin í Rvík senda sveit til keppni á L | borgarkeppnina Bergen- I j Glasgow, sem Reykjavík U. | verður væntanlega aðili að. 1 4 sem gangast fyrir skíðaiðk- [4, g un> halda innanfélagsmót. B Um aðra helgi hefst b sennilega firmakeppni ™ Skíðaráðs Reykjavíkur, en b sú keppni verður nú stærri ® í sniðum en á fyrri, árum. h ., Firmakeppnin er liður f N fjáröflun samtaka skíða- fe fólks, sem stefna að því að ? Skíðadeildir íþróttafélag- ■ anna munu skipta með sér ? verkum í framkvæm.d 1 firmakeppninnar. Verður- undankeppni í þrem riðl- um sennilega við skíða- skala felaganna, en úrslita- keppnin við skíðaskálann í Hveradölum. Þriggja - borga - keppn- m, sem getið er að ofan, vcrður háð í Bergen í marzmánuði og er þess vænzt að þangað fari um 12 keppendur frá Reykja- vik. \ 1 Reyk javíkurmótið Skíðamót Reykjav'íkur er áformað síðustu hélgina í febrúar og fyrstu helgina ú í marz. Það er skíðadeild 1 IR sem mun sjá uni mótið. J Keppt verður í alþagrein- B um, göngu og stökkf. _ Snjór hefur verið fremur | líti.11 að undanförhu, en fe. skíðamenn vona að skíða- B færi fari batnandi á næst- unni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.