Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 5
Miklar umræður urðu á Alþingi um skýrslu ríkisstjórnarinnar um Efnahagsbandalagsmálið, og vafalaust á það mál eftir að koma enn á dagskrá. Við þess- ar umræður flutti Finnbogi R. Valdimarsson ýtarlega ræðu, þar sem hann tók m.a. fyrir málflutning stjórnarflokkanna og afstöðu þeirra til Efnahags- bandalagsins. Gylfi 1». Gíslason hafði þá lýst því yfir í umræðunum að ríkisstjórn- in teldi aðeins tvær leiðir koma til greina: Auka- aðild á grundvelli tollabandalags eða venjulegan viðskiptasamning (um gagnkvæmar tollalækkan- ir). Hér fer á eftir kafli úr ræðu Finnboga, þar sem hann tekur fyrir þessi atriði, og hvað býr að baki málflutningi stjórnarflokkanna. „Hæstvirtur viðskiptamála- ráðherra færði sérstök rök fyrir því, að það mundi auðvelda gagnkvæma tollalækkunar- samninga milli Islands og Efnahagsbandalagsins, að hann teldi sennilegt, ef ekki víst, að állar fiskútflutningsþjóðir í Evrópu yrðu endanlega innan Efnahagsbandalagsins, þannig að ekki væri um það að ræða, að aðrar Evrópuþjóðir en Is- lendingar nytu þeirra tollfríð- inda eða tollalækkana varð- andi sjávarafurðir innfluttar til Efnahagsbandalagsins. Að vísu bætti ráðherrann við „fyrst um sinn“. En það er ekki þýð- ingarlaust í málinu, því að ef rætt er um aukaaðild, verða menn að gera sér það ljóst, að undanþágur, sem gilda aðeins fyrst um sinn, eru ekki mikils virði. Undanþágur samfara aukaaðild geta ekki haft ncina framtíðarþýðingu, nema þær séu teknar inn í Rómarsamn- inginn sjálfan. Það er ekki hægt samkvæmt honum að veita undanþágur um aldur og ævl frá meginreglum hans, heldur aðeins um stundarsakir. Allur málflutningur hæstvirts ráðherra hnígur því að þvi, að þó að hæstvirt ríkisstjóm telji að tvær leiðir séu færar i þessu máli. tollasamningsleið og auka- aðildarleið. sé það aðcins auka- aðildarleiðin, sem í raun og veru komi til greina. Það sé hún, sem ein geti tryggt ís- lendingum góða viðskiptaað- stöðu gagnvart ríkjum Efna- hagsbandalagsins. Hún ein geti tryggt þeim tollfrelsi og frjálsari innflutning sjávaraf- urða til landa Efnahagsbanda- lagsins. Og það. sem meira er. hæstvirtur viðskiptamálaráð- hérra og hæstvirtur dómsmála- ráðherra leggja á það megin- áherzlu, að aukaaðildarleiðin ein geti tryggt íslendíngum að- stöðu til þess að hafa áhrif á stefnu Efnahagsbandalagsins og framkvæmd hennar innan stofn- ana bess. Ég held. að með þess- um upplýsingum sem hæstvirt- ur viðskiptamálaráðherra flutti. sé það alveg ljóst, um hvað er að ræða. Atvinnurekstrarrétt- indi og íslenzka landhelein En við, sem höfum þegar á grundvelli þessara upplýsinga myndað okkur þá skoðun í þessu máli, að aðeins ein leið, tollasamnihgsleiðin. sé fær. höf- um gert það með þeim rökum. að þar sem upplýst sé í skýrslu rrkisstjórnarinnar. að aukaað- ildarlcrðin kosti samninga um hin viðkvæmu mál, eins og ráð- herrann orðaði það, um rétt út- ’endinga til atvinnureksturs á „slandi, innflutning fjármagns og vinnuafls. sé það alveg ljós< cií -ó ekbi fær fvrir fs- lendiuga. Ég leyfi mér að vitna til fyrri nrpmæla hæstvirts við- skiptamálaráðherra um þetta atriði, þar sem hann sagði í op- inberri ræðu. að ef aukaaðild- arleiðin væri farin, mundum við íslendingar verða að endur- skoða afstöðu okkar að því, er snerti rétt útlendinga til fisk- landana á íslandi og aðstöðu til fiskiðju. Við höfum bent á, að þessar upplýsingar, sem eru vitanlcga alveg óyggjandi, þýði það, að við yröum að opna land okkar fyrir öllum borgurum og fyrir- tækjum innan Efnahagsbanda- lagsins og velita þeim aðstöðu til fisklandana og aðstöðu t>l fiskiðju á íslandi. En við segj- um: Við vitum, að þetta jafn- gildir því að opna íslenzka fiskveiiðilandhelgi fyrir öllum borgurum og öllum fyrirtækj- um í löndum Efnahagshanda- lagsins. Sannanir vantar frá váðherrunum Hæstvirtir ráðherrar hafa ökki gert neina tilraun til þess að afsanna þetta. Hæstvirtur viðskiptamálaráðherra gat þess að visu í ræðu sinni, að við yrðum að setja einhverjar reglur sem takmörkuðu þennan rétt útlendinga. En hann hefur ekki fært nein rök að því, að þetta sé hægt. Það er þessi meginstaðreynd í málinu. sem við, fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna, sem hér hafa talað. höfum lagt megináherzlu á, sem skilur leiðir okkar og stjórnar- flokkanna í þessu máli. Rétt eins og stjórnarflokkarnir segja: Það er vegna þess, að við vilj- um ekki opna íslenzka fisk- veiðilandhelgi fyrir öllum borg- urum og fyrirtækjum í Efna- hagsbandalagslöndunum, að við viljum ekki taka í mál fulla að- ild segjuni við stjómarand- stæðingar. Það er vegna þess að við viljum ekki opna ís- lenzka fiskveiðilandhelgi fyrir útlendingum, fyrir öllum borg- urum og fyrirtækjum Efna- hagsbandalagsins með þeim hætti að gefa þeim jafnan rétt á við íslendinga til fiskland- ana og til atvinnureksturs i fiskiðju á Islandi. Það, sem fyr- ir báðum vakir, kann að vera það sama. Það er vegna þess að við erum allir sannfærðir um, að það má ekki með riein- um hætti ljá nokkum kost á því að opna íslenzka fiskveiði- landhelgi fyrir útlendingum, að við höfum tekið afstöðu í þessu máli. Hæstvirtir stjórnarflokkar eisra aðeins eftir að sanna það, að það sé nokkur mögulciki á því að verja íslenzka fiskvciði- landhclgi fyrir útlcndingum. sem hefðu fengið rétt til að- stöðu til fisklandana og fisk- <ðju á Islandi. Ekkert af þessum upplýsing- um er í raun og veru nýtt í málinu. Það var vitað fyrir- fram vegna ákvæða Rómar- samningsins og almennrar vit- neskju um það, hvernig auka- aðild hefur verið skýrð af æðstu forustumönnum Efna- hagsbandalagsins, að það mundi koma í ljós, að af þeirra hálfu yrði þess krafizt með aukaað- ildarsamningi, að hvað lítið, sem væri, að jafnréttið til at- vinnureksturs, til innflutnings fjármagns og vinnuafls, það gilti jafnt þótt um aukaaðild- arsamninga væri að ræða. En nú er þetta alveg sérstaklega staðfest af hæstvirtum við- skiptamálaráðherra, því að hann hefur lýst því yfir óaft- urkallanlega hér á hæstvirtu Alþingi, að aukaaðildarsamn- ingur kosti samninga Islendinga um þetta, um að veita borgur- um og fyrirtækjum ríkja Efna- hagsbandalagsins jafnan rétt á við Islendinga til fisklandana og atvinnurekstrar í fiskiðjunni hér á landi. Málefnaleg afstaða Ég verð því að telja, eins og ég áðan sagði, að við, sem höf- um tekið þessa afstöðu í meg- inatriði þessa máls út frá þeim rökum, þeim upplýsingum, sem hæstvirt ríkisstjórn hefur gefið um, hvað auk.aðild þýði og viljum hafna henni, ég verð að telja, að við höfum gert það á fullkomlega málefnalegum grundvelli og með fullkomnum málefnalegum rökum. En hvern- ig hafa svo hæstvirtir stjómar- flokkar, tekið þessu í umræð- unum um þetta mól? Hæstvirt- ur viðskiptamálaráðherra lýsti sárum vonbrigðum sínum yfir þessari afstöðu Framsóknar- flokksins. Hann og blað hans telja þessa afstöðu Framsókn- arflokksins neikvæða og ó- ábyrga og í stjórnarbiöðunum hefur verið hægt að lesa dag eftir dag. að þessj af- s,taða Framsóknarflokksins sé hreinn kommúnismi og þing- menn Framsóknarflokksins und- lægjur kommúnista í þessu máli fyrir það, að þeir hafa tekið þá afstöðu. að þeir segjast vilja velja þá leið, — að vísu þá leið eina. sem hæstvirt ríkissf.iórn og hæstvirtir ráðherrar allir, sem hafa taiað í þessu máii viija þó teija vel færa, Það kostar þetta að hætta sér út í það að reyna að færa nokkur rök að því, að það geti verið nokkur hætta á ferðum fyrir Islendinga í sambandi við að fara auka- aðildarleiðina. Þetta talar skýru máli um það, hv'eða tníð bað er. sem liæstvirt ,íkisstjórn að- hyllist og telur í raun og veru eina færa í þessu máli, þótt hún segi, að það sé ekk'i tíma- bært enn að velja hana. Hófsamlegur mál- FHitningur“ forsætis- 'í^herra Hæstvirtur forsæisráðherra. sem einmitt óskaði eftir hóf- samlegum og málefnalegum umræðum um þetta mál í sinni fyrstu ræðu. sló því föstu i annarri ræðu sinni. eftir að hann hafði heyrt afstöðu Framsóknarflokksins eða heirra, sem 'talað hefðu að hans hálfu, að afstaða Fram- sóknarflokksins í þessum mál- um væri þ.ióðhættuieg og gæti iafnvel eyðilagt málstað þjóð- avinnar i einu hennar mesta velfcrðarmáli Auk þess, sem flokkurinn felldi sjáifan sig sérstaklega undir, grun um að 'áta stjórnast af annarlegum sjónarmiðum í þessu máli. Þetta . vo.ru málefnaleg r-ök hæstvirts forsætisráðherra sem óákaði alveg sérstaklega eftir hófsamlegum og málefna. ’esum umræðum um þetta má! Um okkur þingmenn Al- hýðubandalagsins sagði hæst- virtur viðskintamálaráðherra. hegar í annarrj ræðu sinni. að bað hefði nú verið fyrirfram vitað hvað við vildum. Við vildum, að fslendingar hefðu sem allra minnst saman vi* bióðir Evrónubandalagsins a* sælda. af bví að við séum é ■nóti Efnahagsbanda’acinu Oa begar hæstvirtur viðskipta- málráðherra talar um Efna hagsbandalagið og bióðir bess bá er það eftirtektarvert. að hánn á greinilega ekki við þær 6 þjóðir, sem í þiví eru í dag, heldur á hann við 15 eða 16 þjóðir í Vestur-Evrópu og Mið- Evrópu. sem hann telur bara alveg víst í dag. að hljóti að ganga i það með einum eða öðrum hætti, þ.e.a.s. hann á bama við bióðaskara. sem telur svona milli 200—300 millj. manna og hann slær bví föstu, að við þingmenn Albýðubanda- 1agsins viljum, að íslendingar hafi sem allra minnst við- skipta- og menningarsambönd við allar þessar þjóðir. Við þurfum ekki að vera í vafa um það. að það erum við. þingmenn Alþýðubandalagsins. sem hann átti við. hæstvirtur ráðherra, þegar hann sagði i skýrslu ríkisstjómarinnar. að hér á landi væru menn, sem vildu. að viðskinta- og menn- inearsambönd fslendinga við hióðir Vestur-Evrópu væru sem allra minnst. Þar með er vit- anlega sagt, að við vildum helzt. að viðskiota- og menn- ingarsambönd fslendinga við allar bjóðir Vestur- og Mið- Fvrópu væru helzt ensin. við vildum riúfa þau með öllu. Slík orð ’.evfir hæstvirtur við- 'kintamálaráðherra on mennta- málaráðh<’rra sér að viðhafa hér á Alþingi. í máli sem hæstvirtur forsætisráðherra óskar alveg sérstaklega eftir hófsa"’'"'”im og málefnalegum umræðum. ' Afhvðubanda- '' ^cins Um afstöðu okkar þingmanna. Albýðubandaiaersins í við- skiptamálum fsiendinga út á við. vil étr seg.ia hæstvirtum viðskintamálaráðherra og öll- <im öðrum vegna bessara stað- lausu og órökstuddu staðhæf- inga: Stefna Alhýðubandalags- ins er sú. að liað eigi að beina viðskiptum íslcndinga þangað sem hau eru haekvæmnst frá viðskiptasiónarmiði einu án nokkurs tillits tii póitískra sjóuariniAa, þ.á.m. án tillits til pólitísks stjórnarfars í við- komandi löndum. Við viljum, að stefnt sé að því að utan- ríkisviðskipti íslendinga séu sem víðast um Iönd öll við sem flestar þjóðir eftir því, sem viðskiptaiegiv hagsmunir þjóð- arinnar og viðskiptakjör framast leyfa. Og þctta sjónarmið okk- ar þingmanna Alþýðuþanda- lagsins gildir alveg afdráttar- laust einnig að bví er varðar viðskipti við Iönd Efnahags- bandaiagsins 0g önnur lönd í Vestur-Evrópu eða Mið-Evr- ópu. hvort sem hau verða í þvi bandalagí eða ekki, Við óskum að þau viðskipti geti verið okk- ur sem hezt og hagkvæmust. Og ef þau eru það þá viijum við að þau séu sem mcst. TJm menningarviðskipti við þessar bjóðir Evrópu þarf ég auðvitað ekki að ræða. Við viljum að sjálfsögðu að menningarleg viðskipti bjóðar okkar við h.ióðir Evrópu séu sem mest og bezt. "fendur jafnfætis ' ’^^rtiiblaðinu Og ég vcrð að segja það, að hað er dálítið hart að heyra greindan mann og mcnntaðan eins og hæstvirtan mcnnta- málaráðberra þurfa að segja hér á Alþingi í ræðustól. að við þingmenn Alþýðubanda- iagsins sem höfum margir okk- ar rétt cins og hann sótt menntun okkar tii þessara bióða í Evrópu að við munum vilja menningarviðskipti þjóð- ar okkar við þaer sem ailra minnst og helzt rjúfa Ivau með nliu. En mér dettur ekki eitt augnablik í hug. að hæstvirt- 'ir viðskiptamálaráðh. meini hetta. En hann harf að legg.iast svona lágt til bess að komast iafnfætis b'aði sínu. sem fer með bennan þvætting á degi hverjum.“ Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Langt yfir skammt j áramótagreinum sínum véku valdamenn stjórnarflokkanna að fyrirætlunum um að koma upp stóriðju á íslandi og áttu þá einkan- lega við risavaxna alúminíumverksmiðju sem erlendum auðhringum yrði heimilað að koma á laggirnar og starfrækja hérlendis. Oft hefur verið um það rætt hversu háskalegt það væri fyrir íslendinga ef erlendir auðhringir kæmu hér upp risafyrirtæki sem bæri ægishjálm yfir allar aðrar atvinnugreinar í landinu og gæti á skömmum tíma knúið jafnt stjórnarvöldin sem aðra til að sitja og standa að sínum geðþótta, og skal sú hlið málsins ekki rædd frekar hér. Hitt er nærtækt íhugunarefni hvort ekki er verið að líta langt yfir skammt með bollalegg- ingum um að koma hér upp stóriðju sem nýtir erlend hráefni á sama ’tíma og við erum ekki menn til að nýta okkar eigin hráefni nema að mjög óverulegu leyti. yið íslendingar höfum betri aðstöðu en flestar ef ekki allar þjóðir heims til stóriðju á mat- vælum úr hafinu. Hráefnið er hér hið bez'ta sem fáanlegt er, við eigum enn mikla orku ó- notaða og við getum tryggt okkur nægilega verkmenningu á skömmum tíma. En á þessu sviði er flest óunnið. Það er til að mynda átak- anlegt hversu villimannlega við förum með síld- ina; sjómenn okkar hafa nú tryggt sér tækni og kunnáttu til þess að veiða hana með býsna miklu öryggi, en þegar í land kemur kunnum við ekki að hagýta hana nema á allra frumstæðasta hatt. Meginmagninu er kastað í verksmiðjur til fram- leiðslu á skepnufóðri, en það sem frumverkað er hér á landi er fullunnið erlendis. Úr síldinni gætum við unnið dýrmæt matvæli sem eftir- spurn er eftir um allan heim; það er hægt að sjóða hana niður, leggja hana niður, reykja hana og finna upp nýjar fjölbreyttar aðferðir til að matreiða þessa ágætu vöru sem náttúran sér okkur fyrir. Og ekki þurfum við að óttasí mark- aðsörðugleika; eftirspurnin eftir matvælum er stöðug og fer sívaxandi eftir því sem nýfrjáls- um ríkjum vex fiskur um hrygg — og velmættu s’tjórnarvöldin festa sér í minni að þau ríki eru utan þess Vesturevrópumarkaðs sem nú er ein- blínt á af mestri skammsýni. Og fullkomnum fiskiðnaði getum við komið upp af eigin ramm- leik í eðlilegum áföngum fyrir okkar eigin fjár- muni og lánsfé sem aflað er á venjulegan hátt. það er mikil skammsýni þegar sagf er að sjáv- arútvegurinn sé fullnýttur og að við þurfum að leita annarra úrræða í atvinnulífi. Hagnýting okkar á auðlindum sjávarins er á algeru byrj- unarstigi og á meðan svo er ástatt ættu ráða- mennirnir að hafa allt þarfara að gera en að velta fyrir sér hugmyndum um innflutning á erlendum auðfélögum og erledu vinnuafli til að reisa risaverksmiðju til að vinna úr erlend- um hráefnum. — m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.