Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA J Rroby-Johansen: steína er ekki „rétt“ eða ».röng‘' — hún er tilraun til að túlka okkar tíma. Breytingar E>að hefur á ýmsu gengið í sovézkum listum að undan- förnu. „Hlákan“ eftir daiaða Stai- íns, andrúmsloft 20. flokks- þingsins sögðu til sín á flest- sviðum menningarlífs — þó líklega hvergi eins litíð og í myndlist. Samt breytti hún nokkuð um svip. Efnisvat breyttist: í stað yfirþyrmandi hetjuskapar í vinnu eða bar- áttu komu rólegri og hvers- dagslegri augnablik úr dag- legu lífi. Handbragðið var ekki eins flatt og leiðinlegt; me>'n urðu litaglaðari, ákveðnari og sparsamari í teikningu, „lakó- ískari", að því er blaðamenn sögðu. Beztum árangri náðu ýmsir svartlistarmenn, eink- um baltneskir og grúsískir. En þessar breytingar gengu hægt og skammt: enn var næsta lítil fjölbreyni, mynd- irnar ofhlaðnar af gruinnim „hita“ og þröngu uppeldis- sjónarmiði; frávik frá „raun- særri hefð“ voru harðlega fordæmd bæði á flokksráö- stefnum og í blöðum. 25 ára bið Um leið gerðust ýmis tið- indi önnur. Andrúmsloft „hlákunnar" kom af stað a- köfum kappræðum, einkum meðal stúdenta og annarra unglinga. Ýmsir menn af eldri kynslóðinni sem höfðu haft náin kynni af rússneskri og vesturevrópskri framálist fyrstu áratugi aldarinnar miðluðu æskunni í greinum og bókum af reynslu og list- skilningi sem fór langt út yfir þann sem boðaður var í opinberum ávörpum og kennslubókum í fagurfræöi. Athafnasamastur var Eren- búrg — bæði sem rithöfund- ur og formaður Sovézk- franska menningarfélagsins. Endurminningar hans höfðu gífurleg áhrif, en þar er að finna margan ágætan fróðleik um franska og rúss- neska listamenn fyrstu ára- tugi' aldarinnar. Það var einnig hann sem fékk því framgengt að haldin var stór Picassosýning í Moskvu og Leningrad; þegar hún var opnuð þyrptist að miki'i múgur og lét ófriðlega — Erenbúrg kom að hljóðnem- anum og sagði: „25 ár hafið þið beðið eftir þessari sýn- ingu, þið ættuð að geta beð- ið 25 mínútur í viðbót“. Og það barst meira af erlendn list til landsins. Á stórri sýn- ingu listaverka frá sósíalis;- ísku ríkjunum var stöðugur kappræðufundur fyrir fram- an pólsku deildina, og ástrið- ur risu hátt. Abstraktmenn efna til sýningar Nú hafði skapazt svofeilt ástand: Listmálafulltrúar flokksins og embættismenn menntamálaráðuneytisins, svo og hinir akademísku forvíg- ismenn listasamtakanna höfðu títið breytzt. Hvert spor sem stigið var til frjálslyndis kostaði mikil átök. Fengizt hafði nokkurskonar hálfvið- urkenning á ýmsum forvíg- ismönnum nútímalistar Reykurinn Litla húsið undir runnanum við vatnið, — reykur stígur frá þaki. Hversu ömurleg væru vatnið, runninn og húsið án hans. Róður, mas. Það er kvöld. Tvær kænur renna fram hjá og í þeim tvö nakin ungmenni. Róandi hlið við hlið masa þau. Masandi róa þau hlið við hlið. I I (Picasso, Léger, Modigliani o.fl.) en þó var talið fráleitt að fylgja í neinu fordæmi þeirra. Hinvegar hafði skap- azt mikill og lifandi áhulgi á myndlist, myndazt hafði dil- stór hópur manna, sæmilega vígbúinn að rökum og þekk- ingu; málarar lumuðu á ýmsu heima hjá sér sem ekki fékk náð fyrir augum sýning- arnefnda — þ.á.m. abstrakt- list. Hún var annars alltaf harðlega fordæmd í blöðum og tímaritum — nema ei'n- staka sinnum heyrðust hóg- værari raddir (þ.á.m. Kíbríks, þekkts svartlistarmanns) sem bentu á þýðingu abstraktlist- ar fyrir listiðnað, húsbúnað, híbýlaprýði o.s.frv. — og leit helzt út fyrir að hún yrði húsuð þar; listamenn sem störfuðu í listiðnaði náðu sumir allgóðum árangri En í vetur dró til óvenju- legra tíðinda: abstraktmenn efndu til sýningar og á stórri sýningu Moskvulista- manna, sem kusu sér all- frjálslynda forystu í fyrra- vor, komu fram verk eftir Sterenberg, Falk (sem báðir eru látnir) og fleiri listamenn sem sama og ekkert hafa verið sýndir svo áratugum skiptir. Boðuð var sýning á æsku- verku:m Chagalls, Malevítsj og Kandinskís. Viðbrögð ráðamanna Flokksleiðtogar brugðust mjög reiðir við þessum at- burðum; allir þekkja orðið ummæli Krústjoffs um asn- ann og hala hans. 17. desem- ber hélt ílítsjof, einn af ní- urum flokksins, ræðu á funcli flokksforystunnar með lista- mönnum og rithöfundum. llítsjof var afskaplega harð- orður. Hann kvað verið að draga inn í landið „annar- lega hugmyndafræði", að ver- ið væri „að apa eftir spilltn og formalistískri list Vestuirs- ins“, verið væri að „slíta list- ina úr tengslum við fólkið“ — og fleira sagði hann fallegt. Hann sagði að miðstjóm flokksins hefði borizt fjöidi bréfa þar sem þess væri far- ið á leit að þessi ófögnuður yrði stöðvaður. Hann sagði einnig að frá ýmsum mennta- mönnum hefði borizt bréf til Krústjoffs og rakti efni þess: Þeir gátu um það hve jákvæð áhrif afstalínun hefði haft i menningarmálum og sögðu að þá þróun mætti ekki stöðva. Þeir sögðust nú sjá hvermg þeir listamenn sem einir gátu dafnað undir Stalín og gáfu öðrum þá ekki möguleika til sð starfa — eða jafnvel lifa, — hvernig þeir túlkuðui nú orð Krústjoffs sér í vil. Því bæðu þeir Krústjoff „að stöðva ð sviði myndlistar upptöku gamalla aðferða sem væ.u andstæður anda okkar tíma“ „Við“, sögðu þeir ennfremur, „viljum lýsa því yfir af allri einlægni, að ef ólíkar lisc- stefnur hafa ekki tilveru- möguleika þá er listin dauða- dæmd“. ílítsjof sagði að þessum mönnum hefði gengið gott til, en ásakaði þá að öðru leyti um hugtakaru,gling og fleiri villur. Hann kvað slíka boð- un á friðsamlegri sambíð allra listastefna jafngilda i raun friðsamlegri sambúð allra hugmyndakerfa — gegn slíku hlyti flokkurinn aðberj- ast því þar með væri hann sviptur forystuhlutverki sínu í menningarmálum og boðið heim stjórnleysi, yfirgangi huglægra óra o.s.frv. o.s.frv Afstaða róttækra Þessir atburðir eru vel falln- ir til að skemmta borgaia- pressu heimsins sem hefur lengi útbreitt þá falskenningu að kommúnistar væru svaimir óvinir nútímalistar Allir vita að menningar- málastefnur í ýmsum sósíal- istískum rxkjum eru næsta ó- líkar. Nútímalist hefur staðið með miklum blóma í Pól- landi, einnig í Júgósla\íu, og ýmislegt fróðlegt gerzt i öðrum austurevrópuríkjuxn. Fjölmargir foi’vígismenn nú- tímalistar á vesturlöndum hafa verið mjög róttækir í skoðunum á þjóðfélagsmái- um — það nægir að minna á Picasso og Léger. Það ástand sem skapazt hefu.r í Sovát- ríkjunum á sér sögulegar forsendur: afleiðingar menn- ingarpólitíkur Stalírís segja til sxn (en í ofangreindum atburðum hafa mjög látið til sín taka listamenn af hans uppeldi) — en sú pólitík gat orðið til meðal annars vegna þess að í hinni sundurleitu forystusveit byltingarinnar reyndust of fáir glöggir list- þekkjarar — allur þorri rót- tækra manna studdi þann þjóðfélagslega realisma sem mest hafði borið á í Rússlandi frá því um aðferðir í þessu starfi, sem reyndar verður ekki kallað annað en uppeldisstarf, en hér er mikið í húfi: aðeins með virkri almennri þátt- töku í menningarlífi hafa menn fengið vopn sem duga gegn neikvæðum afleiðingum tækniþróunar sem getu:r ge-t líf okkar að keðju vélrænna hreyfinga. Og það verður miklu byggilegra í hverjj landi, einnig — þegar til lengdar lætur — fyrir for- ystusveit í hverri listgrein. Þessi mál eru miklu þýð- ingarmeiri en tímanlegar kappræður um skapandi list. Tökum sósíalistískt ríki: við vitum að fræðslukerfi þeirra og margvísleg áhugamanna- starfsemi veitir geysimörgum nokkurn lykil að listum, eink- um klassískum og þjóðlegum arfi. Við vitum að ekki er öll þessi starfsemi hafin yfir gagnrýni, síður en svo: það er banalísérað, sitthvað verður út- undan. En einmitt þessi þró- un greiðir að sínu leyti fyrir lausn vandamála skapandi list- ar í þessum löndum: listin er bæði mörg og ein — og sá sem náð hefur tökum á einu skeiði hennar getur sjálfur fært út sjóndeildarhring sinn. Aukin menntuln plús bætt lífskjör greiða nýjum hug- Þegar blaðmenn komu á sýningu sovézkra abstrcktmálara undruðust þeir hve vel þær voru gerðar. Myndhöggvarinn Néizvéstni varð fyrir svörum og benti á að ýmsir forvígis- menn núrimamyndíistar hefðu starfað í Rússlandi — hann nefndi Kandínski, Malévítsj og Chagal. Um sama leyti var boðuð opnun á sýningu æskuverka þesssarra manna — en af henni hefur enn ekki orðið. Myndin er eftir Kandínskí. 1860 (Pérof, Kramskoj, Répín). Róttækir menn geta auðvit- að haft ólíka afstöðu til þeirra átaka sem verða urm skapandi list í Sovétríkjun- um. En einna viðfelldnust verður sú afstaða sem mest ber á meðal ítalski'a komm- únista. Þeir hafa í blöðuxn sínum og tímaritum gert sér far um að kynna þá rithöf- unda og listamenn sovézka sem helzt verða fyrir barð- inu á hörðum réttlínumöm- um heima fyrir, þýtt veric þeirra, eftirprentað myndir þeirx-a. Einn af atkvæðamestu rithöfundum Sovétríkjanna hefur sagt mér þá skoðun sína að með þessu1 móti hefðu ítalskir kommúnistar gert sovézku menningax'lífi dýx- mætan greiða. Sameiginlegt En þrátt fyrir allan ágrein- er þó eitt sem sameinar allia þjóða rauðliða: þeir álíta það bi'ýnt og þýðingarmikið verk- efni að útbreiða list, gera sem flesta þátttakendur í fegurð hennar, rjúfa þann peningamúr, sem stéttajijóð- félag hefur reist um hana og leiða hana til sætis i hverju húsi. Það má deila um myndum veg — bæði að syni flokksritara og vélsmiðs. Stefna er ekki „rétt“ eða „röng“ Maður er nefndur Brouy- Johanscji. danskur listfræð- ingur og hvítglóandi marx- isti. Hann hefur gert mikið til að fræða almenning um listir, skrifað vinsælar bækur á aðgengilegu máli, haldið sérkennileg námskeið í list- sögu sem sótt hafa verið nf mörgum mönnum úr ýmsum löndum. Nýlega kom út ný bók eftir hann, sem nefnist „List okkar“; x því sambandi gerði hann blaðamanni ft'á Land og Folk grein fyrir skoðunuim sínum á hst- fræðslu. Broby-Johansen harmar það djúp sem hefur verið staðfest milli listar og fólks, þá þjóðfélagsþróun sem leiddi til þess að listaver* urðu mai'kaðsvara og lista- maðui'inn einangraðist — er álitinn að hálfu skrítinn fugl, trúður og að hálfu ör- yrki sem verður fóm móðg- andi góðgjörðarstarfsemx. Hann álítur að á þessu verðí ráðin bót með fræðslu og með breyttum þjóðfélagsháttutm. Það er út af fyrir sig ágæt forsenda, segir hann, ef menn segja strax: ég skil ekki list. Þá- hafa menn ’ekki byrjað á að loka allan vísdóm úti. öll list tjáir sig á myndi’ænu máli, og þetta mál verða menn að skilja, engu síður en talmál og ritað mál. Flest- ir hafa tilhneigingu til að trúa því, að einmitt það „myndmál“ sem þeir eru ald- ir upp við sé það eina rétta, en á okkar dögum er það einmitt svo, að listin tjáir sig á mörgum og mjög ólík- um myndmálum, og almenn- ingi finnst því hann sjái fyr- ir sér babílonskan rugling. Það er sérkenni okkar tíðar, að það er ekki lengur til eitt ákveðið myndmál sem allir skilja og allir nota. BrobyJohansen var einnig spurður að því, hvort honum fyndist við lifa á tímum þeg- ar erfiðara væri að greina á milli listar og sjónhverfinga en áður. Hann sagði það væri allsendis óvíst. Hitt gæti hann fullyrt, að öll sönn list krefðist þess að áhorfandinn legði nokkuð á sig. Menn öðlast ekkert án starfs. Mynd- ir eru nokkurskonar bréf sem listamaðurinn hefur skrifað til að segja frá bví sem hann heldur að aðr'r þurfi nauðsynlega að vita. Og ef við leggjum að okkur, þá kemur það í ljós, að list- in er alls ekki svo óskiljan- leg eins og margir halda. Grundvöllur allrar listar er: maðurinn er ekki einangrað- ur, þú getur öðlazt hlutdeild í minni reynslu, ég í þinni. Veröldin breytist, því verð- ur listin að tala á nýju máli, nýr sannleiki verður að túlk- ast á nýjan hátt. I nýrri bók minni met ég ekki eina stefnn sem „rétta“ en aðra „ranga“, en skoða þær allar, hverja á sinn hátt, scm tilraun t!l tjá okkar tíma .... Umræður ekki ákæruræða Ekki eru talin hér upp nokkur af ummælum þessa danska listfræðings vegna þess að þau leysi allan vanda, heldur vegna þess að í þeim birtist ákveðin afstaða sem er — í stórum dráttum líklega sú eina sem róttæk pólitísk samtök geta leyft sér, vilji þau láta til sín taka í list- um Kommúnistískir og róttækir sósíalistískir flokkar heimsins hafa sett sér það markmið að gjöi'breyta tilveruskilyrð- um mannsins. Eins og áður var sagt hljóta þeir að líta á það sem óhjákvæmilegt verkefni að þjóðir og listir mætist. Hinsvegar er það ó- hjákvæmilegt, að þeir láti listamenn og rithöfunda sjálfa um það sem gerist í list samtíðarinnar. Það er óhiá- kvæmileg niðurstaða af reynslu okkar aldarsögu, fyrir henni hlýtur öll óskhyggja að víkja. Það er vel skiljanlegt, að menn sem líta á sig sem leiðbeinendur í þjóðauppeldi, hafi áhyggjur af allt að því „siðlausum" margbreytile’k heimsmenningarinnar. En svarið við honum hlýtur að vera heiðarleg gagnrýni, ekki undirskrift embættismanns. umræður, ekki ákæruræða. Ég ætla mér ekki þá du', að í þessum línum sé sögð einhver vizka. Hér er aðeins um nokkur atriði að ræða sem rétt er, að minnzt sé á. 4.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.