Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 9
X*JÓÐVILJINN Saaowtegaí 13. janúar 1963 Heimsókn í hárgreiðslustofu „Svona gerum við er við greiðum okkar hár.. ” Það cr munu r að sjá Jórunni Ólafsdóttur hér eða á forsió unni, þar sem verið var að túpera hárið á henni. Greiðsl- an: hátt túperað unpi á höfð- inu og tvískiptur hnakki. Undrandi augnaráð' mæt- ir okkur úr öllum áttum þegar við stígum inn. Karlmaöur á hárgreiöslu- stofu?! Þaö nálgast nú bara helgispjöll. Ætlar hann kannski í lagningu? En svo sést myndavélin hjá Ara og forvitninni er svalaö. Maðurinn er sem- sagt bara kominn til að taka nokkrar myndir fyrir Þjóðviljann. Andrés önd kynnir krakka- myndir Æ, æ, æ, það er eins og fyrri daginn, lítið úrval fyrir okkur. Þó er nokkuð sæmilegt i Kópavogi og Hafnarfirði. í Bæjarbíó er sýnd ljómandi skemmtileg japönsk teiknimynd í litum sem heitir Alakazan og henni fylgja íslenzkar skýr- ingar. Eldfærin, ævintýrið eft- ir H.C. Andersen um nomina, hermanninn kóngsdótturina og hundana þrjá með stóru augun er í Kópavogsbíó og hún er með íslenzku tali, svo ekkert ætti að fara fram hjá ykkur. Þessum myndum mundi ég mæla með við ykkur og svo Lísu í Undralandi í Tjarnarbæ kl. 3 og 5. Þetta eru allt ljóm- andi góðar myndir þótt þær séu ekki nýjar. Teikni- og smámyndir sem eru sýndar í dag eru 1 blíöu og stríðu með Tom og Jerry i Gamla bíó og Hölduin gleði hátt á loft í Nýja bíó, báðar gamlar og margsýndar. 1 Tóna- bíó er gömul kúrekamynd Lone Ranger og Ævintýri Hróa Hatt- ar í Laugarásbíó, hvorug fyr- ir lítil böm. 1 Hóskólabíó eru víst engar myndir til nema með Jerry Lewis, hann er þar í Heimsókn til jaröarinnar í dag og þeir gömlu, Gög og Gokke. em í Hafnarfjarðarbíó. Þá vil ég minna á að Leik- félág Reykjavíkur heldur bamaskemmtun kl. 1 í dag i Háskólabíó og hafa margir krakkar sagt mér. að það sé mjög gaman á skemmtunum hjá bví. Og Dýrin í Háisaskóg' era í Þjóðleikhúsinu kl. 3 og 6. Margblessuð! Andrés. Við erum stödd í Hárgreiðslu- stofunni Permu 'að Garðsenda -21 sem rekin er af írú Arn- fríði ísaksdóttur. Nokkrar kon- ur eru þar í lagningu en þó er óvenju lítið að gera, kannski vegna þess að það er mánu- dagur eða af því að hátíðarnar eru nýafstaðnar. Annars höfum við frétt að þetta sé að verða ein vinsælasta hárgreiðslustof- an í bænum og konur úr allt öðrum bæjarhlutum láta sig ekki muna um að taka sér ferð inní Sogamýri til að komast þar í lagningu. Arnfríður tekur érindi okk- ar vel og segir okkur undan og ofanaf frá rekstri stofuno- ar. Á henni starfa auk hennar, sem er méistari, þrír sveinar og þrír nemar. Stofan var opnuð fyrir fjórum árura, en þá aðeins helmingur þess húsrýmis sem nú er, fyrir tveim árum var svo hægt að auka við. Það er alltaf mjög mikið að gera. Ahugi á hárgreiðslunámi — Eru margar sem vilja fara' í hárgreiðslunárh? — Já, það komast alltaf 'íærrí "áð “éh' þurfa’ oft að bíða lengi eftir plássi. Það er mikill áhugi á jressu hjá ungum stúlkum. Ég hef tvisvar svarað fyrirspurnum á starfs- fræðsludeginum og það hafa komið til mín hátt á annað hundrað stúlkur í hvort sinn að spyrja um þetta. Það sýnir áhugann. Þetta er þriggja ára nám, þá verða þær sveinar, en meistarar geta þær orðið eftir sex ár. Stúlkurnár fá kaup meðan þær era að læra eins og í öðru iðnnámi og svo þurfa þær að vera við bóklegt nám i Iðnskólanum tvo mánuði á vetri. Ein af okkar nemum er í skólanum núna.- Við höfum áhuga á að bæta námið og beitum okkur nú fyrir því að tekin verði upp sú nýbreytni að eitthvað af und- irstöðuatriðunum í þessu verk- lega verði kennt í skólanum sjálfum. Þær sem hafa þetta í sér og geta lært ættu þá all- ar að standa jafnt að vígi. Það sem á stenduir er aðallega að það vantar kennara í þetta. Hárið stutt — Nokkrar nýjungar í greiðsi- unni? — Hárið er nú yfirleitt mjög stutt. Nú er mjög mikið í tízku það sem við hér höfum kallað franskan knakka. Hárið er þá einna stytzt í hnakkanum Myndir: Ari Kárason Ijósm. Þjóðv. og burstað til hliðar eða uppá ’ við óg frám. Það er ákaflega mikið um hárskraut allskonar og skol er mikið í tízku. Hér er mahogny-rauður litur einna vinsælastur. Túperingin er heldur að minnka og fer líka illa með hárið. ★ Ljósmyndarinn fer nú að munda vélina, en það er ekki sérlega blítt augnaráðið sem þær senda honum úr þurrkun- um. Það er þó alveg óþarfi að æðrast því rúllurnar og hjálm- urinn virðist fara þeim ljóm- andi vel, blessuðum dömunum. Flestar lesa í þurrkunum, en þó koma margar með prjónana sína með sér, segja hárgreiðslu- stúlkurnar okkur. Þaö styttir Hratnhildur Ingvadóttir sem byrjaði að Iæra daginn áður en við konr.um í heimsókn þvær hárið á einum viðskiptavininum. Frá vinstri sjást Arnfríður ísaksdóttir, Bjarghildur Jósepsdóttir og Guðrún Þorgeirsdóttir við vinnu sína. Arnfríður er að -etja í, hinar að greiða úr. Það eina sem er leiðinlegt á hárgreiðslustofu er að .ntja og bíða í þurrkunni. En það má stytta biðina með að Iesa eða prjóna . . . tímann meðan beðið er eftir að hárið þomi. Af þv£ að það er fremur lít- ið að gera nota nemendumir tækifærið og greiða hver ann- arri. Við fengum að taka mynd af því hvernig er túperað þó að aumingja karlmaðurinn í förinni væri nú bara hálf- hræddur við það rosalega fyrir- birgði. Árangurinn sést á for- síðu blaðsins. Svo er hárið orðið þurrt og það er farið að greiða úr og allt í einu eru allar stúlkurnar komnar á kaf í vinnuna, svo við viljum ekki tefja þær leng- ur, en þökkum kærlega fyrir okkur. vh Megum við búast viö þessu ef haldið verður áfram að túpera hárið hærra og hærra? Á tím- um Loðvíks 16. var hárgreiðsl- an orðin svo há og þung að hafa þurfti sérstakan þjón til að halda því ’jppi. Tilkynning frá Bœjar- símanum í Hafnarfirði Vegna undirbúnings nýrrar símaskrár eru þeir sem eiga óafsreiddar símapantanir við stöðina, beðnir að endur- nýja þær fyrir zO. jan. 1963, ella skoðast pantanimar úr gildi fallnar. Endumýjun fer fram alla virka daga kl. 8—21.00 1 afgreiðslu símastöðvarinnar i Strandgötu 24. STdÐ VARSTJÖRI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.