Þjóðviljinn - 15.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.01.1963, Blaðsíða 12
KvlknoSi B I frá rofmogni? Bæjarfógetinn á Akranesi hefur nú til rannsóknar bruna verbúðarinnar að Vesturgötu 31. Ekki er ó- líklegt, að kviknað hafi í út frá rafledðslum. Þjóðviljinn hafði í gær tal af fulltrúa bæjarfógeta á Akranesi og sagði hann, að svo virtist sem cldurinn hefði komið upp í norð- austurhorni hússins, cn þar var cinmitt rafmagnsinn- takið í húsið. Ekki er þó hægt að fullyrða, að kvikn- að hafi í út frá rafleiðsl- um, en málið er í rannsókn hjá eftirlitsmanni bruna- varna. 1 norðausturhorninu var einnig stigagangur upp á rishæðina, og þegar ungu mennlirnir tveir á hæðinni vöknuðu við óp Bryndísar, þá var hann alelda og varð þar hvorki komizt upp ná niður. Fulltrúinn bar til baka, að sczt hefði til Kristjáns koma út að glugganum á rishæðinni; víst væri, að hann hefði ekki vaknað. Dómur vœnf- anlegur í vikunni Þjóðviljinn snéri sér í gær til Hákonar Guð- mundssonar hæstaréttarrit- ara, forseta félagsdóms, og innti hann eftir því, hve- nær væri að vænta dóms í Sandgerðismálinu. Hákon sagði, að dómur yrði vænt- anlega felldur í þessari viku en það væri óráðið enn, hvort öll málin þrjú yrðu tekin til dóms í einu eða hvort í sínu lagi. Verði málin öll tekin fyrir í einu er dóms vart að vænta fyrr en í lok vikunnar. Eldur í sumarbú- stað í Mosfells- sveit í fyrrinótt Um kl. 2 í fyrrinótt var slökkviliðið í Reykjavík kallað að sumarbústað hjá Reykjum í Mosfellssveit. Bústaður þessi sem er eign Páls Magnússonar lög- fræðings er í smíðum. Hafði olíu kynding verið þar í gangi og kviknað í út frá röri er lá upp í gegn um þakið á bústaðnum. Sást eldurinn frá næstu húsum gerðu íbúar þar slökkviliðinu að vart. Eldurinn varð fljótt slökkt- ur en skemmdir urðu talsverðar á bústaðnum. Þurfti að rífa tals- vert út frá rörinu í þakinu til að komast að eldinum. Konur og karlar / Verkalýðsfél. Eining Það er einróma tillaga^ ameiginlegrar nefndar V erkamannafélags Ak- ureyrarkaupstaðar og V erkakvennaf élagsins Einingar, sem kosin var 29. sept. s.L, að félögin verði sameinuð í eitt verkalýðsfélag. Greinargerð nefndarinnar 1 greinargerð þessarar tillögu, sem lögð var fram á aðalfundi daginn, segir m.a.: Fyrir þessari tillögu okkar liggja m.a. eftirtalin rök: 1. Innan fárra ára koma til fullra framkvæmda lögin um launajöfnuð karla og kvenna, nánar tiltekið eftir fjögur ár. Þegar svo er komið, myndi fé- lag verkakvenna, ef til væri, ekki hafa nein bein áhrif á gang kaupgjaldsmála, þar sem kon- ur nytu þá sömu kjara og karl- ar . 2. Það er mjög óeðlilegt, að verkakonur og verkamenn séu i tveim sérstökum verkalýðsfélög- um. 1 fljótu bragði verður ekki séð, hvað er unnið við að láta það ráða skiptingu fólks milli verkalýðsfélaga, hvort um karl eða konu er að ræða. Vinnu- staðir era í flestum tilfellum þeir sömu, vinnutími sá sami og öll kjaraákvæði, sem máli skipta, þau sömu í samningum beggja félagnna. Þá hafa félögin und- anfarin ár nær ávallt haft sam- e’ginlega samningagerð við vinnuveitendur. 3. Sameining félaganna er í samræmi við fyrirhugaða skipu- lagabreytingu Alþýðusambands Islands, en megingrundvöllur hennar er sá, að allir þeir, sem á sama vinnustað vinna, séu í sama verkalýðsfélagi. 4. Engum hagsmunum félag- anna eða verkafólks á Akureyri virðist þjónað með því að draga sameiningu á langinn, þvert á móti“. Þá fjallar nefndin nokkuð ýt arlega um nokkur atriði í sam- bandi við sameininguna og legg- ut m.a. til, að nafn hins nýja v-erkalýðsfélags verði Verkalýðs- félagið Eining. Verkamenn samþykkja samcininguna Á fundi verkamannafélagsins var samþykkt einróma eftirfar- andi tillaga frá stjórn félagsins: „Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, haldinn 13. janúar 1963, samþykkir fyrir sitt leyti, að Verkamannfélag Akui- ej rarkaupstaðar og Verkakvenna- félagið Eining sameinist í eitt Framhald á 3. síðu. 14 ísl. listamenn sýna í Helsingfors Norræna listbandalagið efnir til norrænnar listsýningar í Helsingfors 8. marz og þangað senda 14 íslenzkir listamcnn verk sín, 9 málarar, 1 graflistamað- ur, 3 myndhöggvarar og cinn vefari. Sýning þessi verður í Helsing- fors í mánuð og fer þaðan til Abo í Finnlandi, þar sem verð- ur samsýning finnskra og ís- lenzkra listamanna. íslenzka deildin er valin af Fé- lagi íslenzkra myndlistarmanna og verkin eru eftir meðlimi þess félags, þá Benedikt Gunnarsson, Guðmundu André?détt".r, Haf- stein Austmann, Hörð Ágústs- son, Jóhann Briem, Kristján Davíðsson, Sigurð Sigurðsson, Steinþór Sigurðsson, Valtý Pét- ursson, Braga Ásgeirsson, Vig- dísi Kristjánsdóttur, Sigurjón Ölafsson , Guðmund Benedikts- son og Jón Benediktsson. Síðasta sýning norræna list- bandalagsins var haldin í Rvík fyrir 2 árum og líkur eru til að næsta sýning verði haldinn Svíþjóð eftir 2 ár, en sýningar þessar eru haldnar annað hvert ár. íslenzka sýningin fer utan með Gullfossi í þessari viku. Á SLEÐA Á ÍSNUM Þriðjudagur januar árgangur — 11. tölublað. Hörmulegt bílslys í Hvalfirbi Laust fyrir klukkan 3 1 gærdag varð það slys á veginum undir Múlafjalli í Hvalfirði, að lítil 5 manna fólksbifreið fór þar útaf og hrapaði nið- ur í fjöru. í bílnum var einn maður, Þorkell Þor- kelsson til heimilis að Krossamýrarbletti 14 f Reykjavík og slasaðist hann mjög mikið, höfuð- kúpubrotnaði m.a. Ekki er vitað hvemig slys þetta bar að höndum, en bíllinn fór útaf þar sem vegurinn ligg-, ur hæst í fjallinu. Hrein tilvilj- un var að farþegi í áætlunarbíl sem átti leið hjá, tók eftir bíln- 1 fjömnni 30 metmm fyrir neð- an. Þegar að var komið lá Þor- kell utan við bílinn og hafði greinilega kastast út úr honum. Bílstjórinn á áætlunarbílnum 1' gat kallað á lögreglu og sjúkra- bil frá Akranesi um talstöð sína og beið á slysstaðnum þangað til lögreglan kom á vettvang. Þorkell var fluttur á sjúkra- húsið á Akranesi, mjög mikið slasaður eins og fyrr segir. Hann var meðvitundarlaus þeg- ar síðast fréttist af líðan hans. Þorkell er 26 ára gamall og var í vinnu uppi í Lambhaga í Skilmannahreppi .Hann mun hafa verið á leið þangað þeg- ar slysið varð Bíllinn ,sem cr 4 manna Standard, R-13614, er mjög mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Skipaður sýslu- maður í Skafta- fellssýslu Hinn 12. janúar 1963 skipaði forseti Islands Einar Oddsson borgardómarafulltrúa til þess að vera sýslumann í Skaftafells- sýslu frá 1. febrúar 1963 að telja. (Frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu). Undanfarna daga Iiefur oíí-t' verið fjölmennt á Tjörninni. Börn og unglingar hafa þyrpzt þangað á skauta og þau sem ckki eiga skauta hafa komið með slcðana sína því að það er ekki síður gaman að þjóta yfir ísinn á slcða en skautum einkum fyr- ir smáfólkið sem ekki hefur enn náð valdi yfir skautalistinni. Við höfum áður birt myndlr af krökkum á skautum en hér kem- ur mynd af þremur scm eru að leika scr á sleðanum sínum. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Málverkasýning Helga Berg- manns i málverkasölunni að Týsgötu 1 hefur nú verið frain- lengd til miðvikudags vegna mikillar aðsóknar. 12 myndir hafa þegar selzt. onuiar á Heildaraflinn á vetrar- síldveiðunum er nú orð- inn 1.055.902 uppmældar Arnarnes að verða til tunnur, en var á sama tíma í fyrra 833,398 'tunn- ur. Aflinn í síðustu viku náði 254.000 tunnum. Enn sem fyrr er Reykjavík langhæsta veiðistöðin með 371,275 tunnur, næst kemur svo Keflavík með 173,805, Akranes er með 171,439 tunnur og Hafnarfjörður með 124,062. Alls he'fur síld borist til 9 staða suð- vestanlands. Hæstur er nú Víðir II með 23.133 tunnur, en Hafrún frá Bolungarvík er með 23.072 tunnur, Haraldur á Akranesi, sem var annar á síðustu skýrslu er nú 1 þriðja sæti með 21.508 tunnur, Halldór Jónsson frá Ól- afsvík er með 20.977 og Guðmundur Þórðarson er í fimmta sæti með 17.397 tunnur. Skýrsla Fiskifélagsins er á 2. síðu. Myndln er af Arnarncsl, hin- nm nýja stálfiskibátl, scm Stál- smiðjan smíðaðl og hleypt var af stokkunum fyrir nokkru. Búizt er við að báturinn verði tilbúinn innan tíðar, eiginlega ekfei nema vikuverk eftir ef ekkert sérstakt kemur fyrir. Eigandi bátsins er Ishús Hafnarfjarðar og ætlunin er að hann fari á útilegu með línu strax og hann verður tilbú- inn. Annars er hann útbúinn til síldveiða einnig. (I.jósm, Þjóðv. GOV Sósíalistar Képavogi Félagsfundur verður haldinn i Þinghól fimmtudaginn 17. janúar og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Rcikningar félagsins. Fréttir af f’^"nur mál. Stjómin. * *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.