Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 2
2 SfBA ÞJÓÐVILJINN -.r- , ^ vmr"*" Þótt fullgerðum ibúðum i Rvík hufí fækkuð um300frú 5 7 Guðmundur Vigfússon. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrir jólin þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var afgreidd í borgarstjórn flutti Guðmundur Vigfússon borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins allmargar ályktunar- tillögur um atvinnu- og húsnæðismál í sambandi við áætlunina. Eins og einnig hefur verið getið um í blaðinu náði engin þessara tillagna fram að ganga: íhaldið ýmist felldi þær, vísaði þeim frá eða vísaði þeim til ráða og nefnda. Þar sem ekki var færi á að rekja hér í blaðinu umræður um tillögurnar. sem fram fóru að næturlagi í mestu jólaönnun- Um. þykir rétt að rekja þessi mál nokkru nánar. Blaðið sneri sér því til Guðmundar Vigfús- sonar og bað hann að segja les- endunum í stuttu máli frá til- lögum þeim, er hann flutti um húsnæðismálin. — Þú lagðir til að borgin hæfi á þessu ári byggingu 300 nýrra íbúða? — Já. við Alþýðubandalags- menn fluttum þá breytingartil- lögu við siálft fjárhagsáætlunar- frumvarpið að framlag borgar- sjóðs ti' íbúðabygginga yrði hækkað úr 9 millj. í 15 millj. kr. fhaldsmeirihlutinn vildi halda framlaginu óbreyttu. sem auðvitað þýddi beinan samdrátt vegna vaxandi dýrtiðar og hækk- unar á byg.gingarkostnaði. Ég flutti svo ályktunartillögu um byggingu 300 nýrra borgar- íbúða á þessu ári. Meirihluti borgarstjórnar Sjálfstæðisflokks- fulltrúarnir 9 samþykktu að. vísa tillögunni til borgarráðs. en gegn því greiddum við 6 full- trúar minnihlutaflokkanna at- kvæði — Hvernig var tillagan? — Tillagan var á þessa leið: „Með hliðsjón af þeim hættu- lega samdrætti. sem orðið hef- ur á síðustu árum á sviði í- búðabygginga og sem greini- — Hvað er að segja um sam- drátt íbúðabygginga hér í borg- inni á síðustu árum? — Samdrátturinn í íbúðabygg- ingunum er mjög áberandi og ískyggilegur síðan ,,viðreisnin“ hófst og þar hefur ríkisstjórnin náð tilætluðum árangri. Hér voru fullgerðar 935 íbúðir árið 195? og 865 íbúðir 1958, síðasta ár vinstri stjórnarinnar. Tala full- gerðra íbúða hér í borginni lækk- aði svo niður í 740 árið 1959, þegar Alþýðuflokkurinn „stjórn- aði“ með aðstoð Sjálfstæðis- Reykjavkurborgar hefur hins vegar látíð þá skoðun í ljós í nýútgefinni skýrslu um bygging- arþörfina að 700 íbúðir kunni að nægja á ári fram til 1970, en eítir það aukist þörfin nokkuð. Byggir hagfræðingurinn þetta á því að íbúaáukningin í Reykja- vík muni verða minni en ráð var fyrir gert við rannsókn próf. Bredstorfs. í báðum tilfellum er miðað við líklega fjölskyldufjölg- un og að unnið verði að útrým- ingu óhæfs og hsilsuspillandi húsnæðis, en heilsuspillandi íbúð- Mtööúaft REYKJAVfK 349. Í1;ÖÖÖÖ;D:Ö: 487 SíiClÉíÖ Cí ö Ö DÚ 564 í ÖÖÖ Ö fi Ö Ö ÖÍlö ú; 705 löööööööööööööö 935 öööööööööðööööööööö AÐRIR- KAUPSTAÐIR 865 >40 Dtöööööööööööööú: 642 ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ ÖÖÖ ib2 he. L 8 tm hb Esa .fciH .Baa JHl. hB._BBi.0M. ifcaL 1952 HHE 131 1953 iPÍIafíBhSh^ 229 1954 jnflnnDHnf 199 1955.1nl1nhn|-|n|1nhn|^ -338 1956 1afínNn}1nþ|ntlnl-1nii9 382 1957 jSllnlinþlStlnþiBij^ 347 1958 lq[jnjjn|1n[-(nH '203 1959 -1nljn|1nljn|jnrinljohnþ£ 430 1960 Al^njjnr^fínrintlnrint 451 1961 jiirinnnriarinflDlinrfii 376, A myndinni hér fyrir ofan, sem tekin er npp úr Fjármálatíðindum, sést samdrátturinn í ibúða- byggingum í Reykjavík frá tímum vinstri stj irnarinnar til ársins 1961. Samkvæmt skýrslu bygg- ingarfu'Jtrúans í Reykjavík voni árið 1962 fullgcrðai 535 íbúðir hér í borg. Samdrátturinn nemur því hvorki meira né minna en 400 íbúðum frá 1957 Iega er að leiðg jil aukins«hús,!fIokksips. Með,... „viðreisninni“ næðisskorts og hækkandi hús næðiskostnaðar, telur borgar- stjórnin að ekki verði hjá því komÍ7,t að auka að miklum mun framkvæmdir borgarinnar í íbúðabyggingum frá því, sem verið hefur. Borgarstjórnin á kveður því að hefja á árinu 1963 byggingu eigi færri en 300 íbúða. er jöfnum hiindum fari til útrýmingar heilsuspill andi húsnæðis og til að leysa vanda húsnæðslausra fjöl- skyldna." í svonefndum „punktum“ ræðir Alþýðublaðið í gær um árangur viðreisnarinnar og kemst m. a. svo að orði: „Verzlunarjöfnuður er hag- stæður, nokkur gjaldeyrissjóð- ur til, allar skuldir greiddar á réttum tíma og fé, sem hafði verið flutt úr landi, hefur sumt komið heim aftur.“ Fróðlegt væri að fá nánari skýringu á þessari síðustu staðhæfingu í málgagni við- skiptamálaráðherrans. Hvert er það fé íslendinga erlendis sem tekið er að streyma til landsins aftur? Er ef til vill farið að flytja til landsins fjármuni þá sem voru í hinum frægu leynisjóðum Vilhjálms Þórs seðlabankastjóra í Bandaríkjunum? Hafa íslend- ingar komizt yfir milljóna- fúlgu þá sem flutt var úr þessum sjóðum til Sviss? Er farið að flytja inn til lands- ins fjármuni þá sem safúazt hafa í Bretlandi og Þýzka- landi í sambandi við útflutn- ing á ísuðum fiski eða summ- ur þær sem safnazt hafa í ítalíu, Spáni og Grikklandi í sambandi við útflutning á saltfiski? Er ef til vill farið að flytja inn til landsins aft- ur milljónatugi þá sem S.H. hafði ráðstafað erlendis í al- geru heimildarle.ysi? Eru faktúrufalsarar í heildsala- stétt teknir að flytja inn ó- löglegan ábata sinn? Það væri ekki aðeins fróð- legt að fá skýrslur frá Al- þýðublaðinu. um þessi atriði, heldur hlýtur saksóknari rík- isins þegar í stað að taka rit- stjóra blaðsins til yfirheyrslu. Fjárflótti er alvarlegt lögbrot og á að sæta þungum viður- lögum, og ritstjóri Alþýðu- blaðsins virðist bæði vita að verið sé að flytja slíkt þýfí til iandsins og að aðrar fúlg- ur séu enn varðveittar erlend- is: framburður hans ætti að vera þeim mun þyngri á met- unum sem hann er málþípa sjálfs viðskiptamálaráðherr- ans. — Austrt. 1960 fæk-kaði fuHgerðum íbúðum niður í 642. Þessi fala fullgerðra íbúða lækkaði svo enn um 101 árið 1961 eða í 541, og árið 1962 voru hér aðeins fuilgerðar 535 íbúðir. Samdrátturinn nemur hvorki meira eða minna en 400 íbúðum frá 1957. — Og þessi þróun hefur auð- vitað vaxandi húsnæðisskort í för rreð sér? — Það er greinilegt. Húsnæð- isskortur hefur ekki um langt árabil verið jafn ábe'randi og mikið vandamál og nú. Sé íbúð auglýst til leigu eru tugir e'f ekki hundruð manna komin á vettvang. eins og einn af blaða- mönnum Vísis upplýsti skil- merkilega. fyrir sk'ömmu Margt tmgt, fóík. sém er áð stófna heimili. á ekki annan kost en liggja. upp . á foreldrum eða öðr- um va’ndamönnum. Barnafjöl- skyldur sem eru í húsnæðishraki verða ýmisf að kauþa íbúðir eða ráðast í að byggja hvað sem það kostar og þót't engin leið virðist til að standá undir kostnaðinum. því þarhafólk á ekki upp á pallborðið hiá hús- eigendum sem leigj'a út íbúð- ir. það má heita í algeru bafmi. Er það sannarlega ekki fagur vitnisburður um viðhorf húseig- enda. Þetta.ástand hækkar líka húsa. leiguna samkvæmt lögmáli fram- boðs og ^ftirspurnar. Litlar í- búðarkyrtur eru leigðar á 1500— 2000 krónur á mánuði og þar yfir og fyrirframgreiðsla yfirleitt eitt ár. Þetta eru kostirnir sem fólki eru þoðnir eigi það ekki sjálft íbúðir, sem oftast er einn- ig erfitt og dýrt, jafnvel dýrara •en að leigja. — Hver er byggingarþörfin hér í Reykjavík nú? — Einhversstaðar á milli 700 og 930 íbúðir. Samkvæmt athug- un sem próf. Peter Bredstorff gerði á byggingarþörfinni í sam- bandi við rannsókn sina í skipu- Iagsmálum Reykjavkur og grann- héraðanna árið 1961 taidi hann að hér í Reykjavík þyrfti að bygg.ia um 930 íbflðSr að meðal- tali á ári til 1989. Hagfræðingur ir sem eru í notkun teiur borg- arlæknir nú um eða yfir 600. —- Og þrátt fyrir þessar stað- reyndir um slíkan mismun þess sem byggt er og þarf að byggja fellir borgarstjórnarmeirihlutinn að borgin ráðist í áframhaldandi íbúðabyggingar oe auki athafn- ir sínar á því sviði? — Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur aldrei ötilneyddur fallizt á íbúðabyggingar á vegum bæj- arins. Það hefur ávallt þurft að berjast fyrir bæjarbyggingum í Reykjavik og sú barátta hefur staðið við hinn ráðandi meiri- hluta. Þetta er því ekkert nýtt viðhorf þótt það sé ábyrgðar laust og skammsýnt. f raun og veru er það skoðun Sjálfstæðis- flokksins, eða þeirra sem þar ráða mestu. að borgin eigi alls ekki að „vera að vasast í bygg- ingum“. lausn þessa vanda sé einkamál hverrar fjölskyldu. jafnt fátækra sem ríkra og af þessu eigi borgin ekki að skipta sér. Lengi vel var þessi stefna játuð hispurslaust o:pinberlega, þótt það þyki nú ekki lengur vænlegt til fylgis. Undanhaldið sem borgarbyggingar síðari ára ber vott um er árangur af bar- áttu sósíalista og Albýðubanda- laesmanna í borgarstjóm og al- þýðunnar sjálfrar fyrir því að bæjarfélagið láti til sín taka á þessu mikilvæga hagsmunasviði almennings. — Þú reiknar þá ekki með að málið sé endanlega úr sögunni? — Ég geri ekki ráð fyrir því að borgarstjórnarmeiriWutinn treysti sér að svo stöddu til að hverfa með öllu frá íbúðabygg- ingum á vegum borgarínnar. en ég óttast að framkvæmdirnar verði ’ alltof smáum stíl miðað við þörfina. Ég er þeirrar skoð- unar að skylda borgarstjómar sé að grípa inn í með auknum borgarbyggingum, begar slíkur samdráttur í byggingastarfsem- inni á sér stað sem nú. Og sé það ekki gert sjá allir hverjar afleiðingarnar verða. Óléyst í- búðáþörf hrannast upp og vanda- máiið verður lítt viðráðanlegt og veldar almenningi o-g bæjarfé- laginu stórauknum og illleysan- legum erfiðleikum. Ég vil aðeins benda á, að þegar auglýstar vom til sölu 64 borgaríbúðir við Álfta- mýri fyrir skömmu sóttu' um þær 380 fjölskyldur, sem flest- ar eða allar voru í heiLsuspill- andi húsnæði eða húsnæðislaus- ar. — Hvemig miðar útrýmingu braggaíbúðanna? — Allto:f hægt, en alveg í sam- ræmi við athafnir og skiln- ing borgarstjórnarmeirihlutans. Bröggunum verður aldrei út- rýmt með byggingu söluibúða, til þess þarf að byggja leigu- íbúðir og leigan að ákvarðast í samræmi við greiðslugétu fólks- ins. Allt annað er blekking. Það hefur reynslan sýnt. Hér eru enn 160—170 fjölskyldur í brögg- um og langflest barnafólk. Margt af þessu fólki hefur búið í ■ Miðvikudagur 16. janúar 1963 bröggunum i nær 20 ár og þar aiizt upp heil kynslóð reykvfskra unglinga sem aldrei hefur búið í raunverulegum íbúðarhúsum við r.útíma aðstæður og þseg- indi Þetta er svartur blettur á Reykjavík en þó öllu fremur á stjórnendum hennar. Það segir sína sögu að þrátt fyrir ótvíræðan forgangsrétt braggabúa til borgaríbúðanna við Álftamýri fara þar inn í bezta falli aðeins 11 fjölskyldur úr bröggum. Og þó eru þetta hag- kvæmustu kjör á söluíbúðum sem um er að ræða hér hjá okk- ur. En þau eru ofviða tekjulágn og fátæku fólki. Það fær ekki risið undir afborgunum og vöxt- um uPP á 30—40 þúsund kr. á ári hvað þá hærri upphæðum. Vandi þessa fólks verður ekki leystur nema borgin byggi leigu- húsnæði. eins og við Alþýðu- bandalassmenn höfum rnargsinn- is krafizt og fært rök fyrir. LðGFSÆDI- S T Ö 1 F hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Endurskoðun og fasteigna- sala. Racrnar Ólafsson Sími 2 22 93. Karmðiiiiaskar Karlmannaskór áður 415,20 — nú 298,00 — 393,65 — — 250,00 Karlmannaskór — 540,00 — — 270,00 Karlraannaskór _ 560,00 — — 280,00 Karlmannaskór 248,00 — — 200,00 Drengfaskór stærðir 38 og 39. ... 200,00 — — 150,00 Kvenbomsur m/loðkanti, m/hæl og flatb. 200,00 — — 98,00 Kveukuldaskór — 340,00 — — 240,00 Kvenknldaskór — 198,00 — — 150,00 og nokkrar fleiri gerðir seljast ódýrt o. m. fl. Skóverzfunin Framnesvegi 2. l/tsulu — Kvenpeysur, verS frá kr. 75,00. Kvenundiikjolar, veið frá kr. 125,00. Kvenundirpih á ki. 39,00. Dömubuxur á kr. 29,00. Barnakjólar, verð frá kr. 75,00. Barnahúfur á kr. 50,00. Barnapeysur. verð frá kr. 75,00 ocr margt f leira ALDREI MEIRA CRVAL — — K0M2Ð OS GERIÐ GÖÐ KAUP. — Verzlunin Ása Skólavörðustíg 17. Sími 15188. * i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.