Þjóðviljinn - 18.01.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 18.01.1963, Page 1
Föstudagur 18. janúar 1963 — 28. árgangur — 14. [tölublað. AUKIÐ fjármagn Daglegir samninga fundir Fundir eru nú nær dag- lega með fulltrúum Dagsbrúnar og atvinnu- rekenda um samninga- málin, en ekkert hefur verið látið uppi um gang málanna þar. Samningar Dagsbrúnar runnu sem kunnugt er út 15. nóv. sl., og hafa fundir milli aðila verið haldnir annað slagið síðan. hærri lán, og ægri vextir Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær flutti Guðmundur Vigfússon eftirfarandi tillögu um víð- tækar ráðstafanir af borgarinnar hálfu til þess að auka íbúðabyggingar, en samkvæmt yfirliti bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík um byggingar í borg- inni árið 1962 sem frá var skýrt í frétt hér í blað- inu nú í vikunni hefur fullgerðum íbúðum fækk- að um á fjórða hundrað ’frá því sem var árið 1957 — Borgarstjórnin lýsir áhyggj- um sínum út af þeirri niður- stöðu, sem birtist í yfirliti bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík yfir byggingar i borginni, sem lokið hefur verið við á árinu 1962, þar sem það kemur fram að a. 84 bátargerðir út frá Vestmannaeyj. VESTMANNAEYJUM 16/1 — Nokkrir bátar hófu róðra héðan með línu 2. janúar og síðan hefur stöðugt bætzt í hópinn, og nú munu um 30 bátar vera byrjaðir. Afli hefur verið sæmilegur, upp í 12 tonn í róðri. Vitað er um 74 heimabá'fa, sem gerðir verða út frá Vestmannaeyjum í vetur; 13 hafa helzt úr lestinni og tveir bætzt við síðan í fyrra. Auk þeirra eru gerðir út héðan 10 aðkomu- bátar. — PH. Á öðrum stað í blaðinu í dag er birt báta- og formannatal Vestmannaeyja á vetrarver'tíð 1963, sjá síðu 2. m.k. 112 íbúðir vantar til að fullnægja árlegri þörf á nýjum íbúðum, samkv áliti hagfræð- ings borgarinnar. Borgarstjórnin telur að einskis megi láta ó- freistað til þess að snúa þessari þróun við og auka verulega í- búðabyggingar í því skyni að bægja auknum húsnæðisskorti frá dyrum almennings og álykt- ar því eftirfarandi; 1. að hraða svo sem föng eru á undirbúningi að úthlutun lóða til íbúðabygginga. 2. Að skora á stjórnarvöldin að leita allra ráða til að lækka byggingarkostnað íbúða. t.d. með lækkun eða niðurfellingu innflutningsgjalda og sölu- skatts af byggingarefni. 3. Að skora á ríkisstjómina Alþingi að ge»a ráðstafanir til að útvega aukið lánsfé til íbúðabygginga. 4. Að skora á sömu aðila að hækka lán til ibúða þannig að þau nemi a.m.k. 50% byggingarkostnaðar meðal- íbúðar og lækka vexti af í- búðalánunum. Borgarstjórnin felur borgar- ráði og borgarstjóra að fylgja þessum atriðum eftir með við- ræðum við ríkisstjórn og al- þingismenn og þá fyrst og fremst þingmenn Reykjavikur. Frá umræðum um tillöguna og afgreiðslu er sagt á 12. síðu. ! Þai tók íhaldii 4 ár að útvega brunabílinn 22. dcsember 1958 sam- þykkti bæjarráð samkvæmt tillögu brunamálanefndar að kaupa handa slökkviliðinu í Reykjavík nýjan og fullkom- inn stigabil, en innkaupsverð slíkrar bifreiðar var þá um 160 þúsund krónur. bað tók hins vcgar íhaldið hálft f jórða ár að hrinda þessari sam- þykkt bæjarráðs í fram- kvæmd og kom bifreiðin loks til landsins í ágúst 1962 og reyndist þá kosta 460 þús- und krónur, eða 300 þúsund krónum meira en þegar sam- þykkt var að kaupa hana, enda höfðu orðið tvær gengis- fellingar á tímabilinu. Nærri hálft ár er liðið síðan r' bifreiðin loks kom til lands- ins og allan þann tíma hefur hún staðið óinnleyst í Borgar- skála hjá Eimskip vegna þess, að húsatryggingasjóður sem átti að greiða kaupverð bif- reiðarinnar var algcrlega fé- vana þegar til átti að taka og gat ekki innlcist bifreið- ina. í sjóðnum áttu þó að vera til milljónir króna sam- kvæmt reikningum hans en það fé allt hafði verið tekið til almenns reksturs borgar- sjóðs svo að sjóðurinn var tómur og gat ekki sinnt hlut- verki sínu. Var bifrciðin ekki innleyst fyrr en sl. mánudag cftir að Guðmundur Vigfússon hafði lagf fram í borgarStjórn tillögu í málinu. Hefur það þvi alls tckið íhaldið 4 ár að útvega bifreiðina og koma henni í notkun. I gær var til umræðu í borgarstjóm tillaga frá Guð- mundi Vigfússyni þess efnis að borgarstjóm samþykki að banna að gengið sé á sjóði hústryggingasjóðs þannig að hann geti ekki staðið við skuldbindingar sínar, og cru fréttir af umræðum um þetta mál á 2. og 12. síðu blaðsins Meðfylgjandi mynd af branabílnum nýja var tekin sl. þriðjudag í Borgarskála en hann mun loks hafa ver- ið tekin þaðan á miðvikudag, — (Ljósm. Þjóðv. S.O.). Urum og skartgripum stol- ii fyrir á 200. þús. krónur í fyrrinótt var framið inn- brot í Úra- og skartgripa- verzlun Jóhannesar Norð- fjörð í Eymundssonarkjall- aranum í Austurstræti og stolið þar úrum, giftingar- hringum o.fl., að verðmæti eitthvað á annað hundrað þúsund krónur. Er blaðið hafði tal af rarm- sóknarlögreglunni í gær var enn ekki búlð að kanna til hlýtar * ! 'retum ekki hleypt / EBE \ \ • Franska stjórnin hefur nú fylgt eftir yfirlýsingum de Gaulle forseta á blaðamannafundin- um í París á mánudaginn þegar hann lét í ljós eindregna andstöðu við að Bretum yrði hleypt í Efnahagsbandalag Evrópu með fullum réttindum. • Á fundi ráðherra bandalagsins í Brussel í gær boðaði franski utanríkisráðherrann, Couve de Murville, formlega tillögu um að Bretum yrði einungis veitt aukaaðild að bandalaginu, en ekki full aðild, eins og þeir hafa farið fram á. • Tillaga franska ráðherrans kom öllu í uppnám á fundinum, enda þótt við henni hefði mátt búast, og urðu um hana harðar umræður. Hann lagði einnig til að frekari viðræðum um um- sókn Breta yrði frestað. Búizt var við að sú tillaga yrði rædd í alla nótt. • Mönnum ber saman um að harla ólíklegt sé að Bretar fái inngöngu í bandalagið úr þessu og má búast við að viðræðunum í Brussel verði slitið þá og þegar, enda vitað að Bretar sætta sig ekki við aukaaðild. — Nánari frétt er á 3. síðu. hve miklu hafði verið stolið og því ekki hægt að áætla verð- rr.æti þýfisins nákvæmlega. Mestu var stolið af armbands- úrum kvenna og karla eða uin 50 stykkjum af sex tegundum: Albina, Omega, Mauthe, Terval, Vulkan og Elite. Mun láta nærri að verðmæti úranna einna sam- an sé um 100 þúsund krónur. Þá var einnig stolið dálitlu af ermahnöppum og giftinga- hringum, einbaugum, bæði karla og kvenna. Var ekki vitað um það til íulls í gær hve miklu hafði verið stolið af hringunum og hnöppunum en verðmæti þeirra mun sennilega nema tug- Deilt hart á vagnakaup A fundi borgarstjómar í gær urðu langar umræður um vagna- kaup Strætisvagna Reykjavíkur, en á undanfömum árum hafa aðeins verið keyptar inn stræt.- isvagnagrindur frá tveim fyrir- tækjum, Volvo og Mercedes Benz en fyrirtæki borgarstjór- ans og bróður forstjóra Strætis- vagnanna hafa einmitt umboð fyrir þessi tvö fyrirtæki hér á landi. Bent hefur verið á, að ódýrara væri að gera innkaup é grindunum frá brezka fyrir- tækinu Leyland og vagnar frá þvf fyrirtæki hafa gefið mjög góða raun á Norðurlöndum, en gegn því hefur verið staðið, að vagnar frá því yrðu keyptir hingað til reynslu. Á fundinum í gær fluttu Ósk- Framhald á 12. síðu um þúsunda. Er þetta með stærstu þjófnuðum sem hér hafa verið framdir. Allir gripimir sem stolið var voru ótryggðir. I sambandi við þennan þjófn- að biður rannsóknarlögreglan alla sem kynnu að geta gefið einhverjar bendingar að snúa sér til hennar. Sjómenn! Kosningu lýkur ó morgun Eins og auglýst er 4 öðrum stað hér í blaðinu verður aðalfundur Sjó- mannafélags Reykjavíkur haldinn n.k. sunnudag kl. 13.30 í Iðnó og Iýkur kosn- ingu á morgun, Iaugardag. Kosið verður í dag kl. 10— 12 f.h. og kl. 3—6 c.h. f skrifstofu félagsins, Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu, og á morgun, laugardag, verð- ur kosið kl. 10—12 f.h. og þar með lýkur kosning- unni. Sjómcnn! Fylkið ykkur allir um lista starfandi sjómanna, B-Iistann og gef- ið landliðsstjórninni lausn í náð. X B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.