Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA *3é&wfums Fostudagur 18, janúar ;149€3 sitt af hvérju -k Finnsku körfuknattleikb- meistararnir hafa tryggt sér þátttöku í annarri umfsrO keppninnar um Evrópubikar- inn með því að sigra sænsku meistarana, KFUM Söder, tvisvar sinnum. Úrslit leiks- insí Stokkhólmi var 72:66 en í Helsinki 73:59. if Sovézka olympíunefndin gerir háar kröfur til þeirra Sovétmanna sem taka eiga þátt í skautahlaupi á vetrar- olympíuleikunum í Innbruck á næsta ári. Lágmarksárang- ur verður að vera þessi: 500 m. 42,0 sek. 1500 m. 2.15,0 mín. 5000 m. 8.07,0 mín. 10000 m. 16.55,0 mín. Þeir sem kaupa vilja að- göngumiða að olympíuleikj- unum í Tokíó vcrða að sýna vcttorð um að þeir hafí tryggt sér hótelherbergi eða annan íbúðarstað meðan á leikunum stcndur. Þessi ráðstöfun hef- ur valdið því að mikið er paníað af hótelherbergjum í Tokió nú þegar fyrir olympíu- tímann á næsta ári. ir Alexej Alexandrovitsj Bjelussóv hélt upp á 70. af- mælisdag sinn milli himins og jarðar. Þetta var 272. fallhlífarstökk hans. Bjelus- sov hefur um margra áratuga skeið haft fallhlífarstökk sem eftirlætisíþrótt. Hann er stofnandi brunaliðs-fallhlífa- sveita sjálfboðaliða í Sovit- rikjunum, en slíkar sveiiir eru oft kvaddar á vettvang þe^ar eldsvoða ber að hönd- um fjarri slökkvistöðvum. Bjelussov kveðst ætla að halda áfram að æfa sig næsta áratuginn. Það sem angri hann mest sé bílaþvagan á veginum til flugvallarins. Bein braut eða beygð tíma- vðrzlu í 200 metra 20,0 sek. er heimsmetið í 200 metra hlaupi á beinni braut. Heimsmetið á sömu vegalengd en á venjulegri vallarbraut með beygju er 20,5 sek. Hvað veldur þessum mun? P. Radford Til þessa hafa menn skýrt þennan hálfrar sekúndu mis- mun aðeins á einn hátt: Beina brautin býður hlauparanum betri kosti en beygða brautin, — beigjan tefur exl á beinu brautinni er hægt að ná meiri hraða. Þýzki íþróttaþjálfarinn Hans Axmann heldur því fram að þessi skoðun sé röng — orsökin fyrir tímamismuninum sé önn- ur. Skoðun sína setur hann fram í vesturþýzka tímaritinu „Leichtathletik". Hann leitast við að sanna kenningu sína með því að færa fram niður- --------------------------------$> I í fyrrakvöld fór fram fyrsta innanfélagsmót ÍR í lyftingum. Hafa ÍR-ingar þar með bætt nýrri keppnis- grein í íþróttalífið hér á landi, og tekizt að skapa góðan áhuga fyrir þessari íþrótt á ótrúlega skömmum tíma. Keppendur voru 10 í fjórum þyngdarflokkum. tR hóf reglu- bundnar æf- ingar í lyfting- um s.l. haust, og var fró því skýrt hér á síðunni. Það verður að telj- ast vel af sér vikið af hinni ungu lyftinga- deild IR að gangast fyrir keppni að svo skömmum tíma liðnum og tefla þar fram nokkrum mjög efnileg- um mönnum. Þessir ungu menn, sem þama hafa að unnið, koma manni mjög skemmtilega á óvart með dugnaði sínum. Haldi þeir á- fram í sama dúr, má búast við að þeir eflí gengi þessarar íþróttar veru- lega, og það er ánægjuefni ef það tekst að gera íslenzkt íþróttastarf fjöl- skrúðugra en nú er. Urslitin á mótinu urðu þessi: Milliþungavigt (menn 82,5 — 90 kg): Svavar Karlsson — 124 kfló. Léttþungavigt (menn 75 — 32,5 kg): Gunnar Alfreðsson — 102 kíló. Millivigt (menn 67,5 kg — 75 kíló): Óskar Sigurðsson — 95 kfló. Léttvigt (menn 60 — 67,5 kg): Guðmundur Sigurðsson — 94 kíló. Þess skal getið að aðeins var keppt í jafnhöttun. Hin alþjóð- góður. Guðmundur er t.d. að- eins 16 ára gamall, og allir eiga þeir öruggra framfara von, ef þeir halda áfram æfingum. Finnur Karlsson hefur verið kennari lR-inga í lyftingum, og lætur hann vel af þeim áhuga, sem ríkir fyrir íþróttinni. Hjá deildinni æfa um 25 manns, þar af 15 að staðaldri. Æfingar eru fjórum sinnum í viku. Finnur segir manni að það verði að fara með stigvaxandi krafti í æfingamar. Höfuð- áherzla er lögð á að . æfa og styrkja vöðvakerfið í heild. Þess er gætt að nemendur fari ekki of geyst í átökin, þannig að engin hætta sé á því að menn ofreyni sig. Iþróttin kynnt Nú hefur lyftinga-deild ÍR bætzt góður liðsmaður. Það er frjálsíþróttaþjálfarinn Simon Gabor. Lyftingar eru nefnilega undirstöðuíþrótt fyrir margar aðrar greinar íþrótta, og Ga- bor hefur látið nemendur sína í frjálsfþróttum æfa lyftingar með góðum árangri. Nú mun hann einnig miðla lyftinga- mönnum af kunnáttu sinni og reynslu í þessum efnum. Lyftingamennimir ætia sér ekki að slaka á róðrinum. Þeir hyggjast efna til annars móts í náinni framtíð, og einnig hafa þeir á prjónunum að kynna í- þróttina með sýningum úti á landi. Er þess að vænta að á- hugi margra ungra manna fyr- ir líkamsrækt vakni við það að sjá þessa knálegu pilta Ieika listir sínar. Svavar Karlsson er okkar langsnjallasti lyftingamaður. Bezti árangur hans i jafnhött- un er 130 kg. (Ljósm. Þjóð- viljans A.K.). lega keRpnisgrein — lyftingar — er fólgin í þrem atriðum: 1) jafnhöttun (í tveim áföngum — fyrst upp á brjóstið og síðan upp fyrir höfuð). 2) þrýstingi og 3) snörun eða kippur (lóð- inu lyft í einu átaki upp fyrir höfuð). Vel af stað farið Þetta mót ÍR verður að telj- ast virðingarverður fyrsti á- fangi. Árangur þessara ungu manna verður að teljast all- Myndorlegt Iþróttasíðunni hefur borizt fl. tölublað Valsblaðsins. Þetta fé- lagsblað Knattspyrnufélagsins Vals er hið vandaðasta að efni og frágangi og félaginu til mík- ils sóma. 1 blaðinu er fróðlegur ann- áll um íþrótta- og félagsstarf Vals á síðasta ári, prýddur! mörgum myndum. Valsblaðið er sérlega myndar- legt og vandað félagsblað. Rit- stjóm þess skipa: EinarBjörns son, Frímann Helgason. lór Ormar Ormsson, Sigurpáll Jón? son og Gunnar Vagnsson. Rey Northon. stöðu 5000 tilrauna, sem hann hefur gért í þessú éfni á síð- ustu fimm árum. Dýrmæt sekúndubrot Mikilvægasti árangur þessara tilrauna er sá, að sannazt hef- ur, að viðbragðsflýtir tímavarða minnkar eftir því sem þeir eru hlaupi lengra frá rásmarkinu. Ax- mann hefur reiknað það út. að Viðbragðstími reyndra og trú- verðugra tímavarða sé að með- altali 0.227 sek. Þessi meðal- viðbragðstími er, samkvæmt útreikningi jafnlangur þeim tíma sem líður frá því rás- skotið er gefið og þar til hlaup- arinn tekur fyrstu hreyfinguna í átt að markinu. Ahnað athyglisvert atriði, sem Axmann heldur fram er þetta: 1 200 m. hlaupi er við- bragðstími tímavarða 0.15 sek. lengri á venjulegum íþróttavelli heldur en þegar skeiðklukkum- ar eru settar af stað við rás- márkið, exns og t.d. í 800 m. hlaupi. Og góður tími Þetta þýðir, að mikill hluti afreka í 200 m. hlaupi er 0.2 sek. of góður í opinberum tíma- útreilcningi, miðað við mann- legan viðbragsflýti, — og 0.4 sek. of góður miðað við raun- verulega tímamælingu. Því lengra sem tímavörðurinn er staðsettur frá rásmarkinu, þeim mun lengri verður viðbragðs- tími hans. Samkvæmt áliti Axmanns leiðir endurskoðun afrekanna á 200 m. beinu brautinni til at- hýglisverðrar niðurstöðu: Tíma- mismunurinn á 200 m. beinni braut og 200 m. á beygðri braut stafar ekki af því að betra sé að hlaupa á beinu brautinni, heldur af því að tímaverðirnir eru lengra frá rásmarkinu þeg- ar keppt er á beinni braut. Heimsmet í 200 m hlaupi frá upphafi Bein braut: 21,6 sek. Hahn (USA) 1904 20.8 sek. Paddock (USA) 1921 Frank Budd hljóp 100 m á beinni braut á 20,6 sek i síðasta ári. Eng- inn hefur hlaupið vegalengdina á skemmri tima. 20.6 sek. Locke (USA) 1926 20.6 sek. Metcalfe (USA) 1933 20.3 sek. Owens (USA) 1935 20.2 sek. Patton (USA) 1949 20.0 sek Sime (USA) 1956 20.0 sek. Budd (USA) .962 Venjuleg 400 m. braut: Stanfield (USA) 1951 Baker (USA) Í956 Morrow (USA) 1956 Germar (Þýzkal. Norton (USA) 1960 Radford (England) St. Johnson (USÁ) 20.6 sek. 20.6 sek. 20.6. sek. 20.6 sek. 1958 20.6 sek. 20.5 sek. 1960 20.5 sek. 1960 20.5 sek. Norton (USA) 1960 20.5 sek. Berruti (Italíu) 1960 20.5 sek. Drayton (USA) 1962 (Ath. Það er ekki fyrr en 1959 að tekið er að staðfesta sér:- stök, opinber heimsmet á beygðu brautinni). ta í Jósepsdaf Það var líflegt við skíðaskala Armanns 4 Jóscpsda! um síð- ustu helgi. A sunnudaginn voru á annað hundrað manns v ð skíðaiðkanir í Jóscpsdal, og >10 - nQ manns gistu í skálanum á 'innudagsnóttina. Um helgina tóku skíðamenn Armanns í notkun nýja skíða- lyftu við skála sinn. Hér er nm að ræða dráttarvél. sem dreg- ur skíðafólkið upp brckkurnar í kaðli. Lyftu þessa má færa eftir því scm skiðafæri segir til um. Þarf ekki annað en að festa staura ofan við brckkuvn- ar og færa dráttarvélina "i. Lyftan rcyndist vel og mun að líkindum lyfta mjög undir skíðaiðkanir Armenpinga. Myndin er tekin þcgar notk- un nýju skíðalyftunnar hófst. Það er skíðakappinn Sigurðút R. Guðjónsson úr ÁrmaAni. sem er síga upp brattann rneð aðstoð lyftunnar. <■ i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.