Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 9
Föstudagur 1«. janóar KS3 ÞJOÐVÍLJINN SÍÐA 9 Ungu mennirnir skera sig meira úr en áður Að undanförnu hafa oft’ birzt hér á síðunni frásagnir og myndir af kven- fatatízkunni, bæði erlendis frá og frá innlendum tízkusýningum. Sjaldgæf- ara er, að nokkuð heyrist um karlmannafatatízkuna og því var það að heimilisþátturinn sneri sér til sérfræðings á því sviði, Ragnars. Guðmunds- sonar verzlunarstjóra hjá Anderson og Lauth, og bað hann að fræða les- endur blaðsins lítillega um hvað helzt væri á seyði í þeim efnum núna. Svona klœddur fer clegant hcrra út að labba með döm- unni sinni. Frakkinn úr ítölsku ullarefni, gráköflóttu, verð 2412 kr. Ilatturinn amerískur úr filti kr. 412. Skinnhanzkar á 254 kr. og regnhlífin á kr. 720. Notkun regnhlífa hefur aukizt mikið. Peysa með jakkasniði. Hana er hægt að nota í stað jakka á sumrin. Verðið er kr 705. — Það eru nú litlar bre.yt- ingar á karlmannafötum svona frá ári til árs, segir Ragnar, en ef við lítum nokkur ár aftur í tímann, sjáum við að síðan hafa orðið stórbreytingar. — Hvaða breytingar eru þetta þá helzt? — Föt eru nú yfirleitt dekKri en áður var og svo hefur orðið sniðbreyting, fötin eru minni. Jakkarnir eru bæði styttri cg þrengri og buxurnar eru allar þrengri, ekki bara skálmarnar. Þá er það athyglisvert hvað ungu mennirnir skera sig miklu meira úr núna en áður fyrr. Þeir eru mjög mikið fyrir allar nýjungar. Við erum nú með á tilraunastigi ný snið, sérstök yngri manna snið. Þessu höfum við orðið að bæta við okkar lager og er það náttúrlega auk- in þjónusta við kaupendur. A meðan hvorttveggja var vítt, jakkar og buxur, var miklu minni munur á þessu — sömu föt gátu þá passað bæði á eldri og yngri. — Framleiðið þið vesti með fötunum? — Nei, það eru ekki fram- leidd vesti á lager, en við út- vegum þau ef menn vilja. Ann- ars er nú mikið í tízku að hafa vestin ekki úr sama efni og fötin, en í sama litblæ, oft Ijós- ari. Vestin eru höfð einhneppt. Jersey-vesti eru nú mjög vin- sæl. Uppbrotið að koma aftur — Og uppbrotið á buxunum er svo til horfið, er það ekki? — Þær eru búnar að vera uppbrotslausar í l’/s ár, en nú virðist uppbrotið vera að koma aftur, bara mjórra, ekki nema svona 2 cm breitt. Það eru Italir sem koma fram með það, en þeir eru yfirleitt leiðandi í þessum efnum. Þeir gerðu til- raunir með tvíhneþpt föt aftur. en það var alveg kveðið í kút- inn — algerlega misheppnað. Fötin verða áfram einhneppt. Fataefnin hafa tekið miklum breytingum alls staðar í heim- inum. Þau eru nú miklu léttari. Áður þótti efni ekki kaupandi ef ferjardinn var undir 16—17 únsum, nú er hann svona 10— 12 únsur (1 jard er 91 cm, 1 únsa er 28 g). Það er farið að vinna ullina allt öðru vísi og þunnu efnin gefa þeim þykku ekkert eftir. Gangið meö axlabönd! — Nú er farið að sníða bux- urnar þannig, að ekki þarf neitt belti, er það ekki? — Jú, en það er eingöngu fyrir mjög granna menn. Hinir verða að vera með belti eða axlabönd. Annars er það svo, að það vilja alltaf koma fell- ingar og hrukkur fyrir neðan mittið þegar gengið er með belti og það er alltof lítið ,im að axlabönd séu notuð — bux- urnar fara miklu betur með axlaböndum. Englendingar t. d. framleiða ekki öðruvísi buxur með fötum. — Það er þá skilyrði að nota vesti eða peysu. — Já, þegar menn fara úr jakkanum. Maður kann ekki við að ganga á axlaböndunum innan um fólk, þótt kvenfólKið sé farið að gera það. En peys- ur eru nú miklu meira notaðar en áður. Orvalið var áður svo fátæklegt, en er nú miklu meira. Peysur skiptast í tvo hópa. Það eru þykkar skíða- og sport- peysur og svo allskonar vesti, þunn, ermalaus og með erm- um. . — Hvaða litir eru helzt í tízku? — Ja, aðalpeysuliturinn hér á landi er nú bessi islenzki, sem ég kalla svo. Það er þessi koksgrái litur, sem gengur hvergi í heimi nema hér. Það er mjög lítið um skæra liti nema á skíðapeysunum og yfir- leitt eru peysur sömu litum og fötin, dökkum. Fataefnin eru dökk, fín- mynztruð, smáköflótt eða rönd- ótt, en ekki einlit. Nú eru not- aðar litasamsetningar sem eng- um hefði dottið í hug að nota áður eins og t. d. blátt/brúnt, grænt/blátt og fleiri. Grænleit- ir, brúnleitir 'og gráir litir .ru mest f tízku, en lftið sem ekk- ert um blátt. Svört föt eru al- veg búin að vera, nema smok- ing og kjólföt. Smokingurinn hefur þrengzt og er nú ein- hnepptur með sjalkraga og við hann er notaður breiðúr lindi úr sama efni og kraginn. Þetta er að verða nauðsynlegur klæðnaður. Hentugasti hversdagsfatnaður- inn er stakar buxur og jakki úr grófu tvídi. Við erum t. d. með í okkar jökkum handofið tvíd frá Skotlandi. Það er nokkuð dýrt, en mjög sterkt og gott efni. — Hafið þið farið útí það að setja leðurbætur á olnboga? — Ekki almennt, en við ger- um það fyrir þá sem þess óska og eins leður framan á ermar, en menn láta helzt gera það þegar jakkarnir fara að slitna. — Við tvídjakkana eru notaðar dökkar, einlitar buxur, terylene- buxumar eru mjög hentugar. Frakkar I stað úlpna Sala á frökkum hefur mikið aukizt og helzta breytingln á þeim er að þeir eru nú styttri, en víðari Síddin er um og fyrir ofan hné, þeir eru ein- hnepptir og yfirleitt ekki með belti. Þá er áberandi hvað hatta- sala hefur mikið aukizt alls- staðar. Hún var alveg- komin niður í núll, Það voru ekki aðrir en gamlir karlar sem ■ -tt • •' íc > ■ . •; • i' : 'V!; t : ftt t : y/stýy. S-xW:W:¥:;í t''/ty , ' ' 't Ungi maðurinn tilbúinn í leikhúsið eða á ball. Fötin eru japönsk úr smáköflóttu ullarefni, verð: 2685. L ■■■•■'>■:■ U aíA S ,,, í ,, i;í >' : mmm llilill iiiiiii mjmm Hcntugur hversdagsklæðnaður. Harris tvídjakki, terylene buxur jersey vesti og enskur „Mr. Higgins” hattur. (Verð á jökkum hji A&L er frá 1453 uppí 2153 kr og á tcrylene buxum frá 728 til 887 Vestið kostar 535 kr. og hatturinn 435.) Myndir: Ari Kárason Móde!: Guðjón Jónsson gengu með hatta. Englendingar i tóku sig þá til og gerðu her- ferð á þessu sviði, bjuggu til ný módel úr nýjum efnum. Hattar eru nú skrautlegri en áður, og í svipuðum litum og fötin núna, dökkum, oft smá- köflóttir. Þeir eru minni, bæði lægri og með mjórri börð og sniðið annað. Skyrturnar röndóttar. — Er nokkur breyting á skyrtum? — Helzta bneytingín er að það er meira um gerviefni eins og t. d. nælon og perlon, en þau efni hafa tekið miklum breytingum til batnaðar. Það er orðið gott að vera í þeim, en áður voru skyrtur úr þess- um efnum kaldar í kulda rg heitar í hita og loft komst ekki að líkamanum. Spariskyrturnar eru nú hvítar eða röndóttar. Rendumar eru áberandi, skipt- ast oft á hálfur og hálfur cm. Einlitar skyrtur aðrar en hvítar eru nú lítið notaðar, nema þá helzt sportskyrtur. Flibbamir eru bæði með venju- leg hom og eins hafa rúnnuð horn sótt mikið á. Hnappar og bindisnælur eru gjaman notuð núna og bindin eru í þessum sömu dökku og dempuðu Utum og fötin og oft fínmynztruð. Það er ekkert um slaufur. Fara krepsokkar illa með fæturna? Sokkamir eru orðnir dekkri eins og allt hitt, og þetta skræpótta dót alveg horfíð. Ekki er orðið keypt annað en krepsokkamir, en ég held fyr- ir mitt leyti að þeir fari illa með fætuma. teygjan kreppir stundum að og loft kemst ekki að fótunum, en menn vilja ekki annað, þetta er svo sterkt. Við höfum líka ullarsokka Qg erum nú að flytja inn nýja tegund af sokkum úr terylene, í þeim er engin teygja, en við vitum ekki enn hvemig þeir reynast. Um skó er það helzt að segja, að þessir löngu og mjóu skór eru að verða úr sögunni. Táin er að verða meira normal og þvertá er líka í tízku. Karlmcnnirnir vandlátari — Hvað viltu svo að lokum segja um klæðaburð íslenzkra karlmanna í dag? — Menn, sérstaklega þeir yngri, hafa nú meiri áhuga a að klæða sig vel og eru miklu vandlátari en þeir hafa verið, sem betur fer. Þó er eitt atriði einkennilegt hjá sumum, ja, fyr- ir neðan allar hellur og bað er að sjá uppábúna menn í ó- burstuðum skóm, en það sér maður oft hér á götunum. Islenzkir karlmenn eru fljót- ir að taka við sér og fylgjast vel með. Við erum ekki eftir á og það er ekki hægt að segja að við séum undir beinum á- brifum frá neinni þjóð í klæða- v—ði. — ¥ — Undirföt við síðbuxur Italski tízkufrömuðurinn Pucci, sem hefur tekið sér sportfatnað sem sérgrein, er nú líka farinn að framleiða undir- fatnað. Hann vill að undirfötin verði hvít árið 1963. Sérstakur undirfatnaður und- ir skíðabuxur er eitt af því nýja sem Pucci kemur með núna. En þeir sem vonast kannski eftir að hahn sé eitt- hvað í ætt við slankbelti verða fyrir vonbrigðum. Nei, bikini er það eina sem passar undir skíðabuxur, segir Pucci. Geti maður á annað borð gengið í skíðabuxum, þá getur maður líka notað bikini. Annars á að forðast hvortveggja, segir hann "kveðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.