Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 10
|0 SföA KPOÐvii,mm GWEN BRISTOW: & I HAMINGJU LEIT Garnet. „Við skulum svei mér hafa upp á henni, áður en dag- urinn er liðinn. í kvöld fær hún á sig handjám.“ í>að fór hrollur um Garnet þegar minnzt var á handjám. Hún reis á fæur og sneri sér að komumönnum. „Takið þetta ekki nærri yður, frú Hale!“ sagði Maury van- sæil. Gamet leit á hann með fyr- irlitningu. „Eg tek ekkert nærri mér,“ sagði hún með iskaldri ió, „nema það að nafn mitt skuli standa skráð í gestabókinni á hóteli, sem hýsir fólk af þessu tagi. Eg fullvissa yður, herrar ar minir, að ég er ekki vön að dveljast undir sama þaki og morðingjar — og hórur!" Maury neri saman höndunum. „En, frú Hale, hvemig átti mig að gruna þetta?“ „Þetta er brúðkaupsferðin mín,“ sagði Gamet. „Ég hélt það yrði sælutími, sem ég gæti minnzt sem upphafsins að lífs- hamingju minni. En svo er ruðzt inn í herbergið til min. Eg er sökuð um að hafa falið kvenmann — kvenmann af versta tagi —” „Frú Hale!“ volaði Maury. Hún rétti úr sér. „Þér hafið sjálfsagt ekki vitað hver hún var. hertra Maury. En ef þér viiljið að heiðarlegt fólk venji hingað komur sínar, þá verðið þið að sýna meiri varúð.“ Hún sneri sér að Oliver, en hún þorði ekki að horfa á hann af ótta við að skella uppúr. „Mér líður ekki vel,“ sagði hún. Oliver tók utanum hana og hún hallaði sér að honum. Gestgjafinn og Kimball hneigðu sig og beygðu og hurfu útum dymar með ótal afsökun- um. Oliver lokaði á eftir þeim. Um leið og hann sneri lyklinum, sagði hann hátt og skýrt: „Elsk- an mín, mikið þykir mér leið- inlegt að þú skyldir þurfa að verða fyrir bessu ónæði. Legðu þig útaf og reyndu að vera ró- leg. Yiltu sherryglas?" „Já, þakka þér fyrir. Þú ert alltaf svo hugulsamur." „Eg skal hella í glas,“ sagði Oliver. Hann kom með sherrýið og sló glasinu í flöskuna um leið og hann skenkti. En þegar hún var búin að dreypa á víninu, gat hún ekki stillt sig lengur. Hún hvíslaði: „Getum við ekki hleypt henni út, Oliver? Hún hlýtur að vera að kafna.“ „Eg skal draga tjöldin fyrir," sagði Oliver og leit til dyra. „Kannski skánar þér í höfðinu ef skuggsýnt er inni.“ Garnett kinkaði kolli. Hann dró tjöldin fyrir og kveikti á lampanum. Þegar hann nálgaðdst fataskápinn, fór Gamet að titra. Hvemig skyldi Florinda hafa brugðizt við því sem þessi leið- indanáungi hafði sagt um hana? Hann vaæ svo hávær, að hún hlaut að hafa heyrt hvert ein- asta orð. Dymar að fataskápnum opn- uðust. Oliver sagði hvísflandi: „Allt í lagi, Florinda. Leiðin er opin.“ En Florinda hreyfði sig ekki. Hún hristist af hlátri. Til þess að kæfa hláturinn hafði hún tekið eitt af millipilsum Gamet- ar. Þegar hún kom auga á Oli- ver og Gamet fékk hún nýtt hláturskast og hún hélt áfram að halda millipilsinu fyrir munninum alveg bjargarlaus. Þau biðu og hlóu líka. Loksins fjarlægði Florinda flíkina. Hún greip í höndina sem Oliver rétti fram og brölti út. Gamet rétti fram vasaklútinn sinn. Florinda tók við honum og fór að þurrka sér um augun. Hún lét fallast niður á stól. „Afsakið mig,“ sagði hún. „En ég get ekki við þetta ráðið. Það var svo gaman að ykkur báðum. Eg hef aldrei heyrt eins fiínan leik.'' Hún snýtti sér hressilega. Gamet hugsaði með sér, að það væri skringilegt með mann- fólkið. Sumir nutu erfiðleikanna. Þeir veltu sér uppúr þeim og töluðu ekki um annað og kröfð- ust virðingaæ og álits annarra vegna þeirra. Það var rétt eins og það væri dyggð að opna sár á hverjum morgni til að tryggja að það greri ekki. En aðrir. eins og til dæmis Florinda, vildu ekki um vand- ræðin hugsa. Þeir vörpuðu öllum áhyggjum frá sér, strax og þess var nokkur kostur. Þeir hlógu að þeim. Florinda hallaði sér upp að stólbakinu og teygði úr sér eins og köttur — Hamingjan góða. hvað það er gott að teygja úr sér aftur, sagði hún við þau — Garnet, lokaorðin þín ætiuðu alveg að gera út af við mig. Eitt orð í viðbót um að misbjóða sakleysi, og ég hefði hlegið upphátt og þeir hefðu heyrt til mín Oliver dró fram stól Qg sett- ist, — Já, þetta ríður baggamun- inn és er á yðar bandi. — Ég þóttist vita það eftir því hvemig þér töluðuð við þá, sagði Florinda Hún lagði fing- ur á eina röndina í pilsinu eins og til að fullvissa sig um að liturinn væri hinn sami. Án þess að líta upp, sagði hún: — En hvers vegna, herra Hale? — Ég veit ekki mikið um Sel- kirk-morðið, sagði Oliver. — Auðvitað hef ég heyrt talað um það. því að ég keypti vörur úr dánarbúinu áður en ég lagði af stað í ferðina. En ég trúi ekki á söguna um elsku vininn sem tekur málið í sínar hend- ur. Florindg sendi honum talandi bros. Oliver hélt áfram: — Það er dýrt að gera út menn til að leita um landið þvert og endilangt. Og Selkirk er dauður. Ekki breytir það neinu fyrir hann. Florinda hlustaði á hann með aðdáun. — Þetta funduð þér út alveg á eigin spýtur. er ekki svo? Þér eruð sannarlega klár í kollinum. herra Hale —• Það er sjálfsagt allt í lagi með kollinn á mér. sagði Oliver. — En hvaða hálfviti sem er gæti séð gegnum þetta. Manni dettur ósjálfrátt i hug, hélt hann áfram. — að þessi vinur vildi ólmur sjá yður hengda. Það fór hrollur um Garnet. — Hengda? endurtók hún. — Það hendir þá sem dæmd- ir eru fyrir morð sagði Oliver við hana. Florinda yppti öxlum. — Tja, í hreinskilni sagt, herra Hale, þá býst ég ekki við að neinn kviðdómur léti hengja neina stúlku með andlit eins og mitt. En ég gæti fengið gistingu í ríkisfangelsinu í New York. Og hana fengi ég sjálfsagt — En það er svo sem nógu slæmt sagði Gamet. — Og þegar út kæmi. hefði ég ekki lengur þetta andlit mitt. sagði Florinda. Hún sagði þetta með svo mikilli beizkju að Gam- et hrópaði: •— Florinda. Þú hef- ur þó ekki verið í fangelsi? — Nei vina mín. En ég hef hekkt konur sem þar hafa ver- ið. Ég veit hvemig meðferð þær fá. — Hvemig þá? spurði Garnet. Henni var óglatt. Hún hafði aldrei fyrr hugsað um fangelsi. Florinda sagðl hörkulega: — Þær vinna fjórtán tíma á dag við að búa til poka og teppi. Maturinn er hræðilegur. Ef þær brjóta eitthvað af sér eru þær lamdar með leðuról á bert bak- ið. Höndin strauk ósjálfrátt yf- ir skinnjakkann á stólarminum. — Ég hef séð þær þegar þær komu út, bætti hún við. — Hið eina sem þær langar í er flaska af brennivíni og skot til að skríða inn í. Það fóru viprur um munninn á Gamet. — Ég hef aldrei heyrt talað um þetta. hrópaði hún. — Ég hef átt heima í New York alla mína ævl Florinda brosti til hennar. — Við höfum víst ekki alizt upp í sama borgarhverfi vina mín. Garnet hugsaði um friðinn og kyrrðina við Union Square. Hún hugsaði um allar göturnar sem hún hafði aldrei mátt ganga um — Þú ferð ekki i fangeisi, sagði hún einbeitt. — Florinda. þú hefur ekki gert þessi ósköp, sem maðurinn ásakaði þig um. það er ég viss um? Florinda reis á fætur. Með báðum höndum strauk hún yfir Ijósa hárið. Hún sneri baki í gluggann og horfði á þau — Nei svaraði hún. — Ég vissi það. sagði Gamet. Oliver sagði með raunsæi: — Hver drap Selkirk, Florinda? — Þessi — „elsku vinur“. H.ann heitir Reese. Ég býst við að þér hafið getið yður til trm lausnina. — Jæja, sagði Oliver. — Hald- ið áfram. Florinda greip um stólbakið. — Ég vann í Skartgripaskrin- inu. Ég var aðalstjaman þar. Og þar gekk ég undir nafninu Charline Evans Oliver kinkaði kolli. Florinda hélt áfram. — En það er ekki satt þetta með Selkirk. Ég er enginn eng- ill með geislabaug um kollinn, það vitið þið sjálfsagt. En það vill nú svo til að ég þekkti Selkirk ekki minnstu vitund. Ég hef ekki svo mikið sem talað eitt einasta orð við hann. Og ekki drap ég hann. 01iver sagði: — Voruð þér sökuð um að hafa drepið hann þegar bað gerðist? — Já. Reese kálaði honum. Svo laug hann lögregluna fulla af því. að ég hefði verið ást- mey Selkirks og hefði drepið hann í reiði minni yfir því, að hafa ekki getað krækt í hann aftur Reese er auðugur og af gamallí ætt og hvað eina og ég vissi að lögreglan myndi trúa honum en ekki mér. Og ég forð- aði mér burt úr borginni. Vinir mínir hjálpuðu mér. Ég fór beint hingað Ferðalagið tekur hálfan mánuð og mér fannst ég vera komin á heimsenda. Ég fór huldu höfði um tíma En ég heyrði ekkert frá New York. Að minnsta kosti fimmtiu manns sáu þegar Reese dró upp by.ssuna og skaut Selkirk — lögreglan hlyti að trúa ein- hverjum þeirra. Og ég hélt að þetta væri allt saman um garð gengið hvað sjálfa mig snerti. Og ég var alveg að farast úr leiðindum. ég kann bezt við mig innanum fólk Auk þess get ég ekki lifað endalaust án þess að vinna. Svo sótti ég um djobbið og fékk það — Hvernig fær maður svona starf eins og þetta í Skrúð- garðinum? spurði Garnet áköf. Florinda brosti: — Vina mlö, það er ekki svo erfitt fyrir þá sem eru kunnugir faginu. Ég fór til eigandans og ..sagði "hon- um sögu um London og París sem hann trúði ekki orði af og svo sagði hann; — Af hverju hætfuð þér? og ég sagði: — Ég lenti í smávandræðum útaf karlmanni. Því trúði hann og sagði: — Hvað getið þér? Ég sagði: — Gefið mér undirleik og þá skal ég sýna yður það. Þá kallaði hann á píanóleikarann. Hann sagði að ég gæti kannski komizt að í jól'asýningunni. Ég byrjaði og það var ekki beðið eftir jólunum. — Ég er ekki hissa á því, sagði Gamet. — Já, vina mín. þú sást mig í gærkvöld. Ég er sú bezta á landinu — Og þér fréttuð ekkert frá New York? spurði Oliver. — Ekki vitund Ég hafði ekki hugmynd um að neinn væri á eftir mér fyrr en í morgun. Ég kom útúr herberginu mínu og ætiaði á æfingu og þá sá ég Reese og spikhlunkinn i endan- um á ganginum. Þann feita hafði ég aldrei séð áður, en Reese þekkti ég aftur. Ég smeygði mér bakvið skápinn áð- ur en þeir komu auga á mig. Ég vissi á augaoragði hvað þeir höfðu á prjónunum Ég geri ráð Meðan síðustu gtsrimir yfirgefa staðinn grípur eion af mönnunum gúmmíkylfu og slær Tómas, sem á sér einskis ills von, fc'l jarðar. Grosso og Gonzas hlaupa inn í hliðarherbergið til að ná í líkið af Don Richardo, og Paravano hleypur til dyra: „Morð, morð!’! æpir hann. Fyrir utan ýlfra lógreglublístrur og samsærismennira- ir líta hver á annan með ánægjusvip. Föstudagur 18, janúar 1963 Orösending ííá Skettstofu Reykjanesumdæniis, Halnaríirði Allir þeir, sem skattstofan hefur krafið skýrslugerðar um laun, hlutafé og arðgieiðslur, eru áminntir um að gera skil eigi síðar en 20. janúar n.k. Frekari frestur verður eigi veittur. Þótt um engar kaupgreiðslur hafi verið að ræða, er eigi síður naaðsynlegt að skila eyðublöðunum •aftur. Frestur til að skila skattframtölum til skattstjóra, eða umboðsmanna hans, er lil 31. janúar n.k. Þeir, sem at- vinnuiekstur hafa með t.öndum, þurfa þó ekki að hafa skilað framtalsskýrslu fyrr en fyrir febrúarlok. Með því að frekari framtalsfrestir verða ekki veittir, nema sér- staklega standi á, er þvi hér með beint til allra, sem geta búizt við að verða fjarverandi eða forfallaðir af öðrum ástæðum við lok framtalsfrestsins, að telja fram nú þegar Þeir aðilar, sem nauðsynlega þurfa á framtalsfresti að halda, verða að sækja um frest til skattstjóra eða um- boðsmanna hans og fá samþykki fyrir frestinum. 1 47. gr. nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt er kveðið svo á að tf framtalsskýrsla berst eftir að fram- talsfrestur er nðinn, skal miða skattmatið við raunveru- legar tekjur og eign að viðbættum 25%. Til 31. janúar veitir skattstofan eða umboðsmenn skatt- stjóra þeim, sem þess þurfa og sjálfir eru ófærir að rita framtalssnýrslu sína, aðstoð við framtalið. Er þeim nlmælum beint til þeirra, sem ætla sér að fá framtals- aðstoð, að koma sem allra fyrst til skattstjóra eða um- boðsmanna haris. Húsbyggjendur og aðrir sem þurfa á launamiðum og núsbyggingarskýrslum að halda og ekki hafa borizt slík gögn í hendur, hafi samband nú þegar við skattstofuna eða viðkomandi umboðsmann. Umboðsmenn . hreppum umdæmisins eru hreppstjórar, nema í Miðneshreppi, bar er Sigurður Ölafsson skóla- stjóri umboðsmaður. Aðrir umboðsmenn eru sem hér segir: Keflavík: Bjarni Albertason, aðsetur Hafnargata 27. Kópavogur: Kristinn W'.um, aðsetur Vallargerði 40. .... . ^^kt^Æ^öjl^ir: Gaðmundur Gunnlaugsson, aðsetur Skrifstofa Flugmálastjómarinnar Keflavíkurflugvelli. SKATTSTJÖRINN 1 REYKJANESUMDÆMI. Lögtaksúrskurður Samkvæmt kröfu sveitarstjórans í Njarðvíkurhreppi úr- skurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum útsvörum og cðrum gjöldum til sveitarsjóðs Njarðvíkurhrepps álögðum 1962 og eldri auk dráttarvaxta og kostnaðar. Lðgtök verða lramkvæmd fyrir gjöldum þessum að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, verði eigi gerð skil fyrir þann tíma Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu 10. 1. 1963. BTÖRN SVEINBJÖRNSáON settur. Lögtaksúrskurður Samkvæmt kröfu oddvita Vatnsleysustrandarhrepps úr- skurðast hér n.eð lögtök fyrir ógreiddum útsvörum og öðrum gjöldum til sveicarsjóðs Vatnsleysustrandarhrepps álögðum 1962 og eldri, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Lögtök verða iramkvæmd fyrir gjöldum þessum að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, verði eigi gerð skil fyrir bann tíma. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 10. 1. 1963. EJÖRN SVEINBJÖRNS30N settur. Menn vaniar við fiskaðgerð. Fiskverkunarstöð Jóns Gíslasonar Hafnarfirði — Sími 50865.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.